Vísir - 14.11.1969, Page 2
„Þið vinnið kannski á morgun,
en við förum í lokakeppnina
— sagði fararstjóri austurrisku handknatfleiksrpannanna, sem komu til Islands sl. nótt
■ Flugvél Loftleiða, sem var að koma frá Luxemburg, renndi sér hægt og virðulega niður á
flugbrautina á Keflavíkurflugvelli um klukkan tvö sl. nótt og innanborðs voru hinir „óþekktu“
handknattleiksmenn frá Austurríki, sem Ieika á Iaugardag við íslenzka Iandsliðið um réttinn til
að taka þátt í úrslitakeppni heimsmeistarakeppn innar í Frakklandi í marz. Innan skamms birtust
þeir í flugstöðvarbyggingunni og þeim var kalt, þegar þeir komu í frostið á Islandi, því átta klst.
áður höfðu þeir lagt upp frá Vínarborg I sumar veðri, tíu stiga hita og sólskini. Vetur er ekki enn
genginn í garð í Austurríki, og er slíkt fátítt á þessum árstíma. En þrátt fyrir kuldann og erfitt
ferðalag, þar sem miililent var f Frankfurt og Luxemburg, voru piltamir kátir og gáskafullir, þeg-
ar Axel Einarsson, formaður Handknattleikssambands Islands, og Þorleifur Einarsson, jarðfræð-
ingur, buðu þá velkomna til Islands, lands, sem þelr hafa ekki gist áður og að eigin sögn vita
lítið um, en þó enn minna um íslenzka handkn attleiksmenn. Það er því jafnt á komið með okkur
sem þá hvað handknattleiknum viðkemur. Þeir eru ókunn stærð fyrir okkur og við fyrir þá, enda
fyrsti landsleikurinn milli þjóðanna.
Sögu og austurrísku leikmennirnir
voru fegnir að feröin var á enda.
Þetta var orðinn langur dagur hjá
þeim. Nú var um að gera, að skella
sér sem fyrst í bólið — ekki var til
setunnar boðið, því æfa átti í Laug-
ardalshöllinni að morgni.
Austurrísku leikmennimir munu
leika hér tvo landsleiki. Hinn fyrri
veröur á morgun og er liður í únd-
ankeppni HM — en hinn síðari
veröur á sunnudag. Forsala á að-
göngumiðum er í Bókabúð Lárusar
Blöndal, en eftir hádegi á morgun
i Laugardalshöllinni og frá kl. 10
á sunnudagsmorgni. Landsleikurinn
á morgun hefst kl. 3.30 en á undan
honum veröur forleikur milli ungl-
ingalandsliðsins og 2. deildarliðs
Gróttu. Sá leikur hefst kl. 14.30.
Á sunnudag verður einnig forleikur
milli unglingalandsliðsins og 2.
deildarliðs Keflavíkur. Sá leikur
hefst kl. 14 en landsleikurinn kl.
15. Dómarar verða norskir Knut
Nielsen, sem dæmdi m.a. hinn
'fræga leik milli íslands og Svíþjóð-
ar í Bratislava, og Ragnar Pettersen,
sem var dómari í leiknum viö Dani
í vor. Þeir hafa einnig báðir dæmt
leiki hér heima. Lúðrasveit Reykja-
víkur mun leika báða dagana
í Laugardalshöllinni. — hsím.
En eitt er þó hægt að fræða ís-
lenzka handknattleiksmenn strax
um. Það verða engir risar, sem þeir
mæta í landsleiknum á laugardag,
einhverjum þýðingarmesta lands-
leik, sem hér hefur verið háður. í
honum veröa ef til vill ráðin úrslit
um farseðlana á HM 1 Frakklandi.
Blaðamaður Vísis er ekki hár í
loftinu, sex fet en hann var þó
hærri en flestir austurrísku leik-
mennirnir — en einn var þó höfð-
inu hærri en aðrir eða 1.94 m. —
nokkurs konar Einar Magn-
ússon þeirra Austurríkismanna.
Hæöarmunur verður því frekar ís-
lenzka liðinu í hag, sem er eins-
dæmi sé miðað viö síðustu lands-
leiki okkar.
En hvað um það, þá eru menn
oft knáir þótt þeir séu smáir, og
aðalfararstjóri Austurríkismanna
Edward Mara sagðj okkur, að liðið
hefði æft mjög vel síðustu mánuð-
ina og í tvö ár hefðu sáralitlar
breytingar verið gerðar á liðinu.
„Að vísu“, bætti hann við, „kom-
ust tveir leikmenn sem hafa verið
fastir í liðinu undanfarið ekki í
þessa íslandsför en ég held, að það
hafi ekki mikil áhrif fyrir liðið. Við
höfum leikið fjóra landsleikj und-
anfarið — alla í Austurríki. Tveir
voru við Sviss og við töpuðum báð-
um, öðrum með eins marks mun, en
hinum með tveggja marka mun.
Hins vegar unnum við svo Hollend-
inga tvívegis — en þessar þjóðir
eru ekki nein stórveldi á hand-
knattleikssviðinu."
— Hefur Austurríki oft tekið
þátt í heimsmeistarakeppninni?
