Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 5
V í S IR . Fimmtudagur 14. ágúst 1969. ^VVVNA/WW'^AAAAA^VSAAA^AAA^AAArVVVVVVNAAAAAAAAAA^WVVVS^VVWV' Er æskilegt að maðurinn fái stjórn á veðurfarinu? — Okkur gæti virzt jboð nú, en sérfræðingar eru i vafa Tjaö er vafasamt hvort nokkuð það, sem lýtur að stjórn máttarvalda á heimi vortrm, hef ur hlotið jafn almenna gagnrýni og veöurfarið. 1 ranninni mun varla tfl sá maður, sem ekki treystir sér til að ráða þar bet- ur — að minnsta kosti má gera cáð fyrfr þvi, að þeir fyrirfinnist ekki margir hér aunnanlands þessa dagana, sem ekki eru þess fdHvissir, að betur mundi fara, ef þeim væri leyft að hafa hönd i bagga með stjórninni á veðr- áttunni. Það kann því að láta undar- lega í eyrum, þegar sérfræðing- ar haida þvi fram, að maðurinn hafi einmitt nm afl langt skeið haft hönd i bagga með stjóm- mni á veðurfarinu — og að þau áhrif hans hafi i heifd veriö harla neikvæð og óæskileg. Til þeirra aðgerða mannsins megi fyrst og fremst nefna mengun loftsins á stórum svæðum og eyðmgu skóga, en fleira kæmi þar og tii grema. Og enn kann það að láta und- arlega í eyrum, aö minnsta kosti eyr-unt okkar hér sunnan- lands eins og ástatt er nú, að það sé regnskorturinn, sem þjái íbúa jarðar mest, og ef maður- inn komist á lag með að hafa fyrirfram ákveðna ibkitun hvað snertir stjórnina á veðurfarinu, þá muni hann fyrst og fremst reyna aö stuðia að aukinni úr- komu á stórum svæðum. En þar segja vismdamennimir þá hættu á næstu grösum, að ef takast megi að auka úrkomu að mun á vissum svæðum, hafi það i för með sér minnkandi úrkomu á öðrum landsvæðum, og verði því að fara að öllu með gát — mun meiri gætni, en maöurinn hafi sýnt í umgengni sinni við veðurfarið, ef svo má að orði komast, margar undangengnar aldir. Muni reynast erfiðast að stöðva þau keðjuverkandi áhrif, 'sem sú umgengni hafi þegar komið af stað, og örðugt sé að gera sér grein fyrir hve öflugt geti orðið áður en iýkur, takist ekki að hafa taumhald á þeim. Loftmengunin, sem áður er getið, stafar fyrst og fremst af uppstreymi frá stórborgum og verksmiöjusvæðum. Þar er ekki einungis um að ræða koiareyk heldur og alls konar lofttegund- rr, sem myndast við vinnslu þá er fram fer i verksmiðjuhverf- um. Ef til vili mætti draga til muna úr þeirri mengun með tæknilegum aðgerðum — en hingað tfl hafa tæknilcgar að- gerðir i því sambandi fyrst og fremst niiðazt við að koma þess um óæskilegu kifttegundum sem hæst upp á við, þannig að þær hefðu sem minnst áhrrf á and- rúmsloftið í þeirri hæð sem mað urinn andar því að sér. Og enn ^sem komið er, þá eru ailar rannsóknir sem snerta áhrif hinna ýmsu mengandi upp- streymisefna á sjálft veðurfarið, á byrjunarstigi, þött þar sann- Flugvél dreifir silfur-iodidi á ský — önnur safnar sýnisbom- itm af regninu. ist vonandi máltækið gamla, að hálfnað sé verk þá hafið er. Eitt er það tækniráö, sem mað urinn ræður þegar yfir til að breyta veðri, og taisvert hefur verið notað sums staðar — en það er fólgið í því að strá efni nokkru, sem nefnist silfur-iod- ide, úr flugvél á ský og þoku- bakka. Þaö hefur þau áhrif á vissar skýjamyndanir, sem seið- karlar með villtum þjóðflokkum hafa löngum viijað ná með sær- ingum sínum