Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 20

Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 20
9U1U Hér eru leikarar og aðstandendur leikritsins að lokinni frumsýningu, fyrir miðju standa leikritshöfundur Birgir J. Sigurðs- son og leikstjórinn, Jón St. Kristjánsson. Gífurleg fagnarðarlæti vom í salnum ogformaður menningarmálanefndar, Bjarki Bjarnason flutti ávarp ogfœrði hópnum hlóm. Mikill viðburður í menningarlífi Mos- fellinga átti sér stað er leikritið Stríð í friði var frumsýnt í Bæjarleikhúsinu föstudaginn 10. mars s.l. kl. 22:oo. Þama var í fyrsta sinn frumflutt verk eftir höf- und, Birgi J. Sigurðsson, sem er borinn og bamfæddur Mosfellingur. Það sem einnig er merkilegt, að þama er komið á svið atburðum, sem flestu fólki hér í bæ em fjarlægir og ókunnir, en það er her- seta seinni heimsstyrjaldar, sem þó er Herdís Þorgeirsdóttir er með þekktari og vinsœlli leikurum Mosfeliinga, en þarna er hún því miður komin í „ástandið" hjá tveimur bráðmyndarlegum Bretum, þeim Heiðari Ágústssyni og Snœbirni Sigurðssyni. svo nálæg og gerði Mosfellssveitina með rótgróið bændasamfélag að tugþúsunda herborg. Það er með ólíkindum, hve vel tekst til að koma þessu einkennilega listaverki á fjalimar, bæði hvað varðar að rita verkið, leikmyndir, leikstjóm og framlag leikar- anna. Það er ekki vafi á að þama er á ferð hágæðaframlag eins fremsta áhuga- mannaleikfélags á landinu. Leikstjórinn, Jón St. Kristjánsson hefur áður komið við sögu Leikfélags Mosfellssveitar er hann samdi og leikstýrði leikritinu „Þetta reddast" sem sýnt var hér við miklar vinsældir á sínum tíma. í leikskrá sem leikfélagið hefur gefíð út er með öðm efni haft viðtal við höf- undinn, Birgi J. Sigurðsson. Segir hann þar m.a.: „Ég komst fljótlega að því að flestir töluðu um sömu atburðina þannig að minningar flestra voru að miklu leyti þær sömu og mér fannst það ekki nægi- legt til að byggja sögulegt leikrit á enda hefði maður þá þurft að hafa lengri tíma til að skrifa þannig verk. Persónumar og söguþráðurinn í þessu leikriti er því skáldskapur þó að þessi saga gæti alveg hafa gerst í veruleikanum hvort sem er í Mosfellssveitinni eða annarsstaðar á landinu þar sem herinn hafði viðkomu." Þetta merkilega framtak er svo ein- stakt, að það mætti setja það upp og sýna hvar sem er á landinu og ekki síður í heimalandi hermannanna, sem voru skikkaðir hingað til að hefja stríð í landi sem var fullt af friði. - Mosfellingar eru hvattir til að sjá þetta afrek leikfélagsins okkar sem er á köfhim sprenghlægilegt og löngu eftir okkar tíma á það eftir að slá í gegn!!! Stjórn Leikfélags Mosfellssveitar skipa Böðvar Sveinsson, María Guð- mundsdóttir, Bóel Hallgrímsdóttir, Lárus Jónsson, Guðrún Esther Ámadóttir og Þórdís Una Gunnarsdóttir. Fyrrverandi formaður Leikfélagsins er Gunnhildur Sigurðardóttir, hún hefur verið í stjóm um árabil og formaður s.l. þrjú ár en lét af því starfi í maí 1999. Gunnhildur hefur ásamt fólki sínu lagt mikið af mörkum til menningarmála hér í Mosfellsbæ og sendir blaðið henni og öðm leikfélagsfólki kveðjur og sérstakar þakkir fyrir afar gott starf. Gylfi Guðjónsson. Dóra Wilde, Úlfar Ormsson og Vaka Agústsdóttir í hlutverkum sínum, en þarna er nýlokið hœnsnaslátrun. STRÍÐ í FRIÐI SÝNINGARDAGAR: Föstudagur 31. mars kl. 20:30 Laugardagur 1. apríl kl. 20:30 Fimmtudagur 6. apríl kl. 20:30 Fimmtudagur 13. apríl kl. 20:30 Laugardagur 15. apríl kl. 20:30 Föstudagur 28. apríl kl. 20:30 Laugardagur 29. apríl kl. 20:30 Höfum stækkad við okkur skemmtilegan veislusal fyrir 30 - 40 manna hópa. Lifandi tónlist um helg ENGINN AÐGANGSEYRIR c--a cpc----p cpc Olifiíi Wi BEIIXIAR ÚTSEHIDIIUGAR Á BREIÐTJALDI

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.