Vísir - 18.09.1969, Síða 9
yíSIR . Fimmtudagur 18. september 1969.
Vítamínleysi og „deprímasjón44
— Afleiðing rigninganna
Hefur veðurfarið áhrif á heilsufar manna, andlegt
og líkamlegt? — Þetta sumar hefði verið ærlegt
rannsóknarefni fyrir þá, sem vildu kanna það,
að minnsta kosti hvað snertir rigningarnar.
Missa menn ekki gleði sína á þessum úrigu
tímum? Vítamínskorturinn segir til sín. Maður
heyrir þrálátt hóstakjöltur í strætisvögnunum á
morgnana, sem bendir til þess að mönnum hafi
gengið illa að losna við vorkvefið. Margur hefur
orðið að burðazt með sultardropa í nefi sumarlangt.
— ‘Y7'ið þessu er lítið aö gera,
sagði Bragi Ólafsson,
aðstoðarborgarlæknir, þegar Vís-
ir hringi til hans í gær, annað
en auka við sig vítamínið, helzt
í naturalia, það er að segja í
eðlilegri fæðu, borða meiri á-
vexti og lýsi. Nú ætti að leggja
áherzlu á að gefa börnum lýsi.
Maður getur vænzt þess að
svona veðurfar segi til sín í
almennu heilsufari, sagði Bragi,
þó að við séum ekki með neinar
statistiskar upplýsingar þar
um. Samkvæmt heilsufars-
skýrslunni, sem því miður er
nú ekki tæmandi, sjáum við
að hálsbóiga hefur verið aö
stinga sér niður og kvefpest.
Það má alveg gera ráö fyrir að
veðráttan eigi sinn þátt í þessu.
— Og eru menn ekki blóð-
litlir eftir sumarið?
— Menn hafa jú verið tregari
að gefa blóð hér í Reykjavík
en venjulega, sagöi Halla Snæ-
björnsdóttir, yfirhjúkrunarkona
Blóðbankans, en þaö er með
hann eins og aðra banka að það
er öllu meiri eftirsókn eftir því
aö taka þar út, heldur en að
leggja inn.
— Annars hefur þetta gengið
nokkuð vel, sagði Halla. Við
höfum verið dálítiö út á landi
og þar ber ekki á öðru en fólk
sé við beztu heilsu. Ég segi það
ekki að fólk sé almennt jafn-
blóðrikt og venja er til. — Og
það væri vel þegið að fólk liti
inn til okkar þessa dagana.
— Ég hef þá skoðun að við
séum miklu háðari veðrinu en
við gerum okkur grein fyrir,
segir Grímur Grímsson, prestur
Laugarásbúa. Ég finn það bara
á sjálfum mér aö ég á vont
með að vinna inni, skrifa eða
lesa og því um líkt, þegar vont
er veður. — Sjálfsagt er þetta
nokkuð misjafnt, en yfirleitt
held ég að veðráttan í sumar
hafi verkað mjög niöurdragandi
á fólk
— Hefur það haft áhrif á
kirkjusóknina?
— Ég þori ekki aö segja um
það En kirkjusóknin virðist
hafa verið dágóð í sumar. Fólk
hugsar líklega sem svo, nú ef
ég kemst ekki til kirkju í rign-
ingu þá kemst ég aldrei.
*
Giktin er sá sjúkdómur,
sem hvað mest hleypur eftir
veðrinu — í mjöðmina í útsynn-
ingi, niður í lærið i norðan
áhlaupi og þannig fram og aftur.
— Jú, það er engin vitleysa,
að giktareinkenni koma fram í
veðrabreytingum, eða eru háð
veörinu á einhvern hátt, segir
Björn L. Jónsson, yfirlæknir
Heilsuhælisins í Hveragerði.
Það er meira að segja nokkurn
veginn sannað og viö veröum
lllillS
ý' .
Þetta er víst eina ráðið til þess að hafa einhver not af bikini,
einstöku sinnum vör við þetta
hérna á hælinu.
— Hefur fólk sótt hressingu
til ykkar í ríkara mæli í sumar
en endranær?
— Aðsóknin hefur verið öllu
meiri í sumar en í fyrrasumar
til dæmis, en það er ógjörning-
ur að setja það í samband við
ótíðina. — Yfirleitt sækist fólk
frekar eftir sólskini hérna,
&
Sagt er aö nýting hótela úti
um landsbyggðina hafi verið
góð — og meira að segja óvenju-
góð víöa, enda er hollara fyrir
túrista að hafa ólekt þak yfir
höfði í þessu viöstöðulausa úr-
helli, sem gengið hefur yfir
landið. — Hins vegar fara venju-
lega ekki sögur af þeim túrist-
um, sem fara sínar reisur á
vegum Bakkusar og eiga sér
aðeins vísa gistingu á einum
stað, fangageymslunni £ Síðu-
múla.
