Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 1
VISIR Það er vissara að hafa á öllu gát, hugsar hann líklega vörður Iag- anna, þar sem hann fylgist með mönnunum, er voru í óða önn að klippa og grisja gróðurinn. Enda kominn greinilegur vorhugur I trén og teygðu þau sprota sína út i veðurbliðuna og fylltust löngun til að vaxa og þroskast, það voru bara svo margir visnaðir sprotar fyrir og þá var það sem mannshöndin kom til hjálpar. -MV -----------------i---------------- Loftleiðaviðræðurnar í Washington virðast ganga vel Samningaviðræður bandariskra og islenzkra stjómvalda um lendingar- réttindi Loftleiða hafa nú staðiö alla vikuna í Washington og er ætlunin að halda þeim áfram a.m.k. i dag og jafnvel Iengur. Samnings- aöilar hafa ekki gefið neinar yfirlýs ingar um gang samninganna, en ætla má, að nolckuö þokist í rétta átt, þar sem samningaviðræðunum er haldið áfram. Fimm embættismenn eru í samn- inganefndum hvors aðilans um sig. Af hálfu bandarískra stjórnvalda eru þrír embættismenn frá utan- ríkisráðuneytinu og tveir frá flug- málastjórn Bandaríkjanna, CAB. Formaður nefndarinnar er einn af yfirmönnum lagadeildar utanríkis- ráðuneytisins. Af hálfu íslendinga eru í samn- inganefndinni Magnús V. Magnús- son, ambassador (formaður), Hörð- ur Helgason, sendiráðunautur, Agn- ar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri, Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytis- stjðri og Tómas Tómasson skrif- stofustjóri utanrikisráðuneytisins. - vj. MALBIKAÐ VIÐ ÖLL FRYSTIHÚS LANDSINS Hreinlætismál frystihúsa rædd á fulltrúafundi Sambands islenzkra sveitarfélaga I bátaútvegur sé stundaður, þurfi að vera viðunandi löndunaraðstaða fyrir hann. -SB- Miklar umræður urðu á fulltrúa- fundi Sambands íslenzkra sveit- arfélaga í gær um hreinlætismál fiskvinnslustöðva, eftir að Þórð- ur Þorbjarnarson forstöðumaður Rannsóknarstofnunar fiskiðnar- ins hafði lagt fram tillögur nefnd ar, sem hefur fjallað um hrein- lætis- og heilbrigðismál hrað- frystihúsa. Þetta mál hefur verið tekið upp í sambandi við það, að í Bandaríkj- unum eru nú í undirbúningi ný lög um opinbert skyldueftirlit með fiskj og fiskafurðum. Á fundinum kom fram, að fyrirsjáanlegt sé, að vegna laga þessara þurfi á næstu tveim árum aö gera ýmsar umbæt ur á mörgum hraöfrystihúsum hér á landi og einnig á vinnsluháttum þeirra og umhverfi. Þá kom fram, að sumar þessar umbætur eru í verkahring sveitar- og bæjar- stjórna á hverjum stað og því nauð synlegt að taka tillit til þeirra í fjárhagsáætlunum fyrir árin 197ó og 1971. Bandaríkin kaupi eins og kunn- ugt er meira magn af freðfiski frá íslandi og borgi hann hærra verði en nokkurt annað land. Árið 1968 nam hlutur Bar.daríkjanna 58,4% af útflutningsmagninu og 68,3% af útflutningsverðmætinu. Lögin munu ná jafnt til fisk- vinnslustöðva í Bandaríkjunum sjálfum og öðrum löndum, sem framleiða fyrir Bandaríkjamarkað. Á fundinum kom einnig fram, að á næstu árum yrði að vinna að því, að malbika, olíubera eða steypa í kringum öll frystihús á FéKI í höfnina og drukknaði Dauðaslys varð í Hafnarfirði i gær, þegar verkstjóri. tæplega sex- tugur að aldri. drukknaði í höfn- inni. Unnlð var að uppskipun úr togaranum Mai, þegar slysið vildi til, og stjórnaði verkstjórinn, Jón Þórir Jónsson, uppskipuninni. Enginn sá, hvernig dauða hans bar að höndum. Það síðasta, sem menn muna eftir að hafa séð til hans, var kl. 11.30, en þá var hann um borð. En nokkrum mínútum eftir kl. 12 sáu menn lík Jóns heit- ins á flotí í höfninni. Dauðaslys hafa verið óveniu tíö það sem af er árin. Sjá bls. 9. 