Mosfellsblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 1

Mosfellsblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 1
8.tbl. 3.árgangur desember 2000 Fysta sunnudag í aðventu, þann 3. desember var hátíðarguðsþjónusta í Reynivallakirkju í Kjós. Athöfnin var fjölsótt og hátíðleg, karlar úr sveitinni leiddu almennan söng, nemendur úr Asgarðsskóla fluttu helgileik og kór skólans söng, flutt var frumsamið kristnihátíðarljóð og Eyjólfur Eyjólfsson lék á þverflautu. Eftir mes- suna bauð sóknarnefndin upp á súkkulaði og þúsaldartertu í Félagsgarði, Karlakór Kjalarness söng aðventu- og jólalög undir stjórn Páls Helgasonar organista kirkjunnar, sóknarpres- turinn sagði frá kirkjunni og Guðbrandur Hannesson, formaður sóknarnefndar skýrði frá framkvæmdum við kirkjuna og umhverfí hennar, Reynivallakirkja var byggð árið 1859 af Einari Jónssyni frá Brúarhrauni, smíðinni var að fullu lokið árið 1860. Árið 1959 var kirkjan stækkuð nokkuð og tekur nú um hundrað manns í sæti. Þegar kirkjan var byggð voru hátt á ijórða hundrað manns í sókninni, en er nú um eitthundrað. í Reynivallaprestakalli eru tvær aðrar sóknir: Saurbæjarsókn og Brautarholtssókn. Sóknarprestur er séra Gunnar Kristjánsson. viðburðarríkur Fjöldi fyrirtækja í Mosfellsbæ á leið undir hamarinn ? Þar á meðal bærinn. bis. i 1 Efnilegur knapi Allt um íþróttir bls.14 SUBARU Sérhæfum oklcur í viðgerðum á: Bílastjarnan BTLAMÁLUN & RÉTTINGAR Bæjarflöt 10 • 112 Reykjavík • Sími 567 8686

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.