Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 8
r ) i )■ i' i' tn>" i ,’j'}: !1 .< i r i VISIR Otgefan lí Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjóifsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sfmi 11660 Ritstjór.1) Laugavegi 178. Sími 11660 (5 tínur) Askriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. Hvar eru hugsjónirnar? [^ommúnistar ráða nú ríkjum, þar sem býr yfir einn nilljarður manna. Engin stjórnmálahugsjón getur itátað af slíku veldi. Aðrir hlutar heims skiptast milli nislitra stjórnmálastefna. í lýðræðisríkjum leysir einn flokkur annan af hólmi og ein hugmyndafræðin aðra, svo sem gerðist í Bretlandi í vor. 53 ár eru liðin frá byltingunni í Rússlandi, 21 ár er frá sigri kínverskra kommúnista. Valdataka kommúnista í fjölmörgum ríkjum Evr- ópu eftir aðra heimsstyrjöld byggðist hins vegar ekki á byltingu „innan frá“. Þau grundvölluðust á her- námi Rauða hersins í löndum, sem nasistar og föru- nautar þeirra höfðu ráðið. Hópar kommúnista náðu og héldu völdum sínum einungis vegna „nærveru Sovétríkjanna“. Þetta kom enn skýrt í ljós í Ung- verjalandi árið 1956 og Tékkóslóvakíu árið 1968, þeg- ar beinlínis þurfti að beita mætti stórveldisins gegn skýlausum vilja þjóðanna. Kommúnistar byggja ekki völd sín á neins konar viljayfirlýsingu meirihluta fólks, sem þessi lönd byggir. Jafnvel margslungir málsvarar þessa skipu- lags geta ekki varið völd kommúnista með skírskot- un til svokallaðra „kosninga“ í viðkomandi löndum, enda iðka þeir slíka vörn æ sjaldnar. Völd kommún- ista eru því í bezta tilviki grundvölluð á þeirri áráttu, sem algeng er meðal kommúnista hérlendis og er- lendis, að þeir séu þess umkomnir að ráða málefnum fólks til lykta eins og því sé „fyrir tíeztu“, án þess að fólkið sjálft geri sér grein fyrir nauðsyn þess. Raunar er ástæða til að ætla, að valdhafar kommún- ista girnist valdið einungis vegna valdsins sjálfs. Hin „nýja stétt“ stefni að því að halda stöðu sinni með sama hætti og af sömu hvötum og til dæmis rúss- neska keisaraættin á sínum tíma. f skiptum stórvelda hins kommúnistíska heims er einnig augljóst, hversu hugsjónin má sín í rauninni lítils. Kínverjar og Sovétmenn berast á banaspjót, af því að bæði ríh'n fýigja í rauninni heimsvalda- stefnu. Valdhafa í Moskvu og Peking skiptir engu viðgangur hugsjónanna, nema þeir geti nýtt þær til að færa út veldi sitt. Tvennt gerðist í síðustu viku, sem beinir athygli að eðli hinna kommúnistísku valdhafa. í Sovétríkj- unum var dreift bæklingi, þar sem Mao Tse-Tung er sagður verri svikari en Adolf Hitler. Frá því að slitn- aði upp úr vinfengi valdhafa í Moskvu og Hitlers á sínum tíma, hefur Hitler verið kallaður þar mesti böl- valdur íhannkyns. Nú telja rússneskir kommúnistar, að kommúnistinn Mao hafi hnekkt því meti. Viðtöl við unga rússneska menntamenn voru birt í bandaríska sjónvarpinu á sama tíma, en þeim þátt- un hafði verið smyglað úr landi. í þeim birtist nakið ótspillt valdakerfi hinnar nýju yfirstéttar í Sovét- íkjunum, sem viðheldur sjálfri sér eingöngu í skjóli fangelsa og „geðveikrahæla“. Og hvar eru svo hug- sjónirnar gömlu um „frelsi“ og „jafnrétti“? í VÍSIR . Þriðjudagur 4. ágúst 1970. í heildverzluninni Kristján Ó. Skagfjörð verða menn hluthafar eftir átta ára starf í fyrirtæk- ! inu. Fyrirtækið gefur þeim þá hlut. Stjómend ur þess telja, að þetta hafi gefizt vel og verið öllum til hagsbóta. — Myndin sýnir ýmsa ráðandi menn heildverzlunarinnar. Frá vinstri: Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður, Martin Meyer, fiskiðnfræðingur, Þórarinn Jónsson, ( framkvæmdastjóri, og Ingi Jónsson, sölustjóri. ■• ER HEILDVERZLUNIN ÓÞARFA MILULIÐUR? ! f t t — Litil saga um hænur og egg Menn tala oft um „milli- félö8um hans hugkvæmdist, “ ’ .' hVbrt þáriiá Vééri ékli inárkaðúr llöina í verzlun Séhi fyrir hiría mörgu eggjaframleið „shíkjÚ3ýr“ á þjóðar-' ehdÚr á ísiandr. Nú er því svo líkamanum, sem beri að uppræta. „Holdugir heildsalar“ eru taldir dæmigerðir fyrir yfir- stétt og'auðvaldsskipu- lag. Hógværari menn kalla heildverzlunina oft óþarfa millilið. Losna ekki við starf- semi heildverzlunar Stórkaupmenn svara því til, að nútíma þjóöfélag einkennist af mikilli verkaskipingu