Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 20.03.1970, Blaðsíða 6
V1SIR . Föstudagur 20. marz 1970. ÞJÓNUSTA SMURSTÖÐIN ER OPIN ALLA DAGA TIL KL. 18.00. HEKLA HF. Laugaveg 172 - Símj 21420 FORNARVIKA KIRKJUNNAR HJÁLPUM KIRKJUNNI AO HJÁLPA liefur lykilinn að betri afkomu fyrirtœkisíns. •. • . ... og v!8 munum oðstoða þig vi8 08 opna dyrnar 08 auknum viðskiptum. VÍS/R Auglýsingadeild Aðalstrœti 8 Símar: 11660, 15610,15099. Bj'órn Pálsson alþingismaður, Löngumýri: F járf estingarf élagið bætir engin vandkvæði 'T'ímanlega á þessu þingi flutti Eyj'ólfur Konr. Jónsson frum- varp til laga um Fjárfestingar- félag íslands hf. ásamt Bene- dikt Gröndal. Svipað frumvarp hafði Eyjólfur flutt á næsta þingi á undan, en þá dagaði það uppi. Milli þinga vann Eyjólfur að því að afla frumvarpinu fylg- is. Leitaði hann einkum til Verzlunarráðs lslands og Félags ísl. iðnrekenda til stuönings. Lét Eyjólfur að því liggja í fram- sögu, að þeir væru frumkvöðlar að þessu hugarfóstri. Taldi einn- ig, að samþykkt frumvarpsins mundi gera okkur mestu vel- megunarþjóð veraldar. Ég álít rétt, þar sem frumvarp þetta er frumlegt aö skýra frá efni þess og fara um það nokkrum orð- um. Verzlunarráð íslands og Félag fsl. iðnrekenda skulu samkvæmt frumvarpinu hafa forgöngu um stofnun Fjárfestingarfélagsins, og þeir aðilar, sem samtök þessi kveðja til. Hlutaféð skal eigi vera minna en 80 milljónir. Einka- bönkum og opinberum sjóðiun í landinu er heimilt að kaupa og eiga hlutabréf í félaginu, án til- lits til gagnstæðra ákvæða laga um þessar stofnanir skal stofn- unum þessum jafnframt heimilt að vera fullgildir stofnendur aö félaginu. Félagið skal vera skatt- frjálst til 1977 hliðstætt og Landsbanki íslands. Verkefni Fjárfestingarfélagsins skulu meö al annars vera þessi: 1. Að vera frumkvöðull aö stofnun, endurskipulagningu og sameiningu atvinnufyrirtækja. 2. Að kaupa, eiga og selja hlutabréf 1 atvinnufyrirtækjum og skuldabréf þeirra. 3. Að greiða fyrir útgáfu hlutabréfa og skuldabréfa at- vinnufyrirtækja með beinni og óbeinni þátttöku í útboöum og annarri dreifingu á þeim. 4. Að útvega, veita og á- byrgjast lán til atvinnufyrir- tækja, sem félagiö tekur þátt í og beitir sér fyrir. 5. Að taka þátt í rannsókn- um á atvinnunýjungum og til- raunum með þær og hafa milli- göngu um öflun og sölu á rétt- indum til hagnýtingar þeirra. 6. Að annast tæknilega og viðskiptalega ráögjafaþjónustu við stofnun og rekstur atvinnu- fyrirtækja. Óskyld verkefni Eins og sjá má, er hér um ó- skyld verkefni að ræöa, sem grípa inn í starfssviö stofnana, sem þegar eru fyrir. Félaginu er ætíað að hafa frumkvæöið að sameiningu og endurskipulagn- ingu hlutafélaga að því er mér virðist á ölíum sviðum þjóöfé- lagsins. Til þess þarf yfirgrips- meiri þekkingu og hæfni en á- stæða er til að ætla, að þetta félag hafi, Vafalaust getur ver- iö ástæða til að sameina félög í vissum tilfellum. En það á að gerast eftir eigin óskum þeirra og fyrir frumkvæöi aðilanna sjálfra, sem gerst þekkja að sjálfsögðu hvað bezt hentar í því