Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 04.08.1970, Blaðsíða 16
I — — ' *- » V- & Ovíst um fjölda nemenda við M.Í. — kennt þar / gamla barnaskólanum H „Viö kennum í vetur í gamla barnaskólahúsinu þar á ísa- firði,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, nýskipaður skólameist- ari menntaskólans á ísafirði, • „barnaskólahúsið er mjög gott, , þó gamalt sé, en byggður hef- ur verið nýr barnaskóli.“ Jón kvað ekki enn liggja fyrir . neinar tölur um hve margir nem- ‘t endur yrðu í vetur, og því ekki út- ,séð um hvort starfræktur yrði 2. bekkur í vetur. i Lndsprófslistar frá gagnfræða- ; skólunum á Vestfjörðum bárust íseint og af þeim sökum verður 'ekki hægt að sjá fyrr en um miðj an þennan mánuð hversu margir Imenntaskólanemendur á ísafirði . verða. Nú er verið að athuga um, hvort þörf verður á heimavist. Skólan- ium stendur til boða ágætt hús sem ‘rúma myndi 20 nemendur eða þar ium og sagði skólameistari að út- • lit væri gott með húsnæði fyrir 'nemendur. ; Væntanlegir nemendur . við imenntaskólann á ísafirði verða ef- ‘laust langflestir af Vestfjörðum, ,'en þó ekkert þvi til fyrirstöðu að 'nemendur annars staðar af land- ‘inu sæki um skólavist, því engin .formleg umdæmisskipting er milli menntaskóla landsins. — GG Hefði ekkert á métí því byrja klukkan fímm" — segir Jón Múli, „NEI, mér finnst sko ekki vont veður hér í Reykjavík. Þeir, sem eru vakandi milli 5 og 7 á morgnana, vita bezt, hvað veðrið er gott á þessum tíma. Ég hefði sannarlega ekkert á móti því að byrja morg- sem nú er kominn aftur / morgunútvarpið unútvarpið kl. 5,“ sagði Jón Múli Árnason, er blaðið átti stutt spjall við hann í morgun, en hann er nú kominn aft- ur, eftir stutt frí, til þess að skemmta landslýð í morgunútvarpinu. „Ég hef verið á sjúkrahúsi og nú er búið að skera mig upp bæði utan og innan og gramsa heilmikið í mér. Mér finnst allt- af jafngaman að koma hingað aftur, þetta er mitt líf og yndi. Annars verð ég ekki einn í þessu á morgnana, við Pétur Pét- ursson skiptumst á.“ „Hvað kemurðu snemma þarna niður eftir?“ „Ekkj seinna en hálf sjö. Sko ■ég verð að byrja á því að hita kaffi, ég hef engan þjón héma, því miður.“ „Þú byrjar þá ekki fyrr en þú hefur fengið þér kaffibolla?" „Nei, það dytti mér aldrei i hug. Svo er ýmislegt fleira hér að stússa, t. d. skipta um nálar á fóninum og anza í símann." „Hringja margir og biðja um óskalög?" „Já, já, margir vilja fá sama lagið aftur og aftur, en því er auðvitað ekki hægt að anza. Ég er alltaf að reyna að koma fólki f skilning um að ég hef annað að gera hér en að tala í síma, en það gengur erfiðlega stund- um. Sumir eru að skemmta sér framundir morgun og eru svo dæmalaust kátir, en ég verð bara að segja þeim, að ég sé önn um kafinn," sagði Jón Múli. - ÞS LEIKARINN NIELS í SÆDÝRASAFNINU • Dæmalaust er hann gæða- legur hann Níels api. Við hittum hann suður í Sædýra- safni i Hafnarfirði og þrátt fyrir gott upplag, þá var greinilegt að honum hundleiðist, enda fjarri vinum sínum og eigend- um sem komu honum fyrir i Sæ dýrasafninu á meðan þeir skruppu í sumarfrí. Það er nefnilega ekki hægt að skilja svona apakríli eftir i eigin um sjá. Annars er hann Níels stór merkur api og pínulítið heims frægur, því hann Iék stórt hlut verk hjá Leikfélagi Kópavogs i vetur, þ.e. í leikritinu „Línu langsokk. „Níels er ósköp stilltur — mesta gæðablóð", sagði hann Jón Kr. Gunnarsson hjá Sæ- dýrasafninu okkur", en hann verður hér aðeins í örfáa daga.