Vísir - 12.08.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 12.08.1970, Blaðsíða 3
VÍSIR . Miðvikudagur 12. ágúst 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND rr Stjórn Heaths óttast ehahagslegt öngþveiti" Umsjón: Gunnar Gunnarsson. — ef ekki ræðst við verðbólguþróunina ROBERT CARR, atvinnu- leysis- og framleiðslumála- ráðherra Bretlands, sagði á föstudaginn í London, að væru ekki einhverjar ráð- stafanir gerðar til að hefta frekari þenslu verðbólg- unnar myndi alvarlegt á- stand skapast í efnahags- málum landsins. Carr lýsti þessu yfir tvisvar sama daginn. Fyrst á fundi með fréttamönnum en síðar á fundi með verkalýðsleið- togum. Þessi ótti Carr var samhljóða skoðunum ríkisstjórnarinnar á því aö miklar kaupkröfur verkalýðsins gætu haft alvarlegar afleiðingar, en upp á síðkastið hefur hvert verkamannasambandið af öðru farið fram á 20% kauphækkun eða allt að því. Á fundinum með frétta- mönnum sagði Carr, að réði ríkis- stjórnin ekki við verðbólguna væri næstum útséð um að henni tækist aö uppfylla kosningaloforðið um minnkaöa skatta. „Ef verðbólgan verður ekki stöðvuð getum við ekki staðiö viö þessj loforð, og þaö sem verra er, landið verður þá á hraðri leið mót efnahagslegu öng- þveiti,“ sagði ráðherrann. Heath — sigurreifur eftir kosningarnar í vor. 800 fangar náðu fangelsi á sitt vaid — kvarta yfir sóðaskap JOHN LINDSAY, borgarstjóri New York-borgar, var á blaðamanna- fundi, er hann fékk þær fregnir, að 800 fangar við eitt borgarfang- ‘ elsanna hefðu tvo daga i röð haldið fangelsinu á valdi sínu og tekið 3 fangavarðanna sem gísla. Lindsay lýsti Nelson Rockefeller, keppinaut sinn um borgarstjóratit- ilinn þegar í stað ábyrgan í öllu er snerti fangelsismál, en Rocke- feller er nú ríkisstjóri New York- rfkis. Fangarnir 800 hafa nú haldið fangelsinu á sínu valdi í 2 daga. Þelr kölluðu fangelsið sjálft „graf- hýsi“, en þetta mun hús upp á 15 hæðir. Fangamir bmtu rúður og kveiktu elda inni í húsinu, en fljót- lega komst ró á þá og fangavörð- unum var sleppt. Þeir hafa nú sent sendimann sinn á fund fangelsisstjómarinnar og upplýst er að fangamir séu nú að semja langan kvörtunarlista, muni á þeim iista bera hæst, hve fang- arnir séu óánægðir meö hve lengi þeim er haldið í fangelsinu áður en kemur að málum þeirra fyrir rétti. Fangarnir munu og kvarta yfir þvi að fangelsiö sé fullt af rottum, kakkalökkum og lús. Núna eru 4000 fangar í fangelsum New York. Lindsay. Þref um viðræðustað — Jarring óbolinmóður að byrja Stjórnarerindrekar við aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York skýrðu fréttamönnum frá því að Gunnar Jarring, sáttasemjari í deil- unni fyrir botni Miðjarðarhafs, yröi stöðugt óþolinmóðari að bíða eftir aö geta hafið samningaumleitanir með ísraelsmönnum og Aröbum. Jórdan svaraði í gær fyrirspurn Jarrings um hvar og hvenær þeir vildu hefja viðræður og kom þá í ljós að Jórdanir vilja nota New York sem samningastað og að full- trúi Jórdan á þingi Sameinuðu þjóö anna á að vera fulltrúi stjórnar- innar í þessum viðræðum. Trúlega munu Egyptar gefa Jarring svar sitt á morgun en Sþ. fulltrúi þeirra fer í dag frá Kaíró til New York með svar stjórnarinnar. Trúlegt þykir, að Egyptar kjósi einnig New York sem samningastað. Sem kunn ugt er halda ísraelsmenn fast við að viðræðurnar verði f Nikósíu á Kýpur, en Jarring mun sennilega reyna að hefja viðræðurnar fyrir lok þessarar viku, en álítur það slæman fyrirboða ef lengi dregst að hefja viðræðurnar. Iðnskólinn í Reykjavík Skrásetning nemenda til náms skólaárið 1970—1971 verður sem hér segir: Nemendur, sem eiga aö stunda nám í 2. bekk skólans, komi í skrifstofu skólans dagana 17. 