Vísir


Vísir - 14.08.1969, Qupperneq 2

Vísir - 14.08.1969, Qupperneq 2
V1SIR. Fimmtudagur 14. ágúst. Rangstöðumark slökkti allar vonir Framara í baráttuleik Framari laminn niður, en dómarinn gerði ekkert. Keflvikingar vongóðir eftir 2:0 sigur gegn Fram Þrátt fyrir rok, rigningu og flughálan völl, sem gerði leikmenn heldur ósjálega, blauta og skítuga, var bjart yfir ásjónum keflvískra leikmanna, þegar þeir sneru til búningsherbergja sinna i gærkvöldi, og kann- ski ekki að ástæðulausu eftir sigur í miklum bar- áttuleik yfir mótherjum sín um, sem voru nú Framar- ar, og stigin tvö, sem falla í þeirra hlut, auka verulega á Iíkurnar að íslandstitill- inn hafni í Keflavík. Framarar voru hins vegar myrk- ir ásýndum og e.t.v. ekki heldur að ástaeðulausu. Seinna markið, sem þeir fengu á sig, þegar langt var liðið á leikinn og slökkti sigur vonir þeirra og jafnteflisvonir, var svo greinileg rangstaða að furðu gegnir að vel staðsettur línuvörður skyldi ekki koma auga á hana. — Bæði það og önnur mistök þeirra, sem önnuðust dómgæzlu í leiknum höfðu mjög slæm áhrif á geðsmuni leikmanna, sérstaklega Framara, svo að síðasta korterið leystist leik urinn upp í hreint nautaat. Réð hinn verðandi milliríkjadómari, Einar Hjartarson ekki neitt við neitt. Þó vantaði ekki skriffinnskuna. Sem dæmi: Hann vék Sigurði Al- Forgjafarkeppni í frjálsum íþróftum Á mánudagskvöldið efnir Frjáls- iþróttasamband islands til allnýstár Iegrar keppni á Melavellinum í Reykjavík. Verður það forgjafar- keppni, sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en slik keppni er nokk uð algcng erlendis og nýtur mikilla vinsæida. Jafnframt verður þetta firmakeppni, hin fyrsta i frjáisum íþróttum hériendis. Keppt verður í eftirtöldum grein um: 100 m hlaupi, 400 m hlaupi, 800 m hlaupi, Iangstökki, kúluvarpi og 100 m hlaupi kvenna. Þátttaka tiikynnist fyrir hádegi á Iaugardag i síma 30955 eöa 13051. Keppnin veröur háð á Mela veilinum eins og fyrr segir og hefst kl. 19.30. ÍR vann síðustu hraðkeppni HSÍ Tekst IR að gera sama i kvöld og annað kvöld? Hraðkeppni HSI í handknattleik fer fram í kvöld kl. 19.45 í iþrótta húsi Seltjarnamess. Úrval HSl og Fram leika fyrst, þá Valur—Vík- ingur ÍR—KR en Haukar sitja hjá. FH er ekki með af einhverjum á- stæðum. Á morgun lýkur mótinu. IR vann síðasta mót HSÍ og kom sá sigur á óvart enda er IR með lið sitt í 2. deild. Vestmannaeyingar eru væntan- lepfir til meginlandsins í dag, og í kvöld kl. 19.30 leika þeir við KR. 1 morgun var reyndar ó- frert á Eyjar, austanátt var í Eyjum, en þoka, sem Flugfélags- menn vonuðust til að mundi létta. þegar liði á daginn. Forföll eru mikil í KR-liðinu, Þórólfur Beck leikur ekki og vafi leikur á heilsu Böms Árnasonar og bertssyni ekki af velli eftir að Sig- urður sló Framara þannig aö hann lá eftir í grasinu. „Svona er það þegar maður ætlar að, leika menn rangstæða", sagði Jóhannes Atlason, hinn prúði vam arleikmaður Framara, „þá eru línu verðimir ekki færir um aö dæma um það. Það er ekki nema von aö manni renni í skap“. En þrátt fyr- ir leiðindakafla var leikurinn góður á köflum og skemmtilegur, þegar drengilega var barizt. Mikill hraöi og dugnaður einkenndi bæði iiöin, enda betur hvatt af áhorfendum nú en ég man dæmi til í Kefiavík. — Hins vegar leikur ekki á tveim tung um, að Keflavik var sterkari aðilinn og átti sigurinn fyllilega skilinn. Þeir voru mun ákveðnari og sköpuöu sér mun fleiri tækifæri. Framarar byrjuðu hins vegar all- vel og áttu fyrsta hættulega tæki færið, þegar Elmar Geirsson komst einn innfyrir á 15. mínútu, en Þor steinn markvörður bjargaði glæsi- lega Um miðjan hálfleik var dæmd aukaspyma á Fram rétt fyrir utan vftateig. Knötturinn lendir f vam arvegg og berst til Jóns Ólafs, sem sendir hann í netið af stuttu færi. Á fyrstu mfnútu seinni hálfleiks á Helgi Númason gott skot f þver- slá Keflavíkurmarksins og era þá upp talin hin „gullnu tækifæri" Framara. Eftir það voru þau Kefl vfkinga. Skall oft hurð nærri hæl- um hjá Þorbergi markverði Fram. Þó sérstakiega, þegar Jón