Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 10

Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 10
10 V 1 S I R . Föstudagur 20. marz MWO. Minningarorð um BrynjóK Beck JXöfuöborgin okkar staekkar óö- fhtga, en gamla Reykjavík minnkar að sama skapi og tekur ótrúlegum stakkaskiptum á skömm um tíma. Reykjavík æskuára minna var bara Vesturbær og Austurbær. Nú eru hverfi og útborgir fleiri en ég kann að nefna. Margt hefur þar skeð til umbóta, og dug og forsjá hefur þurft til að beina þrö- un þeirra mála í farsæla átt. Eiga þar ýmsir hlut að og allir þakkir skilið. Enda þótt ég sé fæddur í Skugga- hverfinu, eins og það var nefnt í þá daga, langt auslan Lækjar, þá ólst ég upp í Vesturbænum og tel mig Vesturbæing, en á raunar að- eins góðar minningar úr Bjarnar- borg og af Lindargötu frá þeim árum og æskufélögum, sem enn hefur haldizt trvggð við. Bernsku- og æskuárin móta menn ef til vill mest og þau hreinu og einlægu vináttubönd, sem þá tengj- ast, reynast oft íraustust. Svokall- aða menntabraut mína hóf ég í Barnaskóla Reykjavikur, sem síðar gekk undir heitinu Miðbæjarskól- inn, en hefur nú hafizt til hærri vegs. Sá bekkur, sem ég settist í, var alskipaður Vesturbæingum. — Við vorum öll qf Hlíðarhúsastígn- FELAGSLIF Ferðafélagsferðir Páskaferðir Þórsmörk á skírdag, 5 dagar hórsmörk á laugardag, V/2 dagur Hagavatn á skí'rdag, 5 dagar. Sunnudagsferð Gönguferð á Úlr’ sfell22/3. kl. 9,30' frá Arnarhóli. Ferðafélag Islands, Öl<*ugötu 3, sfmar 11798 og 19533. um, Nýlendugötu, Selbúóum, Ána- naust og víðar að úr Vesturbænum. Ég var úr nýbyggðinni, Sólvöllum, sem voru að byggjast i jaðri Landa- kotstúns og í námunda við Nýka- tún og Akurgeröi. Á meðal bekkjarbræðranna í barnaskólanum voru Beck-bræóur, Símon og Brynjólfur, tvíburar, — Bússi og Diddi eíns og þeir voru daglega nefndir. Með okkur tókst brátt náin vin- átta, sem haldizt hefur fram til þessa, þótt samleið hafi ekki verið náin var tryggöin, aö minnsta kosti af þeirra hendi, alltaf hin sama. Ég ætla mér ekki að reyna að draga upp neina mannlýsingu af Brynjóifi Beck, enda erfitt, þvi að hann var maður dulur í skapi og gerði lítið af því að flíka tilfinn- ingum sínum, jafnvel gagnvart vin- um. >au kynni hafði ég þó af hon- um, að ég vissi hann manna vin- fastastan, snyrtimenni hið mesta, orðheldinn, og aldrei lagði hann neinum illt til. Hann hafói áhuga á stjórnmálum, sérstaklega málum fæðingarborgar sinnar. Þótt hann hafi nú fallið frá á miöjum aldri, tilheyrði hann e. t. v. eldri kvnslóð, — gömlu Vesturbæ- ingunum. Fyrir fáum árum gengum við Niljoníus Ólafsson, sem oft er kenndur vió ,,Kol og Salt“, Vestur- götu — eða Hlíðarhúsastíg, eins og hann kallaði hana. Við lölluðum götuna langleiðis og síöan út í Eyju — Örfirisey. Hann nefndi mér hvert hús við gö.tuna með nafni, gat þess, hver það hefði byggt og liver þar byggi nú. Þetta var mikil mannkynssaga. Við byrjuðum á Bryggjuhúsi Duus og enduðum í Selsvör og fórum svo út í Eyju. Þegar við komum að Vesturgötu 40, sagði Nilli vinur minn: „Þetta er nú gamla húsið hans Símonar Beck, það þarf víst ekki að kynna þér það?“ — Nei, það var óþarfi, þangað hafði ég svo oft komið, séð fallegar bækur gamla smiðsins og notið góðra veitinga konu hans og I DAG | í KVÖLD | rabbað við virý^mína, syni þeirra hjóna. Oftast báða I senn, því að svo samrýndir voru þeir, aö venju- lega bar fundum okkar saman Þnggja. • Nú er Brvnjólfur látinn, og þótt fjöiskyldu hans allri sé vafalaust söknuður að honum, er mér nær að halda að að Símoni bróður hans sé þar þó mestur harmur kveðinn. Brynjólfur Beck var trúlega ekki í hópi þeirra, sem taldir eru móta bæjarfélög eða heil þjóðfélög. En engu að síður var hann einn af þeim sem settu svip á lítinn bæj- arhluta stórrar borgar, Vesturbæ- inn. Ég veit, að Vesturbæingar munu sakna hans og við, vinir og félagar vildum gjarnan hafa feng- ið að njóta lengur samfylgdar hans. Fyrir