Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 13
V 1 S I R . Fimmtudagur 14. ágúst 1969, 13 fslenzka dagblaðaútgáfan j%%mdtfqGöúi ð Fyrir nokkrum árum birtust í Bretlandi niðurstöður af rannsókn síjórnskipaðrar nefnd- ar á rekstri brezkra blaða: Meg- inniðurstaðan ' í stuttu máli þessi: Hægt er að ná sama á- rangri með minni tilkostnaði. JJinir stórlátu brezku blaöakóng- ar áttu erfitt meö aö kyngja þessu. Flestir sáu sig þó um hönd. Sá þeirra sem hafði löngu fyrir útkomu skýrslunnar gert sér ljósa grein fyrir sannleiksgildi fyrr- nefndrar niðursööu, átti eftir að ná einna mestum árangri í viðleitni sinni til að efla blaðaveldi sitt, Lord Thompson of Fleet. Útgef- endur Daly Mirror brugðu skjótt við og tókst í krafti hins nýja skiln ings á blaðarekstri og breyttum skilningi á óskum blaðalesenda að gera blaðið útbreiddast dagblaða í Bretlandi og fara þannig fram úr helzta keppinaut sínum Daily Express, undii stjórn hins stór- brotna Beaverbrooks lávarðar, sem á efri árum vildi ekki viðurkenna að gömul „fortnúla" hans og áhrifa rík á sínum tíma, væri ekki enn í fullu gildi, Sú hugsun sem fólst í fyrr- greindri niðurstöðu rannsóknar- nefndarinnar brezku var ofarlega í huga Sigfúsar heitins Bjarnason- ar forstjóra, þegar hann tók að ein- beita sér að útgáfu Vísis. Hann er fyrsti mikii framkvæmdamaðurinn á Islandi, sem kemur frá óskildum rekstri, og tekur að beita hæfileik- um, kröftum og reynslu á undan- tekningarlaust alla þætti biaða- útgáfu. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa, en Sigfúsar naut skammt við. □ Yfirsýn Ailtof margar og þýðingarmiklar ákvarðanir um rekstur dagblaða eru teknar af mönnum, sem hafa ekki heildaryfirsýn yfir rekstur við komandi blaðs. Brezku blaðakóng- amir höfðu þessa yfirsýn meðan þ«ir vom að byggja upp blöö sín en svo slökuðu þeir á klónni og voru ekki viðbúnir að mæta breytt- um aðstæðum. Þá skorti heildaryfir sýn um skeið. Þeir sem standa fyrir blaðaútgáfu hérlendis hafa sjaldn- ast haft alla þræöi útgáfunnar í höndum sér og hafa því alls ekki hugleitt vandamál síns blaðs á nægilega víðum grundvelli. Undan tekningar, sem hafa verið misjafn- lega víðtækar í eöli sfnu, em sam- starf Valtýs Stefánssonar og Sig- fúsar Jónssonar á Morgunbiaöinu, sem er traustasta dæmið, viðleitni Gísla Ástþórssonar og Áka Jakobs- sonar á Alþýðublaðinu, sem var eftir á að hyggja, dauðadæmd frá upphafi eins og Vísir hefur einnig reynt, og afskipti Björns Ólafsson- ar forstjóra af útgáfu Vísis um skeið, sem virðast hafa verið mjög jákvæð þegar þau voru mest. Ef- laust eru til fleiri dæmi, þótt ég þekki þau ekki. Svo er að minnast afskipta eins og Kristjáns Jóhanns Kristjánssonar sem á mjög þýðing- armikinn þátt í fjárhagslegri endur skipulagningu Vísis, endurskipu- lagningu, sem hefur varanleg árif. Ég þykist vita að störf Sigurjóns Guðmundssonar fyrir Timann hafi verið ákaflega þýðingarmikil fyrir afkomu blaðsins og þannig mætti nefna fleiri dæmi um jákvæð af- skipti manna af blaðaútgáfu á þröngu sviði. Þetta eru undantekn ingar í þeim stóra hópi manna, sem eiga þátt í mikilvægum ákvörð unum innan blaðstjóma hérlendis. Fæstir hafa möguleika á að leggja svo mikið af mörkum að um muni í hverju einstöku tilviki. Engu að síður eru þeir nauðsynlegir aðildar- menn, ef þeir hafa á annað borð vilja til að gera vel. Tengsl framkvæmdastjóra og ritstjóra eru s.ialdnast þess eðlis að um alhliða stefnumðtun f út- gáfunni sé að ræða, auk þess sem ,þá skortir oftast sameiginlega bau völd, sem þeir þurfa til þess að taka ákvarðanir sem máli skipta. Þeir þurfa einnig sitt aðhald, og það á að koma frá stjórnum þlað- anna, en hefur lengstum ekki feng izt. Allt ber því að sama brunni. Það er heppilegt að í stjórn hvers blaðs, sé maður sem hefur heildar- yfirsýn yfir blaðaútgáfuna og getur haft vitræn áhrif á alla þætti út- gáfunnar, jafnt þá sem snúa að þáttum eins og dreifingu, ritstjórn