Vísir - 14.11.1969, Page 1

Vísir - 14.11.1969, Page 1
 VISIR *nir •Mtfimiipi *«<nr 59. árg. — Föstudagur 14. nóvember 1969. —;J553._tbL Coil — hefur leikið 76 lands- ieiki fyrir Austurríki. B úrslit heims- meistarakeppni? Á morgun leika Islendingar hinn þýðingarmikla landsleik f í handknattleik við Austurríkis- menn. Hvort landið kemst í loka- keppni heimsmeistarakeppninn- ar í marz? Á íþróttasíðunni er rætt við austurríska leikmenn, en þeir komu til íslands sl. nótt. Sjá bls. 2. Reyna mútur til að fú sögulokin „Það verður ábyggilega grátur og gnístran tanna, þegar úrslitin verða loks kunn,“ sagði Jón Þór- arinsson, dagskrárstjóri Sjón- varpsins, í morgun er blaðið hafði enn einu sinni samband við hann út af flóttamanninum marghrjáða honum Kimble, sem er alitaf á leiðinni til íslands til að heyja sín lokaátök, sem verða í tveimur útsendingum, 9. og 16. desember n.k.“ Það er mikill spenningur í fólki, sagði Jón ennfremur, og margoft hef- ur verið reynt að múta starfs- fólki sjónvarpsins, til að segja fyrir um sögulokin, en vert er að taka það fram, að það auð- vitað þýðir ekk; neitt, hér vinn- ur aðeins strangheiðarlegt fólk,“ sagði Jón. Á bls. 9 er fólk spurt, hver sé morðinginn. Fimmburar fæddir efffir hormóna- meðferð Hormónameðferð varö til þess að 33ja ára konu og 35 ára eig inmanni hennar fæddust fimm burar [ morgun, allt dætur. Þær komu í þennan heim níu vikum fyrir tímann, en virtust vera líkamlega vel gerðar. Keis araskurð þurfti, og sextán læknar og hjúkrunarkonur hjálpuöu til. Næstu 48 stundirnar munu skera úr um, hvort börnin lifa, en þau eru í súrefnistjöldum. Faðirinn, John Hanson, sem er verkfræðingur, var hinn hreyknasti, en móðirin var í morgun enn í svefni og vissi ekki hvað gerzt haföi. Þau höfðu lengi verið ugg- andi um að þeim yrði ekki barna auðið. Fimmburarnir fæddust á sjúkrahúsi í London. Áframhald- andi frost Veðurstofan spáir áframhaldandi frosti á landinu, en í morgun var víðast hvar stillt og bjart veður á landinu, þó él á stöku stað á Vest- urlandi. Klukkan níu, í morgun var 18 stiga frost á Grímsstöðum, 16 stig á Þingvöllum, 15 stig á Þórodds- stöðum, 14 stig í Borgarfirði, Skaga- firði, á Akureyri, Egilsstöðum og Mýrum í Álftaveri. Níu stiga frost var í Reykjavík og komst frostið upp í 11 stig í nótt. 13500 nýjar íbúðir í Reykjavík fyrir 1983 — Dregur úr fólksfj'ólgun í Stór-Reykjavlk ■ Nauðsynlegt verður að byggja 13500 íbúðir á höfuðstaðarsvæðinu fram til 1983, eða um 900 íbúðir að meðaltali á ári, samkvæmt áætlun hagfræðideildar Rvík- urborgar. Þetta er svæðið frá Hafnarfirði til Mosfellssveit- ar að báðum meðtöldum og öðrum nágrannasveitarfélög- um, stundum kallað- „Stór Reykjavík“. Dregið hefur úr fólksfjölgun- inni á þessu svæði síðustu ár. Hún var 2,5% að meðaltali á ári á árabilinu 1960 til 1968, en aðeins 2% síðustu þrjú ár tímabilsins. Samkvæmt þvf er talið rétt að endurskoða áætlun- artölu aðalskipulags Reykjavík ur frá 1963, en samkvæmt aðal skipulagi þyrfti að byggja 18000 íbúðir fram til 1983, eða 1200 að meðaltali á ári. Aöalskipulagiö gerði ráð fyrir 2,3% árlegri fólksfjölgun, og yröi mannfjöldi á höfuðborgar- svæðinu 151 þúsund árið 1983. í ársbyrjun 1969 var fólksfjöld- inn hins vegar 108 þúsund, og gerir áætlun hagfræöideildar- innar ráö fyrir að mannfjöldinn verði 135 þúsund árið 1983. Þá er að vísu ekki tekiö tillit til flutningsáhrifa, og verður að reisa fleiri íbúðir, ef um veru lega aöflutninga er að ræða á svæðið. Áætlun hagfræðideildarinnar miðar við, að íbúðir verði byggð ar fyrir viðbótarfjölgunina og byggt fyrir niðurri'fi og úreld- ingu, auk þess, að íbúum á hverja fbúð að meðaltali fækki. Nú eru 3,8 manns á hverja íbúö, en gert er ráð fyrir, að þeim fækki f 3,4 á íbúð, þaö er aö færra fólk verði á hverja íbúð aö meðaltali eftir þessar íbúða- byggingar en áður var. 50 þús. hlutur eftír nóttínu Veiddu fyrir VA milljón á nokkrum klukku- stundum — Fyrsta aflahrotan undan Jókli í NÓTT kom langþráð aflahrota út af Jökli í norð- anverðum Kolluálnum. Þar fengu allmörg skip góðan afla, allt upp í 115 tonn, en verðmæti þess afla er hvorki meira né minna en IV2 milljón samkvæmt nýja