Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 9
visi. Mmmtudagur 14. agúst 1969. VÍSIBgPTB' Hvernig litist yður á að maðurinn réði yfir veðrinu? Valdís Gunnlaugsdóttir, skrif- stofustúlka: Mér félli það alls ekki. Það væri lítið spennandi, ef aöeins fáir menn réöu um þessi mál. Finnbjörn Finnbjörnsson, mál arameistari: Það litist mér ekk ert á. Gæti jafnvel verið stór- hættulegt. Verra en kjamorku- sprengjan. Gylfi Guðjónsson, lögreglumað- ur: Það væri hagstætt. Sérstak- lega með tilliti til atvinnuveg- anna. Halldór Þorsteinsson, vörubíl- stjóri: Það væri nú til lítils að hlákka ef þetta væri alltaf eins ? og maður vissi alltaf fyrirfram hvernig veður yrði næsta dag. Bryndís Hilmarsdóttir, skrif- stofustúlka: Ágætlega. Þá fengi maður kannski eitthvað annað en þessa rigningu. Svei mér þá, mér finnst alltaf vera rigning hér á landi. „MEST GAMAN AÐ KYNNAST STÚLKUNUM — segir Sigriður Gunnarsdóttir, um fegurðarsamkeppnina 44 • „Það er erfitt, að segja um hvað sé hin fullkomna feg- urð hjá stúlkum“, segir Sigríð- ur Gunnarsdóttir sem annast fegurðarsamkeppnina. „Það skiptir ekki höfuðmáli að stúlk- an sé eitthvað visst stór. Bæöi lágvaxnar og hávaxnar stúlkur geta verið faliegar, ef þær að- eins samsvara sér vel. Siöan kemur auðvitað smekkur manna til f þessu eins og öðru“ Cigríöur er fyrir löngu kunn fyrir tízkuskóla sinn og starf í sambandi við fegurðar- samkeppni íslands undanfarin ár. „Þetta er talsvert umstang og kostnaður við þetta. Við þurfum að fara Iangar leiöir hverja helgi til þess aö sjá um keppnina. Við höfum enga um- boðsmenn i sýslunum, sem velja stúlkurnar fyrir okkur heldur vel ég þær sjálf á dansleikjun- um. Þá eru þær auðvitað ekkert mældar. Það kemur fyrst er sjálf keppnin er hafin. Þá vel- ur fólkið sjálft sína fegurðar- drottningu og öll atkvæði eru talin löglega á eftir. Ég hef oröið vör við að fólk hefur mik inn áhuga á þessu út um land- ið — og það er reglulega gam- an aö kynnast þessum stúlkum, því aö þær eru mjög prúðar og elskulegar. Það er alveg regla hjá mér að velja ekki stúlku sem hefur smakkaö áfengi eöa hagað sér á annan hátt illa á dansleiknum. Sömuleiðis reyni ég aldrei að ganga á eftir stúlk- unum. Ef þær vilja ekki taka þátt í keppninni af fúsum vilja þýðir ekkert að suða í þeim. En það eru nú lang flestar, sem eru viljugar til. Það er líka í það að horfa, hvaða tækifæri þetta getur gefið þeim Það eru sendar sex stúlkur til útlanda og eins og öllurn er kunnugt hefur það opnað þeim ýmsar leiðir ytra. Nú hafa veriö valdar fegurö- ardrottningar í 12 sýslum og það er stóra spumingin hvað á að gera þegar alls staöar hefur verið valið. Það er ákveð- ið að stefna þeim öllum sam- an í Reykjavík. En þá þarf auð- vitað að velja nok<trar stúlkur hér í borginni til að vera með.. Þaö er vafamál hvað þær eiga að vera margar. En þetta verðui nú ekki fyrr en í vetur svo aö það er nú nægur tími til stefnu. Það er mikil ánægja að starfa að <-essu og sérstaklega vegna þess hve fólkið hefur tek- ið okkur vel alls staöar. Það er yfirleitt boðið og búið til að greiða götu okkar á allan hátt Sigríður leitar álits samkomug til keppninnar. Mikil spenna ríkir, kvæði eru talfn. Sigríður Gunnarsdóttir krýnir fegurðardrottningu ísafjaröar, Önnu Láru Gústafsdóttur. Kostnaður við svona lagað er alltaf nokkur og það er maður- inn minn Jóhann M. Jónsson sem hefur séð um þá hliðina. Tónatríóið hefur verið með okk- ur og