arkostnaði og megindráttum útlits og efnisvals. Þetta hugðist Sigfús Bjarnason gera og það var tvimæla laust spor í rétta átt innan íslenzkr ar blaðaútgáfu. □ Fjárhagshliðin. Nýlega kom saman stjórn eins af dagblöðunum hér f Reykjavík. Til umræðu voru endurbætur á rekstri blaðsins. Stjórnarmenn ráku fljót- lega augun í að stúlka ein var starfandi á skrifstofu blaðsins meö miklu hærri laun en gengur og ger- ist um skrifstofustúlkur. Að tillögu eins stjórnarmanna var ákveðið að senda stúlkunni uppsagnarbréf i snatri. Bréfið fðr. Stuttu síðar var málið tekið upp aftur. Það hafði nefnilega komiö í ljós að stúlkan hafði meö höndum þýðingarmeiri verkefni en venjuleg skrifstofu- stúlka. 1 stað hennar hefði verið óhjákvæmilegt að ráða annað hvort aðra stúlku á sömu kjörum, full- gildan karlmann, sem auðvitaö hefði ekki fengizt nema fyrir góð laun, ellegar, hugsanlega, tvær ó- dýrar en starfssamar stúlkur. Upp sagnarbréfið var tekið aftur. Þetta er gott dæmi um þekkingarleysi eliegar skort á hugkvæmni og yfir- sýn, sem lengstum hefur verið alls ráðandi í stjórnum íslenzkra dag- blaða. Það skal auðvitað viðurkennt að vandamál blaðanna er stórt og erfitt viðfangs, þegar af þeirri á- stæðu að dagblöðin eru fleiri en markaðurinn þolir. En aðferðin til að styrkja útgáfustarfsemina er auðvitað ekki sú að .ara troðnar slóðir eliegar að gera ráðstafanir, sgm valda beinlínis kyrkingi í út- gáfunni, eins og þær að fækka svo blaðamönnum eða launa þá svo illa að hæfir menn fást ekki til starfs, eins og nú á sér stað um eitt dagblaðanna, sem berst í bökk- um. Opinberir styrkir eru heldur ekki iausnarorðið ef á það er litið að raunverulegt tap blaðanna nem- ur milljónum króna og að viljinn til bættrar skipulagningar strandar á sérsjónarmiðum útgefandanna, sjón armiðum, sem oft eru af pólitískum toga spunnin. I stað alhliða umbóta á skipulagi hafa sum blöðin reynt að afla sér aukatekna, t. d. Al- þýöublaðið af happdrætti og Þjóð- viljinn af útgáfu vasabókar Fjölvíss Tíminn fær árlega allstórar upp- hæðir I meira og minna þýðingar- lausum auglýsingum frá kaupfélög- unum. Vísir byggir á þvi fjármagni, sem hluthafar hans hafa lagt fram með auknum hlutafjárkaupum og Morgunblaðið býr að því enn, sem gerði það að stórveldi, að það er árdegisblað sem hefur lengstum haft aðalútbreiðslu sina á helztu markaðssvæðum landsins. Það er mesti misskilningur að kaupmenn hafi fyrst og fremst komið fótun- um undir blaðið vegna pólitískra ástæðna. Útbreiðsla þess á aðal- markaðssvæðinu réði úrslitum i samkeppninni við Tímann, Alþýðu- blaðið og Þjóðviljann en útkomu- tíminn, í samkeppninni við eftirmið dagsblaðið Vísi, sem um skeið var aðalkeppinauturinn um auglýsing- arnar og er það raunar ekki sízt vegna smáauglýsinganna. □ Handa hverjum? I Eitt af því sem venjulega brest | ur í útgáfu hérlendra dagblaða er raunhæft mat á þvf handa hverjum blöðin eru gefin út. Þetta er að vísu skýrt markað í pólitískum efn- um, en síður í vali og meðferð frétta og greina, sem ekki eru póli- tískar Það sem m.a. stendur í veg- inum fyrir þessu mati er sú stað- reynd að fré ir og greinar eru ó- sjaldan birtar í pólitísku augnamiði og þá fremur hugsað um lesandann sem atkvæði en persónu. Þjóðvilj- inn er það íslenzkra blaða, sem einna lengst gengur í þvf að miða fréttaflutning sinn og greinar um ó- líkustu' efni, við pólitískt áróðurs- gildi. Nú orðið gengur Vísir einna skemmst í þessum efnum. Þess vegna var athugasemd eins Morg- unblaösmanna í grein um blöðin þess efnis að flugmannaverkfallið á dögunum hefði sennilega orðið erf- iðara vandamál en það. varð, ef flugmenn hefðu látið fréttir Vfsis af verkfallinu hafa áhrif á sig — aðeins endurómur af þeim stein- .i aldarhugsunarhætti, sem vföast rík ir á blöðunum í afstöðu þeirra til f: 'Ita og er búinn að valda stór- felldum skaða og kyrkingi í póli- tískum umræðum hérlendis. Nú þegar Islendingar