Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 4
„Heldurðu, læknir, að bað sé nokkuö alvarlegt?“ spurði Diane. „Neh, ekki svo mjög!“ svaraði tannlækriirinn, sem var kona. — „Bara gapa, Albert, og svo er þetta búið!“ •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••voosooooscvsaac ••••••••••••••••••• ,Eins og skapað- uri.... Nei! Þetta er ekki Ned Kelly, sá frægi leikari, sem aldrei lék önn- ur hlutverk en morðingja og verstu bófa. Þetta er Mick Jagg er úr Rolling Stones .. . (já, þið ráðið, hvort þið trúið því!) en hann er um þessar mundir í Ástralíu, þar sem hann fer meö hlutverk illræmds útlaga. Júgóslavneskur Hrói höttur. • Sevko Zahirovio-Revko, sem var £ þjófur að atvinnu og eyddi 36 af • 83 æviárum sínum í fangelsum • Júgóslavíu, hefur sótt um eftir- • laun hjá hinu opinbera fyrir vel • unnin störf. 5 — Já, ég trúi á hiónaband, sagöi Hugh Marston Hefi-.ör, marg milljónamæringurinn, sem gefur út blaðið Playboy, sem líklega nýtur einna mestra vinsælda meðal piparsveina. Þessi Hefner, sem rakaö hefur saman milljónum sínum með því aö selja SEX og flytja út, hefur alla tíð verið þekktur að fremur frjálslyndum skoðunum varöandi hjónabandið. Við hlið hans á fundinum sat 19 ára gömul fegurðardís, Barb ara Benton að nafni, en hinn 43 ára Hefner lýsti því yfir, að þessi kaliforníska þokkadís væri sín fyrsta sanna ást. Hann gaf jafn- vel til kynna, að hann mundi ef til vill ganga að eiga hana. „Eins og stendur hef ég engar Hugh Hefner og Barbara Benton á fundinum í Róm, þar sem hann lýsti því yfir, . að hún ýæri hjúis fyrsta sanna. ást. 24/ ,aldursmun- Ekki svo mikið sem eitt krókó- dílatár Hann var ekki aldeilis hvump- inn, hann Albert krókódíll, þegar hún Diane Greene, fór með hann til tannlæknis í Brighton um dag- inn. Hann felldi ekki svo mikið sem eit. krókódílstár, meðan tannlækn irinn dró fiskbeiniö út, sem hafði setið fast í tannholdinu. Aumingja Albert krókódíll! Dög um saman haföi hann setið í búð- inni hans Greene, pabba hennar Diane — en hann selur kjöltu- rakka, páfagauka, kanínur, skjald bökur og alls konar dýr — og var einhvern veginn svo ólíkur, því sem hann er svona dagfars- lega. Hann gnísti saman tönnum og fékkst ekki til að líta við matn um. Sem ekki var von! Hver hef- ur lyst á því að reyna mikið á tennurnar meö fiskbein í gómn- um. Svo til dýralæknisins fór hann — gapti og út komið beinið, klemmt í töng læknisins. Albert gaf hvórki frá sér hósta né stunu ög mættu surii mánnárina börn taka hann sér til fyrirmyndar. Herra PLAYBOY flæktur / ástarsnöruna Helztu röksemdirnar, sem hann telur fram máli sínu til stuönings, eru þær, að háttalag hans hafi orðið til góðs fyrir þjóðfélagið og með hjálp hans hafi „hundruö kílóa af gulli, gimsteinum og pen ingum, hundruð hesta og fleiri, fieiri vagnhlöss af ýmiss konar varningi komist í umferð, en hefðu annars legið engum til góðs. Ég stal aldrei frá fátækum, heldur lét þá njóta góös af því sem mér áskotnaðist,“ eins og Revko segir sjálfur. áætlanir um hjónaband í náinni framtíð, en hjónaband er ekki útilokað þó“, sagði hann óað- spurður. Með pípuna sína á milli tann- anna, klæddur brúnum fötum samkvæmt nýjustu tízku, sat hann þétt við hlið ástmeyjar sinn ar og mestan tímann á fundin- um hvíldi vinstri hendi hans á læri hennar, en hún strauk á honum handarbakið gælulega. Klæönaður hennar var svo sannarlega í anda Playboy. Hún var í náttfötum, afar flegnum í hálsmálið, og