Vísir - 06.12.1969, Page 13

Vísir - 06.12.1969, Page 13
V f <?Í'k . Laugardagur 6. desember 1969. Fiölskyídan og Ijeimilid „Tími fyrir jólin“ „^jpfmi fyrir jólin“ heitir grein, sem birtist í dönsku blaði, fyrir jólin f fyrra. Þótt ár sé lið- ið, á greinin 'jafnvel við nú og þá. Og birtum við hér Urdrátt úr greininni. „En þau þrengsli ... jólaum- ferð, jólaverzlun, jólatilstand. Öll erum við hrifin með í hring- iðu alls þess, sem þarf að gera. Desember — skemmtilegasti mánuður ársins, en samtímis sá, sem mest streita fylgir. Dauðþreytt afgreiðslustúlkan, fulltrúinn, sem reynir að „hreinsa út“ verkefnin áður en jólin ganga f garð og maðurinn, sem selur jólatré ... öll ætlum við einhvem tfma að byrja að undirbúa jólin — okkar eigin jólahátíðahöld. Hvernig eiga þau að vera? Eins og venjulega. Gnægð mat- ar. Fjöll af gjöfum. TVTaður kastar sér út í jólainn- kaupin, með vasa, sem bunga af minnisseðlum og óska- listum, innkaupin, sem gera mann andlega og líkamlega ör- magna og peningamir hverfa eins og dögg fyrir sólu. En að minnsta kosti á ekki að vanta neitt. Eins og okkur skorti nokkuð venjulega. í þessu velferðarríki — þar sem við erum reiðubúin hvenær ársins sem er, að bera fram steik, með rauðkáli, og kveikja á kertum hvort fyrir annað. „Jólin standa lengi yfir. og kosta mikið“, er ennþá góður, gamall sannleikur. En það, sem gerir jólin að jólum f raun og veru, er ekki hægt að kaupa — og hefur aldrei verið hægt að kaupa. Til allrar hamingju getur maður vfst sagt. Jólin, hátíð barnanna. 1 heilan mánuð skoða þau skreytingamar og vömmar í búðargluggum og endurtaka hvað eftir annað, að sig langi í bíl, jámbrautarlest, brúðu ... o.s.frv. Jól bamanna núna eru f mesta máta verzlun- arjól. Tjað er heldur ekki auðvelt verkefni að eiga velferðar- afkvæmi, sem geta ekki skiliö að hangikjöt og laufabrauð eiga að vera betri matur en matur- inn, sem þau fengu í gær eða hinn daginn, sem kæra sig ekk- ert sérstaklega um jólagrautinn og eiga fyrir fulla kassa af bíl- um brúðum, litabókum og bolt- um. Heimur bamanna er fullur af hlutum, sem þau geta óskað sér. Pabbi og mamma nota allan sinn tíma til að vinna sér inn peii- inga — svo að það er það, sem er einhvers virði: Að geta keypt hluti. Sem bam hefur maður rétt á því að óska sér hluta Og óskaseðillinn vex, Að minnsta kostj á ekki að vanta neitt. Þó svo við verðum að Iifa af innihaldi frystikistunn ar allan janúarmánuð, eiga allir að fá óskir sínar uppfylltar. Það em bara jól einu sinnj á ári. Fjölskyldan veröur að hafa tíma fyrir jólin — ekki sízt vegna barnanna. Tólahjörtun okkar eru stór og " gjafmild. Það er aðeins eitt, sem við erum nízk á að gefa. Tími okkar. Tími — þessi eftir- sóknarverði hlutur, sem við fá- um aldrei nóg af sjálf — það er víst engirí furöa þótt við þurfum stundum að yfirvinna okkur sjálf til þess að skipta honum með öðrum. En þessi jól, sem nú ganga í garð. Þau eiga að vera eins og þau eru vön að vera, en samt sem áöur langar mann til innst inni, að þau verði eitthvað sér- stakt — jólin, sem maður man. Það er hægt að gera þau að slík- um jólum — og það kostar ekk- ert. En það tekur dálítinn tíma. jólaskap, þá er það vissulega ekki eitthvað, sem maður iðrast eftir á. Tími fyrir jólin. Fyrst og fremst tími fyrir bömin. Maður minnist jólanna, þegar maður var sjálfur barn — voru þau ekki skemmtilegri, sannari. Og maður lítur yfir gervijölin, sem verzlunarheimurinn blessar okk- ur nú með. Hvemig í ósköpun- um eigum við að geta gefið böm- unum okkar þær jólaminningar, sem næstum því er hægt að segja að séu réttindi hvers og eins að hafa? E JTvernig væri það t.d., að bjóða kunningjunum og vin- unum, sem maður sendir jóla- kort eða smágjafir, heim í smá- boð, þá kaupa þeir sjálfsagt sín- ar smágjafir sjálfir og gleyma jólakortunum. Nú, þrjú, fjögur eða fimm desemberkvöld, sem notuð eru