eru orðnir 200 þúsund talsins taka að skapast skiiyrði fyrir nýju blaði eða endur- bótum á eldra blaði í samræmi við breytta tfma, nýjar kröfur lesenda og vaxandi skilning á því hvað dagblað í raun og veru er. Þessa breytingu er ekki hægt að framkvæma í krafti þess skipulags sem hingað til hefur verið á íslenzk um dagblööum. Þar hefur skort heildaryfirsýn, eins og áður er sagt, og það sem verra er, raunverulegan vilja til að mæta þeim kröfum, sem ’almenningur er tekinn að gera til blaðanna. NYJUNG ÞJÓNUSTA Sé hringt fyrir kl. 16, sœkjum viS gegn vœgu gjaldi, smóauglýsingar á tímanum 16—18. Staðgreiðsla. vj|s|R Heilsubrunnar. Það fylgir skólaskyldunámi okkar að allir skuli vera syndir, enda má segia, að nálega allir fyrir neðan miðian aldur geti að minnsta kosti fleytt sér, og flestir eru mjög vel syndir. Þetta þykir öllum sjálfsagt, og einnig þykir öllum sjálfsagt, að í nálega öllum bæjarfélögum á landinu séu sundlaugar, svo þeir sem vilja, geti baðað sig og æft, þegar þeir vilja. í Reykjavik hafa verið reistar framúrskarandi góðar laugar, sem kostað hafa mikið fé. Einn- ig eru gufuböð og heit ker, sem allir geta veitt sér aðgang að án mikils kostnaðar. Sjaldan er þó dáðst að þessum hlunnindum þvf þau þykja svo sjálfsögð. Ef við ekki hefðum þessa ágætu baðstaði fyrir börn sem full- orðna, þá mundi vafalaust heyr- ast hljóð úr hOrni, og þá þætti vafalaust sem slælega væri að heilbrigðismálum Reykvíkingá unn:ð. En hvernig eru þessir frábæru baöstaðir sóttir í okkar nfutíuþúsund íbúa byggðarlagi? Þessu verður einungis svarað með því að segja eins og er: Furðulega illa. Reykvíkingar kunna ekki að meta nærtæka heilsubrunna. Fólkið sem hvað mest dásan. hversu unaðslegt sé að baða sig suður á Mallorca, veit varla upp á hvað sundstaðlr Reykjavíkur hafa að bióða. 1 þessum efnum er farið langt yf-. , jr skammt. Þó oft skorti sól, ibá eruþaðstaðir*':- sem Við höf rsjia ooasiín tni'a E,, um svo nærtæka, framúrskar- andi og eiga vart sína Itka. Það e_ gert of lítið af þvi að kynna þessa ágætu heilsu- brunna okkar, því þó fólk fari ekki til að synda, þá veitir það góða hvíld, þeim sem þreyttir eru og baklúnir, að fá sér heit böð. Margt eidra fólk veigrar sér við að fara þangað, sem það hefur ekki farið áður, því það veit ekki hvers eðlis sundstað- irnir eru í Reykjavík, og þeir þykja svo sjálfsagðir, að bað er varla um þá rætt. Ef blöð eða sjónvarp hafa sýnt myndir frá sundlaugum Reykjavíkur, þá er það venjulega af brosandi böm- um eða ungum blómarósum. En slíkar myndir eru aðeins hálf- ögð saga, því þessir staðir ættu að vera sóttir af öllum, ekki sízt því fólki jcm þarfnast hreyfing- ar eða er vinnulúið. Gigtveikum er fátt hollara en heit böð, og þau eru nánast skammt undan og auðveld aðgöngu. Þessa að- stöðu þarf að kynna betur. Það er nánast furðulegt, hve litið sundstaðir Reykjavíkur eru sóttir. Dag eftir dag er það sama fólkið, sem fer sér til hressingar og hvfldar eftir því sem við á, en almennt sækir íólk illa sundstaðina. Það er þvi ekki úr vegi að hvetja fólk að sækja þessa sundstaði betur en gert er yfirleitt. Þeir sem nálega aldrei sækja baðstaðina ættu að breyta ut af venju sinni og bregða sér einu sinni til að reyna hveis þeir hafa farið á mis. Þrándur i Götu. Leigi út loftpressu og gröfu til ail-a verka. Gísli Jónsson, Akurgerði 31. Sími 35199. Sjálfsþjónusta Njótið sumarleyfisins. Gerið við bílinn sjálfir. Veitum alla aðstöðu. Nýja bílaþjónustan, Hafnarhraut 17. Sírni 42530. FRAM skorar einu sinni enn tvö og núll FRAM sýnir bezta vamar- leikinn. Bensínsíumar frá FRAM verja blöndung- inn sliti og stíflu. Ryö, óh.einindi og smá- agnir ná ekki samspili. FRAM er með allt liöiö i vöm. FRAM bensinsían tryggir sigur gegn bensin- stíflum og óhreinindum FRAM á leikinn. ^ J fp Sverrir Þóroddsson ' & Co. FRAM Tryggvagötu 10. "'eykjavík, sími 23290.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.