Vísir - 14.11.1969, Page 5

Vísir - 14.11.1969, Page 5
vw SAFETY VAI’rC THROTILE VW VI mo l*UMP WORKING-* 11 UID RlSLpVOIR CONOC NSf R •mmiimiu.mmjnjj.uijj.uui IGNITER FULL PUMP BURNER MÍÚMégJwili . «. .. med gleraugumfrá iWii OA fítvi] IíIRCC ™ Austurstrætl 20, slmi 14566, ?tS IR . Föstudagur M. nóvember 1969. PERSTORP HARÐPLAST REYKJAVÍK Fyrsta listræna bókin, sem Reykvíkingar eignast um borg sína. Bók, sem Reyk- víkingar munu gefa vinum 'sínum hvar sem er — inn- anlands og utan. SMIÐ3UBUÐIN VIÐ HÁTEIGSVEG - SÍMI 21222 HOFNAR Hollenzkir Vindlar ER SÆNSK GÆÐAVARA ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI í MIKLU QG FALLEGU LITAVALI » MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Omengad Tóbak yzt sem innst. w.v, ,VAWAV.V.VW VAPÖR GfNLRATOR f UIC RESLRVOIR LXHAUST VAPOR RllURN Gufnhreyfillinn — skýringarteikning. Gufuhreyflar í bíla stað bensínhreyfla? — Bens'mhreyfillinn úr sögunni á næstu áratugum WILLTAM P. Lear heitir snjall uppfinningamaður ogmikill iðju- höldur vestur í Bandaríkjunum. Hann framleiöir meðal annars flugvélar, Lear-þotuna, sem nýt- ur mikils álits vestra og víðar, Lear-bílaútvörp og Lear-sjálf- stýritæki í flugvélar, og byggist öll sú framleiðsla fyrst og fremst á endurbótum hans eöa uppfinn ingum. En nú er hann reiðubú- inn tS stærri átaka; sumsé ger- byltingar á allri bilaframleiðslu, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur og hvarvetna þar, sem þau farartæki eru framleidd. Ekki er það þó bygging eöa lögun bílanna sjálfra, sem hann hyggst breyta. Hann hyggst aft- ur á móti ganga af bensínhreyfl- inum dauðum með gufuhreyfli, sem hann hefur sjálfur smíðað og hafið framleiðslu á. Loft- mengunin er orðin alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum, eins og reyndar í öllum háþróuöum löndum, og er talið að um 60% þeirrar mengunar í Bandaríkjun um stafi frá bensínhreyflum, sumir teija þá hlutdeild þeirra reyndar meiri, eöa ailt að 90% sums staöar Það er fyrst og fremst þessi staðreynd, sem ýtt hefur undir marga hugvitsmenn að finna upp gufuvélar, sem komið geti í stað bensínhreyfl- anna í bíla og önnur farartæki — þess má raunar geta, að gufu- knúnir bilar voru framleiddir vestur í Bandaríkjunum fyrir fjórum til fimm áratugum, en biöu þá, að því er taliö var, endanlegan ósigur fyrir bensín- hreyfiunum. Nú er svo aö sjá, að Lear hafi fengiö þar nokkurt forskot, og aö gufutúrbínuhreyf- ifl hans gæt; jafnvel reynzt ben sínhreyflfnum hættulegur keppi- nautur þótt mengun andrúms- loftsins af völdum bensínhreyf- ilsins kæmi ekki til. Næsta skrefið, sem Lear er nú um það bil að taka, er að kaupa 5—10,000 hreyfillausa bíla af ýmsum gerðum og setja í þá þennan gufuhreyfil sinn, og seg- ist hann þegar hafa kaupendur að 50,000 slíkum bílum. Hann stendur og öörum uppfinninga- mönnum betur að vígi að þvi leyti til, að hann ræður yfir auö fjár t.ii að koma þessari uppfinn- ingu sinni á markaðinn. Hann Fólksvagn með gufuhreyfil í skottinu. gerir ráð fyrir að setja fyrstu gufuknúnu bílana á markað á næsta ári, og að hann geti fram- leitt um 1000 hreyfla á dag, undir árslokin. Spáir hann því að bensínhreyflarnir verði yfir leitt úr sögunni að svo sem 20 árum liðnum. Forsvarsmenn gufuhreyfilsins telja kosti hans fram yfir bensínhreyfilinn bæði marga og mikla — gufuhreyfillinn geri til dæmis blöndung, ræsi- kerfi, kælikerfi og rafkveikju- kerfi óþarft; ekkj þurfi neina út- blásturspípu eða annan búnað til að draga úr loftmengun og eng- an drifbúnaö Þá sé og unnt að nota alls konar eldsneyti til aö kynda undir „katlinum", semuer í rauninni gormlaga pípa, en sjálf aflvélin geti bæði verið strokka- vél eða túrbínuvél. Þegar gufan hefur farið gegnum aflvélina, er hún leidd inn í pipukerfi, þar sem hún þéttist aftur í vatn til endurnotkunar. Lear kveöst sjálfur hafa fundið upp frostlög, sem ekki eyðist úr vatninu þeg- ar það breytist í gufu. Verkfræðingur nokkur, Wali- ace Minto, hefur einnig fundið upp eins konar gufuhreyfil, nema hvað hann notar gasteg- und, Freon 11, i staö vatns. Þessi gastegund, sem nú er mik- ið notuð i lofthreinsunartæki og kælikerfi ísskápa, hefur þann kost aö hún þolir mikið frost, og framleiðir orku við lægra hitastig en vatnsgufa. Minto segir að gufuhreyflar tveir, sem hann hefur smíðað, hafi þegar verið í fullum gangi í eitt þús- und klst. sem jafngildir 60,000 mílna akstri og hafi ekkert slit komið fram á vélarhlutum að heitið geti. Samgöngumálaráðu- neyti Bandaríkjanna hefur veitt samgöngumálastjórninni í Dallas í Texas 300,000 dollara styrk til að setja Mínto-gufuhreyfia f tvo almenningsvagna til reynslu og á sá reynslutími að hefjast á hausti komanda. Lear hefur aft- ur á móti látið stjórn samgöngu- mála í Kalifornfu í té nokkra af gufuhreyfium sínum til reynslu í farartækjum á þjöðvegum þar í fylki. Þá hefur opinher stofnun vest- ur þar, Loftmengunar-varnaráð- ið, mætti kannski kalla hana, fyrir skömmu gert samninga við Ford og annað mikið fyrirtæki, Thermo-Electron Corp. um smíði á 100 hestafla gufuhreyfli, sem geti knúð sex manna bíl allt að 75 mílur á klst. Og hvað sem öðru líður, þá telja sérfróöir menn að þess muni mjög skammt að bfða aö gufukpúnir bílar komi fram á sjönarsviðið í sýningarsölum ' bílaframleiðenda .... '.■.■.•.YW.V.VW.VW.V.’.V.WW.V.V.V.VV.V,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.