Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 3
3 Nýliðarnir eru enn án þjálfara — en hin 1. deildarliðin sennilega öll á grænni grein en £ hans staö kemur Ám£ Njáls son, sem er Valsmönnum að góöu kunnur sem leikmaður. Ámi er íþróttakennari að mennt. Óli B. mun halda áfram að þjálfa KR-inga í vetur og næsta sumar, en Öm Steinsen tekur aö sér að byggja úpp 2. flokk félagsins, undirstöð- una, Hann fer því frá Fram, en Framarar hafa ekki enn ráðið til sín neinn í staðinn, en talað um Guðmund Jónsson, fyrrum þjálfara Unglingalandsliðsins. Frétzt hefur að Hólmbert Frið- jónsson muni áfram þjálfa íslands meistara Keflavíkur og Hreiöar Ársælsson líklega Vestmannaey- inga, en ekki vitað með Einar Helga_ son og hina nýbökuðu bikarmeist- ara Akureyringa. Nýliöamir £ deildinni, Víkingar, hafa engan þjálfara fengið, en ekki hefur neitt heyrzt um annáð en Ríkharöur þjálfi Skagamenn áfram ásamt landsliðinu. Óli B. sæmdur silfurmerkinu • Hinn vinsæli þjálfari knatt- spyrnumanna í ýmsum félögum undanfarna tvo áratugi, Óli B. Jónsson, var sæmdur silfurmerki KSÍ. Albert Guðmundsson, formaö- ur KSÍ, afhenti Óla merkiö á þjálf- araráðstefnunni um helgina. • Sagði Albert aö Óli hlylti merk- ið fyrir farsælan feril sem þjálfari og sérlega góðan og velheppnaðan knattspyrnuferil. Fullyrti Albert aö lipurð og leikni Óla, jafnframt framúrskarandi hegðun í kappleikj- um hefði verið öllum lærdómsrík og til eftirbreytni. I1 x 2 - 1x2 Vinningar í 19. leikviku (leikir 6. desember). Úrslitaröðin: X 1 2 — 2 1 2 — 12 1—221 Vinningsupphæð kr. 52.000.00. ! nr. 6988 Kópavogur ' nr. 11696 Eskifjörður \ nr. 16477 Reykjavík nr. 18645 Reykjavík nr. 19877 Reykjavík nr. 50007 Reykjavík Kærufrestur er til 29. desember. Vinningsupphæðir geta • lækkað, ef kærur verða teknar til greina. ' Vinningar fyrir 19. leikviku verða sendir út 30. des. j Getraunr - íþróttamiðstööin - P O Box 864 - Reykjavík Nokkur hreyhng er á þjálfurum ýmissa knattspymuliða um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að Guðbjörn Jónsson hættir hjá Val, ^kauta SKEIFUIMN117 Opiö alla daga Simi 84370 Aðgangseyrir kl. 14—19 kr. 35. kl. 19.30—23.00 kr. 45. Sunnud. kl. 10—19 kr. 35. td. 19.30—23.00 kr. 45.00 10 miöar kr. 300.00 20 miðar kr. 500.00 Ath, Afsláttarkortin gildá allc daga jafnt. Skautaleiga kr 30.00 Skautaskerping kr 55.00 íþrótt fyrir alla ,'jölskvld- Uppsteypf einbýlishús á góðum stað í austurbænum með góðri lóð, er til sölu. Hagkvæmt verð. Lftil útborgun og góðir greiðslu- skilmálar. —Uppl. gefur Ásbjörn Ólafsson. — Sími 24442. Knattspymuskór bamaðir! — en ætti ekki oð banna of stóra velli eins og of stóra skó? Drengir i 5. aldursflokki skulu i framtíðinni leika i strigaskóm! Þjálfararáðstefna kom saman um „hringborðið“ um síðustu helgi og samdi þessa ályktun, sem ráðstefnan beinir til KSÍ- þings til samþykktar. Segir í á- lyktuninni að drengimir fái betri tilfinningu fyrir bolta með þessu móti, sem er eflaust nokkuð rétt. Þá segir ennfremur að það gerist of oft að drengir £ þess- um flokki noti of stóra skó. Hitt mun sönnu nær að jafnvel þótt skórnir passi, þá bera drengimir svo ungir ekki hina þungu og stirðu knattspymuskó eins vel og strigaskó. Þá sýna þjálfararnir góöan hug í garö foreldra og segja að þama verði um fjárhagslegan spamað aö ræöa, en ekki er víst að allir for- eldrar samþykki það, enda hafa margir talið knattspyrnuskó fremur ódýrt skótau handa drengjunum, þar sem strigaskór spænast upp oft á skömmum tíma, en knattspyrnuskórnir duga langtlmum saman. Á hinu furðaði mig að ráð- stefna 37 þjálfara hvaðariæva af landinu, skyldi ekki minnast einu orði á alltof stóra leikvelli, sem drengjunum er oft boöiö upp á. Álít ég að það mál sé ekki m:nna mál en skór drengj- anna, því að þjálfari viðkomandi liðs getur haft þaö í hendi sér, hvernig leikmenn hans mæta búnir til fótanna, þar sem hann ræöur engu um það hvort lið hans leikur á knattspyrnuvelli fyrir drengi, — eða þá hvort þeir verða látnir leika á sama fleti og meistaraflokksmenn, t.d. á Mela- vellinum, eins og iðulega er gert, — til stórskaöa fyrir knatt- spymuna. Á þjálfararáðstefnunni var rætt u m leikaðferöir og héldu ÓIi B. Jónsson og Helgi V. Jóns- son inngangserindi. Reynir Karlsson ræddi um þrekþjálfun og rætt var um stofnun þjálfara- félags og nefnd skipuð til að vinna að framgangi þess máls. Loks ræddi Björgvin Óskar Bjamason um knattþrautir og var samþykkt að beina þvi til tækninefndar KSÍ og unglinga- nefndar að endurskoðun fari fram á þrautunum. Um innan- hússknattspyrnu urðu heitar og fjörugar umræður og samþykkt að óska eftir endurskoðun regln- anna fyrir næsta þing KSÍ. Að lokum var sýnd kvikmynd af þjálfun Benfica. Hermann og landsliðið um helgina? • RÆTT hefur verið um að koma á síöasta leik ársins n. k. sunnudag á Melavelli milli liðs Undlr 23ja ára og Landsliðsins. Fer þetta eftir því hvemig veður verður og verður þetta örugg- lega síðasti leikur ársins í knatt spyrnunni, enda aðeins rúmur ’ hálfur mánuður eftir af árinu. • Fari svo að af þessum leik • verði, þá mun Hermann Gunn- < arsson að öllum likindum leika; með landsliðinu. Hermann hefur . nú að ölhim líkindum flutt heim . fyrir fullt og allt, hættur við að , reyna atvinnumennskuna í knatt' spymu, þrátt fyrir tilboð, — a.m.k. f bili. Jólatré Rauðgreni Eðalgreni Blágreni mm, m w 1 Nælon nef- pökkun Sjálfsafgreibsla Takið börnin með í jólatrásskóginn GROÐURHÖSIÐ WHNlH Við Miklatorg Sími 22822 Við Hafnarfjarðarveg Sími 42260

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.