'landinu i þeim tilgangi að ekki berist óhreinindi úr næsta ná- grenni inn í fiskvinnsluna. Einnig mætti búast við þvi, að mörg sveit arfélög verði að gera nýjar vatns veitur, bora eftir jarðvatni eða leggja langar leiðslur að nýjum vatnsbólum, sem oft eru lengra frá frystihúsunum en nú er. Því var slegið fram á fundinum : gær, að þessar framkvæmdir mundu kosta sveitarfélögin hundr- uð milljóna króna á næstu árum. Almenn skoðun fundarinn var að burtséð frá frystihúsunum væri full þörf á að taka t.d. neyzluvatn til athugunar til þess aö komast hjá mengun þess. — Það þurfi að gera stórátak í vatnsveitumál- um á næstunni og á friðun vatns- bóla. Þá kom fram, að stjóm sam bandsins myndi beita sér fyrir setn ingu löggjafar um vemdun vatns bóla og friðun þeirra. I tillögum nefndarinnar var einn ig minnzt á það að tryggja þurfi, að skolpræsi, sem frystihús séu tengd við, séu nægile"0 'kastamik il og ekki stafi af þeim mengunar- hætta. Einnig, að þar sem smá- „True" skýrir fegurð íslenzka kvenfólksins Bandaríska tímaritiö „True“ (Sannleikur) hefur nú fundið skýringu á því, hvers vegna íslenzkar konur eru fallegri en gengur og gerist. Forfeð- ur okkar, landnámsmennimir og víkingamir nældu sér í dægilegasta kvenfólkið á brezku eyjunum, þegar þeir gerðu þar strandhögg. Með því bættu þeir Iífið og til- veruna á eyjunni, seg- ir True. Við þetta vill Vísir aðeins bæta, að við nútíma- mennirnir getum verið þakk- látir landnámsmönnunum fyr ir góðan smekk. — Tímaritið flytur í marzheftinu langa myndagrein um ísland með Iitmyndum frá ýmsum stöð- um og ýmsum þáttum þjóð- lífsins. Virðast myndirnar unnar af mikilli smekkvísi og ummæli öll eru hin vinsam- legustu. 60 loðnubátar búnir aí fájafnmikið og 200 síkfarbátar á géSri vertíð Loðnuaflinn féll niður siðasta sólarhring • Loðnuveiðin féll veru- lega niður síðasta sólarhring, en þá tilkynntu aðeins 12 bát- ar um afla, 2360 tonn alls. Það er engin ástæða til að vera með áhyggjur út af því, þó að veiðin falli niður svona einn dag, sagði Gunnar Páls- son, skipstjóri á leitarskipinu Hafþóri. Þetta er aðeins miili- bilsástand, enda ekkert upp- gjafarhljóð í körlunum. Veiðiskipin eru nú á stærra svæöi en undanfarið, eða alveg frá Tvískerjum vestur aö Dyr- hólaey. Minna loðnumagn virð- ist nú vera á þessum slóðum en undanfarna daga, en beðið er eftir því, að meiri loðna gangi austan að. 1 morgun virtist enn vera dauft yfir veiöisVæðinu. Þó fékk einn bátur, Jón Kjartansson, gott kast út af Skaftárósum í .morg- un. Um 60 bátar eru nú á loðnu- veiðum, en þeir hafa nú aflað á skömmum tíma jafn mikils og allur síldarflotinn fékk á góðri vertíð fyrir aðeins örfáum árum en þá voru um 200 skip á síld, sem fengu þann aíla á allri sumarvertíðinni, sem náði þá fram á haustið. Þetta er þvi geysilegt magn, sem þegar hefur fengizt, þó að vonir standi til að enn muni mikið bætast við. — vj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.