Vísir - 23.09.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 23.09.1969, Blaðsíða 2
VlSIR . Þriðjudagur 23. september 1969. Hallur S'imonarson skrifar um ensku knaftspyrnuna: FyrirliBi Derby County tárfelUi vegno ófara sinna gömlu félaga — DERBY COUNTY sigraði TOTTENHAM á laugardaginn með 5—0 ■ Dave MacKay, fyrirliði Derby County, átti erfitt með aö leyna tárunum, sem brutust fram, eftir leik Derby County og Tottenham á laugardaginn, en nýliðarnir í 1. deild höfðu gjörsigrað Lundúnaliðið 5—0 frammi fyrir mesta áhorfendafjöida, sem verið hefur á Baseball Ground í Derby eða um 42 þúsund. Á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik skoruðu Durban, Hector og Charlin og eftir það var sem eitt lið væri á vellinum. Síðari hálfleikur var leikur kattarins að músinni og tvívegis h afnaði kötturinn í neti Tottenham. Durban og O’Hare skoruðu og mesta tap Tottenham um langt árabil var staðreynd. (Leikurinn verður sýndur í sjónvarpinu á föstudag). ; lan Ure fagnar marki semí Arsenal-Ieikmaður. Bak við hann er George Graliam, sem skoraði fyrsta mark Arsenal á laugardaginn. En það voru ekki gleöitár 1 augum hins harðgeröa Skota, MacKay, heldur hryggðar og honum var hugsaö til áranna upp úr 1960, þegar hann var einn af máttarstólpum hins fræga Tottenham-liðs, sem er eitt bezta lið sem England hefur nokkru sinni átt, liösins, sem sigraði bæði í bikar- og deild 1961 — eina liðið, sem slíkt af- rek hefur unnið á þessari öld — bikar 1962 og Evrópubikar- inn 1963. Það voru stærstu ár Dave MacKay sem knattspyrnu manns og Tottenham veröur alltaf nr. 1 hjá honum. Hann var keyptur frá Edinborgarliðinu Hearts 1959 fyrir 30 þús. pund, beztu kaup Tottenham frá upp hafl. En hann hefur ekki alltaf bað að í rósum. 1964 fótbrotnaði hann f Evrópubikarleik gegn Manch. Utd. á Old Trafford í Manchester, og draumurinn um að verja Evrópubikarinn, sem vannst árið áður, varð þá að engu. MacKay gafst ekki upp — brotið gréri — en í leik með varaliði Tottenham árið eftir brotnaði hann aftur á sama fæti. Flestir hefðu nú lagt skóna á hilluna — en ekki Dave Mac- Kay. Hann komst aftur í fremstu röð og var fyrirliði Tott enham-liðsins, sem sigraöi Chels ea í úrslitaleik ensku bikar- keppninnar 1967. Þá var Mac- Kay 31 árs og vorið eftir töldu forráðamenn Tottenham hann of □ SVALDUR S in'AIM'—I trautarholti 18 Síml 15585 SKILTI og AUGLVSTNGAB BlLAAUGLÝSlNGAR ENDURSKINSSTAFIR ð BlLNtMER UTANHÚSS AUGLÝSINGAR Leigi út loftpressu og grðfu til all-a verka. Gísll Jónsson, Akurgeröi 31. Sími 35199. gamlan í hina hörðu 1. deildar- keppni (Hvflík mistök!). Hann var settur á sölulista fyrir að- eins 5000 pund, sem átti aö tryggja, að hann kæmist þegar til annars félags. Og Brian Clough, hinn ungi, framgjarni framkvæmdastjóri Derby, var fljótur til Lundúna og í harðri samkeppni við mörg önnur fé- lög, tókst honum að ráða Mac- Kay til sín. Derby var þá í 2. deild. Mac- Kay var strax gerður að fyrir- liða Derby, en keppnistfmabilið 1968 byrjaði ekki vel. Derby tap aöi tveimur fyrstu leikjunum, en síðan fóru áhrif MacKay að segja til sín og um vorið var Derby iangefst í deildinni með 63 stig (Árið áður nr. 18). Fé- iagið var komið aftur í 1. deild eftir 16 ára fjarveru. Dave Mac Kay, sem missti aðein's einn leik var aðaldriffjöður