„Já, við höfum oftast verið með
og einu sinni komizt í aðalkeppn-
ina. Það var í Austur-Þýzkalandi
1958. Hins vegar höfum við
lent á mótj mjög sterkum þjóð-
um í undankeppninni undanfarið
eins og t.d. Júgóslövum og Ung-
verjum og þessar þjóðir eru of
sterkar fyrir okkur.“
— Og hvað um leikina nú?
„Ég sá nokkra leiki íslands i
tveimur síðustu heimsmeistaramót-
unum, og hreifst a'f leikni fslenzku
leikmannanna. Ég veit. að þið eruð
með nýtt lið núna og um styrkleika
þess veit ég ekkert, en ég geri mér
þó vonir um, að okkur takist vel
upp í leikjunum og tryggjum okkur
sæti í úrslitakeppnina í Frakklandi.
Þetta verða jafnir leikir. Þið vinn-
ið kannski á morgun, en við vinnum
þá bara enn stærra f Austurriki,"
sagði Mara að lokum og brosti.
Flestir austurrísku leikmennirnir
hafa tekið þátt f fjölmörgum lands-
leikjum og einn þeirra Goil hefur
hvorki meira né minna en leikið 76
leiki, sem sýnir vel, að Austurrfk-
ismenn eru engir nýgræðingar á
handknattleikssviðinu. Goil er frek-
ar lágvaxinn og grannur og félagar
hans segja hann mjög leikinn með
knöttinn.
„Ég hef einu sinni séð íslenzka
handknattleiksmenn f leik,“ sagði
Goil, þegar blaðamaður Vísis ræddi
við hann. „Það var f Bratislava,
þegar íslenzka liðið vann Svíþjóð
12 — 10 — og mér fannst fslenzka
liðið mjög gott. Ef það er eins gott
núna, þá verður þetta erfitt fyrir
okkur, en enginn þeirra, sem lék
í Bratislava er með núna. Er þaö?“
Og við urðum að játa, aö aðeins
fyrirliðinn Ingólfur Óskarsson væri
eftir af hinu fræga liði, sem sigraöi
Svíana á HM, en tapaði svo illa
fyrir Ungverjum f næsta leik á eftir
— og missti þar með af strætis-
vagninum.
Manfred Domer er annar tveggja
stúdenta liðsins, 22ja ára, og hef-
ur leikið 14 landsleiki. Við ræddum
saman á leiðinni til Reykjavíkur.
Domer er frá Vín eins og flestir
leikmenn liðsins.
„Við höfum reynt að afla okkur
upplýsinga um fslenzka liðið,“ sagði
hann, „og við höfum frétt um úr-
slitin við Honved og Norðmenn.
Okkur hefur verið sagt, að íslenzku
leikmennimir séu mjög leiknir og
ég er ekki bjartsýnn á úrslitin. Ég
held, að Island komist f lokakeppn-
ina í Frakklandi — en ég býst þó
frekar við, að við sigrum í leiknum
í Vín. Við höfum æft mjög vel —
og landsleikimir við Sviss voru að
mínu áliti góðir, þótt svo við töp-
uöum. Við lékum lakar gegn Hol-
lendingum, þótt það nægði til sig-
urs“.
Domer vildi lítið ræða um ein-
staka leikmenn liðsins — en sagöi
allt f einu: „Ég hef séð knattspymu-
manninn ykkar, sem leikur f Aust-
urriki — hann Gunnarsson (Her-
mann). Hann leikur með Eisenstadt,
sem er um 50 km. fyrir sunnan
Vín. Mér fannst hann ekkert sér-
stakur — enda hefur hann átt við
meiðsli að striða — en mér finnst
hann miklu betri f handbolta".
Langferöabíllinn ók nú að Hótel
Austurrísku landsliðsmennimir stíga úr flugvélinni á Keflavíkur-
flugvelii sl. nótt. Ljósmynd Ástþór.
l/WWWWVWWWVWWWWWWWWWWWWVN/WVNi
Trésmiðjan Víðir hf. auglýsir:
Nú er tækifærið að gera góð kaup. — Höfum aldrei
haft meira úrval af húsgögnum en nú. Svo sem: Borð-
stofuhúsgögn, nýjar gerðir, svefnherbergissett, sófa-
sett, svefnbekki og margt fleira. Gjörið svo vel og
lítið inn til okkar og gerið góð kaup. Greiðsluskilmál-
ar hafa aldrei verið betri. Notið þetta einstæða tæki-
færi. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt.
VERZLIÐ í VIÐI!
yWWWWWXAA/WWWWVW/WWWWWVWWWW'
TRÉSMIÐJAN VÍÐIR HF., LAUGAVEGI 166.
SÍMAR: 22222 — 22229.
Athugið - Athugið -Kú bu-Kúbu
Hin margeftirspurðu Kuba sjónvörp árg. 1970 komin.
3 ára ábyrgð, óbreytt verð til áramóta. Greiðsluskil-
málar mjög hagstæðir. Hvergi beteri þjónusta.
KUBA — UMBOÐIÐ
TRÉSMIÐJAN VÍÐIR HF., LAUGAVEGI 166.
SÍMAR: 22222 — 22229.