Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 1
jWM&W N-V55ÍS; S ; - &WA8WA menn fara halloka i viðureigninni v/ð erlenda ■ íslenzkir stangaveiöimenn standa nú mjög höllum fa>*i fyrir erlendum, en staiigaveröið á góðum laxa- ám á góðum tíma er nú kom- ið langt upp fyrir seilingar- hæð venjulegrar fyrirvinnu vísitölufjölskyldu. í sumar sem leið munu erlendir veiði- menn hafa greitt upp í 100 Bandaríkjadali fyrir stöngina á góðum laxám eða 8—9000 krónur íslenzkar á dag. Al- gengasta verð, sem erlendir stangaveiðimenn greiddu mun hafa verið um 80 dalir eða rúmar 7.000 krónur fyrir daginn. Tvær góðar laxár hafa nýlega verið leigðar, en báðum tilvik- um hækkaði leigan um helming. Leigan á Laxá í Kjós hækkaði um 120% eða í rúmar 2 milljón- ir, en leigutakar eru þeir Páll Jónss. og Jón H. Jónsson. Stang- veiðifélag Reykjavíkur, sem hef- ur haft ána á leigu hefur nú misst af einni vinsælustu ánni, sem félagið hefur haft á leigu í fjölda mörg ár. Þá hækkaði leigan í Víðidalsá um tæplega 100% I um tvær milljónir króna. Islenzkir stangaveiðimenn höfðu lengi eins konar einkarétt á íslenzku laxveiðiánum, en fyr- ir nokkrum árum opnaðist glufa fyrir erlenda veiðimenn og hefur þessi glufa farið ört stækkandi. Er nú svo komið, að innlendir veiðimenn virðast vera að missa úr höndum sér úrslitavaldið í laxveiðimálum hérlendis og er hætt við því að þeir flæmist úr æ fleiri ám á næstu árum, nema á lélegri veiðitímum, en geysilegur munur hefur verið á leigu á stöngum eftir því á hvaða tíma sumarsins veiðirétt- urinn nær yfir. Þannig kostuðu beztu dagarnir í Laxá í Kjós um 3200 kr. á bezta svæðinu, en ó- dýrustu dagarnir á sama svæði aðeins 1200 kr. Erfiðleikar á gðtum Reykjavíknrí morgun 59. árg. — Miðvikudagur 10. desember 1969. — 275. tbl. Það er ekki bara á þjóðvegum uppi á heiðum, eða til fjalla, sem bílar og ökumenn sitja fastir í sköflum og menn verða að brjót- ast við illan leik til næstu manna bústaða til þess að sækja að- stoð. Slíkt hendir líka í óbyggðum hér í Reykjavík, eins og á Hringbraut- inni Vatnsmýrinni og á Reykjanes- brautinni hjá Öskjuhlíðinni, þar sem ökumenn lentu í kröggum í býtiö í morgun. Þegar þeir árrisulustu voru á ferð eftir Hringbrautinni upp úr kl. 7 í morgun, festu þeir bíla sína í sköflum, sem skafið hafði í yfir nóttina, og komust hvorki aftur á bák né áfram. Urðu þeir að brjótast gegnum ótroðinn snjóinn til næstu húsa til þess að vekja upp og hringja eftir aðstoð. Aðrir bílar, sem á eftir komu, festust auðvitað líka, og í kringum kyrrstæða bílana jókst skaflmynd- unin, svo aö ástandið var hreint ekki gott. Beðið var um aðstoð snjóhefla frá borginni til þess að ryðja syðri ak- braut Hringbrautarinnar, en lög- reglan beindi á meöan umferðinni úr báðum áttum á nyrör; akbraut- ina, sem var greiðfærari, en lög- reglujeppi dró tepptu bílana lausa úr sköflunum. Margir voru orðnir óþolinmóðir að bíða snjóheflanna, þegar þeir komu og ruddu brautina kl. rúm- lega 9 í morgun, en þá gat eðlileg umferð hafizt aftur. Á Reykjanesbrautinni fyrir fram- an slökkvistöðina hafði svipuð um- ferðarteppa myndazt, þegar bílar, festust í sköflum