Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 11

Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 11
V í SIR . Miðvikudagur 10. desember 1969. n I í DAG j ÍKVÖLdI j DAG I ÍKVÖLD | j DAG 1 SJÓNVARP KL. 21.35: Seglskipið PAMIR Hér sjáum við mynd af skólaskip inu Gorch Foch, sem oft' hefur komiö hingað til lands. En miðvikudagsmynd sjónvarpsins fjallar einmitt um stórseglskip svipaö að gerö og útliti og Gorch Fock. „Seglskipið Pamír“, nefn- ist myndin og er um það fræga skip Pamír, er var síðasta stór- seglskipið í heiminum er gegndi ÚTVARP KL. 16.15: Engin skýring til, og jbó... „Ferðin til tunglsins", eftir Jules Veme, þótti fram úr hófi ævin- týraleg og frumleg, þegar hún var skrifuð töluvert fyrir alda- mótin síðustu. En hvað hefur gerzt? Við höfum svo sannarlega náð til tunglsins og á næstu þrem ur árum ætla Bandaríkjamenn sér að skjóta 8 mönnuðum geim- förum til. tunglsins. Þannig að nú á tímum eru menn farnir að líta á „Ferðina til tunglsins", sem ótrúlega nákvæman spádóm, fremur en fjarstæðukennda skáld sögu, og hvað vitum við líka um það, hvað höfundur bókarinnar hafði fyrir sér? Lét hann aðeins hugmyndaflug og óskhyggju ráða skrifum sínum, eða hafði hann ef til vill einhverjar staðreyndir til að byggja á, en varð að koma þeim á framfæri í skjóli skáldsög unnar, til þess að verða ekki að athlægi samtíðarmannanna. Já, það er svo sannarlega margt skrítið og furðulegt, þegar hlut- irnir eru athugaðir nánar. Og ein- mitt um slíka furðulega hluti fjallar erindi, er Ævar R. Kvaran flytur í dag klukkan rúmlega fjögur og er annað af tveimur erindum þessa efnis. Þýðii hann og endursegir þætti úr bókinni „Erinnerungen auf die Zukunfst" eftir Eric von Danicen. ,Eric von Danicen, er maður mjög auðugur og á meðal annars fjöldann allan af vetrarhótelum í Sviss,“ sagði flytjandinn Ævar R. Kvaran, er blaðamaður hafði sam band við hann vegna hins for- vitnilega efnis. „Þegar ferða- mannatímabilinu lýkur á vetuma ferðast þessi maður og gerir sjálf stæðar rannsóknir á ýmsuih for- sögulegum undrum veraldar, er fomleifafræðingar og vísinda- menn nútímans hafa ekki náð að skýra nægjanlega, að því er hon- um finnst. Á slíkum ferðalögum vítt ig breitt um heimsbyggðina hefur hann safnað saman gifur- legu magnj upplýsinga og dregið af þeim margar forvitnilegar og fróðlegar ályktanir, sem svo aft- ur vekja ótal vandamál og úr- lausnarefni. Hann skoðar fortíð- ina í ljósi vísindanna, og vill halda þvi fram, að við jarðar- búar séum ekkj nema lítið sand- kom á sjávarstrðnd f víðáttu al- heimsins og það sé hlægilegur hroki að áætla, að við séum einu viti bomu verumar í þeirri víð- áttu. Ef til vill réðu mennimir yf- ir miklu meiri menningu ög tækni á forsögulega tímabilinu, heldur en við nú í dag, eða hvernig á til dæmis að skýra pýramfdana frægu f Egyptalandi, úthöggnu risaklettana f Suður- Ameríku, sem festir eru saman meö koparkrækjum, og falla svo vel, að færustu verkfræð- ingar treysta sér ekki til að gera betur í dag. 1 Bagdad hafa fundizt rafhlöður og raftæki, og í ævagamalli gröf í Kfna hafa menn fundið álbelti, en eins og við vitum þarf flókna efnabreyt- ingu til að fá fram ál, er ekki hefur verið kunn fyrr en á síð- ustu öld“, sagði Ævar ennfremur. hlutverki kaupskipsins. Pamír fórst við Azoreyjar árið 195: skömmu eftir að það var gert að skólaskipi og er myndin sem við sjáum í kvöld einmitt tekin I fyrstu ferð þess í því hlutverki SJONVARP • Miðvikudagur 10. desember. 18.00 Gustur. Dýralæknirinn. 18.25 Hrói höttur. Svarta pjatl- an. Þýðandi Ellert Sigurbjöms son. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.30 Það er svo margt... Kvik- myndaþáttur Magnúsar Jó- hannssonar. Flug á Grænlands jökul árið 1951. ísland árið 1938, landkynningarmynd sem tekin var I tilefni af Heimssýn ingunni f New York 1939. 21.05 Lucy Ball. Lucy tekur þátl I bökunarkeppni. Þýðandi Krist mann Eiðsson. 21.35 Seglskipið Pamir. Þýzk mynd um þetta fræga -kip, sem var sfðasta stórseglskipið í heiminum. Lýsir hún einni af sfðustu ferðum þess. — Þýð- andi Bjöm Matthfasson. 