Vísir - 12.08.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 12.08.1970, Blaðsíða 16
r ISIR Miðvikudagur 12. ágúst 1970. s Sumar- útsölur hafnar ; • Núna standa yfir útsölur ' 1 hjá mörgum verzlunum í I ') Reykjavík og tjáði Sigurður ’’ (j Magnússon hjá Kaupmanna- i samtökunum okkur, að útsöl-' l ur eða skyndisölur væru að-1 eins ieyfðai tvisvar á ári, i * þ. e. á tímabilinu frá 10. janú-1 j ar til 10. marz og svo aftur frá 20. júlí til 5. september. ij © Sagði Sigurður að vitaskuld « væru ekki allir kaupmenn i með útsölur allan þennan tíma, ) það færi allt eftir aðstæðum i ivers og eins, hins vegar er hver I kaupmaður áð sjálfsögðu frjáls ) að bví að selia vörur eins ódýrt (j og hann vill a!lt árið. k Einmitt núna hefur orðið tals- ,! verð breyting á fatamarkaðinum. ; Stuttu pilsin teljast nú úrelt I y tízka og síður klæðnaður kom- , inn í staðinn. Því er eðlilegt að kaupmenn vilji reyna að losna ' 1 við gamlar birgðir af stuttum | i pilsum og selja þær því á niður- settu verði, en Sigurður tjáði okkur að þar sem verðlag er ' 7 ekki frjálst hér á landi, þá séu I ri hér aidrei neinar útsölur í lík- | 'j) ingu við það sem gerist víöa í Í nágrannalöndunum. „Ef verðlag væri frjálst," sagði Sigurður, „gætu kaupmenn lagt þannig á I nýjan tízkuvarning að aðeins þeir efnameiri gætu veitt sér / hann, en þeir sem lítil auraráð *) hafa gætu svo krækt í vöruna ^ seinna er útsölur eru haldnar. k Þetta myndi verka sem eins / konar kjarabót fyrir kaup- 1 menn“, sagði Sigurður. — GG — segir Bjarni Guðrtason, prófessor • „Það er ekki forsvaran- legt hvernig skálinn er. Hann er sóðalegur og allt niður- brotið í honum. Þetta er hálf- gerður hænsnakofi, en þó mun vera þarna skjól í mann skaðaveðri,“ sagði Bjarni Guðnason prófessor um skál- ann á Fimmvörðuhálsi i við- tali viö blaðið í morgun. © Bjarni og Jón Böðvars- son menntaskólakennari, sem er skálavörður í Þórsmörk, fóru að skálanum fyrir nokkrú og var þá aðkoman eins og fyrr segir. Skálinn á Fimmvörðuhálsi hefur verið í eigu Fjallamanna, sem er óformleg deild innan Ferðafélags íslands. Einar Sæmundsson for- maður KR einn Fjallamanna, sagði í viðtali við blaðið að skálinn á Fimmvörðuhálsi væri ónýtur talinn og búinn aö vera það árum saman. „Það hafa verið uppi áætlanir um það að byggja annað hús og þá á öörum stað, en ekki hefur orðið af því ennþá þótt teikningar liggi j fyrir að nýju húsi.“ ! Einar sagði, aö skálinn á Fimm- vörðuhálsi hefði alveg verið látinn eiga sig síðustu árin enda talinn ó- nýtur. Af ýmsum ástæðum hefði ekki orðið af byggingu nýs skála, en áæt-lað hefði verið að byggja hann sunnar og austar en skálann, sem nú stendur uppi og þá jafnvel í samvinnu við Ferðafélagið og Flugbjörgunarsveitina í Skógum. „Fimmvörðuháls er orðinn svo mikil gönguleið, að nauðsyniegt er að hafa þar afdrep fyrir fó'lk“, sagði Einar enníremur, „þarna er voðalegt óveðrabæli og getur veður orðið mjög slæmt á Fimmvörðu- hálsinum þó það geti verið gott beggja vegna við hálsinn. Skálinn þarna er alveg afskrifað hús, enda alveg ónýtt“. — SB Lítil sala í hrefnukjöti @ Hrefnuveiði hefur verið með sæmilegu móti í sumar miðað við undanfarin sumur, en eftir því sem næst verður komizt stunda hana þó aðeins fjórir bátar, tveir frá Akureyri og tveir frá ísafirði, og hafa veiðzt að meðaltali um 50 hrefnur á hvern bát. Mest hefur veiðzt á Húnaflóanum. Héðan að sunnan hafa engir bát ar verið gerðir út til hrefnuveiða