Vísir - 25.05.1970, Síða 1
ii4. tBT
Þykknar í lofti eftir
bjnrta helgi
Eftir bjarta or hlýja helgi hefur
nú þykknað í lofti og spáir Veður-
stofan vætutíð á Suðurlandi. —
Fjöldamargir borgarbúar brugðu
undir sig betrj fætinum um helg-
ina og fóru út úr bænum eða spók-
uðu sig í góða veðrinu um götur
borgarinnar, enda var veður sér-
lega failegt í gær, þó að hitinn færi
ekkj yfir 12 stig. Fyrir norðan og
austan er kalt en á Vestfjörðum
er spáð bjartviðri. — þs.
Fyrsta læknamiðstöðin úti
á landi tekin i notkun
FYRSTA læknamiðstöðin úti
á landi var formlega tekin í
notkun á laugardag, þegar
nýja sjúkrahúsið á Húsavík
var vigt. Fjöldi manns var
viðstaddur vígsluna, en með-
al gesta voru fjármálaráð-
herra, alþingismenn kjördæm
isins og læknar, sem áður
hafa starfað við sjúkrahúsið.
Vlgsluathöfnin hófst upp úr há-
degi með því að sóknarpresturinn
á Húsavík sr. Bjöm H. Jónsson
vígði húsið. Þá afihenti formaður
sjúkrahússtjórnar Þormóður Jóns-
son húsið til almenningsnota, en
að því ioknu leiðbeindi yfirlæknir
sjúkrahússins Öm Amar boðsgest-
um um húsið og lýsti starfsemi
þess.
Nýja sjúkrahúsið á Húsavík er
hið glæsflegasta og búið góðum
tækjakosti. Nú eru þar til'búin
rúm fyrir 30 sjúklinga á 2. hæð
hússins, og er kostnaður ti'l þessa
um 40 milljónir króna, þar með
talinn búnaður. Þriðja hæð er til-
búin undir tréverk og málningu og
er gert ráð fyrir, að meö henni
fullgerðri verði heildarkostnaður-
inn 48 milljónir. Þá verða í húsinu
62 — 65 sjúkrarúm. Sjúkrahúsið á
Húsavfk er mesta fjárfesting, sem
ráðizt hefur verið í til þessa þar um
slóðir.
1 nýja sjúkrahúsinu er lokaður
skurðstofugangur. sem talið er
einstætt I sjúkrahúsi af þessari
, stærð. Þar er skuröborð af full-
komnustu gerð, sem má nota við
allfilestar skurðaðgerðir. Þá er þar
svæfingavél, sem er mjög full-
komin. Við hlið skurðstofu er
gjörgæzlustofa, sem sjúklingum er
ætlað að vakna í eftir aðgerðir.
1 sjúkrahúsinu er rannsóknarstofa
þar sem starfar meinatæknir, skipti
stofa, röntgendeild og fæðingar-
deild m. a.
byggingarsaga þess, sagt frá gjöf
um, og þeim aðilum, sem stuölaö
hafa að byggtngu nýja sjúkrahúss
ins þakkað. Meðal þeirra, sem
tóku til máls var yfirlæknir sjúkra
hýssins Öm Arnar, sem var ráð
inn til sjúkrahússins frá Banda-
rikjunum, sagði hann m.a., að nýja
sjúkrahúsið væri að sínu áliti fylli
lega sambærilegt við sams konar
stofnanir vestanhafs og mættu Hús
víkingar vera stoltir af þessu fram
taki sínu. Fjármálaráðherra Magn
ús Jónsson sagði m.a. í ræðu sinni
að hann teldi að læknamiðstöðvar
eins og þessi sem komin væri upp
á Húsavfk væm það, sem koma
skyldi annars staðar á landinu í
framtíðinni. —SB —
Heifbrigðismiðstöðin á Húsavík
starfar í nánum tengslum við
sjúkrahúsið og hefur aðstöðu í
byggingunni og er í senn læknamið-
stöð og heilsuverndarstöð. Heil-
brigðismiðstöðin er rekin í sam-
vinnu við ferlivistardeildir sjúkra-
hússins. Við stöðina starfa allir
læknar í Húsavik.
Bygging sjúkrahússins hófst ár
ið 1964, sjúkrahúsið teiknaði Sig-
valdi Thordarson arkitekt en eftir
lát hans tók Geirharður Þorsteins
son arkitekt við húsinu.
Eftir að sjúrahúsið hafði verið
skoðað var safnazt saman í félags
heimilinu á Húsavík, sem er í
byggingu, til hádegisverðar. Voru
margar ræður fluttar við það tæki
færi, saga sjúkahússins rakin og
Læknar sjúkrahússins á fundi. Frá vinstri: Oddur Bjarnason, Gísli G. Auðunsson, Öm Arnar.
Elzti sjúklingurinn, María Vilhjálmsdóttir, flytur í nýja húsið með aðstoö yfirhjúkrunarkonu, Þór-
dísar Kristjánsd. (t. v.) og Bjargar Helgad., hjú krunarkonu. Yfirlæknir, Örn Amar, tekur á móti.
GLUNDROÐINN“
— var efst á baugi
Ungt fólk hefur aldrei sett svip
sinn á borgarstjórnarkosningar í
jafnríkum mæli og nú. Þetta kom
glöggt fram í umræðum um borgar
málefni Reykjavikur í sjónvarpinu
i gær. 24 fulltrúar 6 lista leiddu
saman hesta sfna, og mikill hluti
þessa hóps var ungt fólk.
