Vísir - 12.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 12.08.1970, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Miðvikudagur 12. áeust 1970. VISIR Otgefanli Reykjaprent hí. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjölfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson RitstjórnarfuMtrúi Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóri • Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr 165.00 ð mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Visis — Edda hf. f^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm „Allt vondum oð kenna" Framsóknarmenn vita alltaf manna bezt, hvernig eigi að stjórna landinu. Þó verður varla með sanni sagt að þeim hafi gengið betur en öðrum, þegar þeir hafa haft til þess tækifæri einir eða í samstarfi við aðra. Ríkisstjórnir, sem þeir hafa myndað, urðu æði skammlífar, og hinir stjórnmálaflokkarnir bera þeim ekki mjög vel söguna um samstarfið. Það er rétt, sem Eysteinn Jónsson sagði í minn- ingarorðum um forsætisráðherrahjónin, að íslenzk stjórnmál eru undarlegt bland af samstarfi og stríði. Almenningur veit yfirleitt miklu minna um samstarf- ið err. stríðið. En margir vita að gott samstarf tekst t.d. í þingnefndum um ýmis þörf og góð mál, og víðar eru stjórnmálaskoðanir ekki látnar skera úr um af- stöðu. Sum mál eru hins vegar sérstaklega notuð sem pólitísk þrætumál. Svo er t. d. um verðbólguna. Það er draugur, sem búið er að glíma við í aldarfjórðung, en helzt enginn vill kannast við að hafa átt þátt í að vekja og magna. Hið sanna er, að allir stjómmálaflokkarnir eiga þar sök nokkra, sumir meiri, aðrir minni, og nokkuð eftir aðstæðum á hverjum tíma. Almenningur hefur líka lagt sitt til. Nú er ekki því að neita, að verðbólga er víðar mikil en á íslandi. Þróunin hefur verið sú í æði mörgum ríkjum síðan á styrjaldarárunum. Allir segjast sammála um að þetta sé hættuleg þróun, en þó virðist bæði hér á landi og víðar vera ógerlegt að ná samstöðu um ráð til að stöðva hana. í Tímanum s.l. sunnudag er spurt, hvort það sé ekki „eina afsökun ríkisstjórnarinnar og málgagna hennar fyrir verðbólgu og hvers konar óáran í ís- lenzku þjóðfélagi, að stjómarandstaðan sé ekki verk- efni sínu vaxin á íslandi og hér stæði blómlegt þjóð- iíf, ef hún væri ekki tj]“. Er þetta nú ekki fuii fast að orði kveðið? Höfundur greinarinnar heldur því varla fram í alvöru, að ríkis- stjómin og málgögn hennar kenni stjórnarandstöð- unni um efnahagsáföllin, sem yfir þjóðina dundu fyr- ir þremur árum. Hitt er annað mál, að stjórnarand- staðan reyndi að nota þessa erfiðleika til stjórnmála- legs framdráttar meira en góðu hófi gegndi, eins og á stóð, af því að þjóðarheill krafðist samstöðu um lausn vandans. Fyrrnefndur greinarhöfundur spyr: „En af hverju trúa menn því ekki umsvifalaust, að verðbólguþró- unin á íslandi og allur ófarnaður í efnahagsmálum þjóðarinnar á síðustu árum sé vondum mönnum í stjórnarandstöðunni að kenna?“ Spyrja mætti á móti: Hefur ekki stundum mátt skilja á Tímanum og Þjóðviljanum, að það væri allt vondum mönnum í stjómarliðinu að kenna? GOLDAMEIRVANTRÚUÐ Á SÁTTAVIÐRÆÐUR — Atstaba Rússa neyddi Nasser til oð samþykkja vopnahlé ■ Vopnahléið í stríði Araba og Israelsmanna kom næstum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Enginn hafði raunveru- lega búizt við því að bæði Nasser og Golda Meir myndu allt í einu kjósa að setjast að samningaborði. En ef málavextir eru skoðaðir aðelns nánar virðist mönnum sem þetta vopna- hlé hafi naumast komið of snemma. — Er Nasser var beðinn að athuga tillögu Bandaríkjamanna um vopnahlé og sátta- starf á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Gunnars Jarring og fjórveldanna, Bandarikjanna, Sovétríkjanna, Bret- lands og Frakklands, og hann beðinn um að svara af eða á — flaug hann til Moskvu og var þar í 19 daga að ráðfæra sig við Sovétherrana. Þar mun honum svo hafa verið gert Ijóst, að Sovétmenn myndu ekki hjálpa Egyptum að reka Israels- menn af höndum sér frá Súezskuröi né heldur myndu þeir styðja Araba í að ná aftur Sínaískaganum. Nasser átti því naumast um annað að velja en setjast að samningaborði með Goldu Meir. 1956—1967 Moshe