Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 3
3 Theodorakis aftur berklaveikur 55 fyrir rétt i Grikklandi • Gríska tónskáldið Theodorakis, sem situr í fangabúðum herforingja stjórrrarinnar', er nú aftur þungt haldinn af berklum. Hann vill þó ekki fara f fangelsissjúkrahús í Aþenu, vegna þess að hann telur aðstæður þar mjög slæmar, segir eiginkona hans. Hún heimsótti mann sinn i hálfa klukkustund í gær, og sagði að hann hefði kastað upp blóði. Frú Theodorakis segir, að þetta sé í annað sinn, sem hann hafi orð- ifi svo veikur, siðan hann smitaðist af berklaveiki árið 1948. 55 manns verða dregnir fyrir herrétt í Aþenu hinn 27. marz, þeirra á meðal hinn grfsk-ameriski kvikmyndastjórnandi Jules Dassin og aðrir erlendir ríkisborgarar. Eru þeir sakaðir um að hafa tekið þátt í hryðjuverkum í Grikklandi. Segja herforingjar, að þetta fólk hafi verið meðlimir í „hreyfingunni til varnar lýðræðinu", sem reynt hafi að steypa stjórninni með of- beldi. Krafizt er dauöadóms og ævilangt fangelsi. Hundur Kennedys fékk taugaáfall Matthew Kennedy, fimm ára sonur Roberts heitins, fagnaði hundi sínum innilega. Hvutti var týndur í tvo daga og reik- aði um. Segir dýralæknir, að hann hafi fengið taugaáfall, en muni þó jafna sig innan skamms. Ekki er vitað, hvort pólitískar áhyggjur hafi valdið þessari taugabilun. ÍV1SIR . Fðstudagor 20. marz 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason ÁGÆTUR FUNDUR rr — segja stjórnarsinnar i Bonn — en kristilegir ( demókratar óánægbir með Erfurtfundinn kWILLY BRANDT kanslari Brandt á í dag að gefa sambands- þinginu skýrslu um sanmingavið- kom í dögun í morgun aft- ræðurnar í Erfurt f gær. Er búizt ur ta Boun frá fundi hýzku SÆ"fSSSS.‘'2S55 leiðtoganna. Hann segir, Franz Josef Strauss sagði í útvarpi í gær, að Willy Brandt hefOI sýnt háskalegan áhuga á aö gera samn- inga, sem fyrr eða síðar mundu leiða til þess, að Austur-Þýzkaland yrði viðurkennt sem ríki. Kristi- legir demókratar munu á þingi í dag leggja fram greinargerð, sem talin er munu ganga mjög í ber- högg við stefnu ríkisstjómarinnar. Hafa þeir hafnað tilmælom um þátttöku í sérstökum fundi flokk- anna, áöur en þingfundur hefst. Fréttamenn telja, að för Brandts hafi verið árangursrík og verði þess lengi minnzt, að hann hafi verið fyrsti forsætisráðherra Vestur- Þjóðverja sem stigið hafi á austur- þýzka grund. Ákafur mannfjöldinn brauzt f gær í gegnum raðir lög- regluþjóna í austur-þýzku borg- inni Erfurt og hrópaði „Willy, Willy“. Síðar í gær fóru menn þó í göngur og kröfðust viöurkenning- ar á Austur-Þýzkalandi og afnám þess, sem þeir nefndu ný-nazism- ann í Vestur-Þýzkalandi.,,, Þeir Brandt og Stoph, forsætis- ráðherra Austur-Þýzkalands, rædd ust við í tvær stundir tveir einir. Talsmaður stjórnarinnar í Bonn, Conrad Ahlers, fullyrti við blaða- Strauss — gagnrýnir Brandt fyrir imdanslátt. að mikilvægasti árangur fundarins sé, að þeir ætli að Mttast aftur að máli hinn 21. maí í Kassel í V.- Þýzkaíandi. Kosningar líklegar menn, að þessi fyrsti fundur hefði borið þann árangur, að viðræðum milli stjómanna verði haldið áfram. Hefði þetta veriö mikilvægast við fundinn, sem auk þess hefði veitt aðilum tækifæri til að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum. Stutt yfirlýsing var send til fjöl- miðia eftir fund leiötoganna. Var þar aðeins skýrt frá þeim, sem tóku þátt í viöræðunum og þess getiö, að þeim yröi haldið áfram og einn- ig. að Willy Brandt hefði lagt blómsveig við minnismerki um fóm arlömb nazista í fangabúöunum í Buchenwald. SAS kaupir tvær Jumbó{x>tur Flugfélagið SAS hefur pantað tvær farþegaþotur af Jumbógerð i Bandaríkjunum, og skulu þær teknar i notkun næsta ár á flugleiðinni milli Kaupmanna- hafnar og New York. Þá mun SAS á næsta ári byrja flug yfir Síberíu. Þessar Jumbóþotur eiga að geta tekið 356 farþega og kosta hvor um sig 2,5 milljarða ís- lenzkra króna. Nota þarf sér- stakar dráttarvélar til að draga þær út á flugbrautina, og kost- ar hver slík dráttarvél um 45 milljónir króna. Byggö verða á Kastrupvelli tuttugu og fjögurra metra há flugskýli fyrir þessar nýju fiugvélar. SAS greiðir þetta af eigin fé og meö lánum í Bandaríkjunum. Kínverjar gera upp- reisn á norsku skipi Varðbátar japönsku strand gæzlunnar komu í gær til aðstoðar norska flutninga- skipinu Nego Anne, sem sendi út neyðarkall vegna uppreisnar um borð. Kínverskir hásetar á skipinu réð- ust á skipstjórann, Helga Óskars- son, fyrsta stýrimann og loftskeyta manninn, en þeir em norskir. Hin- ir norsku yfirmenn undir stjóm skipstjórans unnu bug á uppþots- mönnum. Á Nego Anne eru tfu norskir yf- irmenn og 31 kínverskur háseti. Skipið er 16.810 tonn og var í nánd við Iwojima-eyjarnar, er þaö sendi neyðarkallið. Fanfani gefst upp Lfkur fyrir kosningum á Italíu á næstunni jukust mikið í gær, þegar Fanfani, einn leiðtoga kristilegra demokrata, varð að gefast upp við tilraun til stjóm- armyndunar. Fanfani ræddi við leiðtoga kristi legra, sósíaldemokrata, sósíal- ista og lýöveldissinna. Vom flokkarnir sammála um tillögur Fanfanis um lausn á aðalvanda- málunum, en samt neyddist Fan- fani til að skýra Saragat, for- seta, frá því, að „vegna núver- andi erfiðleika væri ekki unnt að finna jákvæða lausn mál- anna“. • Mikil óiga hefur verið í land- inu um langt skeið, og yrðu þessar þingkosningar, ef nú yrðu, haldnar þremur árum áður en kjörtímabil rennur út. fZÁ % ' Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem uppreisn hefur verið gerð á þessu skipi. Fyrir fimm árum gerðist svip að atvik, er skipið var í Yokohama. Þá gekk japanska lögreglan fram í þvf að koma aftur á friði um borð. Samkvæmt frétt frá Reutersstofn uninni er nú allt með spekt um borð. > " j'i'”llPIÍIfff [

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.