Vísir - 20.12.1969, Síða 9

Vísir - 20.12.1969, Síða 9
V í S IR . Laugardagur 20. desember 1969. 9 Alls mun búið að sprauta um 10 þúsund manns við flensunni, þar á meðal margt gamalt fólk og lasburða. Læknar telja þó, að bömum sé ekki síður hætt við pestinni. Myndin er tekin á heilsuverndarstöðinni. Það em Bragi Ólafsson aðstoðarborg- arlæknir og ein af hjúkrunarkonum stofnunarinnar, sem munda sprauturnar. BEINVIRKIR UM JOLIN Búast má við oð flensan gangi í garð um leið og hátíðin — Spjallað við nokkra lækna □ Búast má við, að heilsuf.arið verði heldur bág- borið hjá fólki um jólin^því nú liggur flensan í loftinu og búizt er við að hún geri þá og þegar innrás í borgina, og þéttbýlið við Faxaflóa. Líklega er hún þegar farin að búa um sig. □ Þetta verða því fremur dapurleg jól hjá mörg- um, að minnsta kosti hvað líkamann áhrærir. Jólakrásirnar verða lítið yndi fyrir magann, birtan af kertunum mörgu sker í augun. Söng- ur og gleði verða eyrunum ofraun. — Eins og fólk var líka búið að hugsa sér að hafa það notalegt um jólin. ¥jær gleðisnauðu fréttir berast frá Vestmannaeyjum, aö helmingur bæjarbúa hafi tekið pestina og margir liggi þungt haldnir. — Þar stöðvaðist jóla- ungirbúningurinn nánast í miðj- um klíðum. Minna varð úr bakstri en til stóð og minna um skrautið. Vísir ræðir 1 dag'við nokkra lækna um þessa pest, sem kennd er við þá alræmdu lastanna borg Hong Kong, en flensa þessi hefur þjakað Suðurevrópubúa síðustu vikumar, svo að hálfgert neyðarástand hefur ríkt víöa, til dæmis á Italíu og Spáni. Hún hefur einnig hertekið annað hvert mannsbam í Englandi og síðan hefur hún lagt leið sina til Norðurlanda, Danmerkur og Noregs að minnsta kostj og svo er röðin komin að íslandi. Sam komuhald hefur aö sjálfsögðu dofnað og jafnvel lagzt niður þar sem flensan hefur farið um og búast má við að öll skemmt un verði þar fyrir minna sótt hér í þéttbýlinu um jólin en ella. □ Skemmtanahald ekki stöðvað Við höfum ekki gert neínar ráðstafanir varðandi skemmt- anahald og höfum ekki leyfi til að gera slíkt nema í samráði við heilbrigðisyfirvöld, sagði Bragi Ólafsson, aöstoðarborgarlæknir, sem að undanfömu hefur átt annríkan dag við að sprauta fólk með bóluefni gegn flens- unni. Við höfum ekki sönnur fyrir þvi ennþá að flensan sé komin til Reykjavíkur, en nokk- ur veikindatilfelli benda þó til þess, sagðj hann. — Við fengum 1500 skammta hingað á heilsu- vemdarstöðina og auk þess var læknum og sjúkrahúsum sent bóluefni. — Hafið þið haft einhverjar spumir af flensunni, hvemig hún lýsir sér. — Við höfum aðeins frétt af henni frá Englandi. Hún ber þessi venjulegu flensueinkenni. □ Bezta ráðið rúmlega Það bezta sem hægt er að ráðleggja fólki, er aö liggja í rúminu, sagði Örn Bjarnason, héraðslæknir í Vestmannaeyjum en þeir Eyjaskeggjar hafa öðr- um fremur komizt 1 kast við flensuna 1 bili að minnsta kosti. — Visir hringdi heim tii Arnar í gær, en hann var þá altekinn af flensunni eins og raunar megnið af Eyjaskeggjum. Þetta breiöist mjög hratt út, sagði hann, óvenjufljótt og þessu'. fylgir mikill hiti, miklir bein- verkir og hósti. Við reiknum með að milli 30 og 40% bæj- arbúa hafi legið hér samtímis. Þetta hefur grafið um sig á ör- fáum dögum. Við uröum fyrst verulega varir við þetta á föstu- daginn í fyrri viku. Á mánudag vantaði eitthvað 115 nemendur í gagnfræðaskól- ann og á þriðjudag var þriðj- ungurinn lagztur. Þá var ekki um annað aö gera en loka skól- unum. — Hvemig hefur flensan bor- izt til Eyja? — Hingað hafa verið beinar samgöngur við England. Bæði hafa bátar héðan verið þar í söluferðum og eins hafa komið hingað erlendir sjómenn, bæði vegna meiðsla og annars. Það er ekki nokkur vegur að hamla á móti þvi að þetta berist til okkar. — Þið hafið ekki fengið neitt bóluefni í tíma? — Nei, við höfum engan bólu- sett. Við aukakvillum gerum við auðvitað viðeigandi ráðstafanir — fúkkalyfin eru þá alltaf til staðar, en bezta ráðiö er sem sagt rúmlega. □ Kemur í ljós næstu daga — Ekki get ég fullyrt það með neinni vissu, að flensan sé kom- in hingaö, sagði Þóroddur Jónas- son, héraöslæknir á Akureyri, það er þá í það minnsta ekkert sem heitir ennþá að minnsta kosti, en þetta kemur nú í ljós næstu daga. Það hefur borið talsvert á kvef- og