Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 14

Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 14
\si.ÁKm I Þ e mm Umsjón Pétur Berg - Þeir sem vilja koma upplýsingum og fréttum í blaðið geta haft samband í síma 8618003 Fótboltin farinn að rúlla Það var frábært veður að Varmá 19. maí síðastliðinn þegar Afturelding lék gegn HK í sínum fyrsta leik í 2. deild- inni í meir en áratug. Lið Afturelding- ar er að mestu skipað þeim mönnum sem unnu 3. deildina í fyrra en þó hafa verið gerðar nokkrar mannabreytingar, þjálfari liðisins er sá sami og í fyrra Zoran Micovic. Leikurinn fór frekar hratt af stað og áttu bæði lið nokkur góð marktækifæri til að byrja með en hvorugum tókst að nýta þau sem skildi. Þegar líða tók á hálfleikinn náði Afturelding yfirhönd- inni og komst yfir á 30 mínútu með marki beint úr aukaspymu, stöngin inn. Þar var á ferðinni Baldvin J. Hall- grímsson en hann kont frá Fylki í vet- ur. HK tókst hins vegar að jafna á 45 mínútu en HK hafði hlotnast víta- spyma sem Gylfa J. Gylfason mark- Leikmenn Aftureldingar tilbunir i sla^inn fyrir leikinn við HK verði Aftureld- ingar tókst að verja en boltinn skoppaði fyrir fætur HK leik- manns sem skoraði síðan. I seinni hálfleik var orðið mjög kalt en leikmenn létu það ekki á sig fá og var mikil spenna allt þar til lokaflautan gall. HK komsl í 1 -2 en er 10 mínútur vom eftir af leiknum skor- aði Jón R. Ottósson jöfnunarmark Aft- ureldingar og þar við sat 2-2. Aftureldingu spáð 8. sæti Þjálfarar liðanna í 2.deildinni spáðu í spilin fyrir stuttu og samkvæmt mati þeirra þá mun Þór frá Akureyri vinna deildina og Selfoss fara upp með þeim. Eins og við var að búast þá voru okk- ur ekki spáð mikilli velgengni, þar sem við erum jú nýliðar en þrátt fyrir það var Aftureldingu ekki spáð falli heldur næsta sæti fyrir ofan það, 8.sætinu. HK var spáð 5. sætinu en þau lið sem eru talin líklegust til að falla eru KÍB og Léttir. Þrátt fyrir þessa spá þá stefna leik- menn Aflureldingar hærri og má segja að liðið geti alveg plummað sig vel meðal 6 efstu í deildinni. Næsti heima- leikur Aftureldingar verður við Lciki^ mánudaginn 3. júní kl. 20. Leikmenn sem hafa komið til liðs við Aftureldingu fyrir þetta leiktíma- bil: Baldvin Hallgrímssson úr Fylki Asgeir Freyr Ásgeirsson úr Fylki Ásbjörn Jónsson úr IR, uppalinn í Mosfellsbæ. Friðrik Þorsteinsson úr Fram Davíð Hreiðar Stefánsson úr ÍR, uppalinn í Mosfellsbæ. Oflugl unglingaslarf Nú er sumarið komið og boltinn byrjaður að rúlla. Knattspymudeild Aftureldingar hefur sjaldan komið eins sterk undan vetri og hefur unglinga- starfið verið keyrt áfram af miklum dugnaði. Mörg dæmi eru til um það eins og fréttabréf foreldrafélags yngri flokkanna, Þmmur og eldingar sem gefið er út af foreldraráði 7,6-og 5 flokks karla en þar er að finna margar fræðandi og skemmtilegar upplýsingar um eitt og annað sem tengist fótbotlan- um. Foreldrafélagið hélt nú ekki alls fyrir löngu hinn árlega flóamarkað sem gekk vonum framar að sögn við- staddra. Helgina 26-28. maí verður Reebok mótið í knattspymu haldið á Tungu- bökkum og að Varmá. Foreldrafélag yngri flokkanna mun sjá um alla um- gjörð á mótstað en búist er við allt að fjögur hundruð keppendum. Mótið verður haldið í samfloti með úrslitum Faxaflóamótsins en foreldrafélagið ákvað að taka það að sér ásamt því að vera með Reebok mótið þar sem ó.flokkur drengja er komið í úrslit. Keppt verður úti og inni en svipað fyr- irkomulag má ftnna á Shellmótinu í Eyjum sem er stærsta knattspyrnumót landsins ár hvert. Það verða allt að 60 foreldrar sem munu starfa virkir í kringum mótið en undirbúningur hófst í haust. Að sögn Ólafs Matthíassonar sem er í forsvari fyrir félagið þá hefur áhugi foreldra aukist gífurlega, í fyrra mættu um 5 foreldrar á fyrsta fundinn en á fundi sem haldinn var í maí á þessu ári voru um 60 foreldrar mættir. _Tilgangurinn er að gera Aftureldingu að stórveldi í íslenskum fótbolta og því byrjum við á rótinni, við ætlum svo að fylgja þess- um drengjum upp alla hina flokk- anna," sagði Ólafur Matthíasson. Leikmenn farnir: Benedikt Bjarnason hættur Ragnar Egilsson hættur Lovic Nebojsa í Þrótt Reykjavfk Sigurður Páll Pálsson hættur. Æfíngaferð L til Englands Vaxandi áhugi golfara á íslandi að spila í útlöndum er orðin svo mik- ill hér á landi að ferðaskrifstofur eiga í hinum stökustu vandræðum með að anna eftirspum. Það hefur lengi tíðkast hjá landsliði Islands í golfi að l'ara í æfingaferð þegar vorar. í fyrra fóru afreksstúlkur úr Golfklúbbnum Kili til Florida í æf- ingaferð en í ár er hún öllu stærri. Ákveðið var í janúar að fara skyldi til Englands með afreksfólk úr klúbbnum, ekki bara stúlkurnar heldur einnig drengina og karla- sveitina. Þrotlausar æfingar hafa staðið yfir í vetur undir leiðsögn Árna Jónssonar PGA kennara klúbbsins. Mikill metnaður er nú innan klúbbsins um að fjölga þar afrekskylfingum og undir stjóm Áma er sá möguleiki aukinn til muna. Nýttfrábært álegg!! 566-8555 Vevð Kjúklinga- skinka á pizzuna Óskum eftir starfsfólki í kvöld- og helgarvinnu. Upplýsingar í Pizzabæ, Þverholti 2, Kjarna © Mosfellsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.