Vísir - 09.07.1970, Síða 9
9
'ÍSIR . Fimmtudagur 9. júlí 1970.
Bílar streyma til landsins. Mikið hefur verið að gera við að afgreiða nýja bíla til kaupenda
síðustu dagana, eftir verkfallið. Þarna er skip hlaðið Cortína-bílum komið að bryggju.
metár / bílainnffutningi?
Bifreiðin, þarfasti þjónn
lslendinga, er mörgum mann
inum óþrjótandi umræðu-
efni.
Hvernig bíl á að kaupa?
Hve lengi getur maður átt
gamla bílinn?
Er hægt að treysta venju-
legum fólksbfl til langra
ferðalaga um fósturjörðina?
Hvaða umboð veitir bezta
þjónustu?
Ryðgar bílinn mikið?
Þarf hann mikla eða litla
umhirðu?
Og síðast en ekki sízt:
Hvað kostar bíllinn?
Skýrslur um endingu.
Vegir okkar íslendinga eru
ekki upp á marga fiska, og stöð
ugt undrunarefni útlendinga
sem sem hingað ferðast. Sum
um finnst þeir allt að því ófær
ir, en til eru þeir sem undrast
hve víðtækt vegakerfið er:
naumast er til þaö annes aö
ekki liggi þangað vegspotti.
Reyndar er vegakerfið ekki til-
efni þessarar greinar, heldur
Verður
hitt, að margir bílainnflytjend-
ur, eða sölumenn innflutnings-
fyrirtækja, hafa til gamans sleg
ið því fram, að ekkert land sé
sennilega betur fallið til að
prófa bifreiðir, en einmitt fs-
land.
Auðvitað er tækniprófun bif-
reiðar mjög svo viöamikið og
kostnaöarsamt fyrirtæki, og
ekki á færi venjulegra umboðs
sala að standa straum af. Hætt
er og við, að hugmyndin um
reynsluaksturskeppni sem fram
færi hérlendis á hverju ári,
myndi gjörsamlega falla um
sjálfa sig vegna laga um há-
markshraða. Bifreiðaumboðin
hér hafa flest viðhaldsverk-
stæði á sínum snærum, og
semja skýrslu yfir bifreið sína:
Hvemig hún reynist, hvað
þyrfti að endurbæta o. s. frv.
Þessar skýrslur eru svo sendar
verksmiðjunum og ætlazt til
að þær endurbæti galla sem
kunna að koma í ljós. Þannig
hefur það oft komið fyrir að
verksmiðjur, bæði austan tjalds
og vestan, hafi breytt bíl sín-
um eitthvaö aö óskum íslenzkra
innflytjenda.
Fólksbílar orðnir 40 þús.
Og í árslok 1969 voru fólks-
flutningabifreiðir á fslandi sam
tals 37.859. Bifreiðir af öðru
tagi, þ.e. vörubifreið> og sendi
ferðabifreiöir voru hins vegar
5.717. í ár hefur talsvert bætzt
við þennan flota. Bílainnflutn-
ingur tók mikinn fjörkipp við
þær tollalækkanir sem hér
komu til framkvæmda í vetur.
Visir hafði tal af nokkrum
innflytjenda, og voru þeir allir
áoægðir með söluna, en bentu
líka á það, aö vissulega hefði
hún mátt aukast frá því sem
var 1969. „Reyndar Þyrfti salan
ætíða að vera eins og hún var
1964 — 67, einungis til viðhalds
bílakosti landsmanna", benti
einn sölumaðurinn á. Núna
þyrfti að flytja inn 4000 fólks
b'freiðir árlega til að halda í
horfinu. Greinilega er langmest
sala þessa dagana í Ford
Cortina og Moskvitch, en aðrir
bílar seljast einnig mikið, svo
sem Volkswagen og Skoda.
í nýútkomnum Hagtíðindum
kemur í ljós aö Volkswagen
bifreiðir eru vinsæiastar hér á
landi. Þær voru í árslok 1969
4.882 talsins, eða 12,9% bíla
landsmanna. Ford kemur svo
á eftir, og reyndar mjög nærri
Volkswagen með 4.755 bíla, eða
12,6%. í þriðja sæti er svo
Moskvitch með 3.029 bíla eða
8,1%. Söluhlutföll einstakra
bílategunda hérlendis virðist
vera nokkuð svipað frá ári tfl
árs, til dæmis hefur Volkswag-
en um árabil veriö mest selda
bifreið á íslandi, og Ford veriö
í öðru sæti. Moskvitch sækir nú
mjög á þetta árið a.m.k., enda
ódýr miðað við aðrar tegundir
í sama stærðarflokki.
