Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 1
VISIR . v V;>NJ ' Gestirnir sváfu í grennd við barinn Svo gestkvæmt hefur verið á Hótel Loftleið...n, að komumenn hafa ekki rúmazt á herbergjum heldur oröið að sofa í einum veit- ingasalanna, Leifsbúö. Þama var á ferðinni stúdentahópur, sem ekki hafði verið bókaður á hótelinu. — Stóðu stúdentarnir úti á stétt og vissu ekki hvað til bragðs skyldi taka er þeir heyrðu að öli hótel borgarinnar væru yfirfull. Forráðamenn Loftleiöahótelsins buðu þeim því að gista í búnings- klefum sundlaugarinnar, að kostn- aðarlausu. Voru stúdentamir á- samt kennara sínum þarna eina nótt en fluttu síðan í Leifsbúð. — Vakti þaö mikla kátínu hjá stúd- entunum og ur.du þeir hag sínum hið bezta þarna. Hópurinn hélt ut- an í nótt. Erling Aspelund tjáði Vfsi að aldrei áður hefði verið svo mikill gestagangur á hótelinu og væri nýt ingin því mjög góð. Einnig kvað hann marga útlendinga gista á einkaheimilum viða um borgina. Um þessar mundir dvelja á Loft- leiðahótelinu Musterisriddaramir, sænsku og em riddaramir í mikl um hluta herbergjanna. Mikið magn arseniks í glerhaug 22 tunnur fundust 'i Sudarvogi viö gömlu glerverksmiðjuna. — Dómsrannsókn i málinu @ Lögreglan hefur feng- ið vitneskju um, að gífurlegt magn af eitrinu arsenik hafi fundizt í glerhaugum gömlu Gler- verksmiðjunnar við Súð arvog í Reykjavík, þeg- ar þeir voru fjarlægðir fyrir allnokkru. Málið hefur borizt dómsmála- ráðuneytinu og fékk Vís ir þessar upplýsingar þar í morgun. Það var Hreinsunardeild Reykjavíkur, sem fann arsenikið í glerhaugunum, samtals 22 tunnur eða 2,2 tonn. Almanna- vamanefnd, Heilbrigðisnefnd borgarinnar og borgarverkfræð- ingur hafa fjallað um máliö og allar nauðsynlegar varúðarráð- stafanir hafa verið geröar til þess að koma í veg fyrir hugsan lega hættu af völdum eitursins. Því hefur nú verið komiö fyrir í sprengiefnageymslunni á Hólmsheiði. Líklegt er talið að efnt verði til dómsrannsóknar. Hér er að sjálfsögðu um óvenju mikið magn að ræða, en nauö- synleg notkun á arseniki hér- lendis mun vera um 1—2 kg. Þar eð eitrið var að auki svo vandlega falið, sem raun var á, er það að vonum, að menn velti því fyrir sér, hvað hafi f raun- inni vakað fyrir þeim, sem hér eiga hlut að máli. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Vísir aflaði sér í morg un, er arsenik notað í iðnaði til að herða kopar og blý og auk þess við framleiðslu ákveð inna tegunda af glerjum, hvort tveggja í litlum mséli. Þá er ar arsenik notað í lyf, sem nemur 1—2 grömmum á ári. Hér er þvf, miöað við þarfir okkar á eitrinu, um óhugnan- lega mikið magn að ræða, enda er arsenik stórskaðlegt og ban- vænt tll neyzlu Kaupum ekki vélar með Transavia segir Kristján Guðlaugsson. Óliklegt að Sviar kaupi RR-vélarnar „Sameining kemur ekki til mála, og við ætlum ekki að kaupa neinar vélar með Trans- avia.“ Þannig fórust Kristjáni Guðlaugssyni, stjórnarformanni Loftleiða, orð í morgun um þá blaðafrétt, að Loftleiðir og hol- lenzka flugfélagið Transavia ætl uðu að sameinast og kaupa Boe- ing 707 þotur. Þá taldi Kristján ólíklegt, að sænskir flugliðar mundu kaupa Rolls Royce-vélar Loftleiða. Kristján sagði, að Loftleiðir og Transavia hefðu um skeið haft samvinnu á ýmsum sviðum, svo sem í Bíafraflugi og Loftleiðir leigöu Transavia nú tvær „sexur“. Hefði þetta gefizt vel og yrði því haldið áfram. Loftleiðir hefðu hags muna að gæta hjá Transavia, en þar væri ekki um sameiningu að ræöa. Sænskir