Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 4
Var Sharon Tate myrt í mis- gripum fyrir son Doris Day? Dýr bílaviðgerð. Nýlega var kveöinn upp dómur í París f máli, sem reis upp fyrir meira en ári, þegar Brigitte Bar- dot neitaði að greiða verkstæðis- reiknirig sinn vegna viðgerða á Rolls Royc-inum hennar, en hún á ’58-árgeröina af einum slíkum. Dómurinn gerði henni að greiða reikniriginn, en leikkonan hafði neitað á þeirri forsendu, að við- gerðin hefði farið fram án hennar vitundar eða vilja. Reikningurinn hljóðaði upp á 2.000 dollara. Þyrnirósa og prinsinn hennar „Það er ánnars skrýtið. Ég hef aldrei verið trúuð á ævintýri, en samt finnst mér ég vera Þyrni- rósa í örmum prinsins míns, sem bjargaði henni“, segir sú ham- ingjusáma Marianne Faithful — fyrrum unnusta Mick Jagger, söngvarans hjá Rolling Stones — þegar hún tilkynnti blaðamönn- um trúlofun sína og Mario Schif- ano, sem er 32ja ára gamall list- málari og kvikmyndastjóri. Við það sama tækifæri lýsti hún því yfir, að söngkonuferli hennar væri lokið. „Ég vil ekkert hafa saman að sælda viö heiminn. Söngvari er án nokkurra persónueinkenna. — Hann er aðeins sjálfsali sem hef- ur mikil áhrif á aödáendahóp sinn.“ Joan Baez mamma Þjóðlagasöngkonunni, Joan Baez, fæddist nýlega næstum 15 marka sonur en því miður var faðirinn þar hvergi viðstaddur, því að hann afplánar um þessar mundir fangelsisdóm í Safford — ríkis- fangelsi Arizona, fyrir að neita herkvaðningu. Joan Baez sagði blaðamönnum, að hún vonaðist til þess, að barns faðir hennar, Harris Davies, fengi að sjá soninn, sem skira á Gabríel, um jólin. Lítið fyrir ræður Samuel Beckett, sem hlotnuðust bókmenntaverðlaun Nobels 1969, hefur nú tilkynnt Nobels-aka- demíunni, að hann muni ekki taka sér ferð á hendur til þess að veita viðtöku verðlaununum, þeg- ar þau verði afhent. Þess í stað mun Jerome Lind- on, útgefandi hans í París^ veita 37.000 dollurunum viðtöku í um- boði skáldsins, sem aldrei hefur flutt ræðu opinberlega, svo vitað sé til..... .............. Foð/V hennar dulbjó sig sem hippia og leitaði morðingjanna Dulbúinn eins og hippíi leitaöi faðir leikkonunnar, Sharon Tate, morðingja dóttur sinnar í fjóra mánuði. Hann er liðsforingi í upplýs- ingaþjónustu hersins, en fékk sig lausan frá störfum til þess að geta starfað að ráðningu morð- gátunnar, sem á tímabili virtist ætla að verða lögreglunni ofviða. Þegar handtökur hinna grun- uðu höfðu fariö fram, sagði fað- irinn blaðamönnum, að þungu fargi væri nú af honum létt, en - hins vegar var hann ófáanlegur til þess að ljóstra upp, að hve miklu leyti ráöning gátunnar væri eftirgrennslan hans að þakka. Nokkrum dögum eftjir að Shar on Tate og 4 aðrar manneskjur aðrar voru myrtar, og ljóst var, að lögreglan hafði næsta lítið til þess að fara eftir við morðingja- leitina, tók faðir leikkonunnar á- kvörðun um að leita þeirra á eig- in spýtur. Sterkur'orðrómur hafði leikið um það, að morðin væru verknaður hippíalýðs. og lét hann sér vaxa bæði hár og skegg og blandaði síðan geði við ýmsa hippía, eiturlyfjalýö og hellabúa. Meðal þeirra dvaldist hann i 4 mánuði og hleraði samtöl þess- ara undirheimabúa. Eins og fram hefur komið í fréttum, hafa þrjár manneskjur verið handteknar, grunaðar um að vera í vitorði um morðin. Tiiheyrðu þær hippíaflokki, sem var stjórnað af ofstækismanni, Charles Manson, sém er í hópi hinna þriggja handteknu. Tálið er, að þessi klíká hafi myrt minnst 18 fnanns við' sértrúarat- hafnir og „grafið lík þeirra í eyöimörkinni“ — eftir því sem lögfræðingur annarrar handteknu stúlkunnar segir, þeirrar, sem talaði af sér, svo aö upp um allt komst. Hann fullyrðir jafnframt, að morðingjaklíkan hafi haft morð 11 annarra á prjónunum. Önnur stúlka, Susan Atkins, að nafni, sem nú situr í varðhaldi, er grunuð um að hafa verið í hópi hippíanna 5, sem myrtu Sharon Taje./Hún er einnig grunuð um4> mArð' á hljómlistarmaririi,; Gary •man, sem hvarf fyrir mánuöi Charles Manson, leiðtogi hippíaklíkunnar, er kallaði hann „Guð“, „Jesús“ og þess á milli „Satan“. hann villuna á leigu, áður en þau Sharon Tate og Roman Polanski fluttu í hana. Terry átti að hafa lofað Charles Manson að koma honum í sam- band við hljómplötuútgefanda vegna söngleiks sem Manson var höfundur að, en ekki staðið við það. Sharon Tate: Var hún myrt í misgripum? qg|taliðiter-, að. hafi- verið háls- hðggvinn. Við yfirheyrslur hefur Susan Atkins látið í það skína, að Shar on og hennar fólk hafi verið myrt í misgripum. Hippiarnir hafi ætl- aö sér að hefna sín á syni leik- konunnar, Doris Day, en hann heitir Terry Melcher, og hafði on dollara meðlag Eden Marx fyrrum eiginkona grinleikarans Groucho Marx (Marx-bróðir), skildi við hann í sumar eins og frá hefur verið sagt hér á síðunni, en það hefur aldrei verið upplýst, hvernig skil- málarnir voru. Nýlega upplýsti hún þó, að rétt urinn heföi gerf Groucho Marx að greiða henni 1 milljpn dollara meölag, sem talið er vera nálægt þriöjungur eigna grínleikarans. Hin 38 'Sra gamla fyrirsæta, sem áður var, krafðist skilnaðar á sínum tíma á forsendu þess að Groucho væri henni grimmur eiginmaður og sem' dæmi um það tilgreindi hún- jólakvöldið í fyrra, þegar Groucho hafði ekki líkað matseld hennar. Átti hann aö hafa sagt viö hana: , Ég held ég hafi skipti á þér og nýjum kokk og nýrri eiginkonu.” Enn sprengir hún launaskalann Elizabeth Taylor hefur venju- lega verið néfnd sem ein hæst- launaða kvikmyncjaleikkonan og vfst er það, að ; ékki eru þær dónalegar f járhæðirnar', sem hún ’i móttekur fyrir lel.k sinn í hvert' sinn. Nú virðist hún einnig hafa sprengt skala sjónvarps, til að mynda f Bretlandi, þar eð hún hefur þegið hlutverk, þar sem hún á að fá 220 milljónir ísl. króna. Og er ekki aö efa „að frú- in leysir það v*>l af hendi, þar eð árið 1969 hefur verið nokk- urs konar hvíldarár hjá þeim hjónum, Richard Burton og henni, og hefur Elizabeth ekki tekið hlutverki á árinu fyrr en nú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.