síðustu fjögur súmur og hrefnu- kjöt aðeins fáanlegt frosið að norö an og því mun minni sala í hrefnu kjöti en ella, þar eð fólk lítur helzt ekki við nema nýju kjöti, að sögn kjötkaupmanna á Reykjavíkur- ^væðinu. Biöur fólk þá heldur um hvalkjöt, en það' fæst alltaf nýtt, enda Hvalstöðin staðsett öllu nær Reykjavík en kjötvinnslustöövarn- ar fyrir norðan og austan, sem vinna hrefnuna til kjötkaupmanna. — ÞJM ma.....m m é • m m ÚTSALA! — Parísarherrarnir heimta að stutt föt veröi skorin niður við trog — í vetur eiga konur að kiæðast skósíðum kjól- um og kápum — og þær virðast ætla að hlýðnast boðinu. „Síðar kápur renna út“ segja kaupmenn. „Parísartízkan stjóm ar konum algjörlega — stuttir jakkar mikiö i tízku“. Mikil sala er nú í síðum kápum og kaupmenn eru aö tygja sig í að selja þá gömlu, stuttu tizku á útsölu. Stuttu pilsin halda þó velli enn sem komið er og „verður sennilega ekki útrýmt“ segja fatasérfræðingar. Humaraflinn glæðist mjög viö Reykjanesiö © Humarafli hefur slæðzt all- mikið hjá Suðumesiabátum að und- anfömu og komizt upp í 1500 kg af slitnum humar í veiðiferð eða á 3—4 dögum. Flestir Suðurnesja- bátar eru nú með humartroll sín inn við Eldey, en bar var lengi fram eftir sumri litið sem ekkert að hafa. Allir trollbátar héldu inn til hafnar í morgun undan óveðrinu og aflinn var að vonum misjafn, enda höfðu skipin misjafna útivist. Afii fiskitrollbátanna hefur verið lélegur að undanfömu og lítiö hef- ur fengizt í dragnót í allt sumar. Vinna hefur þó verið talsverð suður með sjó, einkum við hum- arinn, yfirleitt alltaf unnið 10 tíma á dag í frystihúsunum og stundum lengur. — JH Síðar kápur og pils — tizkukóngar hafa s'óblab um, isl. konur hlýba: ■ Og þá hafa tízkustefnuna Midi-tízkan skal þeir gefið í París: verða alls ráðandi í vetur, segja þeir — en eftir er að sjá hvort þeim tekst að útrýma stuttum pils- um og kjólum alveg. — Við ræddum við marga verzlun- arstjóra i morgun og sögðu þeir langflestir, að enn sem komið væri seldust stutt piis mun meira en síð (midi-föí ná niður fyrir miðjan legg). Flestir sögðu að aðallega væru það unglingar sem keyptu síð föt, „við förum kannski af stað og fáum okkur síöan kjól þegar þetta verður allsráðandi — ef það verður einhvern tíma“ sagði ein konan og ,,þaö er nú svo stutt síðan þetta var í tízku — maður er rétt farinn að átta sig á stuttu t.ízkunni“. Nú stendur yfir sá tímj sem útsölur eru levfðar hér á landi og því kannski tilvalið tækifæri fyrir kaupmenn að reyna að losna við gömlu tízkmia á út- sölu. Hjá Karnabæ fengum við þær upplýsingar að þar yrði ef til vill útsala á næstunni, en ekki væri búið að taka ákvörð- un um hvenær. Verzlunarstjór- inn hélt aö stuttu tízkunni yrði aldrei útrýmt „ætli hún verði ekki bara með hinni“, en stúlkur eru, sagðj hann, „næstum und- antekningarlausit farnar að kaupa midi-kápur. Pilsin haldast svo eftir sem áður stutt“. Verzlunarstjórar þeirra fata- verzlana sem selja föt jafnt á fulloröna sem unglinga sögðu að þrátt fyrir „línuna frá París“, þá virtist engin hreyfing sérstök vera enn hérlendis. Útsala er þó í Eros í Hafnarstræti, velþekktri fataverzlun, og sagði verzlunar- stjórinn þar að þeir seldu núna föt eftir stuttu-tízkunni með 40—50% afslætti. Sömu sögu var aö fá í Guðrúnarbúð á Klapparstíg og sagði verzlunar- stjórinn þar að konur væru mjög fljótar til með að skipta um tízku. — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.