Vísir - 02.04.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 02.04.1970, Blaðsíða 5
V 1SIR . Fimmtudagur 2. apríl 1970. 5 Átta íslenzkir framleiðendur sýna í Khöfn n Átta fslenzkir húsgagnafram- leiöendur taka þátt í húsgagna- kaupstefnu sem verður haldin dag ana 8.—10. maí í Kaupmanna- höfn. Islenzku framleiðen.durnir sýna bæði nýjar og eldri gerðir framleiðslu sinnar. j£ Fyrirtækin, sem taka þátt- 1 kaupstefnunni eru: Kristján Sig- geirson, Trésmiðjan Víðir, Tré- smiðja Kaupfélags Árnesinga, Stál iöjan í Kópavogi, Model-húsgögn, Nývirki hf., Hansa hf. og Trésmiðj- an Kvistur. H íslenzk húsgögn hafa ekki ver ið á sýningum eða kaupstefnum um árabil. —SB— Harður árekstur © Haröur árekstur varö á mánu- dag á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbraútar, þegar bifreið, sem ekiö var norður Háaleitisbraut, var beygt til vinstri inn á Miklu- braut í veg fyrir bifreið, sem kom úr gagnstæðri átt eftir Háaleitis- braut á töluverðum hraða. Bifreiðinni, sem beygt, var inn á Miklubrautina, ók kona og slapp hún án meiðsla, en farþegi með henni, önnur kona skarst á hné og á enni. Ökumaður hinnar bifreiðar innar slapp einnig án meiðsla, en í bifreiðinni með honum var 5 ára drengur, og var hann fluttur á slysa varðstofuna, en meiðsli hans reynd ust smávægileg. Báðar bifreiðirnar skemmdust mjög mikið og varð að draga þær með kranabíl af staðnum. —GP— Hætta að seEja tóbak ti! Sslands Philip Morris tóbaksfyrirtækið hefur nýlega stöövað allar tóbaks sendingar til f'íJands að sinni. Jón Kjartansson ft tstjóri ÁTVR sagði í viðtali við bWSið að sú ályktun væri dregin af þessu, að fyrirtækið heföi hætt að selja framleiðslu sína hingað vegna viövörunarmiðanna, sem eru nú settir á alla sígarettu- pakka. Meðal þess tóbaks, sem Philip Morris hefur selt hingað, eru síga- rettumar Roy, Philip Morris, Marl- boro og Parliament. —SB— AUGLÝSINGAR AÐALSTRyfTI 8 SÍMAR 1*16-60 1-56*10 og 1-50-99 Brotizt inn i Heilsuverndar- stöðina © Brotizt var inn í Heilsuvemdar stöðina á föstudaginn langa og hafði greinilega af verksummerkj um að dæma verið gerð þar mikil leit að peningum og verðmætum, en þjófarnir höfðu á brott meö sér á- vísun, sem var að upphæð kr. 3500. Enginn varð þjófanna var, en þeir höföu slitið 5 síma úr sambandi lik lega til þess að koma í veg fyrir, að boöum yrði komið til lögreglunnar, ef þeir yrðu staðnir að verki. Nokkur sprautuefnisglös höfðu þjófarnir brotið, en annars engu spillt nema þá með sóðaskap sín- um, þvi að sums staðar helltu þeir innihaldi úr glösunum og óhreink uðu gólf. Flesta skápa og skúffur höfðu þjófarnir opnaö í leitinni, en einskis var saknað utan ávísunar- innar —GP— HANN JOHN HEITIR I • Margir voru látnir hlaupa apríl í gær að venju. Vísis- fréttin um komu John Lenn- on vakti mikla athygli og jafn vel lof, enda þótt menn hafi látið gabbast. Margir töldu að myndirnar af Lennon væru klipptar til og falsaðar þannig en þannig Iá þó ekki í málinu. Við leituðum til Jóns Gunnars sonar, ungs leikara, sem kunnur er ekki hvað sízt úr fjölmörgum auglvsinguin í sjónvarpinu. — Hann féllst strax á að gerast hinn vinsæli John Lennon um stund. Við fengum að láni stfítu 513 á Sögu, og þar hagræddi Jón skeggi, sem fengið var aö láni, en gleraugu feng- um við af Lennon-gerðinni JÓN hjá Jóhanni Sófussyni, gler- augnasérfræðiogi í Kirkjuhvoli, en hjá Sportver á Laugaveginum fengum við að láni danska Berry sportskyrtu. Bæði gleraugun og sportskyrt an reyndust nákvæmlega eins og fyrirmynd okkar að átrúnað argoöinu mikla, John Lennon. Jón Gunnarsson revndist og hafa til að bera mikla Iagni til að koma sér upp Lennon-skeggi eftir fyrirmyndinni og eftir vandasamt verk var haldið upp í grill hótelsins, þar sem „Lenn- on“ og Gunnar Þórðarson, hinn góðkunni lagasmiður og hljóð- færaleikari skeggræddu um söngleikinn væntanlega. í baksýn voru reyndar þrír herrar, en ekki lífverðir heldur einn af þingmönnum framsókn- arflokksins og kunningjar hans tveir, sem veittu víst engu ó- venjulegu athygli i salnum. Á neðri myndinni á baksíð- unni í gær var aftur á móti ný- leg mynd af Lennon og Yoko Ono. Má af henni marka hversu ótrúlega líkur Jón varð nafna sínum hinum enska. Útvarpið gabbaði hlustendur sína með bragði, sem lesendur Vísis kannast sjálfsagt við frá því fyrir nokkrum árum, kirkju turni á Skólavörðuhæð, sem Frakkar voru að skjóta á loft. í Tímanum var greint frá miklum samningum íslendinga við Bandaríkjamenn þess efnis að íslendingar seldu mikið magn af Gvendarbrunnavatni til New York. í Morgunblaðinu og Þjóð viljanum virtist ekki um gabb að ræða að þessu sinni. —JBP Hvar næst P Hver næst ? verður mánudaginn Vinningar gera hvorki mannamun né staðarmun. Gleymið ekki að endurnýja. Síðustu forvöð fyrir hádegi dráttardags. Happdrætti SÍBS mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.