Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 13.08.1970, Blaðsíða 9
(V1SIR . Fimmtudagur 13. ágúst 1970. v• ] Mestu svifflug j menn í heimi I eru í Texas • — en 'islenzkir gefa jbe/m litið eftir — spjallað ; v/ð Le/Y Magnússon, Islandsmeistara i svifflugi i. « . ★ Svifflug er ef aö líkum lætur einhver elzta íþróttagrein, sem mannkindin hefur lagt stund á. ★ Flestir krakkar hafa reynt aö svífa fram af þakskeggi með útspennt kápulöf — og stundum komið illa niöur. £ ★ I Texas hafa þeir náð mjög góðum árangri — ekki meö ;• frakkalöfum, heldur fljúga þeir í litlum plastflugum. '• ★ Þeir eru líka kræfir þessir hér austur á Sandskeiði. [% I• « (• e i! il /• >: Svifflugfélag íslands telur um 60 meðlimi sem taka virkan þátt í félagsstarfinu, en senni- lega eru það á milli 40 og 50 manns sem stunda svifflugið af hvað mestum áhuga — eða svo tjáði núverandi íslandsmeistari í svifflugi, Leifur Magnússon, okkur. Margir halda aö svifflug hljóti i, WÆZi «• 1» t: <• '• !• !• *:• >• ;• • • ‘o <• ! • *• . • :• ’• Þetta er elzta svifflugan á íslandi og hin eina sinnar tegund- ar í Evrópu. Hún var flutt inn rétt eftir stríð og gerði það Þórmundur Sigurbjarnarson, núverandi formaður Svifflugfé- lagsins. Þórmundur hefur endurbyggt vélina. Trjónan er ný og nú er hún aðeins fyrir einn mann. Áður bar hún tvo. Flugan er af gerðinni LK-10. ............—■ Leifur Magnússon, núverandi íslandsmeistari. „Þessi met sem við setjum hér eru eiginlega tvíþætt," sagði Leifur. „Mörg þeirra heita jú íslandsmet, en þau eru sett erlendis af íslenzkum mönnum, aðallega í Þýzkalandi, Póllandi og þar um slóðir.“ 9 ■J 1 flugtogi yTir Hellu í sumar. Myndin er tekin úr vélflugunni ög í baksýn er LK-10-svifflugan. að ver-a mjög dýr tómstunda- iðja en svo er þó ekki að minnsta kosti ef miða á við aðrar vinsælli íþróttagreinar. Að vísu er hver sviffluga dýr, „þær nýjustu og beztu kosta allt frá 600 þúsund krónum, en þær sem við fljúgum í eru orön- ar 5—6 ára og kosta sennilega um 350 þúsund“. Hver flugtími í svifflugi kostar ekki nema 160—260 krónur, en nú kostar allt frá 900 krónum að fljúga einn tírna í vélflugu. Sviflflugfélagið var stofnað ár- ið 1936 og var það núverandi fliigmálastjóri Agnar Kofoed- Hansen setn beitti sér fyrir stofnuninni. Fyrsta íslandsmótið var hins vegar ekki haldið fyrr en 1958, og þá sigraði Þórhallur Filippusson, sem var einn fjög- urra þátttakenda á síðasta ís- landsmóti sem haldið var við Hellu í síðasta mánuöi. ★ Fööurland nauðsynlegt Eins og gefur að skilja er svifflug talsvert fyrirhafnarsöm íþróttagrein og ekki dugir að vera mjög kulsæll, þótt nýjustu svifflugumar séu með gler- hjálmi yfir flugmanninum. „Maður verður að eiga gott föðurland“, sagði Leifur Magn- ússon en um mitt sumarið er þó hiti yfirleitt nægur það er helzt að maður finni fyrir kulda á vorin og haustin." Ekki dugir fyrir hvern sem er að ætla að fara að stunda siflifflug undirbúningslaust. Fyrst þurfa menn að hafa próf til að fá að fljúga einir, en kennsla fer fram á vegum Svifflugfé- lagsins og er aðalkennari Sverr- ir Thorláksson, Menn þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af svifflugu undir rassinn á sér, því allar svifflugur hérlendis eru félagseign, að undanskilinni vél Þórmundar Sigurbjarnarson- ar sem myndin er af hér á síö- unni. Þá er og eitt Ijón í veginum fyrir þá er vilja fara að stunda svifflug, en það er, að ekki dugir fyrir hvem og einn að ætla að