Helzta umræðuefnið var hvort
það mundi leiða til glundroða í
stjóm borgarinnar, ef Sjálfstæðis-
flokkurinn missti meiri hluta sinn.
Ræðumenn Sjálfstæöisflokksins
hðldu því fram, að það mundi leiða
af sér glundroða og hrossakaupa-
stefnu, og Kristján Gunnarsson (S)
sagði, að minnihlutaflokkamir
hefðu ekki sýnt Reykvíkingum
neitt borgarstjóraefni. „Okkur er
ætlaö að kaupa köttinn ísekknum",
sagði hann.
Ræðumenn minnihlutaflokkanna
töldu hins vegar, að glundroöa-
kenningin hefði ekki við rök að
styðjast, og kváðu reynsluna af
samstarfi margra flokka um stjórn
kaupstaða úti á landi hafa sýnt
það.
Birgir Isleifur Gunnarsson (S)
benti á, að í borgiimi hefðu verið
byggðar 3127 íbúðir á síðustu fjór-
um árum, sem gætu hýst alla íbúa
Akureyrar. Ólafur B. Thors (S)
benti einnig á, að 75% Reykvík-
inga búa í eigin húsnæði og 76%
allra gatna hefðu verið malbikað-
ar. Hann kvað unga fólkið ráða
miklu um úrslit kosninganna, 7200
kjósendur gengju nú að kjörborð-
í fyrsta sinn.
Fulltrúar Alþýðubandalagsins og
Sósialistafélagsins ræddu aðallega
•kjaramálin og vinnudeilumar. Þeir
töldu Framsóknarmenn sýna mik-
inn tvískinnung. í orði styddu
þeir kröfur verkafólks en SlS, er
þeir réðu, neitaði á sama tfma
að ganga að kröfunum. Sögðu þeir,
að borgarstjóm ætti að hafa for-
göngu um, að gengið yrði að kröf
um launafólks.
Sigurjón Pétursson (Ab) kvað A1
bert Guðmundsson mundu verða
sérstakan „heildsalafulltrúa.‘‘
Ræðumenn Alþýðuflokksins töldu
brýna nauðsyn, að Alþýðuflokkur-
inn yrði við þessar kosningar
stærsti flokkurinn í Reykjavfk, að
Sjálfstæðisflokknum frátöldum,
eins og Alþýðufl. var í þíng-
kosningunum 1967. Björgvin Guð
mundsson (A) kvaö Alþýðuflokk-
inn hafa hindrað í ríkisstjóminnni,
að minnkuð yrðu framlög trygging
anna, þegar efnahagsáföllin dundu
yfir. Sjálfstæðismenn hafa í blöð
um neitaö því, að þessi staðhæf-
ing sé rétt. Þá taldi Árni Gunn-
arsson (A), að unga fólkið hefði
miklu betri skilning en hinir eldri
á sameiningu vinstri manna, en hin
ir eldri foringjar vinstri flokkanna
væm of rígskorðaðir i þeim efn-
um.
Formælendur Frjálslyndra lögðu
áherzlu á nauösyn nýs flokks, er
bryti af fólkinu hin gömlu bönd
flokkavaldsins.
Kristján Benediktsson (F) taldi
nauðsyn á „vorhreingemingum"
eftir 50 ára stjóm Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Ræðumenn voru yfirleitt ákveðn
ir en hógværir í málflutningi. í
borgarmálum gagnrýndu minni-
hlutaflokkarnir meirihlutann helzt
fyrir ónóg barnaheimili og skóla
Kristján Gunnarsson (S) benti á,
að árlega byggði borgin sem svar',
aði skólahúsj á stærð við Háskólal
Islands.
Gengishækkun mundigefa
varanlegri kjarabætur"
— sögðu forstöðumenn Seðlabanka og Efna-
hagsstofnunar
VÍSUSTU menn í efnahags-
málum skeggræddu kosti og
lesti gengishækkunar krón-
unnar á fundi á Hótel Loft-
Ieiðum á laugardag. Voru
dr. Jóhannes Nordal, seðla-
bankastjóri, og Bjarni Bragi
Jónsson, stjómandi Efnahags
-tofnunarinnar, á einu máli
um mikla kosti hennar um
fram miklar beinar kaup-
hækkanir.
Jóhannes Nordal sagði þó, að
við virtumst nú hafa misst af
tæklfærinu 1 þetta sinn. Latm-
þegasamtök og vinnuveitendur
hefðu tekiö illa hugmyndinni
um hækkun gengisins, sem
kæmi í stað hluta kauphækkana.
Samt væru nú til staðar öll
ski'lyrði fyrir hagkvæmri hækk-
un gengisins. Batinn I efnahags-
málum hefði orðið það mikill,
einkum alira síðustu mánuði.
Ef hins vegar kæmu til mjög
miklar kauphækkanir, mundu
fylgja í kjölfarið verðbólga, sem
ekki yrði séð fyrir endann á og
mundi innan tíðar valda tapi f
atvinnurekstri. Þanitíg mundu
launþegar missa aftur kjara-
bætumar, sem feagjnst váð
hækkanir kaups.
Ræðumenn viMu. að nú ycði
kaup hækkað talsvert en jafn-
framt yrði gengið hækkaö. Væri
það æskilegra en að stfga aJtt
skrefið m'eð beinum kauphækk-
unum.
Margir aðrir tóku til máls og
beindu fyrirspumum til ræðu-
manna. Einkum töldu formæl-
endur sjávarútvegs, að hart yrði
að þeim gengið, ef gengi krón
unnar yrði nú hækkað. HH.
4