verðinu. Þannig getur há- setahluturinn farið upp í 50 þúsund yfir nóttina, ef síldin fer öll í salt. Síldarsaltendur borga nýja síld- arverðið strax, þótt það eigi ekki að gilda fyrr en þann 16. Og reynt er aö salta megnið af síldinni. Bú- izt er við söltun fram á nótt í sum- um verstöðvum í dag. Bátarnir koma naumast að landi fyrr en síðdegis. Á Akranesi verður heldur betur líf í tuskunum, þegar líður á dag- inn, en þangaö koma að f jögur skip, þar á meðal Höfrungur með yfir 100 tonn. Skipin voru mörg enn með næt- urnar úti klukkan níu í morgun og ekki endanlega vitaö um afla þeirra. Auk Höfrungs var vitaö um Akra nesbátana Óskar Magnússon meö Klámið hvarf úr búðarhillunum! \ Rannsókn lögreglunnar langt á veg komin 0 Rannsókn lögreglunnar á sölu eins bókakaupmannsins á klámritum og klámmyndabækl- ingum er ekki enn að fullu lok- ið, en mun þó vera langt komin. • Erfiðasti þáttur málsins mun þó vera eftir — nefnilega að meta, hvað af söluvarningnum, sem hald var lagt á, muni vera klám og hvað ekki, en væntan- lega verður málið sent saksókn- ara til frekari ákvörðunar. Frétt Vísis um rannsókn lögregl unnar á klámritaverzlun og grein sem birtist nokkru áður í blaöinu um klámritaflóðið, sem að undan- förnu hefur flætt yfir landið, vakti að vonum mikla athygli, en varð um leið Bóksalafélagi íslands til- efni til þess að senda blaöinu yf- irlýsingu þar sem athygli er vakin á ummælum blaðsins um „að klám ritum sé feimnislaust stillt upp í hillur bókaverzlana hér í borg.“ „Getsakir þessar eru vægast sagt mjög ærumeiðandi fyrir alla sem við bóksölu fást og því óhjá- kvæmilegt að upplýsa, að umrædd bókaverzlun (sem varð tilefni lpg- j reglurannsóknarinnar) hefur ekki söluréttindi frá Bóksala'félagi Is- lands, og er því ekki meðlimur í Félagi ísl. bókaverzlana", segir í yfirlýsingunni, en hvergi er borið þar á móti þvf, að klámrit hafi veriö á boðstólum í verzlunum — aðeins lýst yfir að umrædd bóka- verzlun... o. s. frv. Því miður var ekki um neinar getsakir að ræöa, því að það var að tilvísan lesenda blaðsins, sem blaðamaður var sendur af örk- inni í heimsókn til fjögurra bókaverzlana í borginni og blöstu við honum í hillum þeirra bækur og rit, sem engum hefði getaö blandazt hugur um að flokkuðust undir klám, auk fjölda annarra sem jöðruðu við það. Svo undarlega brá við, eftir þessi skrif Vísis, þegar sami blaöa maður leit inn í sömu fjórar verzl anir í gærdag, að þessi söluvarn- ingur var horfinn úr hillunum og sást hvergi í verzlunum! En ekki fékk blaöamaðurinn .npplýst hvort hann hefði selzt upp, eða verið fjarlægður. 50 tonn, Sólfari var með 30 tonn og kast á síðunni og Sigurfari var ekki búinn að þurrka úr nótinni. Geirfug), Grindavík, var aflamestur í nótt með 115 tonn. Helga frá Reykjavík var komin með 40—50 tonn klukkan níu í morgun og var auk þess að háfa nýtt kast. Ásgeir var meö 50 tonn. Amfiröingur með 20 tonn og var með kast á síðunni. Hamravík haföi fengiö sæmilegt kast í morgun og ef til vill fleiri. Þrir bátar komu með slatta úr Breiðamerkurdýpi, Ingiber Ólafs- son, Keflvíkingur og Þórkatla II. Grindavík. Var það stór og falleg síld, en veiði hefur lítil verið þar eystra að undanförnu. Reynt verður að salta þaö sem unnt er af þeirri síld sem á land berst og hjálpar það mikið, aö síld- in er alveg fersk, þegar hún kem- ur í tunnumar ekkert velkt og vel geymd f frostinu. Fisksalinn hjá Sæbjörgu á Grandagarði skagar ekki hátt upp í lúðuna, enda er hún hvorki meira né minna en 2,60 m á lengd. 500punda lúða — Skipt milli sj'ó fiskbúba í Reykjavík • Lúðuferlíki, sem Hópsnesið frá Grindavík fékk í trollið og kom með til Grindavíkur í morgun verður deilt á sjö fiskbúðir í Reykjavík. Samkvæmt því verði, sem verið hefur á lúðu mun hún leggja sig á 7500 krónur, en. hún var 500 pund á þyngd og 2,60 á lengd og er það einhver allra stærsta lúða, sem hér hefur veiðzt. Það var fiskbúðin Sæbjörg á Grandagarði, sem fékk þetta fer- líki og í morgun var byrjað að hluta lúðuna niður í sjö fisk- búðir Sæbjargar víðs vegar um borgina. Líklega éndist hún æðimörgum fjölskyldum til máltíðar í dag.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.