Ólafur fékk knöttinn óvaldaður á vfta- punkti, en rann til í forareðjunni svo skotið geigaði. Af leikmönnum Fram áttu þeir Sigurður Friðriksson og Elmar Geirsson, útherji beztan leik, en Jóhannes Atlason fannst mér ekki nýtast eins vel á miðjunni og i bakvarðarstöðunni. Einnig börðust þeir Ásgeir Elíasson og Hreinn Elliðason vel, en skiptingar fram- lfnunnar báru ekki árangur sem erfiði, Hjá Keflvíkingum var Þorsteinn Ólafsson hinn trausti bakhjarl, sem aldrei brást. Erfitt er nú orðið að i greina hvor þeirra er sterkari vam arleikmaður Einar Gunnarsson eða landsliðsmaðurinn Guðni Kjartans son, þrátt fyrir mikinn „fótaskort" var Jón Ólafur hættulegasti fram- lfnumaðurinn og aldrei hef ég séð Grétar Magnússon duglegri en f þessum leik. pómarinn, Einar Hjartarson, dæmdi vel framan af, en missti tökin þegar til handalögmála kom. En Einar galt þess nokkuð hve öðr um lfnuverðinum voru mislagðar hendur. —emm— Þörðar Jónssonar. Hins vegar er óliklegt að Hal- aldur Júlíusson „gullskalli" Vest- mannaeyinga verði með. Hann tek ur daglega þátt í meistaraflokks- keppninni í golfi á Grafarholtsvelli og f gær var hann f þriðja sæti eftir fyrstu 18 holurnar. Taldi hann i fyradag að útilokað væri að hann gæti tekið þátt í leiknum gegn KR með félögum sínum. Kristfn Jónsdóttir Jafnaði 20 áro gamalt Islandsmet • Kristfn Jónsdóttir úr Breiða- blikl í Kópavogi, jafnaði f gær- kvöldi nær 20 ára gamalt íslands met Hafdísar Ragnarsdóttur úr KR í 60 metra hlaupi kvenna. Hún hljóp á 8.0 sek., en ekki er víst aö metiö verði viðurkennt, hliðar- vindur var alinokkur á brautina á Fífuhvammsvelli í Kópavogi. Hins vegar kom það á móti að brautir vora ákaflega þungar. Virðist Kristín þvf geta hnekkt þessu meti þegar hún vill það við hafa. • Á mótinu í Kópavogi f gær- kvöldi hljóp Trausti Sveinbjöms- son 100 metra hlaup á 11,2 sek, sem er þriðji bezti árangur 1 ár, Karl Stefánsson stökk 6,34 i Iang- stökki, en Amdís Bjömsdóttir vann nýbakaöan íslandsmeistara og met- hafa i spjótkasti, kastaði 35,81, sem er 3. bezti árangur sem náðst hef- ur hérlendis, met Öldu er 36,76, en i gær kastaði hún 32.40. Hvað gerir Erlendur í dag? • Erlendur Valdimarsson mun að öllum líkindum verða meðal þátt- takenda á innanfélagsmóti Ár- manns á Ármannsvellinum i dag kl. 18. Þar veröur keppt f hans greinum, kringlukasti, kúluvarpi og sieggjukasti, en auk þess í há- stökki og 100 metra hlaupi fyrir konur og karla. Erlendur var 1 gær valinn í liö íslands, sem keppir á Evrópumeist aramótinu í Aþenu í september, en auk hans verða með þau Guð- mundur Hermannsson og Kristin Jónsdóttir. Guðmundur keppir i kúluvarpi, Erlendur í kringlukasti og sleggjukasti og Krisíín í L00, 200 og 400 metra hlaupum. Fararstjóri veröur Finnbjöm Þor valdsson, ritari Frjálsíþróttasam- bands fslands. Virmingar í getraununum 6. leikvika (leikir 9. og 10. ágúst) Úrslitaröðin: 1x2 xxx 111 2x1 Fram komu 5 seðlar með 10 réttum: nr. 297 — vinningsupphæð kr. 22.100.00 — 5211 — —kr. 22.100.00 — 6072 — —kr. 22.100.00 — 10356 — —kr. 22.100.00 — 29038 — —kr. 22.100.00 Kærufrestur er til 2. september. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur reynast á rökum reistar. Vinn- ingar fyrir 6. leikviku verða greiddir út 3. september. Getraunir íþróttamiðstöðinni Reykjavík. I. DEILD L AU GARD ALS V ÖLLUR: KR - Í.B.V. í kvöld fimmtudag 14. ágúst kl. 19.30 leika Mótanefnd Aðvörun fil söluskafts- greiðenda í Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 2. ársfjórðung 1969 svo og nýjar hækkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í slðasta lagi fyrir 16. þ.m. Úr því hefst, án frekari fýrirvara stöðvun atvinnurekstr ar þeirra, sem eigi hafa gert full skil. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 13. ágúst 1969. |vERKTAKAR! — HÚSBYGGJENDURll IFRAMKVÆMUM ALLS- KONAR JARÐYTUVINNU sL UTAN BORGAR SEM INNAN Jjjfe g '| ^£^82005-82972 'W | MAGNÚS & MARINÓ sr I Mikið um forföll — fari leikurinn milli KR og Vestm.eyja fram i kvöld

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.