Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 8
5J VISIR . Fhnmtudagur 13. ágúst 1970. VISIR Otgefan li • Reykjaprent hí. FramKvæmdastJóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar- Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjór’j: Laugavegi 178 Sími 11660 f5 línur) Askriftargjald Kr 165.00 6 mánuði innanlands t lausasölu tcr. 10.00 eintakiC Prentsmiðia Vísis — Edda hf. CJ3HBB Rækjuveiðar J vetur sem leiö fluttu þeir Þorsteinn Gíslason og Sigurvin Einarsson á Alþingi þingsályktunartillögu um að ráöinn yrði erindreki til þess að ferðast um landið og kynna mönnum nýjungar í leit að rækju og útbúnaði rækjubáta. Þorsteinn talaði fyrir tillögunni og sagði, að. líklegt mætti telja, að rækja fyndist á fleiri svæðum en þeim, sem hún veiddist nú, og hann lagði á það sérstaka áherzlu, að við þyrftum að dreifa sókninni sem mest á veiðanlegar tegundir og umfram allt auka veiði og iðnað á verðmestu tegundunum og auka fjölbreytnina, því að þá væri minna hætta á, að gengið yrði of nærri stofnum, sem veiðanlegastir væru hverju sinni. Allir munu geta tekið undir það, að æskilegt sé að haga málum á þennan veg. Ásókn á suma stofnana kann þegar að vera orðin of mikil eða verða það inn- an skamms, ef þeim yrði ekkert hlíft. Hvað verður t.d. um síldina í framtíðinni? Hún hefur að sönnu löngum dyntótt verið og virðist ekki útlit fyrir að við megum treysta á hana næstu árin. Rækja hefur fundizt á mörgum stöðum á undanförnum árum, allt frá grynnstu miðum út í landgrunnskantinn, og hennar hefur einnig orðið vart á djúpmiðum. Þetta er dýr vara og eftirspurn mikil, en hlutur fslendinga enn sáralítill í heimsframleiðslunni. Við ættum að hafa möguleika til að bæta þar verulega við okkur. Hjá þeim, sem mest veiða hafa komið fram ýmsar nýjungar í gerð og búnaði rækjubáta, stærri varpa, fullkomnari dýptarmælar o. fl. Hér ætti að geta orð- ið um allmikið hagsmunamál fyrir sjávarútveginn að ræða, og undir þessi orð Þorsteins munu flestir vilja taka: „Okkar fámenna þjóðfélag hefur engin efni á þvi að stunda rannsóknir á vinnubrögðum í stórum stíl, eða mörgum og dýrmætum orðum í vangaveltur um gerð og útbúnað skipa, meðan aðrir ausa hér upp fiski við nefið á okkur á sínum fullkomnu togveiði- skipum. Rækjuvinnsla krefst ekki mikils útbúnaðar, en hún þarf mikið vinnuafl. Dragist bolfiskveiðar sam an á grunnmiðum, eins og margir ætla, gæti þama orðið verkefni fyrir marga af minni vélbátum okkar, en það hefur sýnt sig að þeir geta stundað rækjuveið- ar á dýpri miðum a.m.k. yfir sumarmánuðina.“ Það er ekki lítils virði, hve margar hendur þarf við þessa vinnu. Eins og þingmaðurinn benti á, hefur skólafólk sums staðar skort sumarvinnu, þótt von- andi sé nú mikið farið að rætast úr því aftur. En þarna væri rúm fyrir mjög margar hendur duglegs æsku- fólks og þvi megum við, eins og hann sagði, ekkert tækifæri láta ónotað til að efla þennan atvinnu- veg. MIKLAR og góðar fréttir hafa borizt utan úr heimi þessa síðustu daga og er þar að sjálfsögðu um að ræða vopnahléið i stríði Araba og ísraelsmanna og svo sáttmáli sá er Bonnstjórnin gerði við Sovétmenn. Fyrr í vikunni flaug Willy Brandt, kanslari Vestur- Þýzkalands til Moskvu og undirritaði sáttmálann, sem felur í sér vinsamlegri sam- skipti þessara tveggja stór- velda í framtíðinni. Vesturlandamenn líta þetta Kosygin og Brezhnev í Moskvu. LAUK HEIMSSTYRJÖLD- INNI Á FÖSTUDAGINN? — vináttusamningur V-ÞjóBverja og Sovét- manna vekur vonir um lausn Þýzkalandsmálsins margir hverjir björtum aug- um og kalla sáttmálann stórt skref í átt til friðsam- Iegrar sambúðar, sem hann eflaust er, þó svo Kosygin forsætisráðherra Sovétríkj- anna hafi látið hafa eftir sér í viðtali, að undirskrift um- rædds sáttmála væri smá- vægilegur atburður og að Sovétmenn hefðu meiri á- huga á að gera hreint fyrir sínum dyrum við Kína. Rússar á- éftir í Þjóöverjum mikil hjáip í að halda óbreyttu ástandi hvaö snertir stöðu Vestur-Þýzkalands og viðurkenningu á landamær- tæknimálum Þjóðverjamir