til undirbúnings og til heimboða eru jú einnig tími. En, ef manni tekst að koma fólki — og sjálfum sér — í reglulegt n, það á a. m. k. ekki að vanta neitt ... Stanz. Hve- hæf_hefur börnin okkar skort eitthvað efnalega séð? Ör- ugglega aldrei. Það, sem vantar stundum og þau hafa þörf fyrir eru fullorðnir, sem hafa tíma. Tíma til að skipta sér af þeim. Það, sem þau skortir, erum við. Það er synd — fyrir bæði okk- ur og bömin, — ef við reynum að kaupa okkur laus. Viljum við gera jólin að einhverju, sem börnin hugsa síðar meir til með sannri gleði, verðum við að taka okkur tíma handa þeim. Tíma til að segja ævintýri og sögur. Tíma til að vera með, þegar jóladagatalið er opnað. Tíma til að kenna þeim jóla- sálmana og hlusta á leyndarmál um gjafir. Citja ásamt allri fjölskyldunni í kringum borð, sem er hlaðið af pappír, lími, úrklippum, skökkum stjömum og háífmán- um. Og kannski verður það nauðsynlegt til að koma öllum gjöfunum atf, að kvöldið veröi eitt af þeim, sem maður er Iengi á fótum og bömin hafa svo gam- an af. Allir hjálpast að við að búa til jólagjafir. Kannski er sögð sgga, þegar pabbinn og mamman vom krakkar. sem hlökkuðu til jólanna. Þessi kvöld geymast í endur-i minningunn; löngu eftir að raf- magnslestin er gleymd. Tími fyrir jólin, er víst ekk- ert, sem maður hefur. Þaö er eitthvað, sem maður veröur að gefa sjálfum sér — og öðrum. Og er hægt að gefa nokkuð betra? , ÞIONUSTA Vélritun — f jölritun. Þórunn H. Felixdóttir Tökum að okkur alls konar vélritun og fjölritun. Kennum einnig á rafmagnsritvélar. Áherzla lögð á vandaöa vinnu og fljóta afgreiöslu. — Vélritun — Fjölritun s.f., Granda- garði 7, sími 21719. ER LAUST EÐA STÍFLAÐ? Festi laus hreinlætistæki. Þétti krana og WC-kassa. — Hreinsa stífluð frárennslisrör með loft og hverfibörkum. Geri viö og iegg ný frárennsli. Set niöur brunna. — AIls konar viðgerðir og breytingar. Þjónusta allan sólarhring- inn Sími 25692. Hreiðar Asmundsson. BÓLSTRUN — KLÆÐNING Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Kem i hús með á- klæðasýnishom. Gefum upp verð, ef óskað er. Bólstrunin Álfaskeiði 94, Hafnarfirði. Sími 51647. Kvöld- og helgar- sími 51647. BÓKBAND Tek bækur, blöð og tímarit I band. Gylli einnig bækur, möppur og veski. Víðimel 51. Sími 14043 kl. 8—7 dagl. og 23022 eftir kl. 7 PÍPULAGNIR Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri viö w.c. kassa. Sími 17041 Hilmar J H. Lúthersson, pípulagningameistari. HÚSAÞJÓNUSTAN SÍMI 19989 Tökum að okkur fast viðhald á fjölbýlishúsum, hótelum og öðrum smærri húsum hér i Reykjavík og nágrenni. Límum saman og setjum í tvöfalt gler, þéttum sprungur og rennur, járnklæðum hús, brjótum niöur og lagfærum steyptar rennur, flísar, mosaik og margt fleira. Vanir og vandvirkir menn. Kjörorð okkar: Viðskiptavinir ánægðir. Húsaþjónustan. Sími 19989. HÚSEIGENDUR - VERKTAKAR Athugið að það er körfubíllinn, sem létt- ir störfin við viðhald hússins, glerísetningu o.fl. Símar 50786 og 52561. Ný þjónusta: INNRÉTTINGAR — SMŒ)I Tökum að okkur smíði á eldhúsinnréttingum, svefnher- bergisskápum, þiljuveggjum, baðskápum o. fl. tréverki. — Vönduö vinna, mælum upp og teiknum, föst tilboð eöa tímavinna. Greiðsluskilmálar. — S.Ó. Innréttingar að Súðavogi 20, gengið inn frá Kænuvogi, Uppl. í heimasím um 14807, 84293 og 10014. ÁHALDALEIGAN SÍMl 13728 LEIGIR YÐUR múrhamra með borum og fleyg um, víbratora fyrir steypu, vatnsdælur, steypuhrærivél- ar, hitablásara, borvélar, sllpirokka, rafsuðuvélar. Sent og sótt ef óskað er. — Áhaldaleigan Skaftafelli við Nesveg, Seltjarnamesi. Flytur lsskápa og píanö. Simi 13728. LOFTPRES SUR TIL LEIGU í öll minni og stærri verk. Vanir menn. Jakob Jakobsson, sími 17604. ÝTUVINNA — GRÖFUVINNA D7E með ripper og U-tönn. Stór grafa og ámokstursvél. YTUVELAR H F. 30877 — 42002.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.