Vegir í góðu ástandi.
Bifreiö er dýrt tæki og er ná-
kvæmlega sama hvc mikið fé
menn vilja eða geta lagt í bíla
kaup, ódýrustu bílarnir á mark
aðinum kosta mikið, allt frá
kr. 152.000 .Það er því mikið í
húfi fyrir bíleigendur að vegir
um landið séu þannig að ekki
sé hætt við stórskemmdum þó
skroppið sé út fyrir bæina eða
í aðra landsfjórðunga. Núna er
einmitt tími sumarferðaiaga, og
mikið álag á vegum. Viö höfð-
um samband við skrifstofu vega
eftirlits Vegagerðarinnar, og
spurðumst fyrir um ástand vega
þessa dagana. Þeir vísu menn
sögðu að vegir væru I góðu á-
standi núna, enda sá árstími að
varla sé við öðru að búast, þó
rigningar geti auðvitað sópað
vesælum vegspottum á burtu í
einu vetfangi. Allir aðalvegir,
bjóðvegir og héraðsvegir eru
nú færir, en hins vegar eru
nokkrar Ieiðir, þær sem merkt
ar eru með brotinni línu á vega
kortum — ekki færar. Þar má
nefna Kjalveg, sem ófær er
vegna bleytu og verður ekki
lagfærður fyrr en eftir helgi.
Sömuleiöis er ófært um Sprengi
sand.
Hvað kostar áð eiga bíl?
Vondir vegir hækka auövitað
verulega allan reksturskostn-
að bifreiðar og minnka ending
argetu þeirra. Það er í verka-
hring Félags íslenzkra bifreiða
eigenda að reikna út reksturs-
kostnaö bifreiða, og í síðasta
blaði af Ökuþór“ blaði F.Í.B.
er birt skrá yfir reksturskostn-
að nokkurra bifreiða. Þar sést
að það kostar (eða kostaði þeg
ar'.blaðið kom út, síðla árs
1969) 100.000.00 kr. að reka
Volkswagen 1300. í þessum
reksturskostnaði er talið með af
skrift, sem er 13>/2% eða
31.657.50 kr. Bensínkostnaður er
áætlaður 19.360.00 kr. Kostnað-
ur við hjólbarða rúmlega 6000.00
kr. Ábyrgðartrygging og kaskó-
trygging samtals um 8.200.00 kr.
Skattur 1.316.00 kr.
Það hlýtur að vera bifreiða-
eigendum mikið tilhlökkunar-
efni, ef hægt er að búast við
endurbótum á vegakerfinu í
framtíðinni, en það er öllum
ljóst að þaö kostar ekkert smá
vegis að leggja vegi með varan
legu slitlagi um ísland. Til dæm
is mun kosta 600 kr. að steypa
22 cm þykkt lag á einn fer-
metra. Það þýðir 4,5 millj. á
hvern km, ef breidd vegarins er
7i/2 metri.
10 cm þykkt malbik kostar
350 kr. á fermetra 2,625 millj.
á km, ef breitt vegarins er 71/.
metri.
5 cm þykkt lag af olíumöl er
hins vegar ódýrara. Það kostar
555 kr. á fermetra, eða 0.330
millj. á km og er þá miðaö við
6 m breiðan veg.
Þessar upplýsingar koma
fram í „Ökuþór", sem út kom
1969. Þar segir ennfremur að töl
ur þessar séu miðaðar við niö
urlagningu við eölilegar aðstæð
ur í stærri verkum. Olíumöl hlýt
ur að vera nokkuð forvitnileg
fyrir okkur íslendinga, en hún
hefur verið sett á vegi sums
staðar hér sunnanlands og gefið
góöa raun, til dæmis í Svíirá-
hrauni. Þar hefur olíumöl verið
á veginum á nokkrum kafla í
um 3^2 ár og er enn svo til ð-
skemmd. ,,ökuþór“ segir að
kosta myndi 150 milljónir að
leggja olíumalarveg milli Reykja
víkur og Akureyr'ar miðað við
að sá vegur væri 6 m breiður.
Þá kemur einnig fram f „Öku
þór‘‘ að á átta árum, eða frá
1960 til 1967 voru tekjur ís-
Ienzka ríkisins af bifreiðum og
rekstrarvörum til þeirra 4.536
millj. kr. Framlög til vega áætl
að 1.705 millj. og mismunurinn
því 2.831 millj.