í morgun, og urðu slökkviliðsmenn að draga nokkra bíla úr fönninni og greiða fyrir um-1 ferðinni, en á tímabili hefðu þeir! ekki átt greitt útgöngu sjálfir, ef brunakall hefði borið að — vegna bílanna, sem sátu fastir 1 sköflun- j um. Stöngin kosfar upp i 8-9 hús. krónur á dag Islenzkir stanga- Umferðin í morgun gekk mjög hægt fyrir sig vegna fannfergisins á götunum. stofnana læknadeildar Háskól- ans. „Ríkisstjórnin afsalar Reykja- víkurborg lóð þeirri, sem ríkið á nú og afmarkast af Hverfis- götu, Ingólfsstræti, Sölvhóls- götu og Kalkofnsvegi", segir í breytingartillögu við fjárlaga- ftumvarpið. Þetta er rúmlega 10 þúsund fermetra svæöi. Sama gerist um sneið af lóð Lands- bókasafnsins og Þjóðleikhússins, um 270 fermetra svæði í sam- ræmi við skipulag Hverfisgötu. Loks fær borgin sneið af lóð stjórnarráöshússins við Lækjar- torg, 965 fermetra. Á móti afsalar Reykjavíkur- borg til ríkisins 38 þúsund fer- metra lóð við Landspítalann, sem afmarkast af Hringbraut, Miklatorgi, Snorrabraut, Eiríks- götu og Barónsstíg. Munu þar í framtíöinni rísa voldugar bygg- ingar í þágu heilbrigðismála. FRIÐARVERÐLAUNIN AFHENT í MORGUN David A. Morse, framkvæmda-1 Verðlaunin eru gullorða, heiðurs stjóri alþjóðlegu vlnnumálastofnun skjal og sfðast en ekki sízt sex arinnar, veitti friðarverðlaunum milliónir króna. Nóbels viðtöku f morgun fyrir hönd stofnunar sinnar. | i Riki og borg i eignaskiptum vegna Land spitalans og stofnana læknadeildar NÚ EIGNAST borgin Arnarhól og nokkrar sneiðar af lóðum stjórn- arráðsins, Landsbóka- safns og Þjóðleikhúss, en lætur ríkið fá í stað- inn lóð, sem verður við- auki við núverandi eign- arlóð Landspítalans. Gísli Blöndal, hagsýslustjóri, tjáði blaðinu í morgun, að . á hinni síðarnefndu yröu framtíð- arbyggingar Landspítalans og Heyrnarskaðar hjá pop- tónlistarmönnum Ungir pop-hljómlistarmenn hafa að undanförnu verið í rann sókn hjá Heyrnardeild Heilsu- verndarstöðvarinnar og hefur orðið vart við heyrnartap hjá sumum þeirra, að sögn Gylfa Baldurssonar, forstöðum. deild- arinnar í morgun. Þessi rannsókn er aðeins rétt hafin og eru því niðurstöðurnar af hennj af skornum skammti enn sem komið er. í félagsbréfi, sem Félag ísl. hljómlistarma. sendi meðlim um sínum nýlega var skorað á þá að fara til rar’isóknar í Heilsuverndarstöðinni, en í bréfinu stendur m.a. orðrétt: „Þau válegu tíðindi hafa bor- izt frá Heyrnardeild Heilsu- verndarstöövarinnar í Reykja- vík, að þeir meðlimir í félagi voru, sem komið hafa þar, til rannsóknar, eru stórskaddað- ir á heyrn. Á þetta aðallega við um yngri meðlimi." Gylfi Baldursson skýrði blað- Inu ennfremur frá því að það séu ekki sízt áheyrendur pop- tónlistar, þeir sem stundi glaum samkomur sem geti átt það á hættu að tapa heyrn að ein- hverju leyti, en kröfurnar um hávaða séu orðnar gífurlegar, af einhverjum ástæðum. Rannsóknir hafi sýnt, að fólk, sem vinni við hávaða í iðnaði, eigi það á hættu að heyrnin skerðist og að heyrnin smá- skerðist við að vera alltaf í hávaðanum. Hið sarna geti gilt um hljómlistarmennina og á- hevrendur. Frá jJLrnarhóIi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.