Vísir - 02.04.1970, Blaðsíða 4

Vísir - 02.04.1970, Blaðsíða 4
A V1S IR . Fimmtudagur 2. aj?ríl 1970. (íBítita í upptöku- herbergi sjón- varpsins Landsflokkaglíman 1970 verður háð í upptökuherbergi sjónvarpsins dagana 11., 12. og 13. apríl n. k. og verður glímunni sjónvarpað beint. Glímt verður í þrem þyngdar- flokkum fullorðinna en auk þess í unglingaflokki, drengjaflokki og sveinaflokki. Þátttaka tilkynnist til for- manns mótsnefndar, Sigurðar Inga- sonar, pósthólf 997 í síðasta lagi 2. aprfi (í dag). Glímusamband íslands stendur fyrir Landsflokkaglímunni að þessu sinni, en mótsnefndina skipa: Sigurður Ingason, formaður, Sig- urður Geirdal. Tryggvi Haraldsson, Rögnvaidur Gunnlaugsson, Guðm. Freyr Halldórsson, (Frá Glímusam- bandi íslands). Everton / — en Leeds i erfiðleikum i Evrópubikarnum, tapaði heima fyrir Celtic i gærkvöldi EVERTON tryggði sér í gærkvöldi Englands- meistaratitilinn í knatt- spyrnu með 2:0 sigri yf- ir West Bromwich. — Þetta er í sjöunda sinn, sem liðið verður Eng- landsmeistari, fyrst 1890 þá 1914, 1928, 1932, 1939, 1963, og nú 1970. Everton hlýtur 63 stig, 9 stig- um meira en næsta lið, Leeds, sem v.arð Englandsmeistari í fyrra og setti þá met hvað varð- ar stígin, hlaut 67 stig af 84 mögulegum. Manch. LFnited, Arsenal og Liverpool hafa ásamt Everton orðið 7 sinnum Englandsmeist- arar frá stofnun deildarinnar 1888, en fyrstu Englandsmeist- ararnir voru Preston North End og unnu þeir tvö fyrstu árin, en þá var röðin komin að Everton. Huddersfield hefur þegar unnið sér sess að nýju meöal 1. deildadiðanna í Englandi, 1 fyrrakvöld náði liðið sér í stigið, sem til þurfti í leik gegn Middlesborough, leiknum lauk 1:1. Fjórtán ár eru liðin síðan Huddersfield féll í 2. deild. Liðiö var á árum áður mjög sterkt lið, vann 1. deild 1924, 1925 og 1926, þrjú ár í röð, en i bikarúrslitum lenti liðið fjór- um sinnum á árunum frá 1920— 1938 en tapaði í öll skiptin i úrslitaleikjunum. Huddersfield hefur nú 56 stig eftir 40 leiki. I öðru sætj i 2. deild er nú Blackpool með 49 stig. Alex Smith skoraði fyrir Huddersfield eftir 15 mín. leik, en John Hickton jafnaði úr víta- spyrnu 10 mín. síðar. Ipswich jók mjög líkumar á að halda velli í 1. deild með sigri yfir Arsenal i fyrrakvöld. Ipswich sigraði meö 2:1. Hefur Ipswich þá 27 stig að loknum 39 leikjum, eða sama og Sout- I hampton, sem tapaði 0:4 í fyrra- kvöld fyrir Coventry. Þrjú lið eru á þessum tveim á töflunni, Crystal Palace með 25 stig eftir 40 Ieiki, Sheff. Wed, með 24 stig og 39 leiki og Sunderland með 23 stig að loknum 39 leikjum. - JBP - Celtic vann Leeds í fyrri leik Iiðanna í undanúrslitum Evrópu- bikarkeppni meistaraliða f knatfcspymu í Leeds f gærkvöldi. George Conelly skoraði eina , mark leiksins á fyrstu mínútu hans. í Varsjá lauk leik pólska liðs- ins Legia og Feijenoord frá Rotterdam með jafntefli, ekkert mark var skorað. Þessi leikur var hinn undanúrslitaleikurinn. 51 • Hér fer einn skíöakappanna á skíöalandsmótinu á Siglufirði um síðustu heigi. Það má sjá á myndinni, að greitt er „ekið“ gegnum hlið svigbrautarinnar, eða kannski hefur hann verið í bruni og í engu skeytt um hindranir svigbrautarinnar þessi kappi. ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN OPNUÐ í JÚLl • S,l. sumar tók íþróttamiðstöð ÍSÍ að Laugarvatni til starfa. Rættist þá langþráður draumur íþróttamanna að elga þess kost að • Sovétmenn urðu heimsmeistar- ar í ísknattleik í 10. sinri á annan í páskum, en til úrslita léku þeir gegn liði Svía og nægði jafn- tefli til vinnings. Svo vel gátu Sví ar þó ekki gert, yfirburðir Sovét- manna voru algjörir og unnu þeir 3:1. Sovétmenn hlutu einnig Evrópu- meisíÆratitil að launum en það er raunar aðeins formsatriði, en að- eins Evrópuþjóðir tóku þátt í þess- ari Keppni í Stokkhólmi, Kanada- menn tóku ekki þátt að þessu sinni. dvelja saman við æfingar og þjálf- un á stað. þar sem væri ró og frið- ur og æffngaskllyrði góð. Enda þótt húsakynnj að Laugarvatni Sovétríkin fengu 18 stig, Svíar 15, Tékkar 11, Finnland 10, A.- Þýzkaland 5 og PóIIand með eitt stig. Tvö þau síöastnefndu fara nið- ur í b-riðil næstu keppni, sem fer fram í Sviss, en upp úr þeim riðli flytjast Bandaríkin og V.-Þýzka- land. Áhorfendur í Stokkhólmi fengu rétt að lykta af stórtíðindunum í leiknum gegn Rússunum. Lið þeirra byrjaði vel og skoraðj fyrsta mark leiksins, en smám saman kom í Ijós hver hafði töglin og hagldirnar, Rússar reyndust þeim algjör ofjarl. væru ekki að fullu tilbúin og tíðar- farið eins og menn muna eitthvert það óhagstæðasta, sem komið hef- ur um margra ára bil, luku allir sem dvöldu í íþróttamiðstöðinni í fyrra upp einum munnj um það, hve mik- ið gagn og ánægja væri að því, að dvelja þar við æfingar. Nú er verið að vinna að þvi, að ljúka við heimavistarbygginguna og er þess því að vænta að enn bet- ur geti farið um dvalargesti en var s.l. sumar. Ákveðið hefur verið aö starfsemi I’þróttamiðstöðvarinnar hefjist 12. júli í sumar, eða strax að lokinni íþróttahátiö ÍSÍ og síðan veröi stöðin starfrækt til loka ágúst- mánaðar. Forstöðumenn stöðvarinnar f sumar verða þeir Sigurður Helga- son, skólastjóri og Höskuldur Goði Karlsson, forstöðumaður Laugar- dalshallarinnar. Allir aðilar að ISÍ, sérsambönd, héraðssambönd og félög geta sótt um afnot af Iþróttamiðstöðinni á tímabilinu 12. júlf—31. ágúst. Þurfa umsóknir að hafa borizt íþróttamiðstöðvarnefnd ÍSl fýrir. lok maimánaðar n.k. ‘ :«• . Frekari upplýsingar veitir skrif- stofa ÍSÍ eða formaður íþróttamið- stöðvarnefndar, Stefán Kristjáns- son, íþróttafulltrúi. Heimsmeistarar í tíunda sinn Fyrsta bikarkeppni íshokkímanna Mótið hófst fimmtudaginn 26. marz sl. kl. 20 með leik mi’" liðs vamarliðsins af Keflavikurflug- velli ,og a-liðs Skautafélags Akur- eýrar. Fyrri hálfleikur var mjög spennandi, og kom öllum á óvart geta vamarliðsins, sem lék mjög góðan varnarleik. I hálfleik var staðan 1—0 Akureyri í vil, og var farið að gæta taugaóstyrks í liði þeirra. I seinni hálfleik kom fram í liði Akureyringa maður sem gjörbreytti stöðunni, og varð um leið banamaður varnarliðsins, en piltur þessi var Hermanri Haralds- son og skoraði hann 3 mörk á skömmum tíma, en við það breytt- ist staðan úr 