hönd æskuvina hans flyt ég ættingjum hans einlægar samúöar- kveðjur. Birgir Kjaran. ANDLAT Hjálmar gerir sér svo dælt við vinkonur 'mínar, að ég hef ákveð- ið að henda í hann hringnum. — Bara að ég gæti nú munað hvaða hringur erfrá honum. ______ mm Norðaustan og austan gola, bjart veður að mestu. Hiti ofan við frostmark í dag, en um 3 stiga næturfrost. Jón Steíánsson bóndi, Fjölnis-* vegi 13, andaðist 12. marz sl., 89j ára að aldri. Hann verður jarðsung* inn frá Fossvogskirkju á morgun* kl. 10.30. “ Bæjarfréttir. Skallagrímur liinn nýi veröur leystur úr sóttkvi í dag. Hann er hlaðinn kolum. Vísir 20. marz 1920. SKEMMTISTAÐIR • Sigtún. Trúbrot leika í kvöld. Ingólfscafé. Gömlu dansarnir i kvöld. Hljómsveit Garðars Jó- hannessonar, söngvari Bjöm Þor- geirsson. Skiphóll. Hljómsveit Elvars Berg, sóngkona Mjöll Hóim. — Hinn bráðsnjalli Jörundur skemmtir. Klúbburinn. Opus 4 og Rondó leika. Þórscafé. Combó Þórðar afi og Acropolis leika. Silfurtunglið. Trix skemmta f kvöld. Glaumbær, Roof Tops og diskó tek. Tjamarbúö. Varúð leikur f kvöld kl. 9—1. Hótel Loftleiðir. Hljómsveit Karls Lilliendahl, söngkona Hjör dís Geirsdóttir, tríó Sverris Garð arssonar. Andree Paris skemmtir. FUNDIR I KVÖLD • í kvöld klukkan 20.30 gengst Listkynningarnefnd Stúdentafé- lagsins fyrir bókmenntakynningu fyrir almenning í Norræna hús- inu. — Rithöfundarnir Stefán Hörður Grímsson, Einar Bragi og Jón Óskar lesa upp úr verkum sínum. Sigurður A. Magmísson talar um höfunda á undan upp- lestri þeirra. AA-samtökin, samkoma í kvöld í Neskirkju kl. 9. H jálpræðishérinn? í ' kvöld td. 20.30, hiálþíi'rfTókktJK'' Kristniboðsvikan. Samkoma i húsi KFUM og K við Amtmanns- stíg í kvöld kl. 20.30. Kristniboðs þáttur, myndir frá Eþíópíu. — Nokkur orð Jón Dalbú Hróbjarts son, Ragnar Baldvinsson, söngur. Aðventkirkjan. Samkoma í kvöld kl. 20.30 á veguni ungmenna safn Föstudeagsgirein - v>- 9. síðu Þannig hegða þeir sér, þrátt fyrir það, að talið er, að hér hafi veriö að undanförnu hin mestu uppgripaár. Atvinnuá- stand hefur verið svo gott, að talað er um, að skortur sé á vinnuafli og vilja sumir þakka þetta heillavænlegum afleiðing- um af þátttöku í EFTA, en aðr- ir telja að lokun Súez-skurðar- ins og auknar skipatekjur eigi ekkj síður þátt í því. Þó er hér ein atvinnugrein. sem á í miklu basli og það eru fiskveiðar og sjávarútvegur. Þó nokkur síld kæmi hér fyrr í vet ur, var það ekki nema svipur hjá sjón mötj því sem fyrrum tfðkaðist og nú standa Norð- menn' frammi fyrir því vanda- máli, og það í miklu stórkost- legri mæli en við íslendingar, að þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við allan síldveiði flota sinn, þessi stóru og glæsi legu skip, sem þeir hafa smíð- að á síðustu 10 árum. Hefur mér verið sagt, að þetta séu hvorki meira né minna en 400 skip, sem Iiggja svo að segja aðgeröa- laus. ]\Tú á dögunum vildi svo til 1 að hér voru saman komnir á hðfninni í Björgvin- ellefu slik ir síldveiðibátar af stærstu og fullkomnustu gerð. Þeir voru að taka veiðarfærin um borð mikl- ar og dýrar snurpinætur og búa sig á annan hátt út til veiða. En nú er ekki gert út á vorsíld, því hún er ekki til, heldur voru fiskimennirnir að fara í einum flota til veiða. við vesturströnd Afríku. Þeir höföu ráðið sig og skip sín með sérstökum og nokk uð óvenjulegum samningi hjá út- gerðarfyrirtækí á Bahama-evju. í honum skuldbundu þeir sig til að veiða hvar og hvenær, sem fyrirtækið óskaði og skyldi hver sjómaður hafa fast kaup 2000 norskar krónur á mánuði, sem gerir uni 24 þúsund íslenzkar krónur auk þess eina ltrónu fyr ir hvert torjn af afla, sem þeir kæmuimeð að landi. Þetta þóttu þeim ákafleea góð kjör, en sjó mannafélagið fann að því hér, að j samningum hefðu engin skil vrði verið sett um greiðslutrygg ingu, svo að fiskimennirnir þvkja gera þetta í allmikillj ó- vissu. Meiningin er að levaia aflann upp f móðurskip. Við það að tala við menn hér, verð ég