og dansi — það myndar regn. Sé efninu dreift á þokubakka, myndast þar glufur á stórum svæðum. Hefur nú um skeið verið gripið alloft til þessa ráðs í þvi skyni að dreifa þoku frá flugvölium, t.d. i Alaska og gefizt vel við viss skilyrði. En þá kemur trl greina og ekki síður alvarlegt atriði, en það, að samgöngur í lofti tefjist vegna þoku. Sumir vísindamenn óttast að efni þetta kunni aö valda óheppilegri mengun á loft inu og koma þar af stað ófyrir- sjáanlegum keðjuverkunum þeg ar frá líði. Þeirra á meðal for- stöðumaðurinn við deild háskól- ans í Winconsin ,sem kennd er við umhverfisvísindi, dr. Freder- ick Sergent. Hann kemst þann- ig að orði, að enda þótt maður- inn búi þegar yfir nokkurri tækni tii að hafa ráðin áhrif á veðurfarið, þá séu öll siik af- skipti svo hættuleg, á meðan ekki liggi staðbetri þékking á eðli og lögmálum veöráttunnar þeim til grundvallar, að vart sé á það hættandi að beita þeirri tækni að nokkru ráði. Veðurfar- ið hefur svo mikil áhrif á aíla líffræði umhverfisins, að allar breytingar geta reynzt örlaga- rikari en nokkum örar fyrir. Rússneskir verkfræðingar hafa komið fram með þá fræði- legu tillögo, að gerbreyta öllu veðurfari og loftslagi á norður- hveli jarðar með stíflugerð á Beringssundi, sem mundi ger- breyta stefnti hafstrauma á þeim slóðutn. Bandarískum og rússneskum sérfræðingum ber saman ura að tæknrlega skoðað sé unnt að gera slika stíflu, einn fg að hún mundi geta haft þau áhrff, að heittemprað loftslag myndaðist á norðurslóðum, sem meðaí annars mundi gerbreyta öilu gróðurfari þar. En þeir, sem við umhverfisvísindi fást, telja að slíkar breytingar gætu reynzt stórhættulegar. Eins og nú er ástatt í alþjóðamálum er og l.arla ólíklegt að samstarf náist iwn þær framkvæmdir í bráð, og má kannski segja að fátt sé svo með öliu illt að ekki boði nokk- uð gott. Hins vegar eru hinir sér fróðu menn allir á einu máli um að vinda þurfi sem bráðastan bug að þvi að rannsaka þau á- hrif, sem maöurinn hefur þegar haft óafvitandi aö kalla á veðr- áttu og veðurfar, og koma f veg fyrir, ef unnt reynist, þær keðju verkanir af þeim sökum. Og um leið beri að draga allar róttæk- ar aðgerðir til áhrifa á veðurfar- ið þangað til vitað sé hvem dök þasr kunni aö draga, ef þeim verðí beitt. EINUM STAÐ Fáið þér íslenzk gólfteppi frás ZaP ZLUirtta Ennfremur ódýr EVLAN teppf. SparicS tíma og fyrirhöfn, og verziiS á einum sfccf. © Notaiir bílar til sölu Höfum kaupendur aö Volkswagen og Land- Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ’53 ’55 ’56’ 64 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 Volkswagen Fastback ’66 Volkswagen Microbus ’62 ’65 Volkswagen station ’66 Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68 Land-Rover dísil ’62 ’66 Willys ’66. Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust af- not af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkár. Seljum brund- og annað fyllingarefni á mjög hagstæðu verði. Gerum tilboð i jarðvegsskiptingar og alla flutninga. ÞUNGAFLUTNINGAR h/f . Sími 34635 . Pósthólf 741 UÓSASTILUNCAR Bræðurnir Ormsson ht Lágmúla 9, sími 38820. (Beint á móti bensínstöö BP við Háaleitisbr.) ^A^AAAAAAAA^^^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.