18. og 19. ágúst, til staðfestingar á skólavist sinni. Nemendur, sem eiga aö stunda nám í 3. bekk skólans, komi dagana 20. 21. og 24. ágúst. Nemendur sem eiga að stunda nám í 4. bekk skólans komi dagana 25. 26. 27. og 28. ágúst. (Á það er minnt að skólaár það, sem f hönd fer, er síðasta skólaárið, sem 4. bekkur verður. starfræktur samkvæmt hinu eldra námskerfi). Nemendum ofanskráðra bekkja ber að greiða skóla- gjald kr. 400,— og leggja fram námssamning, er þeir koma til að staðfesta skólavist sína, svo og tilkynn- ingu um innritun, er send hefur verið viðkomandi meisturum. Innritun í 1. bekk skólans er lokið, en reynt veröur að bæta viö þeim nemendum, sem hafa hafið iðnnám á sumrinu, eftir því sem rými leyfir. Innritun fyrir þá nemendur fer fram f skrifstofu yfirkennara (stofa 312) hinn 17. ágúst. Nemendum ber að sýna prófskírteini frá fyrri skóla, námssamning við iönmeistara og nafn- skfrteini. Innritun í verknámsskóla iðnaðarins er einnig Iokið, en af sérstökum ástæðum er hægt aö bæta viö nem- endum í málmiðnaðardeild. Innritun f þá deild fer fram í skrifstofu yfirkennara (stofa 312) dagana 17.—19. ágúst. Nemendum ber að sýna prófskírteini frá fyrri skóla og nafnskírteini. Skrifstofa skólans verður opin innritunardagana frá kl. 9—12 og 13—19. Skólastjóri. Verður stór- veldafundur / haust? • Er þing Sameinuðu þjóð- auna kemur saman i haust er sennilegt aö utanríkisráðherrar stórveldanna muni ræðast við á lokuðum fundi í New York, en ráðherrar þeir, sem sæti eiga Íí öryggisráðinu muni vera við- staddir. %’vkir t.rúlegt að þessi fundur eigi að leggja grunninn að stórveldafundj strax í haust, I en þann 23. október eiga þeir I Nixon Randaríkjaforseti, Ed- i ward H«smth forsætisráðherra Bretlands og Alexey Kosygin að tala í aöalstöövunum. Þann | 25. október verður svo sérstak- , ur fundur i tilefni af 25 ára af- l mæli Sameinuðu þjóðanna. KAUPSTEFNAN - IEIPZIG Þýzka Aiíí.i 30.8 — 6.9. 1970 . tildið MIÐSTÖÐ VIÐSKIPTA OG TÆKNI Sýningarskfrteini sem jafngilda vegabréfsáritun og aliar upplýsing- ar, einnig um ferðir (m. a. b°inar flugsamgöngur með Interflug frá Kaupmannahöfn, fást hjá umboðs- mönnum: KAUPSTEFNAN — REYKJAVÍK Pósthússtr. 13. Sfmar 24397 - 10509 Tvisvar árlega leggja kaupsýslu- menn og sérfræðingar frá 80 lönd- um leið sína til Leipzig, hinnar viö- urkenndu miðstöðvar viðskipta milil austurs og vesturs og vett- vangs tækniþróunar. Á hinu víðlenda tæknisvæði Kaup- stefnunnar f Leipzig veröa f haust umfangsmiklar sérsýningar á kem- iskum hráefnum, trésmíðavélum og verkfærum, bifreiðum, ijósmynda- tækjum og vörum, húsgögnum og heimilisbúnaði, kennslutækjum og skólabúnaði, fþróttavörum og við- legubúnaöi. — „Kjarnorkan í þágu friðarins" nefnist stór samsýning sjö sósíalistalanda í Evrópu. — í miðborginnj verða sýningar á neyzluvörum og framleiöslu létt- iön'aðar f 25 vöruflokkum í 17 stór- um sýningarhúsum. Haustkaupstefnan í Leipzig 1970 30. ágúst — 6. september Vorkaupstefnan í Leipzig 1971 14. marz til 23. marz

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.