Vísir - 02.04.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 02.04.1970, Blaðsíða 7
7 2. cTMenningarmál Sigurdur Jakobsson • skrífar um kvikmyndir: RJOMAKÖKUHUMOR The Party Leikstjöri: Btake Edwards Handrit: Blake Edwards, Tom Waldeman og Frank Waldeman Tdníist: Henry Mranetni Kvflonynthm: Lucieit B»I1- aed Aftalhlutverlr. Peter Seflees, CJatnRne Longet. Tóttafaió. TJtruod i V. Bakhsi er mdversk- ar kvikmyndaleikari sem kaöaöwr er trl Hoflywood til aft teika Indverja £ nýrri risakvik- mynd frarrvteidandans Freds Clatterbacks. Fyfir rmstök og klaufaskap eyóileggur hann leik tjöld sem nota átti vi?5 töku myndarinnar og er rekinn. — Skömmu siöar en honum boöiö einnig fyrir mistok, £ veizlu tfl fyrmefnds Ctatterbacks þar sem hann smám saman setor aftt á annan endann. Það fer ekki á mifti máia að mynd þessi hefur veriö gerð og undirbúin meö það fyrir augum, að Peter Setlers iéki aðalhlut- verkið og bæri hka og þunga dagsins. Sellers hefur leikið í fjölda mynda af þessu tagi og hafa margar þeirra verið sýndar hér. Undantekningarlítið er hann látrnn leika einhvers konar Hans klaufa eða hálf'vita sem lendir i furðulegustu ævintýr- «m» og vandræðutn en hreppir þó prinsessuna að iokum. Ameriskar gamanmyndir og þá einkum svokaJIaðar Peter Seilers-myndir virðast allar vera gerðar eftir sömu formútanni. Fyrri htatmn er tiitöiuiega hæg ur og þegar bezt lætur fyndinn, en er á myndina líður æsist leik- urinn gjaroa, fóHc hleypur til og frá, brýtur rdðar spautar vatni hvert á annað og að lokura end- ar aftt i kaos. Tílit veizta er gerð uákvæm- iega eftir þessari formúlu. Fyrri hiuti myndarinnar er nokkoð vei gerður og á köflum fyndinn. Seinni hlutinn er hins vegar stór um risiægri og sárasjaidan fyndinn, en það mun þó vera ætiunin. Það er freistandi að bera veizhxatriðió i fyrri htota myndarinnar saman við svipaö atriði í mynd Jacques Tati „Play Time“ sem hér var sýnd fyrir skömmu. Fyndnin í veizluatrið- inu i „The Party“ er í megin- atriðum byggð á klaufaskap Sefiers og kiaufaskap drukkins þjóns. Þessir tveir eru aflvakar alira þeirra „spaugilegu" at- vika sem gerast við veizluborð- ið. Kona fær kjúkling í hausinn, víni er hellt yfir virðulega veizlu gesti og rjómatertur fljúga milli borösenda. Fyndnin er sem sagt í því fólgin að gera hlutina sem afskræmislegasta með sem einföldustum aðferðum, og Villt veizla: Peter Sellers og Clautine Longet. veiztagestir aörir en Sellers eru aðeins þolendur þ.e. þeir gegna því eina hlutverki að vera virðu lega klædd fórnardýr fyrir rjómakökuhúmor leikstjórans. Hjá Tati er fyndnin á annan veg Hann leitast við að skemmta áhorfendum án þess að af- skræma hlutina eöa stilla upp einhverju fórnardýri sem allir geta hlegi'ð að, hvað þá hann notist við jafnódýra fyndni og drukkinn þjón sem klínir rjóma tertum framan í fsnt fólk. — Fyndni Tatis er umfram al'lt eðlileg og blátt áfram, andstætt fyndni Edwards sem er þvinguð og óraunveruleg. En það er varia sanngjamt að bera Blake Ed- Wards saman viö Tati og raunar ógerningur svo ólík sem afstaöa þeirra til viðfangsefnis síns virð ist vera. En allt um þaö jaðr- ar „Villt veizla" á köflum við að vera sæmileg afþreying, og er þaö einkum ieik Peter Sellers að þakka. Ólafur Jónsson skrifar kjallara: Kvikmyndir og gagnrýni Tj'Iest eða öll dagblöðin'hafa á aö skipa nokkurn veginn reglubundnum umsögnum um kvikmyndir. Hvað sem öðrum verðleikum þeirrar gagnrýni líð- ur, sjálfstæðri umræöu og list- rærm mati gagnrýnenda, eiga kvikmyndaumsagnir blaðanna augljósu leiðsöguhlutverki aö gegna, að gefa lesendum hug- mynd um, verða þeim trl leið- beiningar um kvikmyndafram- boðið á hverjum tíma og kvik- myndaval við þeirra hæfi. Það er ekki lítil hlutdeild sem kvik- myndahúsin i bænum eiga í dag legu menningarlífi. Átta