liösins og nú í vor var hann kjörinn af ensk um íþróttablaðamönnum „Knatt spyrnumaður ársins“ ásamt Tony Book, fyririiða Manch. City. í 1. deildakeppninni hefur Derby staðið sig frábærlega — er nú f öðru sæti og er eina liðið í deildinni, sem ekki hefur tapað leik. Fyrir leikinn gegn Tottenham á laugardaginn sagði MacKay: „Ég vona að Derby sigri í jöfnum leik“. En sem at- vinnuknattspyrnumaöur hugsaði hann aðeins um eitt á meðan á leik stóð, aö tryggja sigur Derby þótt hann gæti hins vegar ekki leynt vonbrigðum með sitt gamla félag að leik loknum. Þaö voru fleiri en MacKay, sem léku gegn sfnu gamla fé- lagi á laugardaginn. Eftir verstu byrjun í 10 ár hjá Manch. Utd. — eitt stig úr 4 fyrstu leikjun- um — keypti liöiö Skotann Ian Ure (frb. júr) frá Arsenal fyrir 80 þúsund pund. Og Arsenal og Manch. Utd. mættust á laugar- daginn á Highbury í Lundún- um Þar var mesti áhorfenda- fjöldinn, um 60 þúsund. Síðan Ure hóf að leika með United hef ur liðið ekki tapað leik, en illa leit út f fyrstu gegn Arsenal. Eftir aðeins 90 sek. skoraði Graham með skalla og nokkru síðar bætti Sammels öðru marki við fyrir Arsenal. 2:0 og allt virtist benda til sigurs. En Ge- orge Best fór þá heldur betur að hræra f vörn Arsenal og honum tókst að laga stöðuna f 2:1 fyrir hlé. Og í sfðari hálfleik var Manch. Utd. betra liðið. Ure hafði algjör tök á sínum fyrri samherjum og þeir skoruðu ekki fleiri mörk, en David Sadler jafn aði fyrir United; Tvö lið unnu sína fyrstu sigra í haust á laugardaginn, Sunder iand og Aston Villa — og nú er aðeins eitt lið í öllum deild- unum fjórum, sem ekki hefur unnið leik, Northampton. Saga þess liðs er furðuleg sfðustu níu árin. Vorið 1961 vann félagið sig upp úr 4. deild og beinustu leið á næstu árum upp í 1. deild. Viðdvölin þar var eitt keppnis- tímabil og síðan beinasta leiö niður á við aftur — og það nið- ur f neðsta sæti hinna 92 deilda- liða. Everton heldur forustu sinni í 1. deild með 19 stig, en Derby og Liverpool hafa 18. Úlfarnir eru í fjóröa sæti með 14 stig. Neðst eru Ipswich og Sunder- land meö 5 stig og Sheff. Wed. með 6. 1 2. deild er QPR efst með 17 stig (Liðið féll niður í vor) og Sheff. Utd. hefur 16. Aston Villa er enn neöst með 4 stig. Luton Town er efst f 3. deild og Port Vale í fjórðu. Á laugardaginn mættust „erki- féndumir“ Rangers og Celtic í skozku keppninni. Leikurinn var háöur á leikvelli Rangers, Ibrox Park, aö viöstöddum 80 þúsund Dave MacKay áhorfendum. Leikurinn var mjög harður og heldur illa leikinn, en Celtic sigraði meö 1:0 — marki, sem Harry Hood skoraði í byrjun síðari hálfleiks. — Skömmu síöar var bakveröi Celtic — Craig — vísað af leik velli, en þrátt fyrir, að aðeins 10 Celtic-leikmenn væru meiri hluta s.h. tókst Rangers ekki aö jafna og tapaði því í fyrsta skipti fyrir Celtic á heimavelli f deildarkeppninni síðan 1958. — Morton er nú í efsta sæti í 1. deild, en Bobby Collins, sem gerði garðinn frægan hjá Leeds, leikur nú með því liöi. — hsím. HUSGAGNAVIKA 1969 Húsgögn þessi eru teiknuð af Gunnari Magnússyni, húsgagnaarkitekt og eru til sýnis í stúku 18 í Laugardalshöllinni. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS Bergstaðastræti 2, Sími 16807 HIÚSGÖGN CO. Smiöjustíg 11, Sfmi 18575

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.