Vísir - 13.08.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 13.08.1969, Blaðsíða 8
8 V1S IR . Miðvikudagur 13. ágúst. Utgerar li RevKjaprent h.I Framkvæmdastjön Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjór*: Jónas KristjánssoD Aflstoóarritstjóri: Axel Tborsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsrngar: Aflalstræti 8. Slrriar 15610 11660 og 15099 Afgreiflsla Aflaístræti 8. Simi 11660 Ritstjórn; Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftantiald kr. 145.00 * mánuði innanlands f lausasölu kr. 10.00 eintakiö 'Jrentsmiðia Vísis — Edda hl. i 11 iiiilniinniii—mi——————— Skekkjur I vikunni, sem leið, var birt í Alþýðublaðinu grein þýdd úr Arbejderbladet í Osló, um efnahagsvandræði Breta og orsakir þeirra. Segir þar að upplýst sé nú og viðurkennt af brezka viðskiptamálaráðuneytinu, að síðan 1963 hafi útflutningur Breta verið talinn minni en hann raunverulega hafi verið, sem nemi 2000— 2500 millj. íslenzkra króna á mánuði og hafi þessi skekkja haft hinar hörmulegustu afleiðingar í för með sér. Þetta vanmat á brezkum útflutningi hafi orðið til þess að auka vantrú bæði heima og erlendis á efna- hagsgetu þjóðarinnar og þangað megi rekja fjármála- kreppur, verðlækkun pundsins o.fl. Þetta er ótrúleg saga, en sé það rétt, að hún sé í samræmi við yfirlýsingu sjálfs brezka viðskiptamála- ráðuneytisins, verður sú heimild að teljast áreiðan- leg. Skýzt þótt skýrir séu, segir máltækið. Gera má ráð fyrir að Bretar hafi á að skipa allfærum mönnum til slíkra útreikninga, og því er furðulegt, að svona mistök skuli geta komið fyrir á þessari tækni- og tölvuöld. Þessi grein í Alþýðublaðinu varð ritstjóra Tímans svo að hugleiðingarefni stuttu síðar. Hann spurði hvort ekki væri hugsanlegt að svona reiknisskekkjur gætu komið fyrir víðar en í Bretlandi og hvernig það væri hér hjá okkur. Hvernig ætti að skýra „tvær stór- felldar gengislækkanir á einu og sama árinu, nema sem afleiðingar af tölfræðilegum skekkjum eða hugs- anaskekkjum eða samblandi af þessu hvoru tveggja“! Ber að skilja þessi orð ritstjóra Tímans svo, að hann sé nú fallinn frá þeirri kenningu sinni, að efnahags- erfiðleikar okkar séu rangri stjórnarstefnu að kenna, hér hafi aðeins „tölfræðilegar skekkiur" valdið öllum vandræðunum? Honum hefur þá orðið á alvarleg „hugsanaskekkja“, sem tekið hefur langan tíma að leiðrétta, en þetta mun ekki vera sú eina, sem villt hefur fyrir ýmsum góðum mönnum í þeim herbúðum síðasta áratuginn, svo ekki sé lengra farið. Allur þorri íslenzku þjóðarinnar, og þar á meðal ritstjóri Tímans, veit ofur vel, að það eru hvorki töl- fræðilegar skekkjur né hugsanaskekkjur, sem valdið hafa efnahagserfiðleikum okkar síðustu árin, og það er heldur ekki röng stjórnarstefna. Engin ríkisstjórn hefði verið þess megnug, að koma í veg fyrir þau á- föll, sem yfir efnahagslífið hafa gengið, en hins veg- ar er vandséð að nokkurri annarri ríkisstjórn hefði tekizt betur að fleyta þjóðarskútunni gegnum ófær- urnar, en þeirri, sem með völdin hefur farið. Reynslan af Framsókn og kommúnistum, þegar þeir flokkar stjórnuðu, bendir