Vísir - 13.08.1969, Blaðsíða 6

Vísir - 13.08.1969, Blaðsíða 6
6 VI S IR . Miðvikudagur 13. ágúst. ............... ' •■ ....................................................................................................................................................................... ; ; . .; Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri Iðnaðarmálaráðuneyt isins er til alls búinn í iðrum Loðmundar gamla, en þeir Árni Þ. Árnason, deildarstjóri, skruppu austur um helgina til eftir- lits. 'P'inbúinn í Loömundarfiröi hef ■Li ur fengið gesti, háværa geati. Það eru borar tveir og jaíþýta með fríöu föruneyti. — Fimm skurðir alldjúpir hafa þeg ar verið ruddir í fjallsranana og borarnir eru sums staöar komnir á 15 metra dýpi á skurðbotnunum og ætla sér lengra um helming. Jaröveg- urinn, sem hlýtur svo óvæga meðferö, er sizt af verri endan um, perlusteinn í bak og fyrir. En til hvers er perlusteinninn nýttur, ef gæðin reynast nægjan leg Perlusteinninn er ágætt ein angrunarefni, ólífrænt og end- ingarbetra en lífræn einangnm arefni og brennur ekki. NotaÖur svipaö og kísilgúrinn sem síunar efni og til blöndunar í steypu og múrhúðun. Hugmynd ís- lenzkra stjórnvalda var sú, að reyndust gæði íslenzka perlu- steinsins nægjanleg .skyldi hann fluttur utan sem kjölfesta í sömu skipum og flyttu kísilgúr frá Mývatnsverksmiðjunni, en sú framleiðsla er flutt til Bret lands. Svo kann að reynast, að þessi ódýra flutningsaöferð skapi rekstrargrundvöll fyrir perlusteinsnám í Loömundar- firöi. Ánægðir að unnu dagsverki. Kjartan Thors t. v. hefur yfirumsjón með sýnishornatökunni af hálfu Iðnaðarmálaráðuneytisins en bandariski jarðfræðingurinn Eldom J. Lomnes tekur sýn- ishom fyrir Johns-Manville, en það rannsakar gæðin. Gestir í Loðmundarfirði Engin hafnarmannvirki eru enn í Loðmundarfirði og aðdrættlr því örðugir. Þama var bor- tækjunum lomdað, en jarðýtunni tökst að koma eftir slóðinni yfir fjallið frá Húsavik og um Borgarfjörð eystri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.