— Það er staðreynd, að þessir
menn hafa tíðar gist fanga-
geymsluna í sumar en venja er
til, sagöi Bjarni Elíasson, yfir-
lögregluþjónn. Við erum hér
einmitt með lista yfir þrjátíu
menn, sem við erum að reyna
aö koma á hæli, eða í eitthvert
skjól fyrir veturinn, og þessir
menn hafa gist fangageymsluna
allt upp i þrjátíu sinnum frá þvi
1. maf til 15. september., —
Annars hefur gistidögunum
fækkað í Síðumúla, eftir að
farið var að reyna að koma
þessum mönnum fyrir á vist-
heimilum. Það var meira um
gistingu í Síðumúla meðan
menn sem gistu þar kannski 280
sinnum á ári voru í bænum.
— Hvað má annars segja um
sumarið frá sjónarhóli löggæzl-
unnar?
— Það hefur verið áberandi
meiri ölvun um helgar, föstu-
daga, laugardaga og sunnudaga
um þennan tíma en venja er til.
— Sennilega er það vegna þess
að fólk hefur setið heima. Menn
hafa ekki árætt að fara neitt
út úr bænum og setið heima
í fríinu sínu og þá kannski feng-
ið sér neðan í því í aðgerðar-
Ieysinu. Það má segja að orsök-
in sé bleyta og afleið'—'- meiri
bleyta.
*
Reykvískar blómarósir eru fölar á vangann eftir þetta úriga sumar og veitti ekki af dá-
iitlu vítamíni fyrir veturinn.
— Veðráttan hefur aö sjálf-
sögöu augljós áhrif á almenna
stemmningu, segir Þórður Möll-
er, geðlæknir, yfirlæknir Klépps-
spítalans. — 'En hvaða áhrif
hún hefur í dýpri eða róttækari
merkingú á geðhéilsu mánna er
öllu óljósara. Menn voru mikið
að velta því fyrir sér fyrir svo
sem 20 árum, hyaða áhrif lægð-
ir og frontar, það er að segja
veöraskil, hefðu á geðheilsu
manna. — En yfirleitt hafa þetta
frekast verið á „spekúlasjónir".
Dr Helgi heitinn Tómasson
fylgdist með því I mörg ár,
hvaða áhrif ferðir lægða hefðu
á þá sjúklinga hér á hælinu,
sem áttu vanda til að fá köst.
Mér er ekki kunnugt um að
neitt hafi verið unnið úr þeim
gögnum, sem hann safnaði og
ég held honum hafi ekki unnizt
tími til þess að vinna úr þeim
sjálfur.
— Veröið þið geðlæknar varir
við meiri „deprímasjón" núna
heldur en endranær?
— Við verðum varir við
deprímasjón mikil ósköp og
yfirleitt held ég, að áhrifin af
veðrinu komi miklu greinilegar
fram á þeim heilbrigðu heldur
en þeim sjúku.
J. H.
9
■ I !■—■■■!! IM BIBIIH » I I IHI lli' IPHiBl I
VfelRSW
Hvernig er að vakna á
morgnana í þessu tíðar-
fari?
Valgeir Matthíasson, sjómaður:
„Ég verö aö játa það, að ég
vil helzt bara sofa og breiör,
upp fyrir haus.“
Hörður Matthíasson, sjómaður:
„Það hefur alls engin áhrif á
mig. í starfi mínu, sem sjó-
maöur veröur maður að standa
vakt í hvernig veörum sem er,
svo að þetta kemst í vana.“
Gísli Magnússon, matreiðslu-
maður:
„Mér finnst það ekki hafa
nokkur áhrif á mig. Maöur
stundar hvort sem er vinnu
sína innan dyra, og fer í bíl á
milli vinnustaöar og heimilis,
þannig að veðráttan skiptir
mig engu máli.“
Helgi Bjömsson, offsettprentari:
„Rigningin hefur neikvæð á-
hrif á mig. Ég er miklu þyngri
að vakria á morgnana. Maður
veigrar sér við að fara út í
þetta úrhelli."
Sigurður Hafliðason, banka-
starfsmaður frá Siglufirði:
„Ég skal segja þér það, aö
rigningin hefur bara hressandi
áhrif á mann, þegar sólin hefur
steikt mann í allt sumar. Ég
hef aldrei verið hressari á
morgnana, en þessa fáu daga,
sem ég hef verið hér í Reykja-
vík.“