Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 10.12.1969, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 10. des. 1969. J RITSTJÓRN ULTRfl+LflSH MjÖg mikid úrval af snyrtivörum og „ jólagjafavörum I . PÉTUR PÉTURSSON HEILDV. - SUÐURGÖTU14 | Prentum stórt sem smátt SE1TÍBIEIE© Froyjugötu 14' Sjmi 17667 20 milljóna lón til fæðingadeildar Rikið hyggst taka allt afi 20 milljón króna lán til byggingar fæðingar. og kvensjúkdóma- deildar Landspítalans. Kemur þetta fram í breytingartillögum fjárveitinganefndar við fjárlaga- frumvarpið. Fyrir var í frumvarninu á- kvæði um 10 milljón króna fram lag ríkisins til bessarar bygging- ar, og samtök kvenna hafa safn- að nær fimm milljónum. Þannig er að myndast góður stofn að þessari þörfu byggingu, og fer væntanlega að komast skriður á máLð. Jarðhitadeild Orkustofnunar gerir áætlun um háhitasvæði: Vilja 227 milljónir króna í rann- sóknir háhitasvæða næstu 5 ár • „Háhitasvæði landsins hafa löngum verið dýrmætar orkulindir, en ltíið hefur þó enn reynt á getu þeirra. Álit- ið er að minni svæði, eins og Námafjall, geti framleitt hundruð tonna af gufu á klst., og úr stærri svæðum, svo sem Hengli eða Torfajökli, megi vinna þúsundir tonna á klukkustund.“ — Svo segir í áætlun, sem Jarðhitadeild Orkustofnunarinnar hefur gert um rannsókn á háhita- svæðum landsins næstu fimm ár en Sveinbjörn Björns son hefur samið skýrsluna. Sveinbjörn vekur athygli á því, að áhugi á virkjun háhita- svæða hafi farið ört vaxandi á undanförnum árum, en jafn- framt hafi tekið að bera á þeim ótta, að verði varmaorka háhita- svæðanna ekki virkjuð á næstu áratugum, kunni svo að fara, að hún reynist ekki samkeppnis. hæif við nýrri orkugjafa og verði þar með verðlaus. Það er því lagt tii í áætlun- inni, að á árunum 1970—1974 veröi lokið frumrannsókn 11 á- litlegustu háhitasvæðanna af 17 háhitasvæðum á íslandi, hafin djúprannsókn á 14 hugsanleg- um virkjunarstöðum og henni lokið á 10 Hklegustu virkjunar- stöðunum, svo að þeir verði til- búnir til vinnsluboranna að rannsóknarverkinu loknu. Spurningum um vinnslugetu og orkuverð svæðanna verður ekki lokið nema með tímafrek- um virkjunarrannsóknum, sem geta tekið 3 — 5 ár á hverju svæöi, segir í áætluninni. Því miöur eru þessar rannsóknir svo skammt á veg komnar, að mikil óvissa ríkir um það afl, sem tai- izt getur tæknilega virkjanlegt á háhitasvæðum og enn síður er vitað, hve mikið af því afli verð- ur hagkvæmt að virkja. Lagt er til I skýrslunni, að rannsóknum á Reykjanesi, Svartsengi, Krísuvík, Hengli og Námafjalli verði lokið á árunum 1970—71, en vakin er I því sambandi athygli á þörf Rvíkur- svæöisins fyrir nýja hitaveitu frá háhitasvæði, en ekki er enn full- ljóst hvaðan hagvæmast er að leiða vatnið. Nýting þessara svæða að ööru leyti gæti m. a. verið fyrir sjóefnavinnslu á Reykjanesi, fyrir verksmiðju sem framleiddi þungt vatn og fyrir gufuaflsstöð. Þá er lagt til, að rannsóknum á Torfajökli, Kröflu, Leirhnjúk og Þeistarevkjum verði lokið árin 1972 — 74 og að frumrann- sókn fari fram á Geysis-, Hvera- valla- og Kerlingarfjallasvæðun- um fyrir 1974. Rannsóknir þar, sem gert er ráö fyrir í áætluninni munu kosta um 227 milljónir króna, þar af 62 milljónir í frumrann- sókn á háhitasvæðunum og 165 milljónir I djúprannsóknir virkj- unarstaða. Taliö er nauðsynlegt að fjölga starfsmönnum um 7 sérfræðinga í jarðfræði, jarðefna fræði og jarðeölisfræði til aö hægt verði að ljúka þessu verki. Þess má geta aö lokum, að Orkustofnunin sendi nýlega frá sér áætlun, þar sem gert var ráð fyrir að frumrannsókn yröi gerð á 75% virkjanlegs vatnsafls á íslandi og var í þeirra áætlun einnig vakin athygli á þeirri staðreynd, að verði ekki búið að nýta þessa vatnsorku fyrir árið 1990 kann svo aö fara, að orkan veröj okkur einskis nýt, vegna annarra ódýrari orkulinda og er þar átt við kjamorkuna. — Kostnaður við þá frumkönnun er svipuð og áætlunin um rannsókn háhitasvæðanna gerir ráö fyrir, Ungir borgarar í stórhríð SKYNDILEGA skall hann á með norðanbyl í gærdag og snjóaði svo aö sást vart út úr augum, enda lentu ökumenn margir í hreinustu vandræðum í umferð- innl og 26 árekstrar urðu eftir hádegi. Fyrir 5 og 6 ára manneskjur var þetta versta veður og hreint ekkert grín að standa hjá bið- stöðvum og bíða eftir strætó, eins