Mosfellsblaðið - 01.12.2000, Síða 8
Maður mánaðarins
„Ef við viljum áfram sjálfstætt sveitarfélag, verða menn að sýna styrk í að láta ekki ganga á rétt sinn,"
- segir sveitarstjómarmaðurinn Haukur Níelsson á Helgafelli.
Menntun og fjölskylduhagir
Haukur Níelsson fæddist í Reykja-
vík 13. desember 1921, sonur hjó-
nanna Unnar Guðmundsdóttur f.
1881 og Níelsar Guðmundssonar f.
1887, húsasmíðameistara og síðan
bónda að Helgafelli í Mosfellssveit,
Næstu tvö árin eftir dvölina á
Hvanneyri vann Haukur hjá breska
setuliðinu, en árið 1943 hóf hann
störf hjá dönsku verktakafyrirtæki,
sem byggði Vatns- og hitaveitu
Reykjavíkur eins og fyrirtækið hét
þá. Að þeirri uppbyggingu lokinni,
Bændaskólans á Hvanneyri. í
sveitarstjórnarkosningum bauð
hann fram lista með vinstri mön-
num, nema tvö síðustu kjörtíma-
bilin B- lista undir merkjum
Framsóknarflokks. Umfangsmesta
kjörtímabil hans var þegar hann og
Tómas Sturlaugsson mynduðu
meirihluta með Jóni M.
Guðmundssyni og Salóme
Þorkelsdóttur, en í minnihluta sat
Axel Aspelund.
A því kjörtímabili var byggður
Gagnfræðaskólinn, heimavistarhús,
sem síðar varð smíðahús og nú
félagsaðstaða skólafólksins og lögð
voru drög að byggingu íþróttahúss.
Haukur stóð að breytingum frá
grónu bændasamfélagi í það bæjar-
félag sem við nú lifúm í.
Framtíðarsýn
Öll stækkun á Reykjavík hefur
verið til norðurs, segir hann. I
fyrstu náði Mosfellshreppur að
Elliðaám, en 1928 var Artún og
Arbær innlimaður í Reykjavík og í
stríðsbyrjun var innlimað Grafar-
holt, Gufunes, Korpúlfsstaðir,
Reynisvatn og Lambhagi. Nú
hefúr Reykjavík innlimað Kjalames
og Esjuna, Mosfellsbær er að klem-
mast inni. Framtíðarsýn
Reykjavíkur er að stækka sig til
norðurs, það er eina leiðin fyrir þá
og gæti valdið því að við töpuðum
sjálfstæði okkar sem bæjarfélag, ef
við höldum ekki vel á hlutunum. Ef
við viljum áfram sjálfstætt sveitar-
félag, verða menn að sýna styrk í að
láta ekki ganga á rétt sinn, segir
Haukur. - Við eigum land að
Suðurlandsvegi við Gunnarshólma
og höldum við ekki áfram okkar
uppbyggingu verðum við gleypt.
Fólk þarf að hugsa um hvort við
viljum sjálfstæði eða ekki sjálfstæði,
sagði þessi aldni sveitarstjómar-
maður að lokum.
Gylfi Guðjónsson
Helgafellsbóndinn er umvafmn hlýju frá þessum fáu kindum hans sem
eftir em. Hann dekrar við þær og er hann í miklu uppáhaldi.
en Níels byggði núverandi hús að
Helgafelli ásamt sonum sínum og
var flutt í það 1953, en hann stóð að
fleiri byggingum í Mosfellssveit og
Reykjavík. Haukur fluttist þriggja
ára gamall að Helgafelli með forel-
dmm sínum og tveimur systkinum.
Hann ólst þar upp, gekk í bar-
naskólann að Brúarlandi, stundaði
nám við íþróttaskólann í Haukadal
veturinn 1938-1939. útskrifaðist
búfræðingur frá Bændaskólanum að
Hvanneyri 1941. Hann var mjög
virkur innan UMFA í sjálfboðavin-
nu og öllu starfí, keppti í dreng-
jaglímu og var einnig mikill hesta-
maður. Árið 1942 kvæntist hann
Önnu Sigríði Steingrímsdóttur f.
18. apríl 1919 að Gunnfríðarstöðum
í Húnavatnssýslu. Þau eignuðust
bömin Níels Unnar og Mörtu, sem
bæði em búsett að Helgafelli með
fjölskyldum sínum. Anna Sigríður
andaðist23. maí 1993.
Starfsferill
frá árinu 1945 til 1953 starfaði hann
sem verkstjóri við Hitaveituna, en
það ár hóf hann búskap að
Helgafelli móti Jóni bróður sínum.
Haukur var með bæði kúa- og fjár-
búskap, en dró nokkuð úr skep-
nuhaldi þegar hann var skipaður
fangavörður við Hegningarhúsið
1971, þar sem hann starfaði til
ársins 1987 samhliða búskap. Árið
1990 seldi hann ljárkvóta sinn, en
hefúr verið með nokkrar kindur eftir
það, sem hann sinnir daglega.
Stjórnmál og félagsstörf
Haukur Níelsson mun vera kunn-
astur fyrir störf sín að sveitar-
stjórnarmálum, en hann átti sæti í
hreppsnefnd Mosfellshrepps um 20
ára skeið, frá 1966 til 1986. Hann
sat einnig í stjórn Kaupfélags
Kjalarnesþings frá 1971 til 1994,
þar af var hann stjómarformaður í
20 ár. Þá var hann formaður
Búnaðarfélags Mosfellshrepps í 25
ár og sat í fyrstu skólanefnd
Sveitarstjórn Mosfellshrepps kjörtímabilið 1970 til 1974. F.v. í fremri röð: Hrólfúr Ingólfsson, sveitarstjóri,
Salóme Þorkelsdóttir (D), Jón M. Guðmundsson oddviti (D), aftari röð: F.v. Haukur Níelsson varaoddviti (H),
Axel Aspelund (J). Tómas Sturlaugsson (H).
Munið flugeldasölu Kyndils !
Nýtt hús Björgunarsveitarinnar Kyndils er tilbúið
undir tréverk. Síðustu helgi var haldið þar
jólahlaðborð fyrir björgunarsveitarmenn. Áramót
em framundan og fólk beðið um að fara varlega
vegna eldhættunnar. Minnum einnig á
flugeldasöluna sem verður á
Rykvöllum (gamla
M
björgunarsveitarhúsið)
og við Langatanga.
n
C3feÖifc(j jóf
farsceft fomanbi
ar