efni. Annað höfuöverkefnið á að vera aö eiga og braska með hlutabréf. Við erum kotríki, eig- um tiltölulega mörg hlutafélög, en lítiö af hlutabréfum, sem hafa varanlegt verðgildi. Kaup- hallir þrífast tæpast nema í stór um ríkjum. Að sjálfsögðu getur félag eða einstaklingar stofnað og starfrækt sölumiðstöö fyrir hlutabréf. Til þess hafa eigi ver- ið skilyrði eða ástæða þótt til þess. Við eigiun nóg af hlutafé- lögum, og engin vandkvæði hafa verið á að fá hlutabréf prentuð eða skuldabréf samin, enda eigi skortur á lögfræðingum í þessu landi. Fjórði starfsliðurinn er um að útvega, veita og ábyrgjast lán til atvinnufyrirtækja, sem félagið tekur þátt í eöa beitir sér fyrir. Eigi er óeðlilegt, aö félag þetta reyni að útvega lán til eigin fyrirtækja. Hins vegar hygg ég, að lánstraust erlendis hljóti að verða dálítið takmark- að, jafnvel þótt hlutafé eigi aö vera að nafninu til 80 milljónir. Hins vegar hefur rfkið beint eða óbeint orðið aö standa bak við fiest erlend lán. Ástæða er til að ætla, að svo muni verða fram vegis. Bezt er að skulda sem minnst, en beri nauðsyn til að taka lán, hygg ég, að félag sem þetta muni engum straumhvörf- um ráða. Fimmti og sjötti starfsliður eru annars eðlis. Þar á félag þetta að gerast ráðgjafi atvinnu- fyrirtækja, tæknilega og viö- skiptalega, og ennfremur að ann ast tilrauna- og rannsóknastarf- semi. Hingað til hefur rfkið eöa stofnanir þess annazt þessa starfsemi að mestu, beint eöa óbeint. Til er rannsóknarráð rík- isins, rannsóknarstofnanir sjáv- arútvegsins, rannsóknarstofnun byggingariönaðarins, rannsókn- arstofnun fiskiönaðarins, rann- sóknarstofnun iðnaðarins og rannsóknarstofnun landbúnaöar ins. Án efa má eitthvað að þess- um stofnunum finna, því að ekk- ert er fullkomið. En þá er rétta leiðin að efla þessar stofnanir með bættum starfsskilyrðum og hæfum mönnum í stað þess að fela fjárvana braskfélagi að vaða inn á starfssvið þeirra. 1 Er rétt að einkabankar og op- inberir sjóðir gerist aöilar að braskfélögum? Seölabankinn gefur út fróð- legt og þarft rit, sem heitir Fjár- málatíðindi. Þar er ágæt ritgerð um hlutverk lánastofnana. Upp- haf hennar hljóðar þannig: „Hlutverk bankastofnana er fyrst og fremst fólgið í öruggri varöveizlu og ávöxtun fjár fyr- ir þá, sem þess óska. Leiðin að því marki er fólgin í lánveit- ingum til þeirra aðila, sem telja sig hafa þörf fyrir lánsfé og geta veitt nægilega tryggingu fyrir endurgreiöslu“. 1 ritgerð þessari er hvergi tal- aö um, að hlutverk lánastofn- ana sé að eiga í hlutafélögum. Það gefur auga Ieið, aö eigend- ur hlutafélaga verða að sjá þeim fyrir nauðsynlegu rekstrarfé, eigi þau aö geta starfaö. Félög, sem bankar eiga hlut í, búa því við allt aöra aðstöðu en önnur félöig. Forráðamenn viðkomandi banka geta tæplega tekiö óhlut- dræga afstöðu gegn slíkum fé- lögum. Sparifé það, sem bönkum er trúað fyrir, getur á þann hátt verið notað í vafasamt brask, og því getur fylgt margþætt spill íng. Ég held þvf, að það væri frekar óviturlegt af íslenzkum einkabönkum að fara inn á þá leiö að gerast