Jtvrk- myndahús starfa í Reykjavik, ellefu að Hafnarfirði og Kópa- '/ogi meðtöldum og hafa daglega á boðstólum minnsta kosti jafn margar myndir á tveimur eða þremur sýningum hvert þeirra. Og þar við bætast sérstakar barnasýningar um helgar og há- tiðir, — tíu slíkar myndir um páskaheigina til dæmis. Þetta er æðimikiö framboð mikið menningarstarf innt af liendi á ekki stærra markaðs- svæöi en hér er til að dreifa. Enginn hvgg ég samt að sé öf- undsverður af því hlutskipti að fylgjast að staöaldri með kvik myndasýningum í Reykjavík, sjá þetta tvær til þrjár myndir viku lega, hiö minnsta, og reyna sið an til að gera þeim skil og meta sanngjarnlega verðleika þeirra og erindi á markað. Skyldu ekki einhverjir þeirra, og fleiri áhuga samir bíógestir en ég, hafa þá reynslu að viku eftir viku sé ekki tfl þess hugsandi að fara á bíö — af þeirri einföldu á- stæðu að engin boðleg mynd er til sýningar? Þó er satt að segja engin ofurkrafa gerð til kvik- myndahúsanna: engin önnur en að þau miðii fjölbreyttri af- þreyingu við hæfi sem flestra á horfenda, iáti sér ekki nægja markað frumstæðustu reyfara og glysmynda heidur sýni einn- ig myndir sera fjalla um raun- veruleg efni hvort heldur er tii gamans eða í alvöru, gefj þvi gaum að kvikmyndin er stórfelld asti vettvangur listrænnar sam tíðarlýsingar, til dæmis, og að þau reyni að fá myndir nokkurn veginn nýjar af nálinni til sýn inga. Enga þessa kröfu stenzt neitt bíóið í Reykjavík. Þetta er skrýtið, þó ekki væri af öðru þó af því að kvikmynda húsin virðast nógu mörg til að skipta með sér verkum, viöhafa nóga fjölbreytni í myndavali til að svara sem flestum þörf- itm og áhugamáium áhorfenda. Þær þarfir og áhugamál hafa þau sjáif átt og eiga þrátt fyrir aftt kost á aö móta með hverri kynslóð bíógesta af annarri. Það er að sönnu nokkur daga- eða öllu heldur vikumunur á bíóun- um í Reykjavík og myndakosti þeirra. En einasta samfellda stefna, varanleg þörf og áhuga- mál sjálfra þeirra virðist vera að flytja hina léttvægustu af- þreyingu, einatt eins og þau sæk ist beinlínis eftir úrkastxnu úr amerískri og amerísk-kynjaðri kvikmyndagerö. Að svo komnu á áhugasamur og vandvirkur gagnrýnandi kvikmynda varla annars kost en banda frá sér báðum höndum, kominn á bíó er hann i raun réttri kominn í arman heim úr samhengi við aWan daglegan veruieik, ailt sem ann arsstaðar gerist. í stað þess að bíóið veröi gluggi út til umheims ins verður það rökhelt vígi um úrelt skemmtanamat. En verkefni hans hlýtur að vera að upplýsa um þetta á- stand, lýsa því og skýra það — og krefjast lagfæringar. Við- brögð bíóstjóra eru einnig reynd og kunnug: að skelia skollaeyr- um við gagnrýninni, taka engan þátt í kynningu né umrseðu kvikmynda og kvikmyndalistar, reyna helzt að útiioka vandláta gagnrýnendur frá sýningum sín um. Einnig þetta er menningarpóli tik. Og vafaiaust er myndaval bíóstjóra tilkomiö af áhuga þeirra að sinna þeim áhorfenda hóp sem þeir telja sér tryggast an og þá líklega unglingamark aðnum fyrst og fremst — þö barnasýningar bíóanna segi ó- fagra sögu um rækt þeirra viö sína yngstu og áhugasömustu á- horfendur. En það er kannski ekki beinlínis ástæða til að vor- kqnna þeim þegar einnig þessi markaður bregzt, hin sama af- þreying komin inn í hverja stofu í sjónvarpinu. Þá er einfaldlega engin þörf fvrir átta eða ellefu bíó lengur. Ekki til þessara nota. SCHAUB-LDRENZ ITT Ferðatœki GELLIR sf, Garðastræti 11 Simi 20080 Sendiráðsstarfsmaður óskar eftir oð taka á leigu 6 herb íbúð eða einbýlishús sem næst miðbænum Tilb. sem tilgreina fermetrafjölda og húsaleigu óskast send biaöinu fyrir 10. þ.m. merkt „7766“ Stimplai Stimpla- vörur Fram- kvœmum alla prentun Sækjum 09 sendum ¥ Hverfisgötu 50 Simi 1061S /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.