“ Jón sagði að talsvert væri um það að fólk bæði þá að geyma heimilisdýr sín á meðan það færi i frí, einkum væri reynt að koma til þeirra hundum, en þvi miður þá væri engin aðstaða til að geyma þessi dýr þar i Sæ- dýrasafninu. Sagði Jón að svo mikil aðsókn væri af fólkinu með heimilisdýr sín, að greiná- lega væri þörf á slikri heim- ilisdýrageymslu, a.m.k. á þess- um árstíma. Jón sagði Vísi að aðsókn vaeri mjög góð að safninu. Um heág ina síðustu komu þangað um 3000 manns. Samt er þetta ekki bezta helgi ársins hvaö aðsókn að safninu snerti, einn sunnu- dag komu þangað 2500 manns. — GG Níels api og leikari úr Kðpavogi er núna í afslöppun á Sædýra- safninu í Hafnarfirði. Honum leiðist víst greyinu, en viðurværið er samt ágætt, segir hann. w a vatni um Skarphéðinsmótið fór jbó ve/ fram Mikill fjöldj fólks lagði leið pína að Laugarvatni nú um verzl- Unarmannahelgina. Áætlað var að þangað hefðu komið á föstudags- kvöld og lau^ardag um 6000 manns. . Mjög margir slógu niður tjöld- Um í skóginum innan við þorpið þrátt fyrir slæmt yeðurútlit og p laugardagskvöld hafði héraðs- sambandið Skarphéðinn, sem stóð bð afmælishátíð þar á Laugarvatni, íelt um 2000 miða að hátíðinni, þ.e. tjaldleyfi og aðgang að skemmti- ktriöum. Á sunnudag bar talsvert á þvl WS fólk gæfist upp fyrir úrhellis- fiembum sem á staðnum hrinu. Er Vísismenn komu á staðinn rigndi svo ofsalega að aður gegnblotnaði í svipstundu ef stigið var út úr >11. Var rétt svo að áköfustu knatt- jpyrnuunnendur hefðu í sér nennu :il að horfa á gullaldarlið af Akra- lesi sigrat2. d|;ildárliö Selfyssinga- neð 3 m'ölkum gegn I< Þrátt fyrir þessi. ömurlegu skil- •yrði, hertu þeir Skarphéðinsmenn sig upp í að fara í gegnum alla dagskrána. Hvert atriðið rak annað á skemmtidagskránni. Verður ekki annað sagt en að mótsgestir og þátttakendur hafi sýnt hina mestu hugprýði þrátt fyrir kalsa og vætu. Meira að segja var dansað á tveim pöllum kvöldin sem mótið stóð, en óneitanlega var skógurinn fremur fráhrindanái. — GG I Lítill friður á grálúðumiðum • Ónæðissamt hefur veriS á grálúðuveiðum aö undanförnu og heita má að rifizt sé og bitizt um hverja flyðru. Skuttogarar hafa verið margir á grálúðumiðum úti af Kolbeinsey. Þar hafa þeir valdið miklum skaða á veiðarfærum fs- lenzku bátanna, farið yfir línu þeirra með vörpur sínar, slitið SVIFFLUGA STAKKST Á NEFIÐ Á SANDSKEIÐI — búkurinn ónýtur — annar flug- mannanna skrámaðist ■ Tveggja manna sviffluga stakkst á nefið, er verið var að draga hana á loft uppi við Sandskeið fyrir nokkrum dög- um og gereyðilagðist búkurinn :og annar vængurínn skemmdist nokkuð. Tveir menn voru í vél- inni og skrámaðist annar þeirra dálítið. Talið er, að vélinni hafi. verið sleppt of snemma, þegar verið var að draga hana á loft, með fyrrgreindum afleiðingum. Grétar Ólafsson hjá Loftferða- eftirlitinu sagöi blaðinu í morgun, að hann hefði farið upp eftir og skoðað vélina, er hún hafði verið dregin inn í skýli. Sagði hann, að búkurinn væri allur saman böggl- aður, en reynt verður þó að gera við vélina, sem er af gerðinni Blanik L-13. Fr '’etta eina málm- klædda sr á landi r gömul. til er hér .urra ára — ÞS hana og tætt og hrifsað tll sín mörg bjóð. Einn Bolungarvíkurbáta mun til dæmis hafa tapað um 20 bjóðum af Knunni sinnj um daginn. Bátamir hafa því hrakizt af mið- unum við Kolbeinsey og eru nú margir farnir að reyna fyrir sér út af Austfjörðum, en þar tekur ekki betra við. Veiði hefur verið þar misjöfn, stundum góð, en stundum fer hún i ginið á háhym- ingum sem leika það að hirða lúð- una af krókunum og sporðrenna henni. Háhymingurinn gengur ytf- irleitt hreint til verks I þessum veiðiþjófnaðj sínum og skilur sjald- an eftir svo mikið sem slitrur af lúðunni, þar sem hann fer. Það er mál manna, að háhyrningar drepizt sízt úr ófeiti við Austurland um þessar mundir. Grálúðuveiðin hefur annars stöð- ugt farið minkandi að undanfömu, enda hefur sóknin aukizt og virð- ast nú allir gína yfir henni bæði menn og aðrar skepnur. Vegna kvartana íslenzku bát- anna um yfirgang erlendra veiði- skipa sendi Landhelgisgæzlan varð- skip austur á miðin um helgina, en þá var þar allt með ró og spekt. — JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.