voru þau opin að framan, svo'aö sólbrúnn kviður hennar blasti viö blaöamönnun- um. Hefner kvæntist 1949 skólasyst ur sinni, Millie Williams, en þau skildu þrem árum síðar og áttu þá saman tvö börn, Christie 16 ára og David 14 ára. Lengi hafa menn vitað, að höfr ungar væru gáfaöar skepnur, en menn hafa ekki almennilega kom ið auga á það, hvemig maðurinn gæti tekið höfrunginn í sína þjón ustu. Það er fyrst nú að menn hafa aö minnsta kosti fundiö handa hon- um eitt hlutverk, en því gegnir hann líka með prýði — náung- inn á myndinni hérna. Hann fer upp á yfirborðið til þess að sækja verkfæri fyrir' kaf- arapa, sem vinna að björgun skipsins, Tecumseh, sem sökk í Mobile Bay fyrir ströndum Kaln' forníu. Spáin gildir fyrir föstudaginn 15. ágúst. Hrúturinn, 21. marz — 20. april. Góöur dagur í sambandi við alls konar viðskipti og áætlanir sem snerta afkomu og efnahag. I því sambandi ættirðu þó aö gera ráð fyrir nokkrum óvæntum, neikvæðum áhrifum utan að frá. Nautið, 21. apríl — 21. maí. Bjartsýni er ómetanleg hverjum manni — innan skynsamlegra takmarka. Það skaltu hafa hug- fast í dag, þegar þú þarft að gera áætlanir fram í tímann, eöa endurskipuleggja störf þín. Tvíburarnir, 22. maí — 21. júni. Góöur dagur, sem þú ættir að taka snemma og hagnýta þér vel. Það er ekki útilokað, að þú getir með gætni og athygli náð bættri aðstöðu peningalega, þaö er að minnsta kosti athugandi. Krabbinn, 22. júní — 23. júlí. Þú skalt hafa aðgæzlu í öllum viðskiptum í dag, ef þú teflir ekki of djarft, máttu gera ráö fyrir nokkrum hagnaði þegar frá líður. Fýlgdu ekki fordæmi ann- arra nema að vissu marki. Ljónið, 24. júlí — 23. ágúst. Það verða nokkur umsvif fram eftir deginum, og einhverjar taf ir, en þegar tekur að verða ró- iegra, skaltu gefa þér tóm til að athuga þinn gang og taka ákvaröanir nokkuð fram í tím- anri. Meyjan, 24. ágúst — 23. sept. Svo virðist sem maður nokkur komi að máli við'þig og geri þér állglæsiiegt tilbóð — en einung- Is í umboði annars .aöila. £kaltu "-því athugá állt gáurrigaéfflegá áð ur en þú tekur ákvarðanir. Vogin, 24. sept. — 23. okt. Góður dagur, ef þú ferð að öHn með gát og lætur óraunhæfa bjartsýni annarra ekki hafa um of áhrif á þig. Þú getur áreiðan- lega bætt aöstöðu þína í peninga málunum að verulegu leyti. Drekinn, 24. okt. — 22. nóv. Afstaða þín til samstarfsmanna eða annarra sem þú umgengst aö staðaldri getur tekið nokkr- um breytingum í dag fyrir ó- vænt atvik. Farðu samt gætiiega í sakirnar og hafðu vaðið fyrir neðan þig. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Góður dagur, ef þú vasast ekki í meiru, en þú getur séð yfir og gert þér örugglega grein fyrir. Það virðist nokkur hætta á að þú takir fljótfærnislegar ákvarð- anir annars. Steingeitin, 22. des. — 20. jan. Ekki getur þú að því gert þótt aðrir hlaupi í gönur — en þig ber engin nauðsyn til að taka þátt í þess háttar. Faröu gæti- lega í öllu, einkum því, sem snertir afkomu þína og þinna. Vatnsberinn, 21. jan. — 19. febr. Góður dagur, einkum þegar á líður, en nokkrar tafir kunna að ergja þig fyrir hádegið. Ef þú sýnir gætni í viðskiptum má vel vera að þú komist að góðum kjörum hvaö kaup snertir. Fiskarnir, 20. febr. — 20. marz. Farðu gætilega í öllu, sem við kemur peningamálunum — það er hætt við að bjartsýni þín verði óeðlilega mikil fram eftir deginum. Flanaðu því ekki að neinu, sízt fyrir hádegið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.