og þau Stefán og Helga litla, sem ljósmyndarinn rakst á — norpandi í kuldanum hjá bið- stöðinni viö Laugavegi 176. Rauð í andliti og kuldabitin svo að við lá, að tárin læddust fram í augnakrókana, stóðu þau með bakið upp i veðrið og héldu sér í strætöskiltið, en litu annað veifið yfir öxlina og revndu að rýna eftir strætó gegnum hríð- ina. „Við erum búin að bíða í hálf- tíma eftir Breiöholtsstrætó, en hann ætlar aldrei að koma,“ sagði Helga og kenndi grátstafs í röddinni, en þau áttu bæði heima í Breiðholti, og voru þau á heimleiö úr ísaksskóla. Einhver stór stelpa, sem líka beið eftir Breiðholtsstrætó, sá aumur á þeim og dró þau með sér í húsaskjól, þar sem þau gátu fylgzt með strætó út um Slugga. Uppiskroppa með merki á jólapóstinn Vonum að birgðirnar endist að minnsfa kosti hér i Reykjavik, segir póstmálafulltrúi ur skornum skammti. — I nágranna pósthúsunum, Hafnarfirði og Kópa- vogi, er óvíst hversu lengi birgðirn- ar endast. Eins og kunnugt er seinkaði út- | gáfu nýrra frímerkja, sem áttu að koma nú fyrir jólin, þangað til I janúar, og þess vegna eru frímerkja birgðirnar fyrir jólapóstinn svo tak- markaðar. — Fólki er bent á að Hætt er vlð að pðstþjónust- : vonum að þau endist á pósthúsinu í draga ekki fram á síðustu daga að an veröi víða tafsiim fyrir Reykjavík að minnsta kosti. senda jólapóstinn sinn, ef það vill jól, þ-egar jélapóstsendingarnar \ Keflavík eru 4 króna H-merkin j ekki Ienda í örtröö á pósthúsunum. ná hámarki, ekki sízt þar sem : búin og þar veröur að setja 2,50 \ Búast má við ennþá lengri biðröð mörg pósthúsanna eru nú aS j piús 50 aura merki á jólapóstinn. í við afgreiöslustaðina en áður fyrir verða uppiskroppa með algeng-1 Fimm króna merkin eru þar af frem I jól. ustu jólapóstfrímerkin, fjögurra j------------------------------------------------------------------ og fimm króna merkin. — Við aðeins vonum hiö bezta, sagði Rafn Júlíusson, póstmálafull- trúi. Auövitað getur maður ekki sagt fyrir um það, hvort birgðirnar af þessum merkjum endast, en við Skoðanakénnun á Nesinu ið Ijúka Mikil þátttaka hefur verið í skoð- anakönnun sjálfstæöismanna á Sel- tjamamesi um sk pan framboðslista fyrir kosningarnar í vor og lýkur henni í dag. Skoðanakönnunin fer fram bréflega og mega menn rita Hvaða nöfn, sem þeir vilja, en til leiðbeiningar er þátttakcndum send ur listi 50 nafna. Könnunm hefur ekki veriö bundin við flokksbundna J sjálfstæðisinenn. Árbæjarböm fá leikfimikennslu Framfarafélag Árbæjar og Sel- áss hefur um skeið barizt fyrir því að flýtt yrði byggingu leik- fimihúss við Árbæjarskóla og í haust fór fram undirskriftasöfn- un máli þessu til stuðnings, og virðist það happadrjúgt nú síð- ustu ár, að safna undirskriftum málum til framdráttar, en húsið verður byggt í sumar. „Hafizt verður handa við bygg- ingu þessa áfanga Árbæjarskólans nú £ vor og er áætlunin að hann veröi tilbúinn til notkunar haustið .1970.“ saeði Træöslustióri Jtevkia- víkurborgar Jónas B. Jónsson, er Vísir hafði samband við hann. „í þessum áfanga er leikfimihús að stærð 27x14 m og inni-sundlaug 12y2x8 m. Einnig stórt anddyri, sem potað veröur sem samkomu- salur. Verður án efa mikil bót á þessari viðbyggingu, en börn í Ár- bæjarskóla hafa enga leikfimi- kennslu fengið hingað til. Börn 9 ára og eldri hafa sótt sundkennslu til Revkjavíkur og veröur því hald- ið áfram fyrst um sinn eða til árs- ins 1971, en sundlaugin verður ekki Cullbiliu fvxr.“ Hækkun tekjubá5k$ f jórlogo bíður afgi’eiðslu á EFTA Mikil hækkun verður á fjár- lögunum, nái breytingartillögur fjárveitlnganefndar fram að ganga, en fjármálaráðherra legg. ur áherzlu á að fjárlögin verði í þetta sinn afgreidd án greiðslu- halla. Þess vegna þarf á móti þessutn hækkunum að hækka; tekjuliði ríkisins, svo að það fari ekki með halla út úr dæm- inu. Meirihluti fjárveitinganefndar, fulltrúar stjórnarflokkanna, flytja ekki á þcssu stigi neinar breytingart'Ilögur við tekjubálk- inn. Ef Alþingi samþykkir aðild að EFTA, verður hvort eð er að gera miklar breytingar á tekju- hlið fjárlaganna. Telur meiri- hlutinn rétt að bíða úrskurðar Alþingis um EFTA og fresta til 3. umræðu um fjárlagafrumvarp iö að bera fram breytingartillög- ur um hækkun teknanna. DAGAR TIL JÓLA /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.