meðeigendur að braskfélöguifl og gera að engu með einni setflingu þau laga- ákvæöi, sem um það hafa gilt. Einkabankar hafa eigi ríkisá- byrgð fyrir spariinnlánum, og hvar verður numið staðar, ef inn á slíka leið er farið? Veröa eigi flestar lánastofnanir þá fyrr en varir orðnar meðeigendur í fyrirtækjum gegnum áróður eða mútur? Bankafyrirtækin heföu betri aðstöðu með útvegun láns- fjár. Önnur fyrirtæki gætu tæp- ast þrifizt jafnhliöa þeim. Ég álít því, að þama sé verið að fara inn á óeðlilega og hættu- lega leið. Lög um hlutafélög Til eru lög um hlutafélög. Vera má, að breyttar aðstæður valdi því, að þörf sé þar á breyt ingum. Þá er að gera þær. Henti iðnrekendum að sameina fyrir- tæki sín í stærri einingar og þurfi til þess breytta löggjöf á einhverju sviði, held ég, að allir telji eðlilegt að verða við skyn- samlegum óskum 1 þvi efni. Það þarf að vera samræmi í þeim að- gerðum, og þær þurfa að vera byggöar á reynslu og þekkingu. Undanþága frá skattgreiðslu Lagt er til, að Fjárfestingar- félag þetta verði skattfrjálst til ársins 1977. Eigi er ólíklegt, að farið verði fram á, að þetta skattfrelsi verði framlengt, þeg- ar þar að kemur. Hafi vemdarar þessa félags góða aðstöðu þá, gæti þetta skattfrelsi staðið lengur. í skjóli þess gæti átt sér stað margþættur rekstur og éf til vill einhver smáspilling. Ráð- herra bankamála lýsti því yfir, í umræðum á þingi, að félag þetta beri eigi að skoða sem lánastofnun, og muni því eigi heyra undir bankamálaráðu- neytið. 1 lýöræöislandi eiga sömu lög að gilda fyrir alla. Sé horfið af þeirri leið, ér lýðræð- inu hætt, og hvar em takmörk- in? Geta eigi fleiri aðilar farið fram á að fá með sérstökum lögum leyfi til að stofna skatt- frjáls félög til einhvers konar reksturs eða rannsóknarstarf- semi. Otvegsmenn, eigendur frystihúsa, mjólkurbú, bænda- samtökin eða jafnvel Alþýðu- sambandið. Ég held, að þetta sé dálítið vafasöm leið. Hvar eiga takmörkin að vera? Hvenær á að stinga við fótum? Lokaorð Tækniþróun er ör nú á tím- mn, og við verjum ef til vill of litlu fé til rannsókna og nýj- unga á sviði atvinnulífsins. Fiski málasjóður hefur nokkur fjár- ráð, sem hann má verja til þeirra hluta á sviöi sjávarútvegs ins. Ég hygg, að viturlegt væri að stofna sjóð vegna iönaðarins i sama skyni með beinu fram- lagi frá ríkissjóði eða iðnþróun- arsjóði. Stofnlánasjóöir atvinnu- veganna mættu gjaman hafa meiri fjárráö. Þeir hafa verið margskertir með endurtekmun gengislækkunum. Þá þarf að auka með góöri fjárstjóm og auknu eigin fé. Engin vand- kvæöi veröa bætt með stofnun braskfélaga, sem borin em uppi með lagastoðum, sem byggjast á ranglæti og hættulegum laga- breytingum. fer frá Reykjavík miðvikudaginn 25. þ. m. til ísafjarðar. Vörumóttaka á mánudag og þriðjudag í A- skála. H/F EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS VÖRUBÍLL M.s. Gullfoss Til sölu stór þriggja öxla vörubíll, sem þarfnast lag- færingar, verð og greiðsluskilmálar samkomulag. — Uppl. 1 síma 34033 á kvöldin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.