Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 2
Jónina í dag og á morgun verður dreift á blaðsölustaði nýju tölublaði af táningablaðinu JÓNlNU, en þaö er þriðja tölublaðiö, sem kemur lít af þvf merkisriti. Blaðið er tuttugu síöur aö stærð í handhægu broti. Efni * blaðsins má bara teljast þó nokk uð fjölbreytt, að minnsta kosti er óhætt að segja þaö vera lit- ' rfkt en hæst ber áreiöanlega greinarnar um „stóðlífsbælið", Söru, afhjúpun Bjögga, viðtalið við Náttúru-Jonna, þar sem hann fer fram á að fá næturklúbba og bjór (slæmt, að þessi ágæti mað ur skuli ekki hafa komizt á fram 1 boðslista til borgarstjómarkosn- inga), þá er þar grein um Moth- ers of Invention, og ber sú grein hina forvitnilegu fyrirsögn „Kast ' ar þvagi yfir söngvarann". Stutt- ar greinar um hljómsveitirnar Tilveru, Mods, Litla matjurta- garðinn og Acropolis fljóta einnig vöknuð Nú hefur veriö ákveðið, að Combó Þórðar Hall sjái um stutt prógram í næsta þætti Stefáns Halldórssonar „í góðu tómi“ Verður hafizt handa viö gerð þáttarins strax eftir páska og hann síðan sýndur um miöjan næsta mánuð. Ásamt Combóinu kemur fram í þættinum hljómsveitin Tónar, eins og hún var skipuð á fyrstu tímum hljómsveitarinnar. Ekki fylgir það sögunni, hvort lagaval ið verði það «■' og þá, en allt um það ætti músíkin hjá þeim að verða góð, því hljóm- sveitina skipa nokkrir af okkar beztu hljómlistarmönnum f dag. Ekki liggur enn ljóst fyrir, hvað annað verður tekið fyrir í næsta „Tómi“, en vjð getum treyst því, að Stefán beri ekki neitt slor á borð fyrir okkur — það hafa þættir hans sýnt og sannað. COMBÓ sjónvarpið meö og eru þau greinarkom ágætt skraut auk fréttanna af endalokum Bítlanna og Roof Tops (?)• Að þessu nýja Jónínu-framtaki standa sömu menn og þeir, sem gáfu út fyrstu tvö tölublöðin, en það eru heiöursmennimir Ástþór Magnússon blaðaljósmyndari og verzlunarskólanemi og mennt- skælingurinn Páll Hermannsson, báðir úr Reykjavík. Aðspurðir kváðu þeir félagamir það ein- vörðungu hafa verið áhuginn, sem rak þá út í útgáfuna, en ekki vonin um gróða — það hefði sýnt sig við útgáfu fyrri blað- anna, að slíkt væri haldlaus von, ...nú og svo hafa auglýsendur verið okkur óvenju innanhandar", bætti Ástþór við og ánægjubros breiddist yfir andlit hans — og svo var hann þotinn að „redda“ málunum .... Höfuðpaurinn f Combóinu, Egill Eðvarðsson, spilar skottís fyrir Glaumbæjargesti s.I. sunnu- dagskvöld. Hann stundaði nám í tíu ár í tónvídd og tónfræði við Tónlistarskóla Akureyrar. Ljósm. K. Ben. UMSJÓN: ÞÓRARINN J. MAGNÚSSON HVERJIR ERU BEZTIR? Beatles voru vinsælastir 1965. Hverjir eru vin sælastir í dag, fimm árum síðar? Ég var að fletta í gær i gegn- um gamla árganga af VÍSI og var þá aðallega að leita eftir gömlum bítlagreinum og myndum. Sér- staklega var um auðugan garð að gresja í árgöngunum frá árunum 1964 — 65, enda einkenndust þau ár af hræringum miklum í heimi unga fólksins og var ástæðan sú, að Beatles voru aö ryðja sér til rúms og í kjölfar þeirra kom fjöldinn allur af öðrum bítium og tfzkufyrirbrigðum. Veldi Bítlanna virtist samt ekki ætla að vara lengi og þegar lubbamennin The Rolling Stones geystust fram á völlinn leit helzt út fyrir að Beatl es væru búnir að vera. í viðtali, sem VÍSIR birti 6. febnW 1965 við einn aðalbítilinn í bænum, Sig urð Árnason bassaleikara f Strengjum (nú í Náttúru) ke ir greinilega fram að „Beatles séu al veg búnir að vera — og nú séu það Rolling Stones sem blakti.