ekki til þess, að þeim hefði tekizt betur nú. Og ekki hefur þjóðin um langt skeið viljað fela þeim forustu aftur. Hún fékknóg af vinstri stjórn- inni og öllum hennar skekkjum. Það kostaði ekki svo lítið að leiðrétta sumar þeirra. « appsigliagu □ Að því er virðist horfir nú vænlegar en áður um að viðræður geti farið fram um bætt samstarf í Vestur- Berlín og ef til vill greiðari samgöngur milli Vestur- og Austur Berlínar. Um þetta I.afa farið fram undirbúningsviðræður og sitt af hverju hefir komið í ljós, sem bendir til að fyrir hendi sé nokkur vilji til þess að árangur geti orðið af viðræðum. Hefir að undanförnu verið vís að til ummæla hér að lútandi, Gromikos, utanrfkisráðherra Sovétríkjanna, Brandts utanríkis ráðherra og vara-kanslara Vest- ur-Þýzkalands, ambassador og hemámsstjóranna í Vestur-Berl- ín og fleiri. Athygli c vert að vekja á því, að dr. Kiesinger sagði, er hann lýsti vonum sínum um jákvæð- an árangur, að ekki kæmi til mála að stjóm hans féllist á breytta skipan í Vestur-Berlín. Og efa-tónn var í orðum hans, að Ulbricht myndi fallast á frjálsleg samskipti ibúa Vestur- og Austur-Berlínar. Enn aðskilur borgarhlutana „múrinn mikli“, sem reistur var 1961 — nú ramgerari og virkis- veggjalegri en þá, og handan þessa mikla múrs er austur- þýzka þjóöin einangruð, og hef- ir ekki haft af nema tveimur þjóðarleiötogum að segja: Adolf Hitler og Walter Ulbricht. Bylt- ing var reynd 17. júní 1953. Hún mistókst. Og Austur-Þjóðverjar hafa oröið að sætta sig viö stjórn, sem aldrei var löiglega kjörin. Og til Austur-Berlínar fá ekki aðrir Vestur-Berlínarbúar að koma en fólk á ellistyrk og um undanþágur jafnvel á stór- hátíðum heyrist ekki. Múrinn var byggður til þess að hindra flótta, til þess að fyrirbyggja að fólkið kynntist viðreisn og vel- sæld, sem það haföi ekki sjálft af að segja. Nú eru flóttatilraun ir fátíðar, og framfarir hafa orð- iö miklar í Austur-Þýzkalandi. Þótt það verði ekki nú sam- tengjast borgarhlutamir án efa nánara samgöngulega, og í Vestur-Berlín eru allar bílabraut ir t. d. byggðar þannig, að hægt er að samtengja þær bílabraut- um A.Þ. Og það hefir jafnvel átt sér stað samvinna milli aust- ur-þýzku stjómarinnar og vest- ur-þýzku um endurbyggingu brú ar á Saalebílabrautinni, en hún var eyðilögð í síðari heims- styrjöld, og var á hinni mikil- vægu samgönguleið milli Berlin- ar og Miinchen. Tollar og gjald- eyrismál valda ekki erfiðleikum og viöskipti milli Vestur. og Austur-Þýzkalands hafa aukizt og nema orðið þremur milljörð- um marka árlcga. Á slíku m. a. byggjast framtíðarvonir um auk ið samstarf að minnsta kosti öll- um Þjóðverjum til hagsbóta. Og þvi meira samstarf, því meiri l'kur fyrir lausn á stjórnmála- legum vandamálum, en slíka lausn eygir víst enginn enn. — (Heimild og myndir INB). Saale bílabrautarbrúna, sem byggö var sameiginlega af Bonn og Austur-Berh'n 1966. „Hjartan lega velkomnir til Austur-þýzka alþýðulýðveldisins“, en ferða- menn hvort sem þeir eru þýzkir eða erlendir þurfa að fá dvalar- leyfi hjá lögreglunnl. L íW5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.