hljómsveitarstjórinn Arn- þór Jónsson hefur líka unnið mikið og gott starf í sambandi við þessa keppni. Við höfum öll saman fastan bíl og leggjum stundum af stað héðan frá Reykjavík á föstudagskvöldum. Síöan er ekiö alla nóttina og skipzt á að keyra bílinn. Reglu- semi er númer eitt hjá okkur og það er oft mikið skemmtilegt í þessum feröum. Að ég minn- ist nú ekki á hve mikil land- skoðun þetta er. Maðurinn minn hefur verið sölumaður f um það bil 20 ár og alltaf þurft að aka sjálfur. Það er því eiginlega fyrst nú sem hann fær tækifæri til þess að sjá alla þá staði og leiðir, sem hann hefur þó margsinnis ekiö um. Við höfu-i í hyggju að halda ótrauð áfram með þessa keppni. Og helzt að hefja aðra nýja á næsta sumri. Nú þykjumst viö hafa yfirstigið flesta byrjunar- örðugleika og þá verður senni- lega allt miklu léttara ( næsta skipti. Til dæmis höfum við orð ið vör við, er við komum í sam- komuhúsin sum, að fólk var svo lítið tortryggiö gagnvart okkur. En við höfum reynt að hafa allf á hreinu, bæði fjármál og annað, og þegar ráðamenn húsanna finna það þá stendur ekki á þeim að vera okkur á allan hátt sem hjálplegastir. Um næstu helgi verður keppt í Eyjafjarðarsýslu og síð- an í Norður-Þingeyjarsýslu. Við hlökkum til því að i hvert skipti hittum við nýtt fólk ’og. sjáum nýja staði.“ □ Hreinsunarmenn rusla út. Hreint land fagurt land, ei kyrjað nú upp á hvern einasta dag. Það er ætlazt til að almenn ingur taki höndum saman um þetta mál. en getur almenningur þá ekki ætlazt til þess af þeim er hjá yfirvöldunum vinna, að Þeir reyni að styöja þetta líka. Þannig er mál með vexti, að þegar herramennirnir frá sorp- hreinsuninni koma hér í mína götu útbía þeir allt. Fyrst skrölta þeir með tunnurnar að bílnum og skilja þær svo eftir og fara hálftíma í kaffi. Á meðan fýkur upp úr tunnunum út um allt. Ég fer stundum að kvarta undan þessu við þá en þeir og verkstjórinn líka, hlægjabara að mér. Ekki minnkar hláturinn begar ég fer að hreinsa óbverann •inp. Þetta finnst mér ekki við- eigandi, að þeir, sem hreinsa eiga skuli rusla allt út. Húsmóðir. □ Helgi Sæm. er dýrlegiir. Það er alltaf verið að kvarta og kveina og fólki finnst alltaf ástæða til aö rjúka upp til handa og fóta ef eitthvaö er að. Það dettur ekki nokkrum manni í hug að lofa það sem vel er gert. Slfkt þykir hinn mesti óþarfi. Sjónvarpið er einn sá aðili, sem oftast fær það óþvegið. Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti, að þar er margt gott og skemmti- legt. Sérstaklega finnst mér þættimir með Helga Sæm. góð ir. Helgi hlýtur að vera alveg einstaklega viðkunnanlegur og snjall maður. Ein sem heima situr. > □ Hættulegir neistar. Það var hérna góðviðrisdaginn sem allir muna og tala um f rign ingunni, að ég brá mér í sund- laug Vesturbæjar. Lagðist ég þar í sólbað og hafði með mér síga- rettur. Ég var svo óheppin að gleyma eldspýtunum heima og varð því að biðja um þær að láni hjá þeim sem næst mér lá. Þetta var agalega myndarlegur maður. Jæja, ég kveikti á eld- spýtunni og þá flýgur neisti beint á mpgann á manninum. Hann rauk upp með andfælum, öskuvondur og hundskammaði mig. Ég laumaðir.t hið fvrsta í burtu. — Og n>S mótmæli ég alveg þessum austantjaldseld- spýtum. Neistamir brenna gat á skyrtu og sokka og fæla þar að auki alla frá manni. Sólbaðsstelpa. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 */ / : ■') ■ -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.