sem I sumar unnu að því meö rússnesku samningamönnunum að þessi vináttusamningur yröi gerður voru aö sögn undmndi á því hve Rússamir töluðu opinskátt um það að Sovétmenn heföu misst af lestinnj í iðnaðarkapphlaupi stórveldanna Sögðust Rússarn- ir vera orðnir langt á eftir vest- urveldunum í tæknimálum og drægjust þeir stöðugt aftur úr, „þrátt fyrir mikilsverðan árang- ur á sviði geimvísinda". Þjóðverjamir búast því við : að í raun verði framkvæmd vin- áttusáttmálans samskipti í iðn- aðar- og tæknimálum, einkum hvað snertir fingerða tækni — rafeindatækni og ýmis smágerð vélknúin áhöid. Þannig munu sum þýzk fyrirtæki ætla aö l hefja samskipti við Sovétmenn þegar í þessum mánuði. i; milBllllHB M) IMS Umsjón: Gunnar Gunnarsson. Endalok kalda stríðsins? Er vináttusamningurinn var kunngerður í Moskvu á föstu- daginn í síðustu viku, lyftu margir brúnum og kölluðu samn inginn endalok kalda stríðsins og þar meö sé aflétt stríðsógninni sem hangiö hefur yfir höfð': mannkynsins allt frá því er sið- ustu heimsstyrjöld lauk. En hversu bjartsýnir sem menn eru og ánægðir með samninginn þá fer ekki hjá því að menn velti þvi fyrir sér hvað Bonn-stjóm- inni gangi munvemlega til. Bent er á að sennilega viljj Þjóðverj- amir hnýta einhver bönd f aust- ur, þar eð fyrirsjáanlegt sé að Englendingar og Frakkar muni hefja mikið samkrull í tækni- og iðnaðarmálum innan Efna- hagsbandalagsins, Þá kemur það og til, að samningur þessj er Willy Brandt opnar austur- gluggann. um sem ákveðin voru af sigur- vegumnum í seinni heimsstyrj- öldinni. Þannig varð Brandt þegar í upphafi samningavið- ræðna við Rússana aö tala um Þýzkaland sem tvö aðskilin og sjálfstæð riki, en á móti kemur svo að Rússar fara hvergi frani á viðurkenningu á Austur- Þýzkalandi. í fótspor de Gaulle Eilaust á Willy Brandt lengi eftir að baða sig í frægðarljóma af þessum vináttusamningi, þó fer því víðsfjarri að hann eigi hina upphafflegu hugmynd að * slíkum samningi né heldur var' það Wiliy Brandt sem fann upp „Ostpolitik“ (vinsamleg stefnaT gagnvart austurblokkinni). Þeg-1 ar á dögum Adenauers vom< menn famir að velta fyrir sér' nánari samskiptum við Rússa og • de Gaulle benti stöðugt á, að, vildu menn reyna að draga úr spennunnj f málefnum Evrópu, þá væri lykillinn að vinsamlegri samskiptum í Moskvu, enda varð de Gaulle fyrstur evrópskra1 ráðamanna til að taka upp nán- ari tengsl við Sovétmenn. Undanlátssemi? Svartsýnir segja nú gjaman,1 að Brandt sé að gera alvarleg! mistök með þessum samningii við Rússa, og hafi hann nú al-, gjörlega látið í minnj pokann^ fyrir ásókn Rússa. Leiði þessi vináttusamningur ekkert annaðf atf sér en auknar njósnir Sovét-f manna og frekari afskipti af, málefnum Þýzkalands. Brandt þartf áreiðanlega ekkii að hafa neinar áhyggjur af þess-1 um röddum enda er næsta fár-; ánlegt að ætla að hann sýni einhverja linkind í samskiptum: við Sovétmenn. Eins og menn f muna var hann árum saman borgarstjóri f Vestur-Berlín og ' stóð allra manna bezt vörð um ; sjálfstæði þeirrar borgar. 25 ár frá styrjaldarlokum Núna eru 25 ár Köin frál stríðslokum og öll þessi ár hetf-.. ur állfan veriö tvískipt og staðið 7 grá fyrir jámum, albúin að hella ; sér út i annaö stríð. Skipting ^ Þýzkalands er viðkvæmt mál og ; hefur í öll þessi 25 ár hangið,' sem mara yfir þjóðum heims., Vináttusamningurinn mun auð-, vitað ekki leysa það mál, þvf fer, fjarri, hins vegar er hann stórt: spor i rétta átt, og það er gott■' til þess aö vita, að nú um nokkra' hríö hafa fjórveldin setið á rök-' stólum og rætt um Berlínarmáliö og skiptinguna. Sitthvað já-’ kvætt hefur komið út úr þeim viðræðum, og meðal annars það, að Rússar hafa fallizt á að leyfa þeim er búa vestan megin i Berlín að heimsækja vinj sfna og ættingja 1 austurhluta bore- arinnar. Sennilega verður svo næsta skrefið í friðarátt að bæði Sovétmenn og Banda- ríkjamenn dragi úr herstyrk sínum f Þýzkalandi — en að líkindum kemur ekki að því strax. — GG /;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.