Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 2

Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 2
Gunther hættir fúsiega lífi sínu fyrir leikara — vinnur þannig fyrir námi sinu Þessum þrettán ára gamla dreng veittist það ekki tiltakan- Sandra réði sig sem stnetis- • r vagnsstjora * — en karlkynsstarfsfélagar hennar neifuðu að starfa með henni Sandra Holt er aöeins 23 ára að aldri en hefur þegar unnið nokkur ár sem vörubílstjóri og á- ætlunarbílstjóri. Um daginn réði hún sig í vinnu hjá strætisvögn- um Halilfaxborgar í Engl. og voru yfirboðarar hennar kátir yfir að fá konu í sina þjónustu. Ekki hafði Sandra þó ekiö strætis- vagni sínum nema í tvo daga þeg verksviö og heimtuðu þeif að hún yrði látin hætta og ef ekki þá ætluðu þeir allir sem einn að leggja niður vinnu. stirætisvagnanna ákvað hasi vegna aö láta stúlkuna haatta. a.m.k. um tíma, eða á með an málið fer fyrir stéttarfélag bíl lega erfitt að stökkva tH jarðar úr svimandi hæð. Þetta er þýzkur skólastrákur sem hefur þann starfa f sumarleyfum og reyndar hvenær sem tóm gefst, að vera staðgengill leikara í lífshættuleg- um atriðum (stuntman). Stráksi heitir Gunther Notthoff og á heima í Vestur-Berlín. Gúnther er oröinn þekktur um allt Þýzka land fyrir bíræfni sína og því eft irsóttur af kvikmyndafyrirtækj- um. Faðir hans hefur gert þessa hættulegu starfsgrein að ævi- starfi sínu, en drengurinn segist ekkf ætla að vena ,,stimtman“ nema á meðan hann vinnur fyrir námi sínu, því seinna meir ætlar hann að verða leikari. Vinir hans og aödáendur í leikarastétt segja og að hann hafi mikla leikara- hæfileika til að bera og hann muni eflaust fá hlutverk innan skamms. % \ s ■ V^kl^V%k^W\l»M4ÍNiáw.V\<í<*\->dv.v.v.v,%V.v.,..v.'.%w\1Av.'\v.v.\%«'.vAv.s,,'A,\i-. .■ >...:.v.v.. . . Giinther Notthoff er eftirsóttur staðgengill leikara, þegar taka þarf hættuleg atriðL Hæstiréttur USA kveður það lögleysu að banna sítt hár — tveir drengir voru reknir úr skóla fyrir að vera siðhærðir „Reglur fyrir drengi: Hár verð ur að vera þvegið vel, greitt og ekki svo sitt að það snerti skyrtu kragann að aftan. Það má ekki koma niður fyrir eyrun og ennis toppurinn verður að vera vel of an viS augabrúnir. Drengir verða að vera rakaðir og langir bartar eru bannaðir." Þarmig hljóða reghir sem gagn- fræðaskóli ehm í Wisconsin-riki í Bandarfkjtmum setti fyrir karl- kynsnemendur. Þessar reglur urðu og tái þess að skólayfirvöld ráku tvo nemendur, þá Thomas Breen og James A. Anton vetur- inn 1968—1969 fyrir þær sakir að þeir neituðu að láta skera hár sitt. Drengimir og foreldrar þeirra fóru þá í mál við skólayfirvöld og bentu á að bæöi klæðaburður nemenda og hárgreiðsia hlytu að teljast til almennra mannréttinda — lögboðinna 1 bandarísku stjóm arskránni. Héraðsdómstóll dæmdi .fyrst í þessu máli og var dómurinn al- gjörlega drengjunum i vi. Loks var réttur drengjanna til að hafa svo sftt hár sem þeir vildu ótví- rætt úrskurðaður af hæstarétti, en skólayfirvöid í Wisconsin á- frýjuðu, eiftir að hafa tapaö mál- inu 1 héraðL Þegar mál þetta kom fyrst upp fyrir tveimur árum sagði 1 úr- skurði héraðsdómstóls að „réttur ’ hvers manns til að hafa eins sítt hár og honum sýndist og greitt á þann hátt sem honum sýndist er óvefengjanlega hluti almennra mannréttinda sem stjómarskrá Bandaríkjanna stendur vörð um.“ Fyrr í sumar birti Vísir frétt um að sumir íslenzkir atvinnurek endur, einkum þeir er frystihús- um ráða, réðu síður síðhærða drengi til vinnu en stuttklippta. Ofanskráð gæti því verið til at- ■ hugunar bæði fyrir síðhærða og þá atvinnurekendur sem neita þeim um vinnu. stjóra og þaö kemst að sinni nið urstöðu. Sandra er mjög reið og bitur út í framkomu karlanna og kallar þetta ekkert annað en „kynferðis legan sadisma", enda geti hún ek- ið bílum eins vel og þeir — ef ekki betur. Sannarlega hefði ver ið spennandi að sjá hvað oröið ar karlkyns vinnufélagar hennar mótmæltu harðlega aö kona skyldi þannig '„ráðast“ inn á sitt hefði úr þessu máli, hefði þaö komiö upp í landi rauösokkanna, en sennilega hefði það aldrei kom ið til. Brezkir strætisvagnastjórar hijóta að vera einu karlmennirnir í veröldinni sem ekki vilja starfa með ungri stúlku. Erroll Garner hefur 40 fingur og 40 tungur Hann er ekki nema 160 cm hár, hefur hnakka. sem er eins og á nauti og agnarlítið andlit. Erroll Gamer, jasspianistinn sem tón- listargagnrýnendur segja að hafi sennilega 40 fingur, skemmtir nú I Tívolí í Kaupmannahöfn. Blaða maður einn hafði viðtal við hann og er það var hafið, komst blaða maðurinn að þvi að sennilega hefði Gamer líka 40 tungur, svo hratt og mikið talaði hann. „Mér finnst að nótnablöð líti anzi vel út og mér finnst gaman að horfa á þau... en þaö er líka allt sem ég get fengið út úr þess konar pappfr“, segir Erroll, en hann hef- ur aldrei lært að leika eftir nót- um. Langar þig ekki að læra aö þekkja nótumar? „Ha, nei þá gæti ég eins vel selt pianóið!“ Og Erroll Gamer getur fleira en blaðraö og leikið á píanó. — Hann syngur heilmikið og helzt þó þegar hann leikur á píanóið af fingrum fram. „Nei“, segir samt, „ég get ekki sungið og syng helzt ekki upphátt nema þegar ég er inni á baðherbergi, þá læt ég vatnið renna, þannig að j síður heyrist til mín.“ < Ferðastu mikið um heiminn? i „Er á ferðalagi 10 — 11 mánuði ársins. Hvers vegna ég ferðast? i Jú, maður verður að eiga fyrir j húsaleigunni. Kvæntur? Nei, ekki > fundiö þá einu réttu, en það hlýt * ur að koma að því.“ Ert þú hinn síðasti „stóri“ af gömlu jassistakynslóðinni? „Það vona ég ekki... og jass- inn á eftir að verða enn útbreidd ari listgrein en hann er núna. — Unga fólkið hlustar meira og: meira á jass.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.