Vísir - 16.05.1970, Qupperneq 8
s
VISlR
Utgefandi: Reykjaprent il*.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóltsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660
Afgreiðsla: Bröttugötu 3b. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Askriftargjald kr. 165.00 ð mánuði innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda hi.
Hvoð kæmi í staðinn?
•fíniinn flutti lesendum sínum þann boðskap í for-
ustugrein í fyrradag, að stjórn Reykjavíkur yrði að
breytast. Það væri ótækt að sami flokkur stjómaði
borginni í meira en hálfa öld. Ekki getur blaðið neitt
um, hvað koma eigi í staðinn. Þess er ekki að vænta
að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins vilji ræða mik-
ið um það. Þeim er það sjálfum vel ljóst, að sá meiri-
hluti, sem í staðinn kæmi, ef Sjálfstæðisflokkurinn
tapaði áttunda manni sínum, yrði með öllu óstarf-
hæfur. Það er óhugsanlegt að þessir sundurleitu flokk-
ar og flokksbrot gætu orðið á eitt sáttir um heilbrigð-
an samstarfsgrundvöll, og enn meiri fjarstæða er að
láta sér detta í hug að friður gæti haldizt með þeim
stundinni lengur, þótt þeir ef til vill kæmust að sam-
komulagi um horgarstjóra.
Hvers vegna er að dómi Tímans nauðsynlegt að
breyta stjóm Reykjavíkur? Fulltrúi Framsóknar-
flokksins í borgarstjórn hefur opinberlega lýst því
yfir, að borginni sé og hafi verið vel stjórnað. Sú stað-
reynd blasir líka við allra augum, enda þótt alltaf
megi finna eitthvað, sem betur hefði mátt fara. Svo
er um öll mannanna verk, og einkar auðvelt að benda
á það eftir á, sem réttara hefði verið. Andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins hafa engin haldbær rök fundið
fyrir því, að breyting yrði til batnaðar við það að
þeir kæmust í meirihí-uca, og sannleikurinn er sá, að
sumir af raunsæjustu mönnum í þeirra hópi eru
hræddir við þá tilhugsun. Þeim er ljóst, hvað gerast
mundi og að ævintýrið yrði flokkum þeirra ekki til
framdráttar þegar fram í sækti. Og það er lílca nokk-
urn veginn víst, að yrði meirihluti kjósenda svo
ógæfusamur að leiða þann glundroða yfir borgar-
búa nú, myndi það verða þeim nægileg reynsla til
þess að láta slíkt ekki koma fyrir aftur.
Það er broslegt, o" þó jafnframt mikil ósvífni, að
Tíminn skuli bióia tii Reykvíkinga um að veita Fram-
sóknarflokknum oddaaðstöðu í borgarstjórn. Sú var
tíð að forustumenn Framsóknar fóru ekki dult með
fjandskap sinn við Reykjavík, og ekki er annað vitað
en að sá flokkur hafi alla tíð þegar hann var í valda-
aðstöðu verið höfuðborginni óvinveittur í meira lagi.
Og enginn skyldi láta sér detta í hug að Framsókn
myndi reynast Reykjavík nein heillaþúfa með odda-
aðstöðu í borgarstjórn. Það er allt annað en hagsmun-
ir Reykjavíkur, sem þeir herrar eru að hugsa um,
pegar þeir eru að falast eftir auknu fylgi borgarbúa.
Það mundum við öll fá að reyna, ef aðförin tækist.
Þess verður að vænta að meirihluti Reykvíkinga
láti sér svo annt um hag höfuðborgarinnar, að þeir
fái sundrungaröflum ekki yfirráðin í hendur. Reynsl-
an af samstarfi þeirra í vinstri stjórninni ætti að vera
víti til vamaðar.
)
■ i
«
VISIR . Laugardagur 16. maí 1970
Frá atómsprengingu neöanjarðar.
Frakkar kjarnorkuvígbúast
Stefnu de Gaulle haldið áfram — tilraunir á Kyrrahafi oð hefjast
Franska herskipið
„De Grafse“ og flota-
deild freigáta hafa tek-
ið sér stöðu á Kyrrahafi
og bíða eftir næstu til-
raun Frakka með kjarn-
orkuvopn, sem sam-
kvæmt áætlun verður
einhverja næstu vikuna.
F*lugvélar og skip hafa
verið aðvöruð, að þau
skuli halda sig fjarri til-
raunasvæðinu, sem er
við eyjar nokkrar, 1200
kílómetra suðáustur
frá eyjunni Tahiti.
Varnamálaráöherrann franstki
Michel Debré, mun væntanlega
verða viðstaddur tilraunina, sem
er tileinkuð „hernaði og rann-
söknum" á kjarnorkurvopnum.
Á að standa fram í
september.
Með þessari tilraun Frakka
hefst ný keðja kjamorkutilrauna
þeirra, sem standa á allt fram
í september og veröur undir
stjórn hins gamalreynda flotafor
ingja Pierge Ielhe, sem hefur
stýrt fyrri tilraunum.
Þannig byrja Frakkar að nýju
kjarnorkutilraunir sínar eftir
árs hlé, sem stafaöi af vandræð
um þeirra eftir upphlaup stúd-
enta og verkamanna í maf til
júní 1968. Við þessar óeiröir
hafði efnahagslíf Frakka beðið
alvarlegan hnekki, og ekki þótti
fært að leggja strax í svo mikið
fyrirtæki sem kjarnorkutilraun
ir eru.