23.00 Dagskrárlok. ÚTVARP Miðvikudagur 10. desember. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.15 Veðurfregnir. Erindi: Ráð- gátur fortíðar, raunveruleiki framtfðar. Ævar R. Kvaran flytur fyrri hluta erindis, þýdd an og endursagðan. 16.45 Lög leikin á selló. 17.00 Fréttir. Létt lög. 17.15 Framburðarkennsla f esper anto og þýzku. Tónleikar. 17.40 L;‘'i bamatíminn. Gyða Ragnarsdóttir sér um þátt fyrir yngstu hlustenduma. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Magnús Finn- bogason magister flytur þátt- inn. 19.35 Á vettvangi dómsmálanna. Sigurður Líndal hæstaréttar- ritari segir frá. 20.00 Kammertónlist. Búdapest kvartettinn leikur Strengja- kvartett nr. 1 í F-dúr op. 18 eftir Beethoven. 20.30 Framhaldsleikritið: „Böm dauðans" eftir Þorgeir Þorgeirsson. Endurtelrinn 6. og síðasti þáttur (frá sl. sunnu degik Höfundur stjómar flutningi. 1 21.30 Þjóðsagan um konuna. Soffía Guðmur.dsd ^Mr þýðir og endursegir kafla úr bók eft ir Betty Friedan, — þriðji lest ur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Óskráð saga Steinþór Guðmundsson á Hala mælir æviminningar sfnar af munni fram (4). 22.45 Á elleftu stund. Leifur Þór arinsson kynnir tónlist af ýmsu tagi. 23.30 Fréttir f stuttu máli. — Dagskrárlok. T0NABÍÓ JUDO MEISTARINN (Chinese Headache for Judoka) Óvenju skemmtileg og hörku- spennandi ný, frönsk mynd 1 litum. Þetta er ein af snjöll- ustu Jl)DÓ-„slagsmálamynd- unurn", sem gerð hefur verið. ISLENZKUR TEXTI Marc Briand — Marilu Tolo. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð böm- um innan 14 ára. Aukamynd: íslenzk fréttamynd NÝJA BÍÓ Islenzkur texti. Grikkinn Zorba Heimsfræg grfsk-amerisk stór mynd gerð eftir skáldsögu Nik os Kazantzakis. Anthony Qu- inn, Alan Bates, Irene Papas, Lila Kedrova. Bönnuð bömum. Sýnd kl. 5 og 9. IjnTíllrMilMíHliJ Hryllingsherbergib Sérstaklega spennandi, ame- rísk mynd f litum. ísl. texti. Sesane Danova Patric O’Neaf Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 Stórbingó kl. 9. WÓDLEIKHÚSIÐ BETUR MÁ EF DUGA SKAL f kvöld kl. 20 FIÐLARINN Á ÞAKINU fimmtudag kl. 20 Næst sfðasta slnn Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Sími 1-1200. Sá sem stelur fæti er heppinn f ástum f kvöld, sfðasta sinn. Iðnó-revían fimmtudag Tobacco Road laugardag Aðgöngumiðasalan í Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191 Litla leikfélagið Tjarnarbæ I súpunni eftir Nínu Björk Sýning f kvöld kl. 21. Síðasta sýning. Aðgöngumiðasalan f Tjamar- bæ er opin frá kl. 14. — Sfmi 15171. KÓPAV0GSBI0 Leikfangið Ijúfa Hin umtaiaða aiarra, aanska mynd. Endursýnd kl. 5.15 og 9. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Harðskeytti ofurstinn íslenzkur texti. Hin hörku- spennandi og viðburðaríka am eríska stórmynd f Panavision og litum með úrvalsleikurun- um Anthony Quinn, Alain Del- on, George Segal. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. HASK0LABIÓ Ekki eru allar ferðir til fjár Sprenghlægileg mynd í litum um margvfslegar hættur undir heimalffs með stórþjóðunum. íslenzkur textf. Aðalhlutverk: Sid Caesar, Robert Ryan, Anne Baxter. Sýnd kl 5, 7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ Sovézka kvikmyndavikao: Sá fertugasti og fyrsti Ágætlega leikin, spennandi og raunsæ litmynd frá Mosfilm um baráttu ástar og skyldu- rækni á umbrotatímum bylt- ingar. Leikstjóri: Grígori Tsjúkhræ. Aðaihlutverk leika: ísolda íz- vitskaja, Oleg Strízjenov og Nikolai Krjútsjkov. ENSKT TAL. Aukamynd: För fsl. þingmannanefndarinn- ar um Sovétríkin á sl. vori. ÍSLENZKT TAL. Sýnd kl. 9. Hetjudáðir ungherjanna Mjög spennanch og skemmti- leg breiðtjaldsmynd i litum frá Mosfilm um afrek unglinga í borgarastyrjf’-^nni eftir rúss- nesku byltinguna. Leikstjóri: Edmond Keosajan. Aðalleikarar: Vítja Kosíkh, Valja Kúrdjúkova, Misja Metj- olkin, Vasja Vasflév og Vlad- imír Trésjalov. Mynd við hc~' ....”nga, e....r: i4u. Aukamvnáí För fsl. þingmannanisfndarlp»> ar um Sovétrfkfn á sl. sumri. ÍSLENZKT TAL. Sýnd kl. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.