Vísir - 02.04.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 02.04.1970, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 2. april 1970, 3 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Vindlingareykingar minnka um 3°]o í Bandaríkjunum Landbúnaöarráöuneytið i Bandaríkjunum hefur skýrt frá því, að vindlingareykingar þar í landi hafi minnkað um 3% árið 1969. Reyktir voru 528 milljarðar vindlinga árið 1969, en 546 millj- arðar árið áður. Þetta er mesta minnkun reykinga á einu ári síðan skýrsla um skaðsemi reyk inga var birt árin 1963—64, og annað árið í röð, sem dregur úr vindlingarevkingum. Reykingar á mann minnkuöu í fjórða árið í röð. Á hvern mann komu 3.993 vindlingar ár ið 1969, en höfðu verið 4.186 ár ið 1968. Mexikanskur mannfræðingur hef ur komizt að þvi, að Indíánarnir í Mexíkó þjáðust af sárasótt löngu áður en hvítir menn stigu fæti á grund Ameríku. Áður höfðu menn almennt taiið, að Spánverjar heföu komið með þennan ófögnuð til álfunnar. 'Alejando Estrada, 22ja ára pró- fessor í mannfræði við Ameríku- háskólann kvaðst hafa fundið tvær hauskúpur við Yagul í Oaxaca, og hefði fólkið, sem þær voru af tví- mælalaust þjáðst af sárasótt (sýfilis). „Þetta er í fyrsta sinn, sem við höfum getað sannað, að Indiánar hafi haft þennan sjúkdóm áður en Spánverjar komu“, sagði hann blaðamönnum. Hauskúpur þessar voru frá 800 fyrir Krist. MIKIL ATOK í BELFAST ^Tuttugu og átta hermenn og mikill fjöldi almennra borgara særðust í nótt í átökum í Belfast í Norður- írlandi. Lögreglan beitti táragasi til að verja sig gegn áhlaupi æfra kaþól- ikka. Um 600 kaþólikkar réðust á brezku hermennina og köstuðu grjóti og bensínsprengjum. Sjónarvottur segir, að hermenn- jrnir hafi „fallið eins og flugur" í grjóthríðinni. Hermennimir eru úr skozku sveitunum, sem eru mót- mælendur. Kvöldið áður særðust tuttugu her menn I óeirðum á þessu sama svæði. Talsmaður brezka hersins sagði, aö ástandið væri mjög alvar- legt. Sárasótt í Ameríku á undan hvítu mönnunum Umsjón- Hankur Helgason Ambassador og ráðherra: BjóBa sjálfa sig sem gísfa verBi farþegunum sleppt Fréttamenn skýrðu frá því snemma í morgun, að japanski samgöngu- málaráðherrann og am- bassador Japans í Seoul hefðu boðizt til þess að verða sjálfir gíslar jap- önsku stúdentanna, ef þeir leyfðu farþegum flugvélarinnar að fara frjálsum ferða sinna. — Enn í morgun var hin rænda flugvél í Seoul,, höfuðborg Suður-Kóreu. Ríkisstjórn Suður-Kóreu ræddi í morgun, hvað unnt væri að gera til að fá farþegunum sleppt úr haldi. Skömmu áður hafði flugvélin verið dregin út á aðalbrautina, og ræningjarnir höfnuðu tilboði, sem átti að tryggja þeim, að þeir yrðu flutt ir áfram til Norður-Kóreu, ef þeir létu farþegana lausa. Japanski ambassadorinn, Masa hide Kanayama, hefur gengið vasklega fram í samningaviðræð unum og vill nú fela sjálfan sig í hendur ræningjanna, ef önnur ráð finnast ekki til að bjarga farþeguum. Upplýst er, að farþegarnir séu 86 og sjö manna áhöfn frá Bo- eing-flugvélinni. Ræningjarmr eru fimmtán japanskir stúdent- ar úr öfgasamtökum til vinstri. Ástandið var óbreytt laust fyr ir hádegi. Flugumferðarstjórar „veikir" Marglr flugumferðarstjórar í Bandaríkjunum hafa verið „veikir“, það er f verkfalli, síðustu daga. Miklar tafir hafa orðið á flugi víðs vegar um landið. Myndin sýnir farþega á LaGuardia-flug- vellinum í New York, sem leggjast fyrir í hinnilöngu bið eftir flugfari. — Flugfélögin krefjast hundraða milljóna dala skaðabóta vegna tafanna. í gærkvöldi skoraði stéttarfélag flugumferðar- stjóra á meðlimi sína að snúa tii vinnu, og margir „frískuðust“ f morgun. Mýs éta hveiti i Viktoríu. Músaplága í A stralíu „Þetta eru milljónir músa. Menn geta ekkj ekið hraðar en tuttugu mílur á klukkustund, •því aö bíllinn mundi renna, ef menn þyrftu að hemla. Svo mik- il mergð af músum er á vegin- um.“ Þetta sagði lögregluþjónn í einu helzta kornhéraði Ástra- h'u. Mýsnar eru ekki aðeins á veg unum, helduj- einnig í hveiti- geymslunum, hlöðum og búrum á stórum svæðum í fylkjunum Viktoríu og Nýja Suður-Wales. Bændurnir kalla þær fljúgandi teppið. Þetta er versta músaplága i Ástralíu sfðan 1939, og til kom in vegna fyrri offramleiðslu á hveitj og einkar hagstæðrar veðráttu. Sérstakar ráðstafanir eru gerð ar til að vemda sjúklinga í sjúkrahúsum gegn músum. Heilu akrarnir hafa verið uppétnir. 1 hlöðum veiðast allt að 100 mýs á einni nóttu f vatnstunnum meö agni. Kona ein missti allar birgðir sínar af „pillunni", sem mýsnar átu frá henni, og lagði þá til, að pillan yrði notuð til að hindra fjölgun músanna í framtíðinni. Annars binda menn vonir viö ástralska veturinn, sem fer í hönd. Humphrey býr sig undir forsetaframboð 1972 Hugsar sér Kennedy sem varaforsetaefni Hubert H. Humphrey, sem tap- aöi fyrir Nixon í forsetakosningun- um 1968, hefur nú byrjað baráttu fyrir framboði í næstu kosningum. Segja fréttamenn, að hann hugsi sér Edward Kennedy sem varafor- setaefrii, ef til kemur. Humphrey býður sig fram í kosn- ingum til öldungadeildarinnar í haust I fylkinu Minnesota, sínu gamla kjördæmi. Humphrey telur, að Kennedysé nú í þann veginn að endurheimta fyrri hylli eftir slysið í fyrra, og gefur Humphrey Kennedy hærri einkunn en flestir aðrir leiðtogar demókrata gera um þessar mundir. Humphrev verður þó fyrst aö vinna sigur f kosningum til öld- ungadeildarinnar, en hann á víð ramman reip að draga f haust 1 kjördæmj sínu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.