Nú hefur Pompidou forseti
fylgt í fótspor fvrirrennara síns
de Gaulle, og virt aö vettugi
hvers konar mótmæli frá stjórn
arandstöðunni í heimalandi
sínu og ýmsum rikisstjómum.
Það eru einkum Afríkuríkin sem
iafnan mótmæla harðast eftir
fyrstu tilraun Frakka meö atóm
vopn í Sahara á dögunum.
Óítast úrfelli
í seinni tíö. koma mótmæli
einnig frá löndum f grennd við
tilraunasvæöi Frakka ! Kyrra-
hafi, Ástralíu, Nýja Sjálandi,
Japan og Suöur-Amerikurik'mn
um. Þessi ríki. óttast úrfeiii
vegna tilraunanna.
Tfu ár eru liðin síðan de
Gauiie ákvaö, aö Frakkar skyldn
verða kjarnorkuyeldi. Pompidou
hyggst einnig láta franska hern
um f té þau kjarnorkuvopn. seiri
talið verður náuðsynlcgt á þess-
urn áratug. Tilgangur Pompidous
er þó takmarkaðri en markmið
de Gaulle vom. Hann stefnir aö-
eins að kjarnorkuvígbúnaöi
franska hersins, þannig að hann
verði megnugur að svara í sömu
mynt, ef á Frakka yrði ráöizt, og
þannig hræða hugsanlegan árás-
araöila frá fyrirætlan sinni. De
Gaulle stefndi hins vegar fyrst
og fremst að því, að Frakkland
effldist sem veldi í heimsmálun
um almennt með því að komast
í tölu kjamorkuveldanna. Til-
gangur de Gaulle var, að Fratok
ar væm færir um kjamorkuárás
ir, twar sem værí f heinúnum.
Vamir EBE með
Bretum
Franska stjórnin gerir sér von
ir um samvinnu við þá brezku
um uppbyggingu sameiginlegs
fransk-brezks kjarnorkuhers, er
gæti annazt vamir efnahags-
bandalags Evrópu eftir að Bret-
ar yrðu aöilar að þvf.
Frakkar hafa skotið á loft
gervihnetti með sinni þriggja
þrepa Diamant-eldflaug. Meö
því, segja sérfræðingar, hafa
Frakkar sýnt, að þeir geta skot
'ið eldfiaugum til hvaða staðar
sem vera skal á jörðu. Pompi-
dou forseti hefur þó enn ekki
fyrirskipað framleiðslu á eld-
flaugum, sem draga yfir 10 þús-
und kílómetra.
Frakkar sprengdu sína fystu
tveggja megatonna vefnis-
sprengju hinn 24. ágúst 1968.
Sú næsta var ekki eins öflug og
sprakk hún 1. september sama
árs.
Minnka vetnis-
sprengjurnar.
Nú hyggjast Fratokar minnka
vetnissprengjurnar, svo að þær
hæfi sem sprengjuoddar í eld-
flaugar franska hersins, meöal .
drægar svo og eldflaugar af Pol !
arisgerð, sem flotinn á að fá í ’
hendur. Er stefnt að því með
væntanlegum tiiraunum, aö .
þessi árangur náist. Reyndar eru '
Frakkar þegar tveimur árum á i
eftir áætlun í kjamorkutilraun- .
unum, vegna tæknilegra vand- .
ræða. Hafa þeir nú skorið niður
útgjöld til venjulegs herbúnaðar ’
til þess að geta flýtt kjamorku
tilraunum.
Þá hyggjast Frakkar smíöa að
minnsta kosti fjóra kjarnorku-
kafbáta með eldflaugum. Tveim
þeirra, „le redoutable” og „ie
terrible“ hefur þegar verið
hleypt af stokkunum. Urðu þeir
fyrir gagnrýni herfræðinga, þar
sem eldflaugar þeirra draga J
ekki lengra en 2000 kílómetra.
Frakkar og Kínverjar
neita
Frakkar og Kínverjar hafa
neitað að undirrita samninginn
um bann við útbreiðslu kjarn- •
orkuvopna. Hin eldri kjamorku
veldi hafa sýnt nokkurn áhuga á ’
að vilja takmarka kjamorkuvíg
búnaö, en Frakkar og Kínverjar ,
stefna þvert á móti að þvl að
efla kjamorkustyrk sinn sem -
allra mest.
Tilraunir Frakka, sem hefjast
innan skamms eru einmitt liður
f þeirri stefnu þeirra, sem er f
beinu framhaldi af stefnu de ,
Gaulle, Frakkar vilja verða sem
óháðastir Bandaríkjamönnum
um varnir sínar og á grundvelli
þess geta farið sínu fram, hvort
sem Baridaríkjamönnum Iíkar
betur eða verr. Þess vegna
sprengja þeir vetnissprengjur.
Af þessum sökum hafa Frakkar
bakað sér miklar óvinsældir
víða um heim, einkum í hlutlaus
um ríkjum.
Poinpidou Frakklandsforseti fylgir einarðlega fram stefnu de
Gaulle í kiarnorkumálum.