milli þjóöifélagsþegnanna. Miklar fjar- Iægðir skilji nú að framleiðendur og neytendur. Flutningur á vör- um og geymsla taki sífellt meira rúm i efnahagsstarfseminni. i þjóðarbúskap, sem byggist á verkaskiptingu, annist verziun- in, heildsala og smásala dreif- inguna, en dreifingin sé jafn- nauðsynleg og nútíma þjóðar- búskapur sjálfur. Byggja verði á verkaskiptingu og sérhæfni. Ekki sé unnt að losna við stanf semi þá, er heiidverzlunin ar.n- ist. Því megi aðeins spyrja, hvort aðri- aðílar geti annazt þessa sta-rfr'mi betur en núver- andi heildverziun. Miklar sveiflur í eggjaframleiðslu Blaðið ræddi þetta mál við einn heildsalann, Jón Guðbjarts- son sem er stjórnarformaður hinnar vaxandi umboðs- og heildverzlunar Kristján Ó. Skag fjörö. Jón sagði okkur smá sögu úr starfi sínu. Kóreustríð brauzt út, og varn arlið kom til íslands frá Banda- ríkjunum, þúsundir manna. Þeir borðuöu mikið magn eggja. Jóni farið í eggjasölu eins og mönn um er kunnugt, að þar skiptast á skin og skúrir. Nú sem stend- ur er ástandið til dæmis þannig, að ekki virðist mikið framboð á eggjum, og veröið hækkar. Um það bil þriðja hvert ár vferður hins vegar hérlendis mikið um- framframboð á þessari þörfu af- urð. Verðið lækkar. Eggjafram- Ieiöendur minnka umsvif sín. Hænum fækkar og eggjum, og næsta árið er verðið orðið hátt aftur, og tnenn auka umsvifin í hænsnaræktinni. Þetta er greinilega mesta basl. Því var það ekki að ófyrirsynju, að Jóni Guðbjartssyni hug- kvæmdist að selja vamarliðs- mönnum egg. Egg í beinhörðum gjaldeyri Það kom hins vegar í ljós, að varnarliðsmenn þurftu fleiri egg en íslenzkir gátu framleitt með góðu móti, og þeir gerðu strangar kröfur um gæði. Jón segir, að vegna þekkingar á völundarhúsi viðskiptanna hafi verzlunarmenn þó fundið smugu. Svo fór, að viöskiptin komust á. íslenzkir hænsna bændur gátu selt bandarfskum allt bað magn, sem þeir vildu. Viðskiptj þessi stóðu f blóma í tvö ár, og að sögn Jóns högnuð ust bæði stórkaupmenn og hin- ir fjölmörgu og dreifðu eggja- framleiðendur. Eggin voru borg uð í beinhörðum gjaldeyri. Eigi að leggja heildverzlunina niður, er spurningin sú, hver getur tekið við hlutverki henn- ar. Þeir aðilar, sem þar koma til greina fræðilega, eru neyt- nnd’nn smásalinn og framleið- andinn. Neytandinn getur ekki hlaupið frá einum framleiðand anum til annars. Hann yrði að greiða hærra verð, vegna fyrir- hafnarinnar fyrir framleiðand- ann að afhenda vöruna í fáum ; einingum. Hann yrði að bera ' flutningskostnaðinn, og varla ; gæti hann farið að flytja inn ; fyrir heimili sltt á eigin spýtur. • Smásöluverzlunin þyrfti líka | að bera flutningskostnað og ; ýmiss konar afgreiðslu- og p>önt j unarkostnað. Smásalinn yrði i líka að sæta hærra verði, og : minni tími gæifist til þess að , sinna rekstri hans eigin verzlun • ar. : » « Eggjaeinkasalan ‘ kemur i i Innlendi framleiðandinn telur * sig aft geta bezt yfirtekið starf- •• semi heildverzlimarinnar. Það .' gerðist einnig í eggjasögunni • okkair. Samtök framleiðenda töldu sig ekki mega horfa upp á það. að „heildsalar græddu á . því“ að selja vamarliðinu egg. Komið var á fót eggjaeinkasölu, I og hún hugðist taka við söl- ' unnL i Jón Guöbjartsson segir, að > vegna þekkingarleysis hafi þessi ; blómlega sala þá farið út um ■ þúfur. Sölumenn hafi nú ekki ,‘ lengur verið sérfiæfðir í dreif- ' ingunni. Verkaskiptingin hafi ; farið forgörðum. Eftir skamma hríð var hætt allri eggjasölu til | vamarliðsins, og „hænsnabænd- • ur“ verða eins og forðum daga ; að þola sveiflurnar á eftirspum i og framboði. Hinum trausta . gmnni fyrir framleiðslunni var j kippt burt. j Með þessu er Jón Guðbjarts- • son ekki að ráöast á þá menn, , sem um málið fjölluðu, heldur , aðeins að færa rök fyrir skoð- t. un sinni, að framleiöandinn hafi : ekki megnað að yfirtaka starf- , semi heildverzlunarinnar. Hann ) skorti sérhæfni og dreifingar- ; kerfi hans verði af flókið og ' dýrt, miðað við að notfæra sér ' stórt dreifingarkerfi heildverzl- i unar, sfm hafi söluþekkinguna i til „á lager“. Því sé affara- 1 sælast að viðhalda verkaskipt- ingunni rríilli framleiðenda, heild | verzlunar, smásölu og neytand- j ans. v —HH ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.