hálsbólgutil- fellum, en hvort þar er flensan á ferðinni er ekki svo gott aö segja til um. Við erum að bólu- setja héma núna. Bóluefnið er raunar mjög takmarkað. — Hverjir njóta forréttinda í bólusetningu hjá ykkur? — Það er alls staðar sama regla um forréttindahópa varð- andi bólusetningu. Þaö er lög- reglan og slökkviliðið,' Starfsfólk sjúkrahúsa, apóteka og toll- verðir. Nú svo reynum viö aö sprauta að minnsta kosti einn mann á hverjum bæ f sveitinni hér f kring, svo einhver verði uppstandandi til þess að sinna búinu. Ef þetta hleypur þá ekki í ham áður en bóluefniö fer aö verka. Nú, svo reynum við að bólusetja gamalmenni og sjúklinga. □ Beint samband með bátunum frá Englandi Búast má við að flensan stingi sér fljótlega niður á ólíklegustu stöðum, ekki sízt í sjávarpláss- unum, vegna þess aö beinn sam- gangur hefur verið við enskar hafnir. Islenzkum bátum hefur orðið tfðförult til Hull, Grimsby og vfðar f fisksölu. — Til dæmis munu líklega vera komin upp nokkur tilfelli af flensunni 1 Keflavík og líklega vfðar þar suð ur með sjó. Og noröur við Grímsey hefur skipshöfnin á togaranum Kald- bak legið um borð í skipi sínu, sjálfviljug f sóttkví. Helmingur skipshafnarinnar lagðist á ör- skömmum tíma eftir að búið var að losa fisk í Grimsby og skip- verjar hafa ógjama vilja fá þaö orð á sig að þeir kæmu meö flensuna til Akuréyrar. Þeir hafa því tekið þann kostinn, þótt naumast sé hann fýsilegur að leggjast fyrir akkeri og liggja úr sér flensuna um borð. En þessi ráðstöfun verður þó naumast annað en gálgafrestur fyrir Ak- ureyringa, sem og aðra. — Allar líkur benda til að flensan fari einmitt að „grassera“ þegar há- tíðin stendur sem hæst. — Sem sagt beinverkir og hóstakjöltur um jólin. \ □ 18 ára eða hvað? Ein 11 ára símaöi í gær: Mér finnst Bryndís Schram of tepru- leg sem þulur í sjónvarpinu með allar þessar hárgreiðslur sínar og eymalokka. Hún reynir líka að vera of lengi á skerminum í einu. Heldur hún kannski aö hún sé 18 ára, eða hvað? Ekki er umsjónarmaður þessa dálks á sama máli. Bryndís er ákaflega geðug stúlka. Hún mun vera rétt liðlega þrítug, hefur ágæta framkomu til aö bera til að kynna okkur dag- skrá sjónvarpsins og að auki er hún leikskólamenntuð, sem heyra má af óvenjugóðum fram burði hennar. Afbrýðisemin virðist byrja snemma hjá þvf ágæta „veika kyni“, eða hvað finnst lesendum um það? □ Kappakstur á strætisvagni Ég er nú varla enn búinn að ná mér eftir hræðsluna, samt eru liðnir tveir dagar, síðan ég varð þátttakandi í ógurlegum kappakstri í strætisvagni niður Skúlagötuna, nánar tiltekið í Álftamýrarvagninum. Forsaga málsins er sú, aö ég var a leið í vinnuna héma á fimmtudagsmorguninn rétt fyrir klukkan níu og allir muna nú hvemig færðin og veðurhamur- inn var þá. Ég sat auðvitað í strætisvagninum eins og venju- lega og þá gerist það, að ógur- lega stór vömbíll „svínaði" fyrir strætisvagninn, sem auðvitað er alveg bannað og alls ekki afsak- anlegt. Það sem verra var aftur á móti, var að bílstjóri strætis- vagnsins brást svo reiður við þessari framkomu bílstjórans á vörubílnum, að hann i skapofsa steig „bensínið í botn“, og áfram þaut vagninn á ofsahraða f hálk- unni og myrkrinu, með 40 far- þega innanborðs. Ég er svo sannarlega ekki bú- inn að ná mér eftir þá hræðslu, sem læsti sig um mig þennan fimmtudagsmorgun. Skjálfandi. □ Lítið jólatré Ég ætlaði að kaupa mér lftið og huggulegt rauðgreni-jóla- tré til að hafa f herbergi mínu, sem ekki er mjög stórt og þvf mátuleg stærð fyrir mig svona 1 metra tré. En mér til skelfingar komst ég bara að því, að þau eru öll búin og ekkert eftir nema þau, sem eru tæpir tveir metrar og svo þaðan af stærri. Ég verö þvf ann- að hvort að gera það upp við mig í hvelli, hvort ég á alls ekkert jólatré að kaupa, eða leysa vandann með því aö kaupa gervi- jólatré, en það er bara það, að þau eru alls ekkert skemmtileg, það er nú enginn greniilmur af þeim. Ég vildi því bara biðja þá þarna hjá Landgræðslusjóði og Alaska að flytja nú inn fleiri lítil og hugguleg jólatré fyrir næstu jól heldur en þeir hafa gert nú í ár, eða að minnsta kosti að til- kynna rækilega uro komu þeirra til landsins, svo að maður geti bara keypt sér eitt á sldpsfjöl. Heimasæta.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.