Vísir - 13.08.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 13.08.1969, Blaðsíða 4
■ Minkabú. I Bandaríkjunum munu vera um 5000 búgarðar, sem eingöngu starfa að minkarækt. H Hvers vegna hætta þeir ekKi að reykja? Þekktur sálfræðingur í Banda- ríkjunum, dr. Douglas A. Bern- stein, hefur iátið frá sér fara nokkuö harðorða gagnrýni á hend ur þeim vísindamönnum, sem leit að hafa ráða fyrir reykingamenn til þess að hætta að reykja — án árangurs. Dr. Bernstein segir, að þeir hafi að vísu reynt eftir mætti, en ráð þeirra hafi lítiö stoðað — nokkrar vikur, nokkra mánuði, en sjaldn- ast fyrir fullt og allt. Hann leggur sjálfur áherzlu á það, að reykingamaður, sem ætlar að hætta að reykja, verði að taka ákvöirðun þar um. Það sé það grundvallaratriði, sem þurfi að vera til staðar fyrir þær sálrænu breytingar, er reykingamenn þurfa með. Ööruvísi náist það ekki, svo sem sjá megi á tregðu reykingamanna til þess að hætta, þrátt fyrir aðvaranir lækna um skaðsemi nikótíns. Dr. Berristein vísaði algerlega á bug þeirri kenningu, að reyk- ingamenn væru háöir nikótíni, líkt og eiturlyfjasjúklingar mor- fíni, eða áfengissjúklingar áfengi. H James Earl Ray reynir ennþá James Earl Ray, sem dæmdur var fyrir morðið á dr. Martin Luther King, hefur greinilega ekki gefiö upp alla von um, að mál hans kunni að verða tekið fyrir á nýjan leik, því lögfræðing- ar hans vinna enn að því að safna gögnum og ná skýrslum af einstaklingum, sem höfðu eitt- hvað saman við hann að sælda á tímabilinuu eftir dauða Kings og þar til Ray var handtekinn í London. H EIvis Presley samur við sig. I fyrsta sinn á níu árum kom Elvis Presley fram og hélt hljóm- Ieika öðruvísi en í sjónvarpi eða á hvíta tjaldinu. Þetta var í Las Vegas og gerðist um helgi, en hljómleikagestirnir voru allir yf- ir þritugt, og fögnuöu honum þó vel. ,,Þú ert enn númer eitt Elvis“ og annað í svipuðum dúr var hróp að úr salnum upp á sviðið til rokkkóngsins. Hinn 34 ára gamli Presley söng öll gömlu, frægu lögin, svo sem eins og: Blue Suede Shoes, Love me Tender, Jailhouse Rock, Hound Dog o. s. frv., og frétta- maður frá AP fréttastofunni komst næstum við, þegar hann sá, að sá gamli góöi Elvis Presley hefur ekkert skipt um „stíl.“ „Fætur gleirir, vinstri fótur hristur", sagði AP-fréttamaður- inn, „dökku hárinu kastað af og til aftur á hnakka með höfuð- hnykk, en hitt slagið hrundi það niður á gítarinn, sem söngvarinn sneri viðstöðulaust í hringi, og loks hliðarhnykkurinn til vinstri, en allan tímann mjaðmaskak -— alveg eins og í.... þorir mað- ur að segja í gamla daga!“ F allhlífarstökk Nýlega lauk landsmóti þýzkra fallhlífastökksmanna, sem hald- ið var í syðri hluta Vestur-Þýzka- lands. í mótinu tóku þátt bæöi konur og karlar og var keppt í mörgum greinum. Helztu stökkin voru þau, sem stokkin voru úr tvö þúsund metra hæð, þar sem stökkvararn- ir áttu að leika alls konar listir í fallinu niður fyrstu 11 sekúnd- urnar, án þess að opna fallhlífina. þá vakti einnig mikla athygli stökkið úr 1000 metra hæð, en þá áttu stökkvararnir að lenda í „marki“, sem var hringur 15 cm. í þvermál. í Vestur-Þýzkalandi munu vera 1000 manns, sem iðka aö stað- aldri fallhlífastökk — helming- ur þeirra í faiiíilífaklúbbum, en hinn hlutinn í hemum. Á landsmótinu í Ebingen voru valdir 10 beztu karl- og kven- stökkvarar og munu þeir taka þátt í ólympíumótinu í Júgóslavíu næsta ár. GAMLI OG NÝI TÍMINN „Gamli og nýi tíminn“ er eitt af þessum sígildu ritgeröarverk- efnum 1 gagnfræðaskólum og á- líka vinsælt viöfangsefni ljós- myndurum. Að okkar mati hefur þýzka ljós myndaranum, sem þessa mynd tók, tekizt vel val sitt á fyrir- myndinni að „gamla og nýja tím- anum“. Annars