svífa um loftin blá al- gjörlega upp á eigin spýtur. Þaö þarf að minnsta kosti 3 menn til að koma einum upp í himin- geiminn: Einn stjórnar spilinu sem dregur sviffluguna á loft. Einn þarf svo að setjast í svif- fluguna og sá þriðji styður við sviffluguna áður en hún sleppir jörðinni. Margir halda að svifflugur svífi um næstum því f algjöru reiðileysi, þegar þær eitt sinn eru komnar á loft og kannski gera þær það að vissu marki. í hverri vél eru þó alls konar mælitæki, svo sem: hraðamælir, hæðarmælir, beygjumælir, átta- viti og talstöð — og svo hafa menn meðferðis fallhlíf og súr- efnistæki ef illa skyldi fara. -jAr Laildslag mikið atriði Leifur Magnússon sagði Vísi að hann heiföi stundað svifflug í 9 ár og á hann eitt met sem ekki hefur verið hnekkt, en það er hraðamet í 100 km þrí- hymingsflugi, en þá flaug hann frá Heliu að Búrfelli f Gríms- nesi og síðan yfir Hruna að Hellu aftur. Hraðinn var reynd- ar ekki mjög mikill samanlagð- ur, sagöi Leifur eða 42 km á klst. Þessi litli hraði stafar af því að mikill tími fer í að „klifra". Flogið er á milli upp- streymissvæða og ef uppstreymi er mikið stendur það stutt yfir og hærri meðalhraði næst. Sagði Leifur að á milli upp- streymissvæðanna hefði hraðinn sennilega verið 100—150 km á klst. íslandsmet í iangflugi er 98 km í einni lotu og var sett á Hellu í ár en gildandi heimsmet er -153 km. Leifur sagði að ís- lenzku metin (innanlandsmetin) yrðu ævinlega langt undir heimsmetum, þar eð landið er Iftið og aldrei hægt að fljúga langt frá heimavellinum. í lönd- um eins og Texas er undirlendi gffurlegt og alls staðar hægt að lenda og leiöir þá af sjálfu sér að glæsileg met eru sett. Islenzkir svifflugmenn halda sig mest við Sandskeiðið, en einnig er íþróttin eitthvaö stunduö norður í Eyjafirði. Að- stæður eru ágætar á Sandskeiði. Þar er skýli yfir flugurnar og spil til aö draga á loft, og iandslag er þannig, að flugur haldast lengi uppi. Hins vegar þyrfti að vera hægt að lenda einhvers staðar í nágrenninu. Að því leyti er betra að vera við Hellu, en þar er ekkert skýli og heldur ekkert spil tii að draga á loft meö. — GG Tisnsm: — Stundið þér kartöflvv rækt? Jón Magnússon: — Nei, það geri ég ekki. Hins vegar átti fjöl- . skylda mín kartöflugarðsskika í Kringlumýrinni lengi, en var rekin þaðan er bærinn hugði á framkvæmdir þar fyrir nokkr-, um árum. Sæmundur Þórðarson, bóndi og skipstjóri: — Ég geri það ekki núna, nei. Hins vegar fiktaði ég lítiilega við það fyrir nokkrum árum, en hætti því, þar eð það var ekki I nógu stórum stíl til : að það borgaði sig. Maöur þyrfti helzt að vera með nokkurra hektara land ef vel ætti að vera.' Kristján Júlíusson bifvélavitkl: — Nei, því miður vii ég segja,1 því að ég gæti vel hugsaö mér að ’ gera það. Það væri vissulega' margt vitlausara. Stefán Kristjánsson, starfsmaö- < ur hjá Skeljungi í Skerjafirði:: — Já, ég hef stundað kartöflu- , rækt með góöum árangri í mörg ár inni í Skerjafiröi. Ásmundur Daníelsson flugvirki: — Ég hef verið að fikta f við þaö öðru hverju í garðholu, sem ég á suður í Nauthólsvík. ■ Það er bara verst, hvað það fer; illa meö bakið á manni. $ Daníel Gíslason verzlunarm.: Já, ég stunda svo sannarlega kartöflurækt. og það f fjölda mörg ár. Bæði vegna útiverunn- ar og ánægiunnar, og svo auð- vitað mikið vegna þess, hve manni bragðast alltaf betur þær kartöflur, sem maður hefur ræktað sjálfur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.