Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 7

Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 7
1488. í SVSORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND 7 m '’-Z&’ZFWV&S: mmr'^ gp iNígenustjórn samþykkir dagílug — segir brezka stjórnin ■ Við höfum nú fengið trygg- ingu fyrir því frá stjórn Nígeríu, að hún muni samþykkja áætlun um flug á daginn til að- stoðar bágstöddum í Bíafra. Þessa yfirlýsingu gaf aðstoðar- utanríkisráöherra Bretlands við umræðurnar í brezka þinginu í gær kvöldi. Nígeríustjórn átti, samkv. skeyti frá Lagos, að hafa fallizt á dagflug til Uli-flugvallar í Bíafra þegar í stað. Stefna brezku stjórnarinnar um stuðning við Lagosmenn hlaut fylgi meirihluta þingsins. Tillaga um, að hvetja stjómina til að hætta hern- aðarlegum stuðningi var felld með 284 atkvæðum gegn 80. Þingmenn úr báðum flokkum greiddu atkvæði en gegn stjóminni, en þó færri reiknað hafði verið með. Þá var í neðri málstofunni Iögð fram áætlun um, að senda skyldi þyrilvængjur til aðstoðar sveltandi Bíafrabúum, og skyldu matvæli flutt til strandarinnar á skipum. Var það fyrrum formaður íhalds- flokksins og forsætisráðherra, sir Alec Douglas-Home sem samdi þessa tillögu. Michael Stewart, utanríkisráð- herra, lofaði, að Bretland mundi gerp allt, sem í þess valdi stæði, innan vissra takmarka, til að létta hungursneyð í Biafra. Hins vegar þyrfti samþykki beggja aðila í styrj öldinni að koma til, ætti slík áætl- un ætti að bera árangur. Talsmaður kaþólskrar hjálpar- starfsemi 1 Bíafra sagði í gærkvöldi, að þessi flutningur yröi óhagkvæm- I ur af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi yrði flutningur með þyrlum j frá móðurskipum dýrari en núver- andi aðferðir. Auk þess væri það mikið hernaðarlegt vandamál að hafa möðurskip utan stranda Nig- eríu, sagði hann. mm Slr Alec: FluínJngnr matvæla í þyrlum gæti leyst hungursvand- ann í Bíafra. * BSafra: 600 tonn þarf á sólar- hring kirkjan flytur 300 Samtök kirkjufélaganna ætla að halda áfram að flytja matvæli til Bíafra. Var það samþykkt á I I ráðstefnu þeirra í Sandefjord í i | gær. Þar kom fram, að 600 tonn af I matvælum þyrfti til Bíafra á sól-, arhring, ef enginn ætti að deyja úr sulti. Samtök kirkjunnar hafa ' aðeins afl til að flytja 300 tonn á sólarhring, og væri þvi brýn i nauðsyn friðarsamninga. Viðræður standa yfir við norsk i yfirvöld að kirkjan taki við 2000 tonnum af skreið, sem fljdja á til Bíafra, en samningum var ó- lokið í morgun. Kostnaður við hjálparstarfið er áætlaður um 13 milljarðar | króna þrjá fyrstu mánuði næsta , ars. Voru fulltrúar vongóðir að fé þetta mundi safnast. - i Barizt á 60 kílómetra belti Ferðafólk særist i sprengjuárásum Harðir bardagar voru seint í gærkvöldi milli skæruliða Pal- estínumanna, A1 Assixa, og ísra- elsmanna á 60 kílómetra svæði milli Sadra og Sueima í Jórdan- dal. Bardagar hófust síðdegis í gær, eftir að liugvélar ísraels höfðu ráðizt gegn bifreiðum ferðafólks í norðurhluta dalsins, að sögn Palestínumanna. Þar særðust fjórir ferðamenn. Fyrr í gær féll einB herniaður Jórdana í loftárás ísraelsmanna. '' ' SO'—J> Brottvikning Grikklands fær varla tvo þriðju • Fundur Evrópuráðsins verður á föstudag, og ákvörðun tekin, hvort víkja beri Grikkjum úr ráðinu. Með- limir eru 18 þjóðir, og mun senni- lega þurfa að minnsta kosti tvo þriðju atkvæða, eigi slík tillaga að ná fram að ganga. • Flestar þjóðirnar eru enn á báðum áttum, og kann framkoma fulltrúa Grikkjanna að ráða mestu um afstöðu þeirra. Þó er tálinn mik. ill’ vafi á að tilskilinn meirihluti náist fyrir brottvikningu. Tengdasonur Johnsons neitar sakargiftum um hryðjuverk Charles Robb major, tengdasonur Johnsons, fyrrum forseta, sést hér segja fréttamönnum, að honum sé „ekki kunnugt um nein til vik, er hermenn undir hans stjórn hafi framið hryðjuverk í Vtet- nam gegn almennum borgurum“. Charles Percy, öldungadcildar- þingmaður frá Illinoisfylki, hefur óskað þess, að hermálaráðu- neytið athugi ákærur á hendur Robb um slíkt athæfi. Hafði Percy fengið bréf frá blaðamanni í Víetnam, sem greindi frá ummælum fveggja sjóliða, þar sem fram koma ákærur á Robb major. ENN 40 ÞÚSUND KALL- AÐIR FRÁ VÍETNAM Nixon birtir yfirlýsingu fyrir jól Melvin Laird, hermálaráð-1 ur gefið í skyn, að Nixon herra Bandaríkjanna, hef- forseti muni tilkynna um „Portúgal miðstöð málaliða til Bíafra ' — segir Lagosstjórnin ■ Sambandsstjórnin í Lagos á- kærði Portúgal í gær fyrir af- skipti af borgarastyrjöldinni í land- inu. Segir stjórnin það fullsannað, að Portúgal sé miðstöð fyrir vopna- scndingar til Bíafra og bækistöð málaliða, sem þangað fari. ' Nákvæmar úpþlýsingar-úm: þetta háfi stjórnir? fengið frá flugmanni i flugher Portúgals, sem nauðlenti í Nígeríu í síðasta mánuði. Flugmað urinn, Giipino de Sousa, hefur ver- ið yfírheyrður vikum saman, og er hann saeður hafa gefið Nígeríu- -rhönnum - nöfn og heimilisföng 'f Port'ugala, sem flytji vopn og mála- 1 liðá ti! Bíafra. heimköllun að niinnsta kosti 40 þúsund hermanna frá Víetnam í boðskap sín- um fyrir jólin. Eftir það hefði forsetinn samtals kvatt heim 100 þúsund lier menn á þessu ári. Nixon hyggst koma fram í sjón- varpi einhvern tíma fyrir 25. þessa mánaðar og tilkvnna um tíma og fjölda heimkallaðra hermanna. Mun hann flytja ræðu sína á meðan fyrirhugað vopnahlé stendur yfir í Víetnam, eða stuttu fyrir vopna- hléð. Nixon er sagður sannfærður um aö meirihluti bandarísku þjóðarinn- ar styðji stefnu hans í Víetnam, sem felst í því, að Suður-Víetnama'r t'aká á' sjnar herðár æ..stærri hluta hernaðarin's, 'hermVnn ' þeírra leysi Bandaríkjamenn af hólmi. AU61ÝSIN6AR AXULSTMm 8 SÍAAAjM-l^ðð T-56-10 og T-3CV99

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.