“ einnig talaði hann um aö það væru krakkamir, smábörnin og gamla fólkið, sem héldj Beatles uppi. Ef þessi fullyrðing Sigga hefur þama átt við einhver rök að styðjast sé ég ekki ástæðu til* annars en að hrópa margfalt húrra fyrir þeim aðdáendahópi, því það er þá þeim hópi að þakka að enn f dag — fullum fimm árum seinna — eigum viö enn kost á að njóta hljómlistar The BeatlesJ Það var aðeins nokkrum dög-| um eftir að fyrrgreint bítla-viðtal. var birt að VfSIR efndi til vin- sældakosninga meða! lesendal blaðsins og varð þátttaka mjög góð. Til gamans, birtum við hér að neðan úrdit kosninganna: Erlendar hljómsveitin Beatles 142 atkvæði Rolling Stones 138 atkvæði Kinks 13 atkvæði Dave Clark Five 5 atkvæði Manfred Mann 3 atkvæði Shadows 2 atkvæði. Innlendar hljómsveitiK Hljómar 195 atkvæöi Tónar 52 atkvæði Sóló 20 atkvæði Tempó 20 atkvæði Strengir 5 atkvæði Toxis 5 atkvæði Dúmbó 2 atkvæði Lúdó 2 atkvæði Fjarkar 1 atkvæði Það er óneitanlega gaman að rifja upp þessar tölur finnst mér, og *við það rifjast margt upp, bæði stórt og smátt. Við sjáum þama að Rollingamir hafi veitt Bftlunum harða samkeppni og er munurinn það lítill, að erfitt er að gera sér grein fyrir hvor þeirra hafi átt sterkari ítök í fólki. Það ætti þó að veitast okk ur auðveldara í dag að greina muninn — eða hvað? Það er athyglisveröast við inn lenda listann, að engin af þeim hljómsveitum, sem þar eiga sæti er enn við lýði. Sú þeirra er síð- ast geispaði golunni var Dúmbó sextett, en þeir hættu sem kunn- ugt er rétt fyrir jól eftir rúmlega sex ára puð. „En maöuf kemur í manns stað“, eins og máltækið segir og á það alveg eins við í hljómlistarheiminum, því í dag em unglingahljómsveitirnar sízt færri en þær voru, þegar vin- sældakosning VÍSIS fór fram. Aftur á móti liggur ekki eins Ijóst fyrir hver þeirra hljómsveita sem troða upp í dag er vinsælust. Það gæti verið fróðlega að kom ast að því, en til þess verðum við að efna ti! skoöanakönnunar með al lesenda. f þeim tilgangi fylgir atkvæðaseðill blaöinu í dag, og hefur skilafrestur verið ákveöinn til 9. apríl. Auk þess sem við kjósum okkur vinsælustu hljóm- sveitimar innlenda og erlenda, kjósum við einnig vinsælasta söngvarann. Dregið verður úr að sendum atkvæðaseðlum og fær sendandi vinningsseðilsins aö launum L. P.-plötu eftir eigin vali. Ég kýs .....Á............................................... beztu innlendu hljómsveitina. beztu erlendu hljómsveitina. Ég kýs ...................................................... bezta söngvarann (eöa söngkonuna). Sendið atkvæðaseðlana til Dagblaðsins Vfsis, Laugavegi 178, fyrir 9. apríl n.k.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.