lítið var við allan þann gröða, sem Kúld er stundum að segja i greinum sínum að norskir sjó- menn hafi Þó eitthvað veiðist hér, er aflamagn við Noregs- strendur yfirleitt miklu minna en tiðkast heima. Ef maður seg- ir þeim, að aflahlutur á þorsk- veiði á Vestfjörðum í janúar sl. hafi komizt upp í 60 þúsund krónur þ.e. 5000 norskar krón- ur, þá trúa þeir ekkj slíkum Múnchausen-sögum. Auðvitaö reynir maður líka að gera samanburð á lífskjörum hér og heima og það má vera, að hann verði neikvæöur á þessum síðustu og verstu kreppu tímum okkar Islendinga. sérstak lega eins og gengisskráningin er, en að því verður að gæta að það eru margar hliðar á þessu máli.> Mér er sagt, að laun verka- manna hér í Noregi séu i kring um 20 þúsund íslenzkar krónúr á mánuði eftir núverandi gensi, eða iafnvel vfir bað. Þetta virð- ist við fyrstu sýn taisvert miklu meira en tíðkast heima og þetta fá þeir aðeins fvrir venjulega dagvinnu. Hér tíðkast engin eftir vinna og er það kostur í sjálfu sér, menn þræla sér ekki eins mikið út. en hér hafa menn heldur enga möguleika til að drýgja tekjur sínar eða skapa sér aukavinnu, og þaö er mikl- um mun fátíðara hér en heima, að húsmæður geti aflað sér nokk urrar vinnu utan við heimilis störf. Þetta hefur sín áhrif að halda niðri lífskjörum og bæla niður sjálfsbjargarviðleitni. enda eru íbúðarhús og heimilishald yfirleitt ekki eins ríkulegt og komizt liefur upp í vana heima. Þvi að hér kenuir svo aftur verðlagið á mótj hárri krónu- tölu launa effir gengi. Það gera fáir að gamni sínu hér að kaupa heil steikarlæri nema rétt til mestu hátíð- arbrigða. Og maður kominn frá íslandi furðar sig á því verði, sem er á varningi í búðarglugg um. Það er ekkert óalgengt, að sæmileg karlmannsföt kosti hér yfir 3 þúsund íslenzkar krónur og kárlmannsskór 2 —3 þúsund íslenzkar krónur. Hins vegar er mér líka sagt, að verðlag í búð- argluggum gefj ekki rétta mynd af ástandinu, vegna þess að verzlunarhættir Björgvinjarbúa eru nokkuð sérstæðir. Bæjarbú- ar virðast ekki almennt kaupa vörurnar á því verði sem venju- legast er stillt út í gluggana, heldur haga þeir sér eftir því, hvernig vörur eru seldar á út- sölu. Hér er þó enginn sérstakur útsölutími, heldur tíðkast það allan ársins h.ring, að kaupmenn hafa ,,Salg“ á hinni og þessari vöru. einn daginn á svkri, næsta á þvottaefni, þriðja á ávöxtum o. s. frv. Og svo er það algeng- ur siöur hér að þeir b.ióða við skiptamönnum við og við upp á heitan kaffisopa i búöinni, sem kernur sér vel í kuldanum og hópast gömlu konurnar þá i kringum þá. Það er hin mikla list Björgviniar-búa að fylgjast vel með. bví hvar er „Salg“ í hverri vöru. þannig framfleyta þeir sér, en þessu fylgir miklu meiri umhugsun og áhygg.iur út af vöruverði yfirleitt en þekkist heima hjá okkur. Það þykir undarleg þverstæða í bæjarstjórnarmálum Björgvinj ar aö hún er undir meirihluta stjórn jafnaðarmanna, en félags og framfærslumál eru þó mjög ófullkomin i henni. Sérstaklega þykja húsnæðismál og mál aldr- aðra vera í mikilli niðurníðshi og býr margt gamalt fólk í al- gjörlega ófullnægjandi húsnæði, sem skortir hita og hreirtlætis tæki, jafnvel rennandi vatn. Við Reykvíkingar virðumst því ekki geta sótt neinar fyrirmyndir í þessu efni til jafnaðarmanna- bæjarins Björgvinjar. En í öðru getum við haft hann til fyrirmyndar. Það hefur ný- lega verið ákveðið að sameina Björgvin og nærliggjandi sveitar félög í eitt og stofna Stór-Björg vin. Það eru fjórir „Kópavogar“ sem þannig renna inn í bæjar félagið og íbúatala borgarinnar hækkar við þetta úr 115 þúsund og yfir 200 þúsund. Sameining in er flókið mál, sérstaklega fjárhagsmálin. En allir eru sam riiála um það, að hún sé hið mesta nauðsynjamál. Það gæti ekki gengið að hver bauki og skipuleggi í sinu horni, heldur þurfi sameiginlega stefnu og stjórn fyrir sameiginlegt borg- arsvæði. Þorstcinn Thorarensen. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.