flugliöar, atvinnulausir hafa lengi haft áhuga á að kaupa Rolls Royce-vélar Loftleiöa. Hafa þeir nú frest til morguns til að ljúka tilboðum. Kristján Guðlaugs son sagði, að Svíarnir gætu lagt fram tvær milljónir sænskra króna til kaupanna, en þá skorti mjög sambönd við lánastofnanir og fyrir greiðslu. Taldi hann ekki líkiegt □ „Undanfarin ár hefur svo mikill fjöldi Ieiklistarnema brautskráðst, að markaðurinn er í bili fylltur og vinnumöguleik- ar Iitlir,“ sagja Leikfélagsmenn, en þeir hafa nú hætt starfsemi leiklistarskóla síns. Lokun skól- ans segja þeir líka gerða í því skyni að leggja áherzlu á nauð- syn þess að stofnaður verði full- gildur ríkisleiklistarskóli, sem starfi sem sjálfstæð stofnun í samvinnu við leikhúsin um viss- ar hliðar námsins, en sé annars óháð þeim. Leikfélagsmenn eru þeirrar skoð að þeir gætu valdið þessu. Franskt félag hefði einnig á huga á kaupun um. Loftleiðir væru vakandi I mál- inu og athuguðu tækifærin. Hins vegar gætu Loftleiðir ekki nú keypt þotur í stað Rolls Royce. unar að skólahald á borð við þaö sem tíðkazt hefur hér á landi full- nægi ekki kröfum tímans lengur og þurfi að verða róttækar breyting ar á, ríkisleiklistarskóla beri að stofna tafarlaust og skuli þar vera fjögurra ára alhliða nám undir stjórn sérmenntaðra kennara, sem noti nýjustu aðferðir við kennsluna. Skóli LR hóf starfsemi 1959 til að bæta úr brýnni þörf. Hefur skól inn brautskráð rúmlega 40 nem- endur. Einkaskólar eru starfandi fyrir þá sem vilja nema leiklist, og Þjóðleikhúsið starfrækir sinn skóla áfram sem verið hefur. Markaðurinn fyrir leikara mettaður — Leikfélagið leggur skóla sinn niður Lægðirnar standa í biðröð við landið • Læuðirnar standa nú x biðröð dð landið, sagði Páll Bergþórsson sjónvarpinu í gærkvöldi og var ítil huggun hrjáðum landsmönnum allri vætutíðinni og volæðinu. — Hmenningur er nú farinn að hug- eiða hvort engin takmörk séu fyrir >ví hversu mikið getur rignt. Knútur Knudsen, veðurfræðingur :em var á vakt í morgun gat upp- Læknadeildin hefur ekki hafnað tilmælum ráðherra — Villandi frásagnir blaða, segir forseti læknadeildar — Rannsókn deildarinnar ólokið lýst að lægðirnar væru enn í sömu biðröðinni, en taldi fáránlega heimskulegt að vera með vangavelt ur um það, hversu mikið gæti rignt. — Auðvitað gæti rignt upp i * á hvern einasta dag, sem eftir er I i| sumars, en það gæti alveg eins j | stytt upp á morgun meö sumri og | sól fram á vetur. í I • Frá því var skýrt í tveim dagblaðanna í morgun, Tím- anum og Þjóðviljanum, að Kennslumálanefnd lækna- deildar hefði nær einróma hafnað eindregnum tilmælum menntamáiaráðherra um að falla frá framkvæmd hinnar nýju reglugerðar nú í haust, en þar er deildinni veitt heim ild til þess að takmarka inn- göngu nýrra nemenda viS á- kveðna einkunn á stúdents- prófi. Vísir sneri sér af þessu tilefni til menntamálaráð- herra, dr. Gylfa Þ. Gíslason- ar, og innti hann eftir mála- vötum. „Ég hef ennþá ekkert bréf fengið frá læknadeild Háskól- ans,“ sagði ráðherra, „en i tilefni af skrifum Tímans og Þjóðvilj- ans í morgun, hafði ég strax tal af prófessor Ólafi Bjarnasyni, forseta læknadeildar. Hann kvtó frásagnir þessara blaða mjðg villandi og sagði, að athugun læknadeildar á málinu væri alls ekki lokið. Hann óskaði eftir fundi með mér á morgun kl. 3 ásamt formanni Kennslumála- nefndar læknadeildar, prófessor Tómasi Helgasyni. Málíð mun þá væntanlega skýrast."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.