Á þessum átta árum hefur
37,6% af þessum tekjum verið
varið til vegamála.
Ónógar upplýsingar.
Sem fyrr segir kostar ódýrasti
billinn 152.000.00 kr. Af þessu
háa verði leiðir svo að menn
reyna yfirleitt að rasa ekki um
ráð fram, er þeir kaupa sér bíl.
Margt kemur reyndar til greina
við bílakaup, og ekki hentar
öllum það sama. Sumir kaupa
ætíð þann bílinn sem mest er
seldur. Aðrir velja sér einhverja
tegund, án þess að velta því
fyrir sér hvort aðrir hafi álit á
honum.
Við spurðumst fyrir um það
hjá nokkrum • iJ-bifreiðaumboð-
anna t.d. Bifreiðum og landbún
aðarvéíum, sem flytjá inn rússn
eska bíla og hjá Heklu (Volks-
wagen, Landrover) hvort eitt-
hvað væri gert til að kynna
væntanlegum kaupendum bíl-
ana.
Yfirleitt er Htið um það að
ræða hjá umboðsmönnum hér-
lendis annað er auglýsinga-
bæklinga á erlendum tungum,
þar sem kaupendur eiga að geta
fengið upplýsingar um kosti og
galla bi'freiðarinnar. Flestum bíl
um fylgir við sölu upplýsinga-
bæklingur eða bók. Þessi bók á
að geta þénað öllum bílaeigend
um sem eins konar biblía um
innri náttúru bifreiðarinnar. —
Hins vegar er næsta lítið um
það að umboðin kynni bíla sína
rækilega með því að gefa mönn
um hagnytar upplýsingar um
þá (ekki i auglýsingaformi). —
Einstaka umboð láta nægja að
gefa mönnum kost á að reynslu-
aka bifreiðinni og meta hana
þannig.
Sölustjóri hjá Sveini Egilssyni
sagðist að vísu hafa mikinn á-
huga á að bæta nokkuð upplýs
ingaþjónustuna, en staðreyndin
væri bara sú að þeir hefðu svo
mikið að gera við að selja Cort-
ínuna að enginn tími hefði gef-
izt til að sinna auglýsingum eða
upplýsingaþjónustu!
Kátir umboðsmenn.
Svo sem fyr greinir hér eru
bílainnflytjendur kampakátir og
bjartsýnir á framtíðina. Kannski
er mest sala I bílum fyrri hluta
árs og fram eftir sumri, en svo
virðist sem fólk hafi meira fé
milli handa og þá eykst bfla-
sala að sjálfsögðu, eins og önn
ur verzlun. Kannski er ekki á-
stæða til að halda að þessi fjör
mikla bílaverzlun haldist til
lengdar ,en ómögulegt er að spá
um framtíðina þegar verziun er
annars vegar. —-GG
Tisœsm:
Hvers vegna akið þér
eigin bíl?
Ólafur Jónsson, ýtustj.: Einfald-
lega vegna þess, að þaö er þægi-
legra. Það er nefnilega ekki
alltaf hægt að nota strætis-
vagnana.
Jón Gunnarsson, málari: Bæði
vegna ánægjunnar og þægind-
anna. Svo er notagildi bílsins
fyrir mig við vinnu.
Hjörleifur Guönason, afgrm.: Ja
ég hef nú bara sáralítið hugsað
út í þaö — þótt það vera svo
sjálfsagt. Það er auðvitað þægi-
legra, að vera á ejgin bíl, til
aö komast tíl og frá'Vinnustað.
Nú og svo ekki síðra, að hafa
bíl í sumarfríinu.
Magnús Magnússon, járnsmið-
ur: Fyrst og fremst vegna vinnu. '1:
Svo er bærinn orðinn það víð-
áttumikill, aö það er nauðsyn-
legt, aö hafa bíl til aö skjótast
milli staöa. — Annars gæti maö
ur nú líka alveg eins notað hest,
. ef út í þaö væri farið.
Elsa Kjemp, hjúkrunarkona á
Vifilsstöðum: Ég var einmitt að
kaupa mér bíl í dag og ástæðan
fyrir því er sú, að strætisvagna
ferðir eru ekki til Vífilsstaða á
þeim tímum, sem mér hentar,
svo að mér er bráönauðsynlegt
að vera á eigin bíl.
Kristján Magnússon, starfsm.
hjá Borgarsp.: Bílinn minn nota
ég sem atvinnutæki. Ég hugsa,
að ég aki honuro að rieðaJtali
90 km á dag á vegum Borgar-
spítalans. — ÞJM