vegar sjáum við farar- tæki nýja tímans, en hins vegar 100 ára gamlan póstvagn, sem enn er í gangi og fer daglega á milli Walldiirn og Buchen í Od- enwald — dreginn af tveim fjör- ugum gæðingum. Odenwald er ákaflega vinsæll staður hjá ferðamönnum og þessi gamli póstvagn setur sinn svip á staðinn. Þaö er ekki aðeins að hann flytji póst, heldur einnig farþega og það kann ferðafólkið aö meta. Ætlarðu að bíta, bölvaður? Það gerðist fyrir skömmu í um. En maðurinn var sneggri til, Kaliforníu í Bandaríkjunum, aö hann beit tönnum sínum af mikl- hestur nokkur var ekki á þeim um móð í flipa hestsins. — En buxunum að láta nokkum koma að lokum bar þó hesturinn hærri sér á bak. Hann lét skína í tenn- hlut frá borði og' knapinn komst urnar og gérði atlö'gú1 að knapan- ekki meö nokkm móti á bak. J Spáin gildir fyrir fimmtudaginn • 14. ágúst. • Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl. • Haföu sem nánást samband og • samvinnu við fjölskyldu þína 2 eöa vini um það hvernig þú verð • deginum. Því aðeins eru tals- • verðar likur fyrir því að hann • veröi ánægjulegur. . • Nautið, 21. apríl til 21. mal. 2 Gagnstæða kynið setur svip • sinn á daginn á all skemmtileg- • an hátt og rómantikin blasir við 2 þeim, sem yngri em. Og þeim • eldri getur dagurinn orðið 2 skemmtilegur á ferðalagi og • heima fyrir. o Tviburarnir, 22. maí til 21. júni. 2 Það hvílir einhver móða yfir • deginum, en þar með er ekki 2 sagt aö hann verði neikvæður. • Sennilega væri hyggilegast að J leggja ekki upp í lengri ferðalög 2 sem mjög eru undir veðri komin • Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: 2 Þaö lítur út fyrir að nokkuö • það beri til tíöinda, sem gerir 2 þennan dag eftirminnilegan. — 2 Gagnstæða kynið virðist eiga • sinn þátt í því, aö minnsta kosti 2 að einhverju leyti. • Ljóniö, 24. júli til 23. ágúst. • Sitthvað bendir til þess að þú 2 njótir vel forustuhæfileika • þinna í dag — og njótir dagsins 2 vel um leið. Vinir þínir virðast • beinlínis ætlast til þess að þú • takir forystuna. 2 Meyjan, 24. ágúst til 23. sept. • Þú ættir ekki aö fara neitt langt 2 í dag, en stutt ferðalag getur 2 orðið ánægjulegt. Kunningjar • þínir munu setja svip sinn á 2 daginn þegar á líður og kvöldið getur orðið ánægjulegt. 2 Vogin, 24. sept. til 23. okt. • Taktu lífinu með ró í dag og 2 láttu aðra um frumkvæðið að • því hvernig deginum verður var 2 ið. Taktu þátt í rólegum fagn- 2 aði með kunningjum þínum, • stutt ferðalag getur oröið mjög 2 skemmtilegt. • Drekinn, 24. okt. til 22, nóv. • Ekki er ósennilegt aö eitthvert 2 ósamkomulag geti orðið um það • innan fjölskyldunnar hvemig 2 verja skuli deginum. Taktu ekki 2 beina afstöðu, reyndu heldur að • jafna ágreininginn. • Bogmaðurinn, 23. nóv. ti!21. des. 2 Þú virðist eiga í vændum • skemmtilegan, en dálítið erfiðan 2 dag. Láttu ekki ráða um of fyr- • ir þér — en varastu jafnframt • að halda tillögum þínum of fast 2 fram ,þótt þú teljir þær betri. • Steingeitin, 22. des. til 20. jan. 2 Skemmtilegur dagúr, en varla • samkvæmt þeirr/ áætlun, sem • þú hefur áður gert. Það kemur 2 vafalítið eitthvað óvænt fyrir. • en þaö verður einungis til að 2 auka ánægjuna. 2 Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr. • Farðu gætilega í oröi í dag, 2 þeir, sem þú átt saman við að • sælda — eða þær — kunna að veröa hörundsárari en venja er 2 til. Dagurinn getur þó orðið • harla skemmtilegur. 2 Fiskarnir, 20. febr til 20. marz. • Farðu gætilega í peningamál- • unum, og láttu yfirleitt ekki 2 stjórnast af fyrirmælum ann- • arra sem að öllum líkindum 2 vilja láta kostnaðarhliöina hvfla • sem mest á þér. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.