Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 5
. Fbstudagur 20. marz 1970. 5 □ Mörgu ábótavant í umferðinni JT^agmn er nú farið að lengja, og kann því að vera minni iiaetta en áður, en gott er þó að sjá, að umferðarlögreglan gefur þeim bifreiðum (ekkj sízt vöreöutningabifreiöum) gaum, sem aka með númer, bakljós og srvo nefnd , kattaraugu“ alger- lega hulin aur, þannig aö ekk- ert sést. í rökkrinu voru þessar bif- reiðir oft enn hættulegri kyrr- stæðar, jafnvel á þeim stöðum, þar sem enginn gerði ráð fyrir bifreiðastöðum. Ýmis stærri fyrirtæki láta nú aka starfsfólki sínu að og frá vinnustað. Hafa í þessum til- gangi verið keyptar gamlar bif- reiðir, m. a. gamlir strætisvagn- ar eða hópferðabifreiðir. Starfs- fólksbifreiðir þessar stöðva á hinum einkennilegustu stöðum, sjálfákveðnum — eða ákveðn- um eftir samkomulagi við starfs fólk. Misbrestir eru á, að þeir, sem út úr' stTga, gibti varúðar, þegar farið er t. d. fram fyrir bifreiðina, og þá frá hægri götu- brún yfir á þá vinstri. Líka er mikill misbrestur á, að bifreiðir þessar gefi nógu glögg ljós- merki, þegar farið er af stað frá hægri götubrún, og ætti það að vera alger skylda, að bif- reiðir sem þessar hefðu mjög stóran útispegil til afnota fyrir bifreiðastjórana, svo og, að stefnuljós væru nægilega stór, greinileg og hrein. Göngubrautir hafa ekki náð neinni hefð í umferðinni. Eru alhr i sömu óvissunni (og ótt- anum), — alger ruglingur í rétt indum og skylduni. Mjög er hættulegt, þegar bifreið stöðvar á annarri akrein, og fólk skýzt svo framundan viökomandi bif- reið, en önnur gætir sín ekki, og ætlar á fleygiferð fram úr (gagnbrautarslysin svonefndu). Mtmar oft svo mjóu, að setja þyrfti reglur um, að sú bifreið, sem stöðvar, gefi merki út á auðu akreinina (til að vara að- vífandi bifreið við). Nauðsyn- legt er einnig, að fólk gefi merki, ef það ætlar út á göt- una. Utanbæjarmönnum þvrfti að kynna umferðarreglur hér í höfuðborginni, t. d. gatnamerk- ingar o. fl. Ætti það aö byggj- ast inn í ökukennslu (og próf) úti á landi, að höfuðbörgar- svæðið værj kynnt með mynd- um og teikningum við munnlegt próf (undirbúning ökuprófs). „Pedes“ HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 9 ÞriSjungur utvinnuluusru / Hufnurfírði um sjötugt — treysta sér ekki i vinnu eins og togaralöndun # Menn athuga það ekki að mikinn mannskap þarf til að losa togara ef vel á að ganga og þvi engan veginn óeðlilegt að beöið sé um aöstoð frá skól- unum, þó að nokkurt atvinnu- leysi sé skráð, sagöi Hermann Guðmundsson, formaður Verka- mannafélagsins Hlífar í viðtali við Vísi. Töluverða athygli vakti, þeg- ar togarinn Maí landaði í Hafn- arfirði í fyrradag og leita þurfti til Flensborgarskóla til að fá vinnuafl til að losa togarann. Þá voru um 90 menn og konur skráð atvinnulaus í Hafnarfirði. Þar af um 30 karlmenn. Það vill gleymast, að veruleg- ur hluti karlmannanna eru aldr- aðir menn, sem ekki treysta sér í slíka vinnu, sagði Hermann Guðmundsson. Um þriðjungur er um sjötugt, að því er Helgi Jónsson sagði í viðtali viö Vísi, en hann hefur umsjón með at- vinnuleysisskráningunni í Hafn- arfirði. Þá eru m.a. smiðir og húsgagnabólstrari skráðir at- vinnulausir. Það er þeirra mál, hvort þeir vilja fara i uppskip- un eða ekki, sagði Helgi Jóns- son. Verkamennirnir missa at- vinnuleysisbæturnar ef þeir taka ekki þeirri vinnu, sem býðst, en fagmenn eru ekki skyldaðir til að taka hvaða vinnu sem er. Helgi Jónsson sagði að mikill hluti kvennanna. sem voru skráðar atvinnulausar, fái nú vinnu i Bæjarútgeröinni vió fiskverkun vegna löndunar Maí. Hann taldi ekki óeðlilegt þó að vinnuafl vantaði við uppskipun úr togaranum. Það væri erfitt að halda mannskap við höfnina, þegar ekkert væri þar að gera svo mánuðum skiptir. —VJ— MGMúhiH eg hvili fm JjJ „ med gleraugum frá lyllf Austurstræti 20 . Sími 14566 * (SLENZKAN IÐNAÐ VEUUM (SLENZKT .vsvSHiivSKSs. JBP-GATAVINKLAR :<•:•:• 1B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4*7 13125,13126 • Frá fisklöndun í Hafnarfirði fyrir ári, — úr reykvískum togara, sem leitaði suður eftir þar eð reykvískir verkamenn fengust ekki. Frá Guöspekifélaginu A Fundur verður haldinn í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22, föstudaginn 20. marz kl. 9 síðd. Húsinu lokað kl. 9. Erindi: Sigvaldi Hjálmarsson Hljömlist: Gunnar Sigurgéirsson Fermingardömur Höfum opið á sunnudögum fyrir fermingar. Gjörió svo vel aö panta strax. Hárgreiðsliistofan LÍSA Hrísateig 47 . Sími 38675

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.