1—0- í 4—0 fyrir Ak- ureyri, og urðu það lokatölur leiks ins. Annar leikur kvöldsins var leik- ur a-liðs Skautafélags Reykjavíkur og b-liðs Skautafélags Akureyrar. Var leikurinn mjög hraður og spennandi í upphafi, en varð að hálfgerðum einstefnuakstri hjá Skautafélagi Reykjavíkur er á hann leið. Þó var aldrei um upp- gjöf hjá Akureyringum að ræða, heldur var munurinn að mestu leyti í þvl fólginn að þrek Reyk- víkinganna var svo miklu meira. Úrslit leiksins urðu 7—1 Reyk- víkingum í vil. Þriðji leikurinn var á milli b-Iiðs Skautafélags Reykjavíkur og liðs varnarliðsins, og er óhætt að segja að það hafi verið einn lélegasti leík ur kvöldsins af hálfu Reykvíkinga. Leikurinn var alltaf jafn og gat allt gerzt, þar til leikurinn var flaut- aður af. Varnarliðsrrienn unnu þenn an leik 4—0, og var leitt að sjá að hinn annars góði skotmaður Kristj án Tryggvason var ekki í essinu sínu, enda oft gróflega hindraður. Varnarliðsmenn sáu fljótt varnar- galla Reykjavíkurliðsins, eða rétt- ara sagt fundu fljótt leiðina í mark Reykvíkinga, en hún var sú að taka hinn harða varnarmann Reyk víkinga, Bjöm Ámason, úr ir- "•'rð og skjóta uppi á markvörð Reykja vfkur, en hann virðist eingöngu geta varið niðri. Ungur maður, Steinn Steinsen, sýndi og mjög góð an leik, og má mikils af honum vænta í framtíðinni. Fjórði leikur kvöldsins var svo á milli a-liðs og b-liðs Akureyrar, og var hann mjög spennandi í byrj un, en i hálfleik var staðan 3—1, og höfðu b-Iiðsmenn verið f>.,i til að skora .En í síðari hálfleik komu yfirburðir a-Iiðsins í ljós með bet- ur útfærðum leik og sterkari vöm, enda unnu þeir leikinn 4—1, og voru vel að sigrinum komnir, þvi að þegar b-liðið hafði tapað for- skoti sínu og var orðið undir, þá hreinlega nennti það ekki meiru. Síðasti leikur kvöldsins var svo á milli a-liðs og b-liðs Reykjavikur. Strax í upphafi voni b-Iiðsmenn mjög kröftugir, og var augsýni- legt, að þeir ætluðu ekki aö gefa hlut sinn fyrr en i fullá hnef- ana. Það má segja að „slagskot" þeirra Sveins og Rúnars í a-liðinu hafi bjargað leiknum fyrir liðið. Nú sýndi líka Kristján Tryggvason að hann getur skorað mörk, hvort sem er af löngu færi eða stuttu, enda vom þeir hættulegir í sókn fyrir b-liðj hann og Steinn Stein- sen. I vöminni stóð Bjöm sig vel. Andrés Sigurðsson kom iíla út úr þessum leik, en hann lék f vöm a-Iiðsins. Tvisvar sinnum missti hann menn inn fyrir sig og f bæði skiptin varð mark úr því. Einnig komst hann tvisvar sinnum einn upp, en í bæði skiptin lét hann verja hjá sér, enda skaut hann niðri á Ólaf Björgvinsson, sem stóð sig sæmilega í marki b-liðsins. Beztir í b-liðinu vom þeir Kristj- án, Biörn, Steinn og ÓÍafur í mark * inu, en hann ver vel niðri vfð fs- inn. en missir helzt til mörg skot' inn uppi, enda hættir honum um» of til að leggjast á hnén. I a- líðinu voru þeir Rúnar, sem skoraði 2 mörk og Sveinn með 4 myrk beztir ásamt beim Hannesi og Sig urjóni. Þó var áberandi í þessum leik of mikil harka. Leiknum lauk 6— n fyrir a-liðiö. -ex- AFGRfiDSLÁ ABALStRÆTl S SÍMI M6-ÓO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.