Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 14

Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 14
I kjölfar umræðu um löggæslumál sem skapast hefur í Mosfellsbæ hafði blaðið samband við þá Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjón, sem er yf- irmaður forvamadeildar lögreglunnar í Reykjavík og Heimi Ríkarðsson, sem er rannsóknarlögreglumaður í málefnum bama og unglinga hér í bæ. Þeir telja mikilvægt að ákveðinn lögreglumaður sinni málefnum bama og unglinga, en Heimir er ný- lega kominn til þeirra starfa. Reyndar hefði Hörður Jóhannesson, yfirmaður lögreglustöðvarinnar í Mos- fellsbæ óskað eftir slíku á fyrri stigum, Karl Steinar hefði stutt það, en ekki fengist fyrr en nú. Eftir að Heimir kom til starfa, hófst fræðsla í efstu bekkjum gmnnskóla Mosfellsbæjar um afleiðingar ofbeldis og kynnti lögreglan það sem varðaði saknæma þáttinn, en hjúkrunarfræðingar og félagsmálafulltrúi afleið- ingar líkamsárása á líkamlegu og andlegu heilsuna. Einnig var farið með inn í bekkina forvamastarf varðandi fíkniefni ásamt félagsmálasviði Mosfells- bæjar. Haldnir vom fundir með foreldrum þannig að tryggt sé að þeir viti hvað lögreglan ræðir við bömin og einnig hvemig foreldrar geti áttað sig á ef bam eða unglingur hefur ánetjast fíkniefni. - Lögreglu- menn hafa einnig ásamt foreldraeftirliti reynt að fyl- gja eftir ákvæðum um útivist bama og ungmenna, m.a. með því að vísa bömum inn á lögreglustöð og láta foreldra koma þangað og sækja þau. Lögreglan hefur einnig í sam- ráði við bæjaryfirvöld reynt að skipuleggja starfið fram á veginn, t.d. með því að huga að undirbún- ingi leiðbeinenda vinnuskólans í sumar. Varðar það einkum sam- skipti við unglinga í vinnuskólan- um og gildi leiðbeinendanna sem fyrirmyndir unga fólksins í fyrstu skrefum þess út í atvinnulífið. - Að lokum vildi Karl Steinar taka fram vegna ríkjandi misskilnings, að sérstök lögreglubifreið ætti að vera á þessu svæði allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, hvort sem stöðin væri opin eða ekki. Mos- fellsblaðið þakkar lögreglumönn- unum fyrir þessar ágætu upplýs- ingar um þeirra sértæku störf í þágu okkar bæjarbúa. Lögreglumenn í forvörnum, þeir Heimir Ríkarðsson t.v. og Karl Steinar Valsson, en hann heldur hér á segulmottu um útivistartíma barna og leggja þeir afar mikla áherslu á aö aÖ reglum þar að lútandi sé fylgt. Þeir eru hér staddir á lögreglustöðinni í Mosfellsbæ. Málaraverktakamir Stefán S. Lámsson t.h. og Halldór Þorvaldsson framan við bíla sína og húsnæði að Flugumýri 6. I baksýn við þá er hið fagra Úlfarsfell, málað í vetrariitum. Þeir félagar festu kaup á húsnæðinu í október s.l., sem er 126 ferm. að grunnfleti með lager og skrif- stofuaðstöðu. Að jafnaði starfa hjá fyrirtækinu 12 manns. Meðal verkefna sem þeir hafa verið með er nýbygging Nýherja h/f að Borgartúni 37, kæli- geymsla fyrir SÍF í Hafnarfirði, 33 nýjar íbúðir að Núpalind í Kópavogi, nýbygging fyrir Öryrkja- bandalag Reykjavíkur að Sléttuvegi ásamt skólum og fleiri viðhaldsverkefnum. - Þeir em báðir að fly- tja í Mosfellsbæ, en Stefán er reyndar uppalinn Mosfellingur, sonur Lám og Lámsar Einarssonar, trésmíðameistara. 8kólahljómsveil Mosfellsbæjar með tónleika Skólahljómsveit Mosfellsbæjar hélt tónleika í íþrótta- húsinu 19. mars s.l. Kynnir var Sigríður Johnsen, stjómendur og kennarar vom Birgir D. Sveinsson, Sveinn Birgisson, Knútur Birgisson, Þorkell Jóelsson, Karen Erla Karólínudóttir, Hjörleifur Jónsson og Jón Sigurðsson. Fjölbreytt efnisskrá var og hluti af henni helgaður Lárusi heitnum Sveinssyni. Á myndinni er eldri deild hljómsveitarinnar með stjómanda sínum, Jóni Sigurðssyni og við ræðupúlt er Sigríður Johnsen. Deild- in undirbýr nú fyrirhugaða ferð til Austurríkis og Ítalíu, sem farin verður í sumar. MoíifelKblaAið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.