Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 17

Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 17
Nú fer að styttast í silungs- og lax- veiðitíma og margir bíða spenntir eftir að hörðum vetri linni og vorið taki við. Blaðið hefur aflað sér upplýsinga um laxveiðina í nágrannaám okkar s.l. sumar frá Veiðimálastofnun. Botnsá 73 laxar, þar af 66 smálaxar og 7 stórlaxar, 12 urriðar og 4 bleikjur. Brynjudalsá 120 laxar, þar af 99 smálaxar og 21 stórlax, i urriði, engin bleikja. Laxá í Kjós 1212 laxar, þar af 974 smálaxar og 181 stórlax, 292 urriða, engin bleikja. Bugða 126 laxar, þar af 105 smálaxar og 21 stór- Iax, 2 urriða og enga bleikju. Leirvogsá 467 laxar, þar af 434 smálaxar og 33 stór- laxa, 18 urriða og 1 bleikju. Úlfarsá/Korpa 162 laxar, þar af 137 smálaxar og 25 stór- laxa, engan urriða né bleikju. Elliðaár 424 laxar, þar af 405 smálaxar og 19 stór- laxa, 80 urriða og 5 bleikjur. Við höfum afar skemmtilegar veiði- ár hér í kring, sumar mjög öflugar eins og Laxá/Bugða og Leirvogsá kemur sterk út sumar eftir sumar. Hinar ámar munu einnig standa undir sínu í fram- tíðinni, þar á meðal Korpa, en nú hef- ur komungur veiðimaður og aflakló tekið hana á leigu, Jón Þór Júlíusson nýorðinn 19 ára gamall. Er blaðið ræddi við hann var honum efst í huga hættan á mengun laxveiðiánna, en hann er ánægður með ráðstafanir Reykjavíkurborgar á nýbyggðum svæðum við Korpu og Veiðimálastofn- un er með í ráðum varðandi Grafar- holtsbyggð ofar með ánni. Hann kvaðst laga til veiðistaði við ána og merkingar, veiðikoftnn yrði tekinn í gegn og leiðsögn yrði fyrir nýja veiði- menn. Úlfarsá/Korpa og Leirvogsá með vatnasvæðum sínum em með mestu náttúruperlum Mosfellsbæjar, sem skylda er að varðveita með öllum ráð- um, án þess að stugga við byggð manna nærri þeim. Hins vegar til langs tíma litið væri eðlilegast að mat á um- hverfisáhrifum færi fram í sátt og sam- ráði við alla hlutaðeigandi. Dýrðlegar tertur og kransakökur. Deserttertur, ís og konfekt hússins. Brauðaveislur. Spjallaðu við Hafliða ogfáðu ráðleggingar. URÐARHOLTI 2 270 MOSFELLSBÆ SÍMI 566 6145 konditori GRENSASVEGI48 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 5252 Harður velur í Iijósinni Meira og minna vitlaust veður hefur verið í allan vetur í Kjósinni. Fé er að venju allt á húsi, en vont á hrossum, þó gefið hafi verið eftir þörfum. Snjóþungt og erfitt að komast en gengið þó sæmi- lega að koma bömum að og frá skóla. Feikna fannkoma og rok og sennilega versti vetur frá 1981-2, en fólk kemur þó svolítið um helgar í sumarbústaðina. Nokkuð hefur sést til refa í héraðinu. - Kjósverjum finnst þeir afskiptir eftir að göngin komu undir Hvalfjörð, minni áhersla lögð á snjómokstur, sem bitnar á íbúunum. Ennfremur þykir fólki harka- legur akstur um Vesturlandsveg, þegar fara þarf til Reykjavíkur og þar aka margir með mikilli ófyrirleitni, segir Magnús Sæmundsson að Eyjum í Kjós. Vörðurinn á vakt við hrossakjötsílát og súr- tunnu í Mosfellshœ. Vopnaður vörðnr ráðinn Nokkrir bæjarbúar hafa orðið varir við að nöguð hafa verið lok af matvælaílát- um utandyra og reynt að stela úr þeim. Nýlega komst upp upp um þetta athæfi, þar sem stór, gæfur og fallegur hundur var búinn að ná lokinu af hrossakjötsíláti og gæddi sér á innihaldinu. Kjötið var af ungri meri, sem fótbrotnað hafði norður í Húnavatnssýslu og var hún söltuð. Ljóst er hver hundurinn er og er honum fyrirgefin þessi yfirsjón, þar sem hann hefur fengið að ganga ofurlítið laus. Hins vegar era hundaeigendur varaðir við svona brotum, því nú hefur verið ráðinn vörður við tunnumar fram á vor. Er hann ættaður frá Ungverjalandi og af þekktu refakyni þar. Hann er ávallt snyrtilega klæddur, með gleraugu, hatt, slaufu, bakpoka og vopnaður haglabyssu með púðurskotum til að byrja með og girtur skotfærabelti. Vörðurinn útskrif- aðist frá Veiði- og heimilisvarðaskólan- um í Budapest 1997 með kanínuveiðar og matvælagæslu utandyra sem sérgrein- ar. Hann hefúr starfað hér á landi í tvö ár. Laxveiðtn á síðasla sumri Jón I>ór./úlíusson t góðri veiði við ÚlfarsótlKorpu ásmtungum frœnda sínum. TUkynning Hin árlega sumarskemmtun Leikfé- lags Mosfellssveitar verður haldin laugardaginn 6. maí n.k. kl. 13:00 og 15:00 í Bæjarleikhúsinu. Sprell, leik- ir og einþáttungar. KlostellsblaAiA 0

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.