Vísir - 20.12.1969, Side 8

Vísir - 20.12.1969, Side 8
V1SIR . Laugardagur 20. desember 1969, 8 •m VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: AOalstræti 8. Simar 15610, 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Flokkstryggð rralið er að íslendingar fylgist betur með þjóðmálum en almennt gerist í flestum öðrum löndum. Almenn- ingur er þar sums staðar æði fáfróður um þá hluti og auðvelt að hafa áhrif á skoðanir hans með áróðri. Jafnvel í Bretlandi, þar sem þingræði stendur ..hvað öruggustum fótum, er fylgi flokkanna fljótt að breyt- ast, eins og dæmin sanna hjá Verkamannaflokknum nú. Hann vann mikinn sigur í síðustu kosningum, en ekki leið á löngu unz »ilt fór að snúast við, hann tap- aði hverjum aukakosningunum á fætur öðrum og augljóst er talið að hann mundi bíða mikinn ósigur, ef almennar kosningar færu fram nú. Hér á íslandi er þessu öfugt farið. Fylgi flokka rask- ast ótrúlega lítið á hverju sem gengur. Þessi trölla- tryggð við „sinn gamla flokk“ gengur oft langt út yfir öll skynsamleg takmörk og veldur m. a. því, að flokksforustan leyfir sér stundum að misbjóða dóm- greind kjósendanna á grófasta hátt, í trausti þess, að þeir sem betur vita, láti sér blekkingarnar vel lynda, því tilgangurinn helgi meðalið, ef hægt sé að veiða einhver atkvæði til viðbótar. Þennan leik hefur for- ustulið Framsóknarflokksins leikið nú samfellt í ell- efu ár. Allan þennan tíma hefur flokksforustan rekið svo ábyrgðarlausa hentistefnu, að slíks munu fá eða engin dæmi í íslenzkri stjórnmálasögu fyrr né síðar. Stefna getur þetta þó raunar varla heitið, nema að þvi leyti, að vera alltaf á móti ríkisstjórninni; en af- leiðing slíkrar fásinnu verður vitaskuld algjört stefnu- leysl Þannig hefur flokkurinn þrásinnis orðið að ganga í berhögg við þær skoðanir og stefnu, sem hann hafði, þegar hann var sjálfur við völd og mundi enn fylgja, ef hann kæmist í stjóm. En það furðulega er, að þessi pólitíski loddaraleikur virðist ekki hafa kom- ið Framsókn í koll svo sem til er unnið. Þrátt fyrir hina miklu íslenzku flokkstryggð hefði þessi dæma- lausa hegðun átt að valda fylgistapi, sem um munaði. Verður því ekki komizt hjá að álykta, að stjórnmála- þ'roski æði margra íslendinga sé minni en talið hefur verið. Síðasta dæmið um loddaraskap Framsóknarmanna er EFTA-málið. Vitað er að margir af ráðamönnum flokksins vilja aðild að EFTA. Meira að segja sjálfur formaðurinn lýsti því yfir, sem frægt er orðið, að hann væri hlynntur aðild, en yrði samt að vera á móti, af því að flokkurinn væri í stjómarandstöðu! Er hægt að finna átakanlegra dæmi en þetta um ábyrgðarleysi stjórnmálaforingja? Nægir ekki þessi dæmalausa yfirlýsing, ofan á allt sem á undan er gengið, til þess að opna augu almennings í flokknum fyrir því, að málefnin eru ekki látin ráða þar afstöð- aani? ALLir kiósendur, sem nokkurt skyn bera á þjóð- mai, hljóta að fordæma svona hátterni, en eina ráðið til þess að kenna þessum stjómmálamönnum betri siði er að sanna þeim það við kjörborðið með því að veita þeim hvfld frá störfum. j KAUPMAÐURINN TEKUR VIÐ AF HETJUNNI Pompidou víkur frá stefnu de Gaulle i meginatriðum Er hann dyggur liðsfor- ingi, albúinn að laga stefnu herforingjans að breyttum aðstæðum eða vanþakklátur niðji, sem bregzt arfleifð sinni? Frakkar reyna nú að velja milli þessara tveggja kenninga um Pompidou, forseta sinn, og þær hafa báðar mikið fylgi, einnig meðal Gaull ista sjálfra. Frávikið falið með gerviblómum Meirihlutinn hefur veitt Pompidou brautargengi og taliö hann manna líklegastan til aö halda á lofti merki fyrirrennara síns. Þeir benda á, aö brezku blöðin sjái enn vofu de Gaulle í fylgd með Pompidou í málefn- um