Dayan, varnamálaráð- herra ísraels á eitt sinn að hafa sagt: „Við erum nægilega sterk- ir til að standa gegn ágangi fjandmanna okkar, en við erum ekki nægilega sterkir til að snúa bakj í bandamenn okkar“, og þessi orð hefðu eins vel getað komið úr munni Goldu Meir er hún samþykkti bandarísku til- löguna um sáttaviðræður. Samt sem áður haifa ísraels- menn ástæðu til að vera ekki allt of vongóðir um árangur viðræðnanna enda virðist al- menningsálitið í ísrael vera mót- fallið friðarviðræðum eða vopna hléi. Golda Meir hefur samt lýst þvf yfir að Bandaríkjamenn hafi fullvissað hana um að ísraelsmenn myndu ekki standa veikari eftir en áður að afloknu þessu þriggja mánaða vopnahléi — hverjar sem niðurstöður samningaviðræðnanna veröa. Sennilegt er að almenningur í Israel sé mðtfallinn vopnahléi eða samningaviðræðum fyrir milligöngu Bandaríkjamanna af þeim ástæðum að Bandaríkja- menn hafa áður lofað Israel á- kveðið vissurn hlutum, en ekki staðið við. Það var þegar Eisen- hower lofaði Ben Gurion að ef ísraelsmenn færu frá her- numdu svæðunum á Sínaí og á Gaza, myndu þeir eftir sem áður fá að sigla um Suez. Ben Gurion treysti þessu — hörfaði með herstyrk sinn og Nasser var ekki seinn á sér að meina ísrael umferð um Suez. — Þann- ig stóðu svo málin fram til árs- ins 1967 er 6 daga striðið brauzt út. Merkur áfangi Friðarviðræöumar sem Jarr- ing stjómar munu fyrst og fremst snúast um tvö megin- atriði: 1. Að ísrael dragi sig til baka af svæðum sem her- numin voru eftir 1967. 2. Aö Arabaríkin viðurkenni tilvist og rétt ísraels til ákveöins landsvæðis inn- an ákveðinna iandamæra. En þrátt fyrir að elið þar fyr- ir botni Miðjarðarhafsins hafi stytt upp í bili. er langt frá þvi að einhver raunveruleg lausn sé fundin. Og hverjar sem niður- stöður viðræðnanna verða — engar eða jákvæðar, þá er hitt sennilega vist, að Golda Meir mun líta á þetta skref i deilum ísraelsmenn og Araba sem merkan áfanga — áfanga, sem muni, hvemig sem fer, leiða af sér nýja stefnu ísraelsmanna í deilunni. Gunnar Jarring. Illlllllllll M) MM Umsjón: Gunnar Gunnarsson. Nasser. Golda Meir. Golda Meir Golda Meir er alin upp með baráttu ísraelsþjóöarinnar fyrir tilvist sinni. Hún var bam að aldri er foreldrar hennar flýöu frá Rússiandi til Bandaríkjanna og þar tók ekkert annað við en ný Gyðingahverfi. 1921 fór hún ' nýgift til Palestínu og stóð þar þegar í byrjun fremstallra við að skapa ísrael nútímans. Hún bairðist við hlið Ben Gurions ■ gegn Palestínupóiitík þeirra og • hún gerði allt hvað hún gat til að afstýra stríði milli Ísraelsmanna og Araba 1947. Það tókst ekki og þegar ísrael hélt enn einu sinni f stríð, árið 1.956, var Golda Meir utanríkisráðherra lands síns. Þeirri stöðu gegndi hún í 9 ár og varð á þeim tíma heimsþekkt sem einhver athyglisverðasta kona samtíðarinnar. En utan- ríkisráðherratími hennar reynd- ist henni þreytandi og erfiður og hún er sögð ekkert hafa þráð meira en að geta farið að liffa rólegu fjölskyldulífi. Greinilega h'efur hún þurft að bíða lengi eftir að sjá þann draum rætast, því er Levi Eskhol dó 1969 var Mapai-sósíalistaflokkurinn leið- togalaus og landiö vantaði um leið forsætisráðherra: Golda Meir var sjálfkjörin. ísrael gerir sér engar vonir Eflaust hlakkar Golda Meir, til aö geta dregið sig í hlé og látið nægja að stjóma sínu eig- in eldhúsi, en varla getur hún, búizt við því i bráð. Fyrst verð- ur þetta þriggja mánaða vopna- hlé að líða hjá og síðan komai friðarsamningar. Á eftir þeim er möguleiki að fylgi friður en; Goída Meir er af langri lífs- reynslu vantrúuð á þann frið. í fyrri viku lýsti hún því yfir, að hún efaðist þá þegar um ein-! lægni og hún er einnig — eftir reynsiuna frá 1956 dulítið van-' trúuð á hve góður tilgangur] fjórveldanna sé í rauninni. Samt^ sem áður hefur Golda Meir og; ríkisstjórn hennar ekki getað annað en samþykkt vopnahléið, og var í tilefni af þvi samþykki' lýst eftirfarandi yfir: „... þráttr fyrir efasemdir um einlægni. finnst ísraelsku ríkisstjóminni. að hún verði að sætta eða sam- ræma hinar mismunandi hug- myndir — reyna, án tillits til þess hve möguleikinn er raun- verulega lltill. — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.