Efnahagsbandalagsins. Samt er það almennt álit manna, aö Pompidou hafi einmitt í EBE- málinu sveigt af braut de Gaulle, svo að um munaði. Harðsnúinn minnihiuti Gaull- ista lítur hins vegar á hinn nýja foringja sem „svikara" og ótt- ast, aö. hann hleypi Bretum inn í EfnahagsbandalagiÖ og lúti Bandaríkjamönnum í alþjóöamál um. Þeir segja, að Pompidou hafi falið frávik sitt frá stefn- unni með lárviðarsveigum og gervibiómum. Bætt sambúð við Bandaríkin Deilurnar um stefnu forsetans snúast mest um alþjóðamálin. Þar segja menn, aö erfitt sé aö fella úrskurö. Stefna de Gaulle hafi fyrir alllöngu verið orðin goösögn fremur en raunveru- leiki. Eitt meginatriðiö í stefnu flokks Gaullista er andspyrnan gegn yfirráöum Bandaríkja- manna, Heimsókn Nixons í fyrravetur til Parísar vakti mikla athygli, og fréttamenn túlkuöu hana sem þíðu í við- skiptum Frakka og Bandaríkja- manna. Rogers, utanríkisráö- herra Bandaríkjanna, var fyrir skömmu á ferð í Frakklandi, og gat hann síöan skýrt frá „bætt- um horfum“ og gefið £ skyn, aö á döfinni væri aukið hernaðar- samstarf. Menn segja, að de Gaulle heföi gripið tækifæriö,. þegar uppvíst varö um fjöldamorðin £ My Lai £ Suður-Vi'etnam, og gefið Banda ríkjamönnum á baukinn. Einnig hefði hann aldrei sætt sig viö aukin vinahót Þjóðverja og Rússa. Þá hefði hershöföinginn áreiöanlega á áhrifamikinn hátt reynt að bregöa fæti fyrir Þjóð- verja. Eftirmáður hans, Pompi- dou, hefur hins vegar ekki gert neitt af þessu. Ár sjálfsblekkingar? Breytt stefna Pompidou í al- þjööamálum einkennist af batn- andi sambúö viö Bandaríkin, en aðstæður hafa llka breytzt £ Evr- ópumálum. Vera má,. aö valda- tíð de Gaulle hafi verið „ár sjálfsblekkingarinnar" £ Frakk- landi. Nú virðist sá raunveru- leiki blasa við, að Prakkar standa Vestur-Þjóöverjum yekki á sporði. „Stjórnartið hetjunnar er lið- in, og kaupmaöurinn hefur tekiö við“. Svo segja menn £ Frakk- landi. Andstæöingar forsetans innan Gaullistaflokksins saka hann um aö „láta reka“, hafa ekki ákveöna stefnu eöa áætl- un um lausn málanna. De Murville bíður átekta Talið er, aö .Frakklandsforseti hafi ekki mikinn áhuga á um- byltingu á stefnunni. De Gaulle er enn ekki allur. Hann skrifar nú endurminningar sfnar. Debré, annað tákn fortíðarinnar, situr i Þótt de Gaulle hafi verið ein- dreginn andstæðingur Jbanda- riskra yfirráða‘% sáu skopteikn- arar hann umvafinn bandaríska fánanum, þegar Nixon heimsótti hann í fyrravetur. ríkisstjórn, og svo er hinn 6- hamingjusami Couve de Mur- ville einhvers staðar í nánd- inni. Víki Pompidou um of af lfnunni, kunna þessir menn að koma til skjalanna og sundra flokki Gaullista og rfkisstjóm- inni. Þeir geta gert forsetanum erfitt fyrir, þrátt fyrir þau miklu völd, sem forseti Frakklands hefur samkvæmt lögum. Frakkar halda óbreyttri stefnu f ýmsum aðalmálum, svo sem deilum ísraelsmanna og Ar- aba og neita að leyfa vopna- sölu til ísraels. Jafnvel I Evrópumálunum verð- ur Pompidou ekkert lamb. Hann mun vafalaust veröa harður í samningum um landbúnaðarmál og hafa vakandi auga með skil- málum Breta, við inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu i framtfðinni. Aðdáendurnir segja, að nú sé loksins raunsæismaður við stjómvölinn en andstæðingarn- ir, aö hentistefnumaður sitji i forsæti. Brosað fyrir aftan bak. Peir segja... | „Bandaríkin verða að velja“ „Viö getum ekki sætt okkur við, aö Atlantshafsbandaíagiö tryggi völd rfkisstjórn, sem ekki er þess virði, áö viö vinnum meó hennl í hinu iauslega tengda og algerlega meinlausa Evrópuráöi, Bandaríkin veröa að velja á milli herforingjastjórnarinnar grísku og annarra bandamanna sínna.“ Politiken (Kaupmannahöfn).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.